Þjóðviljinn - 09.08.1964, Page 10
2Q SÍÐA
HÖÐVILIINN
Sunnudagur 9. ágúst Mrf>4
flytja þig ekki til Califomíu,
sagði Carlotta. Þar eru líka
sjúkrahús. Þá gaeti ég alltaf ver-
ið að heimsækja þig. Virginia!
Hamingjan hjálpi mér‘ Hvað er
oft hægt að fara til Virginíu?
Eina ástæðan til þess að ég gat
komið því við núna, var sú að
ég þurftí að fara til Washington
Nú var önnur árstíð. Það var
óratími síðan stríðinu lauk. Eins
og aðrir menn sem enn voru á
sjúkrahúsinu, fann Jack að hin-
ir óbreyttu borgarar sem komu
í heimsókn, voru óþolinmóðir
vegna þess að þeir voru svo
þrjózkir og héldu dauðahaldi i
tímabil sem var um garð geng-
ið. rétt eins og þeir væru dek-
urböm sem neituðu að verða
fullorðin og taka á sig ábyrgð
og skyldur fullorðins fólks. Wil-
son hafði talað fyrir munn
þeirra allra eftír heimsókn eins
settingjans. Vinir, hafði hann
sagt. Við eyðileggjum fyrir þeim
myndina. Við erum allir saman
hálfónýtt rusl sem flutt var inn
frá Evrópu af misgáningi. Það
var enn verið að tína málm-
hísar útúr fætinum á hopum.
Jack og Carlotta sátu undir
tré í spítalagarðinum. Þar var
grænt og hlýtt og yndisjegt, ef
ekki var horft á vínrauðu slopp-
ana, og í fjarlægð sáust blá fjöll
og ennþá var ekki orðið of hlýtt.
Jack áttí orðið auðvelt með að
ganga, og kjálkinn á honum var
svo að segja kominn í lag. þótt
hörundið væri dálítið undið og
bert. Enn þurfti hann að gang-
ast undir tvo uppskurði, af út-
litsástæðum eins og læknamir
sögðu og hann hafði rétt áður
fengið að vita að fyrri upp-
skurðurinn færi fram næsta
morgun. En hann sagði ekkert
um það við Carlottu. Hann vildi
ekki eyðileggja daginn þeirra.
Carlotta gat ekki verið hjá hon-
um nema í tvo tima og hann
vildi ekki spilla þeim. Hún var
auðvitað ellilegri í útliti og hún
hafði fitnað og hún var á ieið
niður Hollyvoodbrekkuna, fékk
léleg hlutverk í lélegum kvik-
myndum og laun hennar fóru
lækkandi og hún kvartaði sáran
yfir unga fólkinu sem flykktíst
að.
Jack sá. að hálsinn á henni
var orðinn sverari, sá líflaust,
HÁRGREIÐSLAN
Hárgreiðslu og
snyrtistofu STEINU og DÓDÓ
Laugavegi 18. III. h. (lyfta) —
SÍMI 23 616.
P E R M A Garðsenda 21 —
SÍMI: 33 9 68. Hárgreiðslu og
snyrtístofa.
D ö M U R !
Hárgreiðsla við allra ' hæfi -
TJARNARSTOFAN. — Tjamar
götu 10 — Vonarstrætismegin -
SÍMI: 14 6 62.
HARGREIÐSLUSTOFA
AUSTURBÆ.J AR - fMaria
Guðmundsdóttir) Laugavegi 13
— SÍMI: 14 6 56. — Nuddstofa á
sama stað.
lítað hárið. reyrt mittið, von-
svikið augnaráðið og heyrði,
vonlausan raddhreiminn og
hann mundi eftir unga lautin-
antinum í London sem sagði
að hún væri gömul; hún væri
þrítug en glæsileg og kvik. En
hann minntist ekfci einu orði
á allt þetta fremur en hann
minntíst á uppskurðinn morgun-
inn eftir.
Hið eina sem hann gerði var
að sitja við hliðina á henni á
bekknum, án þess svo mikið
sem snerta hana og hugsa: Ég
elska þig, ég elska þig, ég elska
þig.
