Þjóðviljinn - 22.07.1964, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 22.07.1964, Blaðsíða 6
g SlÐA ÞlðÐVILJINN Miðvikudagur 22. júlí 1964 Pólsk-íslenzka félagið í Varsjá hefur gengizt fyrir keppni meðal unglinga í skólum Iandsins. Nemendur hafa svarað spumingunni: Hvað veiztu um ísland? — Á myndinni sést Xer-Oganian, framkvæmdastjóri félagsins, afhenda verðlaun í einni slíkri samkeppni. I»á sést og prófessor Margaret Schlauch, formaður félagsins, og prófessor Stanislaw Helstiynski, varaformaður, á mynd- innL Við hlið próf. Schlauch sést Dozla, sem er stjómarmeðlimur í félaginu, en er annars einn af framkvæmdastjóram í pólska skipabyggingaiðnaðinum. Haukur Helgason: PÓLSKA LÝÐVELDIÐ 20 ÁRA í DAG Widukind, fomþýzkur munk- ur og annálaritari, er talinn -Biihafa fyrstur manna fært í let- ur frásagnir af sjálfstæðu pólsku ríki. Þær frásagnir eru nn frá áranum 963 — 967 eða skömrmi eftir að íslendingar settu á stofn Alþingi við öx- ará. Widukind greinir frá því að þýzkur markgreifi, Wichman, hafi sigrað pólska prinsinn Mieszko í orustu árið 963, en fjórum árum síðar hafi sá hinn sami Mieszko gjörsigrað markgreifann og með þeim sigri hafi pólsku riki verið komi'ð á laggimar. Landamæri þess ríkis voru þá nær því hin sðmu og þau nú eru. Pólverjar halda því um þess- ar mundir hátíðlegt afmæli 1000 ára ríkis síns. Raunar halda þeir hátíðleg fleiri af- mæli i sögu sinni. Á árinu 1960 minntust þeir þess að þá voru liðin 550 ár frá hinni miklu orustu yið Grunwald. en þá sigruðu þeir þýzka árás- armenn. I pólskri sögu er þannig litið á þessa orustu, að hún hafi verið grundvöllurinn að allri framtíðarbaráttu pólsku þjóðarinnar fyrir frelsi sínum og sjálfstæði. Á árinu sem leið minntust þeir byltingarinnar miklu í janúar 1863, en í byltingu þessari börðust þeir af miklum eldmóði fyrir endurheimt sínu sjálfstæði. 1 ár halda þeir hátíðlegt 600 ára afmæli elzta háskólans í Póllandi, Jagiellonian háskólans í Krakow. Og í dag — 22. júlí — eru 20 ár liðin frá því að pólska þjóðfrelsisnefndin var stofnuð í borginni Chelm Lubelski, sem leyst hafði verið undan oki þýzku nazistanna af pólskum og sovézkum hermönnum. '* Ég hygg að fáar eða engar bjóðir í víðri veröld eigi sér hliðstæða sögu og pólska þjóð- in. Svo mjög hafa Póiverjar þurit að berjast fyrir tilveru sinni. Um aldir hðfðu þeir sem næstu nágraxma voldug árás- arriki, þýzku ríkin með Prúss- land 1 broddi fylkingar, Aust- urríki og rússneska keisara- veldið. Æ ofan í æ þurftu Pól- verjar að verja hendur sínar gegn þessum rikjum. ýmist gegn hverju þeirra fyrir sig eða gegn þeim öllum sameigin- lega. Þrivegis var , landinu skipt upp á milli árásarþjóð- anna. Pólland var bókstaflega máð úr tölu ríkja. En þrátt fyrir alla ósigrana, þrátt fyrir allar hörmungam- ar, sem þeim fylgdu. þrátt fyr- ir alla kúgunina bjó þó alla tíð með Pólverjum heit ást á frelsi og sjálfstæði og þjóðlegri menningu. Því er saga Pólverja ekki eingöngu saga undirokunar, erfiðleika og dauða, heldur einnig saga um stöðuga og stórbrotna baráttu fyrir frelsi og sjálfstæði. um stöðuga og stórbrotna baráttu fyrir að fá að lifa í sínu eigin landi. Sú þolinmæði og sú hetjulund sem fram kom í hinni löngu bar- áttu er einstæð í sinni röð. á árinu 1793 var Póllandi skipt upp öðru sinni í milli ná- grannaríkjanna. Árið eftir brauzt út hin fyrsta skipu- lagða þjóðlega bylting undir forustu r>ólsks hermanns, sem getið hafði sér góðan orðstír á vígvöllum í Póllandi og í Bandaríkjum Norður-Ameríku, Tadeusz Kosciuszko, en hann barðist beggja vegna Atlanz- hafsins þrautseigri baráttu fyr- ir frelsi og lýðræði þjóðunum til handa. Á síðastliðinni öld gerðu Pólverjar uppreisnir gegn kúg- urum sínum á árunum 1830— 31. 