Þjóðviljinn - 22.07.1964, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 22.07.1964, Blaðsíða 12
. ■ ■ Her sest meðal annars radarinn, skáiinn þar sem stjórntækjum og mælitækjum er komið fyrir og auk þess útbúnaður sem verið er að ganga frá. Eldflaugaskot Frakka af Mýrdalssandi: EKA ÞAB ALLT UNDIR VEÐRINU... Seint í vetur var sagt frá því i blöðum og útvarpi, að von væri mikilla tiðinda þarna austur frá. Frakkar ætluðu að skjóta þaðan eld- flaugum til að gera rannsókn- ir á Van Allen beltunum svo- nefndu. Það fylgdi með að ailt væri þetta klappað og klárt; leyfi fengið hjá við- komandi aðilum íslenzkum og undirbúningur myndi hefjast í júnímánuði. En þegar til kom hafði reyndar láðst að tala við landeigendur þar eystra, því að þcssir svörtu sandar eru ekki almenningur þrátt fyrir allt. Þeir kunna í fljótu bragði að virðast heldur hlunnindasnautt land, en mörgu verðmæti hefur þó að minnsta kosti strandlengj- an tekið á móti í óbeinu um- boði landeigandans. En úr þessari vanrækslu varðandi „landvistarleyfi" á Mýrdals- sandi fékkst þó bætt. Ragnar bóndi á Höfðabrekku tók þessu víst sem hverri annarri fljótfærni og samningar við hann gengu greiðlega. Frakk- arnir máttu koma. Undirbúninsrur Undirbúningsframkvæmdir hófust austur á Mýrdalssandi nokkru fyrir mánaðamót, og voru þá steyptir pallar vegna eldflaugaskotanna og grunnar fyrir geymslur og athugunar- stöð. Það verk annaðist vinnu- flokkur úr Vík í Mýrdal und- ir stjóm Jóns Valmundsson- ar. Nokkru síðar kom hópur a: Frökkum til að annast upp- setningu nauðsynlegs útbún- aðar fyrir eldflaugaskotin, mælitækja og stjórntækja. Eru þeir undir leiðsögn 2ja verkfræðinga. Lefevre og de Villepin. Um síðustu helgi var fréttamaður Þjóðviljans á ferð þama eystra og hitti Lefevre verkfræðing að máli, þar sem hann var önnum kafinn við störf sín hjá rad- arstöðinni, sem staðsett er i nokkurri fjarlægð frá þeim stað, sem eldflaugunum verð- ur skotið upp. Lefevre leysti mjög greið- lega úr öllum spurningum, sem fréttamaðurinn bar upp; hann er broshýr maður og einstaklega þægilegur í við- móti. Litlum skála hefur ver- ið komið upp þarna á sand- inum. Þar verða öll mæli- tæki og annar útbúnaður. sem tekur á móti upplýsing- um frá eldflaugunum með loftskeytasambandi. Þama eru komnar tvær lágar loftnets- stangir, og radarinn er kom- inn á sinn stað. Og ef skot- ið skyldi ekki heppnast, þá eru þama líka tæki til þess að eyðileggja eldflaugina. Lefevre gerði ráð fyrir að um mánaðamótin júlí-ágúst yrði öllum undirbúningi lok- ið, þá veltur allt á því hvem- ig veðrið verður. Ekki er hægt að skjóta eldflauginni nema í þurru og algerlega kyrru veðri. — En það hefur ekki oft verið logn þessa daga hér á sandinum, bætir hann við. svo kannski þurfum við að bíða eitthvað. Eldflaugin á að fara í 480 km hæð og verður henni skotið á haf út, en Landhelgisgæzlan á að sjá um að engin skip séu á þvi svæði, þar sem hún fellur i hafið. Lítill tími aflögu Lefevre lét vel yfir dvöl- inni á Islandi, en