Hann var þrjózkur i þeirri
sannfæringu sinni að hann hefði
ekki komizt lífs af úr brenn-
andi bóndabænum, ekki þraukað
hina löngu mánuði í lyfjamóki
og stundimar á skurðarborðinu
og ferðina með Wilson í hjóla-
stólnum tíl þess að missa Carl-
ottu eða glata því þýðingar-
mesta í tilfinningunni til henn-
ar. Hann myndi snúa aftrir heim
í garðinn, til avocadotrjánna
sem minntu á bamateikningar,
til ilmsins frá sítrónu og app-
’elsinulryánúmr ’ 'K 'nýjuiri " óg
friðsælum morgnum í Califom-
íu myndu þau endurvekja þá
gleði sem þau höf ðu skapað
hvort öðru.
— Það er svo lúalegt að þú
skulir hafa særzt svona, sagði
Carlotta. Allir aðrir eru komn-
ir heim aftur og það man ekki
einu sinni liengur eftir stríðinu.
Þú varst ekki einu sinni í inn-
rásariiðinu eða hvað það nú hét
— það er ekkert undarlegt þ«
menn særist. Hvað varstu eig-
inlega að gera svona nærri?
Jack brosti þreytulega. Ég
svaf, sagði hann. Það var dá-
lítil ringulreið.
— Ég þoli ekki að horfa á þig
svona, elskan mín, sagði Car-
lotta með títrandi röddu. Svona
magran, svona þreyttan, svona
— svona bljúgan. Ég man hvað
þú varst alltaf stór upp á þig,
yfiríætisfullur — Hún brosti
með títrandi vörum. Svo indæll
og ómögulegur og þú sagðir
hreinskilnislega við fólk hvað
þér fannst um allt og alla.
— Ég lofa því að ég skal
verða ómögulegur aftur þegar
ég kem ‘héðan, sagði Jack.
— Við áttum saman góð ár,
var það ekki’ Jack? sagði Car-
lotta og það var eins og hún
sárbændi um samþykki hans,
eins og árin án hans samþykk-
is hefðu ekki verið raunveru-
leg. ekki góð, ekki ár yfiríeitt.
Fimm góð ár áður en þú fórst
í þetta bölvaða stríð.
— Við fáum mörg fleiri ár,
sagði hann. Það skal ég ábyrgj-
ast.
— Ég veit það ekki. Hún hrxsti
höfuðið ráðþrota. Allt er svo
breytt. Meira að segja loftslag-
ið. Það er eins og þokunni létti
aldrei fyrr en síðdegis nú orðið
og ég hef aldrei séð aðra eins^
rigningu. Það er eins ög ég geti
ekki lengur tekjð réttar ákvarð-
anir. Áður fyrr var ég alltaf
svo örugg um sjálfa mig . . og
ég er að verða svo rytjuleg í út-
liti . . .
— Þú ert mjög falleg, sagði
hann.
— Segðu áhorfendum mínum
það, sagði hún bedzídega. Hún
togaði í pilsið sitt þar sem það
lá í fellingum Hm mittið. Ég
verð að fara í megrun. sagði
hún.
— Hefurðu nokkuð séð Maur-
ice? spurði Jack. Hvernig geng-
ur honum?
— Sagan segir að kvikmynda-
félagið vilji kaupa hann út,
sagði Carlotta. Tvær síðustu
kvikmyndir hans voru stein-
dauðar. Minntist hann nokkuð
á það þegar hann kom til þín?
— Nei, sagði Jaek. Delaney
ihafði heimsótt hann á spítalann
tvisvar sinnum, en það höfðu
verið óþægilegar og yfirspennt-
ar heimsóknir. 1 upphafi stríðs-
ins hafði Delaney sótt um að
verða liðsforingi, en beiðni hans
var synjað af ástæðum sem
hann hafði ekki látið uppi, og
sjúkrahúsið sem var fullt af
særðum mönnum, virtist hafa ó-
þægileg áhrif á hann. Hann
hafði talað samhengislaust, hafði
forðazt að minnast á starf sdtt,
hafði spurt Jack um athafnir
hans í stríðinu án þess að hlusta
á svörin. Þótt hann hefði kom-
ið alla leiðina frá New York tíl
þess að heimsækja Jack. hafði
hann virzt æstur og viðutan
meðan heimsóknimar stóðu yfir
og virzt guðsfeginn þvi að kom-
ast burt.
— Veiztu hvað hann vogaði
sér að segja við mig? sagði
40
Carfotta. Hann sagði að ég ætti
að flytja htngað í nágrenni spít-
alans svo að ég væri tíl taks
handa þér þegar þér hentaði.
Hann tók einmitt svona til orða.
