Þjóðviljinn - 30.07.1964, Page 10
sofa hjá öllum vinum minum,
öUum kunningjum mínum, öll-
Hm kunningjum annarra....
— Hún hlýtur að hafa verið
mjög óhamingjusöm, sagði Ver-
onica mjúkum rómi.
— Þvert á móti, sagði Jack.
Það gerði hana sannarlega
mjög hamingjusama.
— Þú hatar hana núna, sagði
Veronica.
— Kannski, sagði Jaek. — Að
minnsta kosti man ég, að ég hat-
aði hana þá.
— Og hvemig er með núver-
andi konuna þína?
— Ég hélt þú vildir ekki að
ég talaði um hana.
— Ég er búin að skipta um
skoðun, sagði Veronica. — Þú
átt ekki að segja mér hvað mik-
ið þú elskar hana. Segðu mér
bara hvemig hún er.
— Hún er lítil og lagleg með
mjúka, Mjómfagra, franska
rödd, sagði Jack. — Og hún er
s-kýr í hugsun, fljót að átta sig,
kvenleg og yndisleg. Hún hugs-
ar úm mig og stjanar við mig
og lætur bömin haga sér vel,
, þegar þess er þörf, og í fyrsta
skipti sem ég sá hana fannst
mér hún vera ímynd allra
franskra dyggða.
— Og nú? spurði Veronica.
— Hvert er álit þitt á henni
núna?
— Ég hef ekki breytt um álit,
sagði Jack. — Ekki að neinu
ráði.
— Og samt sefurðu hjá öðru
kvenfólki, sagði Veronica ögr-
andi.
— Nei, sagði Jack.
— Nei, heyrðu mig nú, Jack. .
Þetta var í fyrsta sinn sem Ver-
onica kallaði hann skímamafni.
— Mundu hverja þú ert að tala
við.
— Já, ég man það. sagði Jack.
— Þú ert sú fyrsta.
Veronica hristi höfuðið undr-
andi. — Hvað hefurðu verið gift-
ur lengi?
— Átta ár.
— Og það hefur ekkert gerzt
allan þann tíma?
— Ekki neitt, sagði Jack. —
Ekki fyrr en þú.
— Og svo ég, sagði hún. —
eftir að þú hafðir þekkt mig
i hálfan annan tíma....
— Hæ. Gamall maður á reið-
HÁRGREIÐSLAN
Hárgreiðslu og
snyrtistofu STEINU og DÖDÖ
Eaugavegi 18. III. h. (lyftaj —
SIMI 23 616.
P E R M A Garðsenda 21. —
SlMI: 33 9 68. Hárgreiðslu og
snyrtistofa.
D ö M U R !
Hárgreiðsla við allra hæfi —
TJARNARSTOFAN, — Tjamar-
götu 10 — Vonarstrætismegin —
SÍMI: 14 6 62.
HÁRGEIÐSLUSTOFA
AUSTURBÆJAR — (María
Guðmundsdóttir) Laugavegi 13.
— SÍMI: 14 6 56. — Nuddstofa á
sama stað.
hjóli birtist á vegarbrúninni og
Jack beygði framhjá honum og
hægði ferðina. Hann reyndi ekki
að útskýra fyrir Veronicu —
eða sjálfum sér — hvað gerzt
hafði með honum eftir þessi átta
ár þennan rigningardag eftir há-
degisverðinn með Despiére og
ungfrú Henken. Honum hafði
fundizt það sem gerðist vera ó-
umflýjanlegt, rétt, nauðsynlegt;
það hafði gerzt án hans tilverkn-
aðar og hann hafðí ekkert hug-
boð um að það hefði getað
komið fyrir. — Eftrr að ég hafði
þekkt þig í hálfan annan tíma,
endurtók hann. Svo 'þagnaði
hann. Hvað svo sem hann að-
hefðist þetta kvöld, þá ætlaðí
hann ekki að segja frá þeim
erfiðleikum sem hann átti i í
hjónabandínu — vandræðum
hans á þvi frá fyrstu tíð að gefa
sig allan, sektarkenndinni vegna
þess að hann elskaði hana ekki
nóg, leiðanum sem greip hann
alltaf öðru hverju yfir því að
vera bundinn og tjó$raður í
fjötra heimilisMfs og hjóna-
bandavenja sem hún flækti hann
í vísvitandi. Hann ætlaði ekki
að fara að segja þessari ítölsku
stelpu frá, þeim dæmalausa létti
sem hafði gagntekið hann þegar
hann kvaddi hana á flugvellin-
um eða frá því að hann hefði
ekki fundið vott af þrá til
hennar síðustu vikurnar fyrir
brottförina eða frá öðrum sam-
svarandi tímabilum sem lágu
eins og dauðir. gráir flekkir á
lífi hans og Helenu. Honum
fannst sem þessar staðrejmdir
væru honum til vanza og þær
myndu niðurlægja hann enn
meira bæði í augum Veronicu
og hans sjálfs, ef hann væri svo
blygðunarlaus að segja frá þeim
undir þessum kringumstæðum.