annars væri h'till tími aflögu frá þessu verki. Unnið er frá þvi um klukkan átta að morgni til tuttugu mínútur fyrir átta að kvöldi, en matartími er frá klukkan 12.40-14.00. — En ég vonast til þess að geta farið í fjallgöngu á morgun (sunnu- dag), sagði þessi broshýri, ungi Frakki. Hjá skotpallinum Nokkru neðar á sandinum Lefevre verkræðingur voru tveir Frakkar ásamt bil- stjóra úr Vík að leggja leiðsl- ur á milli eldflaugapallsins og stjómstöðvarinnar. 1 geymsluskálanum, sem er skammt frá skotpallinum, voru nokkrir menn að störf- um, og aðrir voru að byrja að ganga frá einhverjum til- færingum á skotpallinum. Þrátt fyrir skilti með haus- kúpumerki, sem bar enska á- letrun um að aðgangur væri óheimill. gaf fréttamaðurinn sig á tal við mann, sem var að störfum þar úti. Hann hafði sömu hárgreiðslu og Yul Brynner er frægastur fyr- ir, og gaf hann ótvírætt i skyn að þeir kærðu sig ekki um neitt snudd í kringum sig á þessum stað. Þeir eru eitt- hvað famir að bjástra við eldflaugina þar inni í geymsl- unni. Og hann hristi ákveðinn höfuðið, þegar fréttamaðurinn tók upp myndavélina. — En það var líka miklu betra að taka myndir af þessum til- færingum þarna niður frá af veginum, sem liggur þarna alveg við. Almannavarnir 1 Vík var okbur svo sagt frá samkomubanninu. sem sýslumaður hafði sett þar um slóðir skömmu eftir komu Frakkanna. Ekki fylgdi það Framhald á 3. síðu. Skálinn scn. "hifiaugarnar eru geymdar. Fjaar á myndinni sést skotpallurinn. „No entrance" fyrir forvitna vegfarandur. Þrír Frakkar eru hér að leggja Ieiðslur frá „stjórnpallinum“ niður að eldflaugapallinum ásamt Sigurði Kjartanssyni bUstj. „Ef veður leyfir...“ Ódýrar vikulegar ferðir Ferðaskrit- stofu ríkisins □ í sumar ætlar Ferðaskrifstofa ríkisins að taka upp ódýrar vikulegar ferðir, 5 daga ferð um Vest- firði og 2—4 daga ferð um Borgarfjörð og Snæ- fellsnes. Vestfjarðarferðirnar hefjast á fimmtudögum og verður sú fyrsta nú í. þessari viku. Fyrsta daginn verður ekið um fyrir Hvalfjörð um Borgarfjörð og Dali og allt vestur í Vatnsfjörð. þar verður tjaldað og gist um nóttina. A þessari leið verða helztu merkisstaðir skoðaðir. A föstudag verður haldið vestur á Látrabjarg og til baka í -nátt- stað í Vatnsfirði um kvöldið. ef tími vinnst til verður komið við á Rauðasandi í þessari dag- leið. A laugardagsmorgun verða tjöld tekin upp í Vatnsfirði og ekið sem leið liggur um Dynj- andisheiði til fsafjarðar. Næsta dag verður farið með Djúpbátn- um Fagranesi út í Æðey og Vigur og tekið land á Melgras- eyri, þar verða bílamir og síð- an ekið um Þorskafjarðarheiði og að Bjarkarlundi. A mánudag verður svo haldið heimleiðis og ekið um uppsveitir Borgarf jarðar, Kaldadal og Þingvelli qg komið til Reykjavíkur um kvöldið. Þessi ferð kostar 1100 kr. og er þar innifalið fargjöld og far- arstjóm. Þátttakendur þurfa að hafa með sér tjöld, en Ferða- skrifstofan gæti útvegað nokkur tjöld ef á þarf að halda. Ferðimar sem Ferðaskrifstofa ríkisins sk'juleggur um Borg- arfjörð