Til taks! Ég sagði honum að
ekkert væri þér fjær skapi. Car-
lotta tók fram púðurdós sína og
horfði á andlit sitt með óá-
nægjusvip. Var það ekki rétt hjá
mér?
— Auðvitað, sagði Jack.
— Svo bað ég hann um hlut-
verk. Hann sagði að ég gætí
kojnið aftpr þqgar ég hefði létzt
um tíú pund 'og verið í þurrkví
í tvo mánuði. Þegar maður hef-
ur mætt einhverjum erfiðleikum
í þessari borg, þá halda menn
að þéim leyfist að segja hvað
sem er við mann.
— Hvemig líður Busa? spurði
Jack og reyndi að breyta um
umræðuefni og hrífa Caríottu
frá sjálfsmeðaumkvuninni.
— Hann er dauður, sagði Car-
lotta. Hún fór að gráta. Ég gat
ekki fengið af mér að skrifa þér
það. Einhver gaf honum eitur.
Ég skal segja þér að Califom-
ía er ekki lengur svipur hjá
sjón. Þar er orðið ýfiriullt af
hræðilegu og illgjömu fólki . . .
Eini sjónarvotturinn dauður,
hugsaði Jack hryggur og horfði
á konu sína þerra augun með
vasaklútnum. Dauður var hinn
úlfslegi voyeur með minningar
sfnar um holdsins lystísemdir
liðinna daga.
— Það var leitt að heyra
sagði hann og strauk hönd
Caríottu. Mér þótti vænt um
hann. Þetta var alveg satt þeg-
ar hundurinn var dauður.
— Hann var sá eini reglulega
nákomninn sem ég missti í
stríðinu, sagði Caríotta' grátandi.
Ojæja, hugsaði Jack,, allir
mega búast við að missa eitt-
hvað í stríði. En hann sagði ekki
hvað í stríði. En hann sagði
það ekki. Hann vildi að hann
vissi hvemig hann gætí hugg-
að konuna sína, hann vildi að
hann gæti fengið hana til að
treysta því að allt yrði öðru
vísi þegar hann kæmi heim.
loftslagið yfrið betra, Califom-
ía yrði ekki lengur troðfull
að hræðilega illgjömu fólki og
hún fengi ekki framar tilboð 'jm
léleg hlutverk í lélegum kvik-
myndum, laun hennar myndu
hækka og hún fengi sjálfstraust
sitt aftur. En um leið kom
Wilson til þeirra í vínrauða
sloppnum sfnum til að láta
kynna sig fyrir hinni fallegu
og frægu eiginkonu spítalafélag-
ans, og hann fékk ekki tæki-
færi til að hugga hana.
Cariotta þerraði tárin og
brosti til ’ÍVilsons með góðri eft-
iriíkingu af binu áhyggj.ulausa
og heillandi brosi sem hún hafði
komið með frá Texas fyrir fjöl-
mörgran árum og hafði átt svo
mikinn þátt f velgengni hennar.
Ef Wilson sá að hún var að
gráta, þá hélt hann eflaust að
það væri vegna Jacks.
— Ungrú Lee. sagði Wison
kurteislega og tyllti í ónýta fót-
inn. Mig langar til að segja yð-
ur að ég hef dáðst að y.ður síð-
an ég var drengur — Wilson var
tuttugu og fjögurra ára — og
mér hefur alltaf fundizt sem þér
væruð eftirsóknarverðasta kona
sem ég hef nokkum tíma aug-
um litið.
— Það er aldrei, sagði Car-
lotta og nú var hún aftur eins
og þegar Jack hittí hana fyrst,
kát og hættuleg og örugg um
sig. Það er sved mér notalegt
að heyra.
Hún var ekki hjá hanum fulla
tvo tíma. Hún fór á burt röskum
hálftíma of snemma. Hún sagð-
ist vera hrædd um að missa af
lestinni til Washington. Hún
hafði ekki lengur efni á að
koma of seint. Það var öðru
vísi í gamla daga þegar hún var
á hátindinum og gat gert hvað
sem var.
Þegar búið var að slökkvg
ljósið þetta kvöld og Jack hafði
verið búinn undir uppskruðinn
næsta morgun, fór hann að
gráta. Þaö var í fyrsta skipti síð-
an hann særðist að tárin komu.
— Mér finnst að i Californíu
séu dásamlegir Califomíumorgn-
ar á morgnana, finnst þér ekki?
— Borðaðu með okkur hádeg-
isverð, sagði Clara Delaney.
Hún lá á vindsæng 4 sandinum
fyrir framan húsið og sólaði sig.
