Þjóðviljinn - 05.08.1964, Page 7
Miðvikudagur 4. ágúst 1964
ÞJÖÐVILJINN
SIÐA J
Margvíslegar vatna-
fræðil. athuganir
■ Til viðbótar kaflanum um dýptarmælingar stöðu-
vatna, sem birtur var í sunnudagsblaðinu úr skýrslu
Jakobs Björnssonar verkfræðings um starfsemi orku-
deildar raforkumálastjóra árið 1963 fara fleiri atriði
skýrslunnar hér á eftir. Skýrslan er að öðru leyti birt í
síðasta hefti ORKUMÁLA.
Taka aurburðarsýnishom
Flest vatnsföll flytja með
sér meira eða minna af óupp-
leystum steinefnum, aur, sem
svo er nefndur eftir auri þeim
er jökulvötn hlaða í fsírvegi
sína og alkunnur er. enda bera
jökulárnar allra straumvatna
mestan aur. Fyrir vatnsafls-
virkjanir er oftast mikið óhag-
ræði að þessum aurburði sök-
um þess að aurinn sezt fyrir
í inntakslónum og miðlunar-
uppistöðum rafstöðva og rýrir
þar með nothæfni þeirra eða
jafnvel ónýtir lónin með öllu.
Til aurburðarins verður því að
taka tillit við áætlanir um
vatnsaflsvirkjanir, en til þess
að það sé unnt þarf vitneskja
að vera fyrir héndi um magn
aursins, sem vatnið flytut með
sér, um komastærð hans o.fl.
Þeirra vitneskju er aflað með
því að taka sýnisþom af ár-
vatninu og rannsaka aurinn í
því.
Þessar sýnishomatökur hafa
verið fastur liður í starfsemi
vatnamælinga raforkumála-
stjóra um langt skeið. Nýlega
hafa fullkomnari áhöld verið
keypt til sýnishomatökunnar
en áður voru notuð. og fjöldi
sýnishornanna jafnframt auk-
inn. Á árinu 1963 var lögð
aðaláherzla á að taka sýnis-
horn úr Hvítá við Iðubrú,
Þjórsá hjá Urriðafossi og Jök-
'ulsá á Fjöllum móts við
Grímsstaði. Vom tekin 132
aðalsýnishorn til ýtarlegrar
rannsóknar á rannsóknarstofu.
þar af 116 með sérstöku sýnis-
homatökutæki, en 16 voru
tekin á flöskur sem dyfið er
í vatn. Auk þess voru tekin
168 aukasýnishom, þar sem ein-
ungis magn aursins var ó-
kvarðað með síu á staðnum,
en‘ komastærðardreifingin ekki
mæld. Alls voru þannig tekin
300 aurburðarsýnishom á ár-
inu.
Aðrar vainafræðilegar
ranneóknir
Af öðrum vatnafræðirann-
sóknum. sem starfað var að
á árinu og raunar eru fastur
liður í vatnamælingum raf-
orkumálastjómarinnar, má
nefna athuganir á vatnaísum.
ís í straumvötnum veldur
vatnsorkuverum oft verulegum
óþægindum eins og t.d. raf-
orkunotendur á orkuveitusvæði
Laxárvirkjunarinnar hafa oft
á undanförnum árum íundið
óþyrmilega fyrir. Við gerð
virkjunaráætlana þarf því að
taka tillit til íssins svo að unnt
sé að • gera mannvirkin þannig
úr garði að hættan á truflun-
um af hans völdum verði sem
minnst. Til þess þarf að afla
vitneskju um hátterni vatna-
ísanna á hverjum virkjunar-
stað. Mikið verk er enn fyrir
höndum á þessu sviði, og er
áformað að auka þessar rann-
sóknir á næstunni. Sarnt hef-
ur á undanförnum árum safn-
azt mikilvæg vitneskja um ísa-
lög á einstökum vatnasvæðum.
t.d. á Þjórsársvæðinu, Hvítár-
svæðinu og víðar. Á síðasta
ári samdi Sigurjón Rist. vatna-
mælingamaður, yfirlitsgrein um
vatnaísa á Þjórsársvæðinu, þar
sem hann dregur ' saman ár-
angurinn af athugunum undan-
farinna ára á ísum í Þjórsá
og þverám hennar. Grein þe^si,
sem nefnist „Þjórsárísar". birt-
ist í 12. árgangi ,,Jökuls“, riti
Jöklarannsóknarfélags íslands.