verða um hverja helgi fram í miðjan ágúst. Lagt verð- ur af stað seint á föstudögum, svo að fólk sem vinnur þann dag getur farið með. Ekið verður um Þingvelli og Kaldadal og að Varmalandi og gist þar í skólanum. Daginn eftir verður setið þar um kyrrt til hádegis, en góð sundlaug er á staðnum. Seinni hluta dagsins verður ekið um Borgarfjörð og komið að Varmalandi aftur um kvöld- ið. A sunnudag verður farið á Snæfellsnes, að Búðuip, Helln- um, Rifi og síðan eftir nesinu norðanverðu og inneftir Skóg- arströnd og komið í Varmaland að kvöldi. A mánudag verður svo haldið niður Borgarfjörð og til Reykjavíkur. Þessi ferði kost- ar 1170 kr. og er þar innifalið fargjöld, gisting og morgunverð- ur. Bonn ætlar að anka Kínaverzlun KÖLN 21/7 — Utanrikisráð- herra Vestur-Þýzkalands, Ger- hard Schröder lýsti því yfir í gær að Vestur-Þýzkaland hefði áhuga á takmarkaðri verzluin við Kínverska alþýðulýðveldið. Hann sagði að enn lægju ekki áform fyrir um beina verzlunar- samninga eða stofnun verzlun- arsendinefndar í Peking, en Bonnstjórmin hefði samt sem áður áhuga á takmörkuðum vöruskiptum og gætu þau orð- ið nytsamlegur grundvöllur að betri sambúð landanna. Ódýr FÍ-fargjöid á þjóðhátíð í Eyjum Hin árlega þjóðhátíð í Vest- manneyjum hefst að þessu sinni föstudaginn 7. ágúst. Iþróttafé- lagið Þór sér um hátíðina að þessu sinni og fer hún fram í Herjólfsdal með liku sniði og venjulega. 1 tilefni þjóðhátíðarinnar hef- ur Flugféla\ Islands sérstök 6- dýr þ.VSðhátíðarfargjöld frá Reykjavík. og til baka eða á 705 kr. b.áðar leiðir. Þessi far- gjöld gilda frá 5. til 12. ágúst að báðum dögum meðtöldum og aðeins fyrir þá sem kaupa um leið aðgöngumiða að þjóð- hátíðarsvæðinu, en þeir eru seld- ir í afgreiðslu Flugfélags ís- lands. Dagana fyrir þjóðhátíðina og meðan hún stendur munu flug- vélar félaggjps fljúga til og frá Eyjum eftir þörfum,. þannig að enginn þurfi að bíða, en fólki Tíunda þotan ferst á mánuði BOCHUM 21/7 — Vesturþýzk orustu.ota af bandarískri gerð, F-84, hrapaði í gær til jarðar í námunda við Bochum, en flug- manninum tókst að bjarga lífi sírrn. Þetta var tíundá orustu- þotan sem vesturþýzki flugher- inn missir á einum mánuði. er ráðlagt að panta sæti tím- anlega vegna mikillar aðsóknar. Ferð út i ,blóinn' Næstsíðasta ferðin út í bláinn ÆFR efnir í kvöld til ferðar út í bláinn. Lagt verður af stað frá Tjamargötu 20 kl. 20. Athugið, að þetta er næstsíð- asta ferðin út í þláinn á surnr- inu, og því hver síðastur að taka þátt í hinum viðrómuðu ferðum Æskulýðsfylkingarinnar. Þátttökutilkynningar i síma 17513 og í sima hjá ferðaskrif- stofunni Landsýn 22890. Arekstrar Árekstur varð hjá Engidal í gær. Bílaleigubíll kom eftir nýja Keflavíkurveginum og tókst^ ekki að stanza í tækt tíð á mótum hans og Reykjavikur- vegar og varð þar með fyrir árekstri. Ekki hlutust slys af bessum klaufaskap og bílam- ’r skemmdust fremur lítið. Aðrir árekstrar í gær voru einnig smávægilegir. « f 4

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.