Hún var í mjög stuttum sundbol
og hún var næstum svört af sól-
inni og eins og alltaf þegar
Jack sá hana léttklæda, varð
hann undrandi yfir því hve
stinnur kroppur hennar var og
líhumar mjúkar og fallegar
undir hörkulegu og vonsviknu
einkaritaraandlitinu. — Maurice
er einhvers staðar þama útí.
Hún bandaði í áttína að sjónum.
Ef hann er ekki drukknaður. Er
Garlotta með þér?
— Nei, sagði Jack. Hún er
ekki með mér.
Hann klifraði yfir lágan múr-
vegginn sem skildi lóð Delaneys
frá ströndinni og gekk niður í
flæðarmálið. Það var virkur
dagur og hvít Malíbuströndin
neðan við litskrúðuga húsaröð-
ina var næstum auð. Sjórinn var
úfinn og það var háflæði og
þegar öldumar brotnuðu og orka
þeirra losnaði úr læðingi, dróg-
ust þær til baka með skörpu,
sogandi hvæsi og breyttust i
freyðandi, hvítt löður þegar
þær mætta nsestu ölduröð að
leið að landi. Langt úti sá Jack
díl. Ðelaney synti ákaft, samsíða
ströndinni, svarti díllinn hófst
og hneig með bylgjunum sem
ultu inn eftir tíl að rísa og tæt-
ast sundur. Jack verfaði og eft-
ir nokkra stund kom Delaney
auga á hann og veifaði á móti
og fór að synda í átt til lands.
Sem snöggvast virtíst sem
Denaey ætlaði ekki að hafa það.
Straumurinn togaði í hann og
hann var hremmdur einmitt þar
sem öldumar létu verst og höf-
uðið á honum hvarf hvað eftír
aiinað. Svo komst hann upp á
öldu sem bar hann inn að
ströndinni og reis á fætur með
vatnið löðrandi um hnén, sterk-
byggður, brúnn náungi sem
minnti á gamlan hnefaleika-
mann, dálítið bólstraður af ár-
unum en ekki um of, og
skemmti sér yfir ágengni Kyrra-
hafsins. Hann kom brosandi og
augun dálítið þrútin eftír salt-
vatnið á mótí Jack, greip hönd
hans með blautri hendi sinni,
áður en hann beygði sig niður
og tók upp geysistórt, hvítt
frottéhandklæði sem lá í sand-
inum og neri þunnt. rautt hárið
af miklu afli. Svo sveipaði hann
því um líkamann ejns og róm-
verskur senator.
— Þú hefðir átt að koma fyrr,
sagði hann. Þá hefðum við get-
að synt saman. Sjórinn er stór-
kostlegur.
— Einn góðan veðurdag gerist
það, Maurjce. sagði Jack, ef þú
heldur áfram að synda aleinn
svona langt ú+ að þeir finna
drukknaðan k, vndaleikstjóra
, einhvers staðar ð ströndina.
Delaney hló. — Þá verða nú
sumfr glaðir, sagði hann. Býsna
SKOTTA
,,Betra fyrir þig að koma ekki heim til mín um tíma Gulli. Mamma
fann dagbókina mína og las heilmikið, sem ÉG HAFÐI BClÐ TIL
um þig og mig“.
FERÐIZT
MED
IMMf lMlAlff M AWÉt ^
LANDSYN
• Seljum farseðla með flugvéíum og
skipum
Greiðsluskilmálar Loftleiða:
• FLOGIÐ STRAX - FARGJALD
GREITT SÍÐAR
• Skipuleggjum hópferðir og ein-
staklingsferðir
REYNIÐ VIÐSKIPTIN
FERÐASKRIFSTOFAN
LMISI O S V N •"*-
TÝSGÖTU 3, SÍMI 22890. — P.O. BOX 465 — REYKJAVÍK.
UMBOÐ LOFTLEIÐA.
flugsýn hJ. sími 18823
FLUGSKÓLI
Kennsla fyrir einkaflugpróf — atvinnuflugpróf.
Kennsla í NÆTURFLUGI
YFIRLANDSFLUGI
BLINDFLUGI.
Bókleg kepnsla fyrir atvinnuflugpróf byrjar í nóvembeT
og er dagskóli. — Bókleg námskeið fyrir einkaflugpróf,
vor og haust.
FLUGSÝN h.f. sími 18823.
Auglýsið í Þjóðvilþnum
j
é