Þessar ísaathuganir ganga
nokkuð jafnt fyrir sig frá
ári til árs og eru einkum fram-
kvæmdar í eftjrlitsferðum
vantamælinganna til vatna-
mæHstöðvanna að vetrinum og
af ísgæzlumönnum vatnamæl-
inga, sem búsettir eru í ná-
grenni ánna. Jafnframt ísaat-
hugunum er mældur vatnshit-
inri í ám og lindum.
Á síðasta ári var í fyrsta
sinn gerður út sérstakur ís-
athuganaleiðangur. til viðbót-
ar hinum almennu ísaathugun-
um, sem -að framan er lýst.
Leiðangur þessi dvaldi við
Framhald á 9. síðu
Kapparnir utan við
Hótel ísland
Myndin hér fyrir ofan var tckin fyrir réttum 40 árum. Þeir
standa þarna við aðaldyr Hótel íslands í Austurstræti banda-
rísku kapparnir sem fyrstir flugu flugvélum yfir hafið til
íslands. Þetta gerðlst snemma í ágústmánuði 1924, eins og
getið hefur verið hér í blaðinu, e* þeir fjórmenningarnir voru
flugstjórar og vélamenn tveggja af fjórum bandarískum flug-
vélum sem luku hnattfluginu fræga sumarið 1924. — Eric
• Nelson flugmaður er annar maður frá vinstri.
Til viðbótar því, sem áður
hpfur verið getið hér í blaðinu
um þennan merka atburð í
flugsögu Islands. verður þessa
getið nú:
Eric N(ýson, ásamt Smith,
Wade og Martin majór, er var
foringi fararinnar, lögðu upp
frá Bandaríkjunum hinn 8.
apríl 1924 í hnattflugið, sem
stjórn Bandaríkjanna stóð að.
Lögðu þeir félagar af stað frá
Seaftle í Washingtonfylki, á
eins hreyfils flugvélum, og var
höfuð áherzla lögð á, að hafa
eldsneytisforðann sem mestan,
enda áttu þeir að geta verið
20 tíma í einu á lofti. Tveir
menn voru í hverri flugvél,
flugstjóri og vélamaður.
í Alaska heltist fyrsta flug-
vélin' úr lestinni, en það var
flugvél Martins, en hinar flugu
áfram yfir Japan, Miðasíu-
lönd, Suðurevrópu og síðan í
norður til Orkneyja. en þaðan
skyldi haldið til íslands. Við
Færeyjar fór flugvél Wade í
sjóinn, en honum og véla-
Framhald á 9. síðu.
Sigríður E. Sæland:
Hugleiðingar
konu um Kefla-
víkurherstöiina
Morgunblaðið birti 24. júli
1964 grein er,! bar yfirskriftina
„Keflavíkurbúrið" Ungur mað-
ur kemur þar fram á ritvöllinn
og er honum mikið niðri fyrir.
Segist hann vinna á Keflavík-
urflugvelli, og er það nú gott
og blessað svo langt sem það
nær.
í grein sinni átelur hann Is-
lendinga fyrir að sýna ekki
hermönnum þeim sem hér
dvelja nægilega kurteisi, eða
eins og maður segir: hlýlegt
viðmót.
Hvað er greinarhöfundur að
fara? Hvað eigum við eftir að
afhenda hermönnunum? Eitt-
hvað virðist vera eftir af ls-
lendingunum, sem greinarhöf-
undur hefur augastað á og vill
fá handa vinum sínum.
Auðheyrt er að maðurinn
kafar ekki djúpt í sálarlíf ís-
lendinga þegar hann heimtar
það litla sem eftir er af sjálfs-
virðingu okkar.
Greinarhöfundur segir búrið
á Keflavíkurflugvelli vera
þjóðarskömm. 1 því efni er ég
honum sammála. Hvers vegna
erum við Islendingar að leyfa
þessa herstöð? Það mættum
við lítilsvirða okkur fyrir.