1846—48 og Í863 og svo enn á árunum 1905 og 1917. Þessar uppreisnir voru mögu- legar vegna þess að böndin milli hinna uppskiptu lands- hluta rofnuðu aldrei. þjóðleg pólsk menning stóð þar ætíð föstum fótum, og ennfremur vegna þess að þær nutu styrks frá hinum fjölmennu hópum Pólverja, sem neyðst höfðu til að fara í útlegð frá heima- landi sínu. Barátta Pólverja fyrir frelsi sínu og sjálfs'reði kom oft miklu róti á hugi hinna beztu manna í öðrum löndum. Menn eins og Marx og Engels, Laf- ayette og Victor Hugo, Gari- baldi og Mazzini, O'Connell. Abraham Lincoln, Herzen og margir fleiri gerðu sitt ýtr- asta til að vekja samúð með Pólverjum. En allt kom fyrir ekki. Allar fóru uppreisnimar út um þúfur. Það var fyrst í lok fyrri heimsstyrjaldarinnar. árið 1918, að Pólland hlaut sjálfstæði sitt á nýjan leik. Þessu sjálfstæði fylgdi þó ekki frelsi fyrir pólsku þjóðina. Lénsfyrirkomu- laginu var að verulegu leyti viðhaldið, gífurleg landflæmi voru til dæmis áfram í eigu fárra einstaklinga en megin- þorri bænda jarðnæðislaus. f stað hinna erlendu kúgara komu innlendir kúgarar. Allt fram að heimstyrjöldinni síðari sat fasistísk herforingjaklíka að völdum í Póllandi, mestan tímann undir forustu Pilsudsk- is. marskálks. * Sem kunnugt er réðust her- sveitir Hitlers á Pólland í september 1939 og lögðu meg- inhluta landsins undir sig á skömmum tíma. Á meðan þýzkur her sat í landinu styrj- aldarárin rikti þar hið festa grimmdarástand. Framhald á 9. síðu. Frá Varsjá, höfuðborg Póllands. Þrándur Thoroddsen: Pólland á af- mælisdaginn Þannig var umhorfs í cinu hvcrfa Varsjár í lok siðustu heims- styrjaldar, árið 1945 ... .,. og svona lítur þcssi sami borgarhluti v* í dag, Islendingar hafa oft heyrt og lesið um kjark og hetjulund þeirrar þjóðar sem Pólland byggir; um þrotlausa baráttu hennar um aldir við kúgara sína; um gereyðingu landsins og pyndingar sona hennar í fangabúðum nazistq í siðustu heimstyrjöld. Við vitum um Majdanek. Varsjárgettóið, skolpræsabardagana, Auswitz. í daga halda Pólverjar hátíð- legt 20 ára afmæli heimtingar frelsis og stofnunar alþýðu- lýðveldisins. Þetta er gleðidagur í Pól- landi og við skulum þvi hverfa frá minningum stríðshörmung- anna og litast um í landinu í dag. Upp úr rjúkandi stein- hrúgum Varsjárborgar, sem Hitler hótaði að aldrei skyldi framar standa, er nú vaxin nýtízku stórborg með litskrúð- ugar og Ijósskreyttar bygging- ar og breið stræti, þar sem bílamergðin brunar um; pólsk- ir bílar, franskir bílar, sovézk- ir. amerískir, enskir, tékkn- eskir. ! Hópar erlendra ferðamanna stika um strætip. Þeir dást að renesanshúcunum í gamla borgarhverfinu, sem byggt hef- W verið upp f nákvæmri eft- irlíkingu þess, sem stóð fyrir •iiríð. I ■íbúðarhverfum Varsjár get- ur að líta sambyggingar, sen maður ætti helzt von á að sjí á Norðurlöndum: stílhreinar. litfagrar og fallega skipaí hverfi. Hér eru risa-kjörbúð ir, þjónustumiðstöðvar, klúbb ar og kvikmyndahús. Form fagrir auglýsingaflekar eru vii hverja götu. Þar eru álímc plaköt, sem Pólverjar eru sv< frægir fyrir. Þeir eiga *ein hverja beztu menn heimsins þeirri grein. Og nóg hafa þei af verkefnunum. Hér eru aúg lýstar kvikmyndir, leikhús baðstrendur og skemmtistaðii Hér eru líka áskoranir og leið beiningar yfirvaldanna; all fært í fegurstu liti og form. Ferðalangur, sem stfgur ú úr lestinni í neðanjarðarstöð inni í Varsjá. (sém kunnugi: telja einhverja stílhreinustu Evrópu), gæti haldið. að ham væri kominn inn á eitthver nýtízku listasafn, svo mikil e plakatadýrðin. Við tökum eftir því. hva< fólkið sem við sjáum á göt unni er laglega en þó látlaus klætt. Pólsku stúlkurnar toll; vel í Evrópu-tízkunni, end; hægt um vik að fylgjast héi með^ hverju, sem er að geras I heiminum, í hvaða grein sen- er. I bókabúðum fást dagblöð tímarit og bækur, hvaðanæv; Framhald á 9. síðu l

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.