— Hefurðu hugsað þér að
segja kontmni þinni frá mér,
þegar þú kemur aftur til París-
ar?
— Ég býst ekki við því, sagði
Jack.
Þú ert ekki eins geysilega
heiðarlegur núna og þegar þú
varst ungur. Rödd Veronicu var
orðin dálítið hvöss og striðnis-
leg. — Er það?
— Nei, sagði Jack. Það
er sitt af hverju sem ég er ekki
núna, sem ég var þegar ég var
ungur.
— Myndi konan þín fara frá
þér ef hún kæmist að því?
— Ekki hugsa ég það, sagði
Jack. Hann brósti. — Þú verður
að athuga að hún er frönsk.
Veronica þagði stundarkom. —
Það hefði verið gaman að
þekkja þig þegar þú varst ung-
ur, sagði hún hljóðlega.
— Það er óvíst. sagði Jack.
— Ég var fullur af yfirlæti og
þvermóðsku' og ég var svo ákaf-
ur í að vera heiðarlegur gagn-
vart sjálfum mér, að ég hikaði
aldrei við að særa fólk....
— Þannig er Róbert líka. Ver-
onica hló þurrlega. — Nákvæm-
lega þannig. Fannst þér hann
vera líkur þér?
— Ef til vill. Að vissu leyti ,
sagði Jack. — Að því undan-
skildu að ég hef aldrei hótað
því að drepa neinn. Og ég hef
aldrei reynt að fremja sjálfs-
morð.
Veronica hallaði sér nær hon-
ÞJðÐVILIlNN
nm og horfði á hann alvarleg
og athugaði í flöktandi götuljós-
mram sem nálguðust hinum
megin við veginn. — Hvað hef-
ur komið fyrir þig? sagði hún.
— Ég er að vélta því fyrir
mér.
— Ég er líka stundum að velta
því fyrir mér sjálfur. — Oft og
mörgum sinnum.
— Hefurðu orðið fyrir von-
brigðum með sjálfan þig? spurði
hún.
— Nei, sagði hann með hægð.
Það held ég ekki.
— Myndirðu haga þér öðru
vfsi éf þú gætir lifað ailt upp
aftur?
Hann hló. — Er það nú spum-
ing? Auðvitað myndi ég gera
það. Myndu ekki allir gera það?
— Héldurðu að allt yrði þá
betra?
— Nei. Það er óvíst
— Já, en þú gerbreyttir um
lífsháttu, sagði hún. — Ég á við,
að þú byrjaðir sem leikari, og
nú ert þú eitthvað allt annað..
.. fulltrúi, eins konar stjóm-
málamaður....
— Og í kvöid kallaði drukk-
inn leikari mig kontórista, sagði
Jack, sem mundi allt í einu eft-
ir Stiles.
— Hvað svo sem þú ert. hélt
Veronica áfram, — þá hefurðu
snúið bakinu við því sem þú
varst upphaflega, sem gerði þig
f rægan....
— Það er nú of mikið sagt að
ég hafi snúið við því bakinu,
sagði Jack. — Það var miklu
fremur það sem sneri við mér
bakirra. Þegar ég kom heim eft-
ir striðið var andlitið á mér
undið saman í hnút öðrum meg-
in. Að minnsta kosti varð það
eins og hnútur á kvikmynd. Og
ég hafði verið býsna lengi í
burtu. FóJk var eiginlega búið
að gieyma mér.
32
— Samt hefurðu áredðanlega
getað fengið hlutverk þegar frá
leið. sagði hún. — Það er ég
viss um.
— Já, trúlega hefði ég það.
Jú, sagði hann ákveðinn. — Ég
hefði sjálfsagt getað ' lifað, ef
ég hefði haft löngun til þess.
Ég komst að raun um að mig
langaði ekki lengur til þess.
Hinn helgi Hollywoodlogi var
útbrunninn, sagði hann kald-
hæðnislega. — Eftir stríðið og
næstum tvö ár á sjúkrahúsi —
eftir Garlottu .... Hann yppti
öxlum. — Stríðið beindi áhuga
mínurr) að öðru. Evrópa — ég
hafði aldrei komið til Evrópu
fyrr, og eftir stríðið hélt Evr-
ópa áfram að toga í mig ....
Það er reyndar ekki óalgengt.
Fjöldi manns er einhverskonar
listamenn á unga aldri. Og ef
þeir eru svo heppnir að skilja,
að þeirra list er hluti af æsk-
unni, rétt eins og það að geta
hlaupið hratt eða vaka alla
nóttina — þá hætta þeir.