Vill ekki greinarhöfundur
vera mér sammála um að við
ættum að senda þessa ágaetu
menn með sitt hafurtask heim
til föðurhúsanna, þar sem alt-
ént er frjálsræði að hafa og
mannkærleikurinn er settur í
öndvegi. Bróðurkærleikurinn í
orðsins fyllstu merkingu er þar
iðkaður daglega í verki.
Ég kenni í brjósti um þessa
vesalings menn, sem þurfa að
eyða beztu árum ævi sinnar í
að læra aðferðir til að kála
næsta nágranna. Þeim vil ég
unna betra hlutskiptis og að
þeir fái heldur notið heima-
veru hjá ættingjum og í fé-
lagsskap sinnar eigin þjóðar.
Mig langar til að greinarhöf-
undur taki nú til athugunar
búrið sitt svokallaða. Streyma
þroskandi áhrif út frá þessum
Sigríður E. Sæland
stað? Drengurinn er ákaflega
hneykslaður á því hve mörg
börn fæðast óskilgetin hér á
landi. Finnst honum það benda
til þess að hersetan hér þroski
ungdóminn? Nei, blessaðar
ungu stúlkumar ginnast af öllu
glysinu, og fjöldi þeirra hefur
einmitt tekið sitt fyrsta staup
þama í herstöðinni. Hvað
skyldu föðurlausu bömin vera
orðin mörg sem hermenn hafa
getið hér á landi?
Einu sinni fannst lík af ungri
stúlku frosið um hávetur innan
við hliðið á herstöðinni.
Hvernig stóð á dvöl hennar
þar? Það var mjög lítið talað
um þetta í blöðunum. þar hef-
ur einhverjum þótt þessi sorg-
arsaga varpa skugga, — en á
hvem?
Sem betur fer þá líta margir
Islendingar öðrum augum á
þessi mál en Þorgrimur Hall-
dórsson. Og ég veit að meiri
hluti íslendinga tekur heils
hugar undir með mér, er ég
legg til að hermennimir verði
sendir heim til föðurhúsanna
til að hafa fataskipti. Þegar
þeir svo af eigin hvötum ferð-
ast til lslands eins og aðrir
ferðamenn, þá tökum við á
móti þeim af þeirri alkunnu
kurteisi sem við höfum fengið
lof fyrir.
Sigrxður E. Sæland.
29. DAGUR
Magnús konungur og Haraldur konungur héldu her þeim
suður til Danmerkur. En er Sveinn spurði það, þá flýði hann
undan austur á Skáni Þeir Magnús konungur og Haráldur
kónungur dvöldust lengi um sumarið í Danmörku, lögðu þá
land allt undir sig. Þeir voru á Jótlandi um haustið. Það var
eina nótt, þá er Magnús konungur lá í hvílu sinni, að hann
dreymdi og þót.tist staddur þar sem var faðir hans, inn helgi
Ólafur konungur, og þótti hann mæla við sig:
,,Hvorn kost viltu, sonur minn, að fara nú með mér eða verða
allra konunga rikastur og lifa lengi og gera þann glæp, að þú
fáir annað hvort þætt trautt eða eigi?“ En hann þóttist svara:
„Ég vil, að þú kjósir fyrir mina hönd“. Þá þótti honum kon-
ungurinn svara: ,,Þá skaltu ineð mér fara“. Magnús konungur
segir draum þenna mönnum sínum. En litlu síðar fékk hann
sótt og lá þar sem heitir Súðaþorp.
En er hann var nær kominn bana, þá sendi hann Þóri,
bróður sinn, til Sveins Úlfssonar, að hann skyldi veita hjálp
Þóri, þá sem hann þyrfti. Það fylgdi orðsendingunni, að Magn-
ús konungur gaf Sveini Danaveldi eftir sinn dag, segir, að
það var maklegt, að Haraldur réði fyrir Noregi, en Sveinn
fyrir Danmörku. Síðan andaðist Magnús konungur góði, og
var hann allmjög harmdauði 'allri alþýðu.