— Án þess að iðrast? spurði
Veronica.
— Það er næstum ekfci nedtt
sem ég hef gert á ævinni. sem
ég iðrast ekki á einn eða annan
hátt, sagði Jack hugsi. — Er það
ekki eins með þig?
— Nei, það held ég ekki, sagði
Veronica. — Nei.
— Iðrastu þess til dæmis ekki
að þú hættir við Róbert? Eða
að þú byrjaðir að vera með hon-
um? Og áttu ekki seinna eftir
að iðrast þess að þú gekkst í
slagtog við mig.
— Nei. ekki á þann hátt sem
þú átt við. Hún renndi nöglirmi
niður eftir handleggnum á hon-
um, klóraði með henni í skyrt-
una hans. — Iðrastu fyrsta
hjónabandsins þíns?
— Auðvitað. Á hundrað mis-
munandi vegu.
— Og Carlottu?
— Ég tala ekki um ósköpin!
— Líka á hundrað mismun-
”■”1! vegu?
— Nei. þúsund.
— Og hversu margra ann-
'fra? Hversu margra annarra
'■venna?
Jack hló. — Aragrúa, sagði
hann.
— Þú hefur verið afleitur. er
ekki svo? Hún setti stút á munn-
irm og hann minntist þess ó-
þægilega hvemig hún hafði
koamð honum fyrir sjónir fyrsbu
tíu minútumar eftir að hann
hittí hana.
— Ég hef verið mjög slæmur,
sagði hann, — og ég segi þér
aldrei frá því.
— Þú ert ekki að verða reið-
ur?
— Nei, auðvitað ekki.
— Veiztu hvers vegna ég hef
eiginlega verið að spyrja þig
allra þessara spurninga? sagði
Veronica og talaði enn mjög
hljóðlega.
— Hvers vegna?
— Jú. því meira sem ég veit
um þig, sagði hún, — því leng-
ur ertu að hverfa mér þegar
þú ert farinn. Þú verður mér
raunverulegri. Það líðúr lengri
tími áður en þetta virðist allt
saman vera draumur, þessi tími
sem við höfum nú átt saman..
.. Er það slæm ástæða?
— Nei. vina mín, sagði Jack
blíðlega. — Það er mjög góð á-
stæða.
— Ég yrði ekki reið þótt þú
spyrðir mig um eitthvað, sagði
hún. — Ég yrði mjög ánægð.
Ég vildi gjaman að draumurinn
entist þér líka lengur .... Þú
mátt spyrja um það sem þér
sýnist.
Það leit út fyrir að Veronica
væri að bíða — biði þess að
geta metið styrk tilfinninga
hans i hennar garð eftir þeim
spumingum sem hann bæri
fram. Hann fann sem snöggv-
ast til sektar, yegna þess að
hann hafði til þessa tekið hana
sem sjálfsagðan hlut. eitthvað
sem heyrði nútíðinni til. án þess
að hafa löngun til að vita meira
um hana en hún hafði hingað
til látið uppi af tilviljun og án
hvatningar frá honum. Að vita
of mikið um fólk, hugsaði hann,
er að vera bundinn. Veronica
vissi þetta líka undir niðri, það
var hann viss um, og hún
krafðist þess að harm fengí að
vita eitthvað um hana sam-
kvæmt hinni blindu kvenlegu
þörf fyrir fjötra.
— Við hádegisverðinn sællar
minningar, sagði hann, — hefði
mig langað til að spyrja þig um
eitt.
— Já? ’
— Þú sagðdst hafa verið í San
Sebastian á Spáni. þegar þú
þú varst tveggja ára.
— Nú, það. Rödd hennar var
daufleg, eins og vonsvikm. Hún
hafði bersýnilega ekki búizt við
svona spurningum.
— Ég reiknaði út, að það hefði
verið meðan á Spánarstríðinu
stóð, sagði Jack.
— Það var líka. Nú var hún
óþolinmóð, áhugalaus.
— Hvem fjandann varst þú
að gera á Spáni í borgarastyrj-
öldinni?
— Faðir minn var hðsforingi.
sagði hún léttum rómi.
— í spænska hemum? spurði
Jack ringlaður.
Veroniea hló. — Voru engin
dagblöð árið 1937? sagði'bún. —
I ítalska hemum. Hann tók ekfci
í taumana Francos-megin. —
Manstu ekkert eftir því öllu
saman?
— Jú, auðvitað geri ég það,
sagðd Jack. — Mér flaug bara
aldrei í hug að það hefði verið
gert að heilu fjölskyldumáli.
— Faðir minn var mjög mik-
ill fjölskyldufaðir, sagði Veron-
íca. Hann elskaði f jölskyldu sína.
Og hamí var ofursti. svo að
hann fékk að fara með okkur til
Spánar, svo við gætum verið
hjá honum.
— Hvemig var þaö? Manstu
nokkuð frá þeim tíma?
— Þetta er annars undarlegt
sagði Veronica. — Allir Bsa^a-
ríkjamenn sem ég hitti, fyllast
áhuga, þegar ég segi þeitn að
faðir minn hafi barizt með
Franeo á Spáni. Ég hélt að fólk
væri búið að gleyma því óflu.
Það er búið að drepa svo margt
fólk síðan....
— Þetta stríð hafði sítfja þýð-
ingu fyrir Bandaríkjamenn,
sagði Jack þurrlega. — Við er-
um enn með það á heilanum,
ef þú vilt fá að vita það.
— Það er skrýtið, sagði hún.
— Ekki við.
— Kannski tekur það skemmri
tíma að jaifna sig fyrir þá sem
! taka þátt í styrjöldunum. sagði
Jack. — En hvemig var þetta
annars?
Veronica yppti öxlum. — Ég
man ekki mikið, sagði hún. —
Fimmtudagur 30. júlí 1964
Skrá yfír umboBsmenn
ÞjóBvUjuns úti á Inmfí
’AKRANES: Ammundur Gíslason Háholti 12. Sími 1467
AKUREYRI: Pálmi Ólafsson Glerárgötu 7 — 2714
BAKKAFJÖRÐUR: Hilmar Einarsson.
BORGARNES: Olgeir Friðfinnsson
DALVfK: Tryggvi Jónsson Karls rauða torgi 24.
EYRARBAKKI: Pétur Gíslason
GRINDAVÍK: Kiartan Kristófersson Tröð
HAFNARETÖRÐUR: Sófus Bertelsen
Hringbraut 70. Sími 51369.
HNÍFSDALUR: Heln Biörnsson
HÓLMAVÍK: Árni E. Jónsson, Klukkufelli.
HÚSAVÍK: Arnór Kristjánsson.
HVERAGERÐI: Verzlunin Reykjafoss h/f.
HÖFN. HORNAFIRÐI: Þorsteinn Þorsteinsson.
v f^AFJÖRÐUR: Bókhlaðan h/f.
KEFLAVÍK: Mamea Aðafgeirsdóttir Vatnsnesvegi 34.
KÓPAVOGUR: Helya Jóhannsd. Ásbraut 19. Sími 40519
NESKAUPSTAÐUR: Skúli Þórðarson.
YTRI-NJARÐVÍK: Jóhann Guðmundsson.
ÓLAFSF.TÖRÐUR: Sæmundur Ólafsson.
ÓLAFSVÍK: Gréta Jóhannsdóttir
R ATTFARHÖ'PN' Guðrmmdur Lúðvíksson.
REYÐARFJÖRÐUR: Biörn Jónsson, Reyðarfirði.
SANDGERÐI: Sveinn Pálsson. Suðurgötu 16.
SAUÐÁRKRÓKUR: Hulda Sí<nirhiörnsdóttir,
Skagfirðingabraut 37. Sími 189.
SELFOSS: Mamús Aðalhiamarson. KirkjUvegi 26.
SEYÐISFJÖRÐUR: Sieurður Gíslason.
SIGLUFJÖRÐUR: Kolbeinn Friðbjarnarson,
Suðurgötu 10. Sími 194.
SILFURTÚN, Garðahr:, Sieurlaug Gísladóttir, Hof-
túni við Vífilsstaðaveg.
SKAGASTRÖND• Guðm. Kr. Guðnason. Ægissíðu.
STOKKSEYRI: Frimann Sigurðsson, Jaðri.
STYKKISHÓLMUR: Erl. Viegósson.
VESTMANNAEYJAR,- Jón Gimnarsson, Helga-
fellsbraut 25. Sími 1567.
VOPNAFJÖRÐUR: Sigurður Jónsson.
ÞORLÁKSHÖFN: Baldvin ATbertssoh.
ÞÓRSHÖFN: Hólmgeir Halldórsson.
Nýir áskrifendur og aðrir kaupendur geta snúið sér
beint til þessara umboðsmanna blaðsins.
Sími 17-500.
FERÐIZT
MEÐ
LANDSÝN
# SeYjum farseðla með ffugvélum og
skiþum
Greiðsluskilmálar Loftleiða:
• FLOGIÐ STRAX — FARGJALD
GREITT SÍÐAR
© Skipuleggfum hópferðir og ein-
staklingsferðir
REYNIÐ VIÐSKIPTIN
FERÐASKRIFSTOFAN
LANDSYN Tr
TÝSGÖTU 3. SÍMI 22890. — P.O. BOX 465 — REYKJAVÍK.
UMBC® LOFTLEIÐA.
AugjýsiB i ÞjóSviljunum
l