Þjóðviljinn - 16.08.1964, Blaðsíða 5
Sunnudagur 16 ágúst 1964
ÞjOÐVILjmi*
SIÐA g
Eitt bezta knattspyrnulið
heims leikur hér á morgun
Á morgun gefs okkur kostur á að sjá eitt fræg-
asta knattspyrnulið heimsins leika hér á Laugar-
dalsvellinurri. Liverpool er sterkasta lið Englands
nú, sigurvegarar bæði í 1. deildarkeppninni og
bikarkeppninni síðasta keppnistímabil. Trúlega
hefur aldrei komið svo sterkt knattspyrnulið til
íslands fyrr.
I borginni Liverpool eru eins
og í flestum öðrum borgum
Englands tvö félög öflugust og
eiga þau sína tryggu aðdáend-
ur, þar í borg er engin hálf-
velgja — annað hvort eru
menn með Everton eða Liver-
pool. þessi tvö félög hafa bar-
izt um hylli manna um áratugi.
Leikvöllur Liverpools, Anfi-
eld, var uppi-unalega notaður
af Everton, en það félag flutti
starfsemi sína í annan borgar-
hluta árið 1892. Nokkrir leik-
menn Everton neituðu að
skipta um aðsetursstað og voru
kyrrir á Anfield Upp úr því
var Liverpool stofnað sem
knattspyrnufélag, borið uppi af
þessum leikmönnum úr Ever-
ton. en helzti forystumaður
Liverpool í upphafi var Jonn
McKenn, sem síðar varð for-
seti Knattspymusambandsins.
. Liverpool átti strax góðu
gengi að fagna og fékk inn-
göngu í 2. deild árið eftir og
vann sig upp í 1. deild á
fyrsta keppnistímabili. Síðan
hefur gengið á ýmsu fyrir lið-
inu, en oft hefur það verið
topplið í 1. deild. t.d. sigr-
aði það tvö ár í röð, 1922 og
1923. Og á síðasta keppnistíma-
bili varð .Liverpool sigurvegari
f í. deild í 6. sinn, fékk 57
stig úr 42 leikjum og skor-
aði 92 mörk gegn 45. Aðeins1
eitt félag hefur oftar sigrað
i 1. deild, það er Arsenal sem
hefur sigrað 7 sinnum.
I liði Liverpool sem kemur
hingað eru margir fraegustu
knattspyrnumenn Bretlands,
allt atvinnumenn sem hafa of-
fjár tekjur af list sinni, eru
þeim tryggðar minnst 720 þús-
und krónur árstekjur. Þrír
þeirra eru fastir menn í enska
landsliðinu og 1 í hinu skozka,
Óhugsandi hefði verið að íá
svo frægt lið sem Liverpool
hingað til keppni nema með
þátttöku í Evrópubikarkeppn-
inni. Liverpool er eitt sigur-
stranglegasta lið í keppninni
en KR er eina áhugamanna-
liðið, svo að ekki þarf að ef-
ast um hver verða úrslit leiks-
ins á morgun. en allavega- er
mikill fengur að komu þessara
knattspyrnusnillinga hingað. þá
gefst okkur kostur á að sjá
knattspyrnu eins og hún er
bezt leikin i Bretlandi.
Lið Liverpool kemur hing-
að til lands annað kvöld, 14
lejkmenn og 16 fararstjórar.
Liðið dvelst á Hótel Sögu og
fer utan strax á þriðjudags-
morgun. Hér fara á eftir
nokkrar upplýsingar um leik-
mennina sem hingað koma:
Thomas Lawrence, aðalmark-
Hér sést Hunt markhæsti lcikmaður Liverpool skora sigurmarkið
í landsleik Englands og A-I»ýzkalands, sem lauk með sigri Eng-
lands 2:1.
HREIÐAR (2)
ÞÓRÐUR (4j
Sveinn (8)
KR
HEIMIR (lj'
HÖRÐUR (5)
GUNNAR GUÐM. (7) GUNNAR FEL. (9).
BJARNI (3)
ÞORGEIR (6)
ELLERT 10)
(fyrirliði)
SIGURÞÓR (11)
Þessi mynd er frá leik tveggja stigahæstu liðanna í 1. dcildar-
keppninnni siðast. Liverpool sigraði Manchester United 3:1
Lengst til vinstri sést miðherji Liverpool Alf Arrowsmith, hann
verður með í leiknum við KR á morgun.
P. THOMPSON (11) A. ARROWSMITH I. CALLAGHAN (7)
P. CHISNALL (10) R. HUNT(8)
W. STEVENSON 6) R. YEATS (5) G. MILNE (4)
(fyrirliði))
R. MORAN (3) G. BYRNE (2)
T. LAWRENCE (1)
Liverpool
Dómari: .TOHAN RISETH, Noregi. Línuverðir. B. BORGERSEN
(gul veifa) og K. FURULUND (rauð veifa) báðir frá Noregi.
maður liðsins síðustu tvö ár
en hafði áður verið varamark-
vörður. Hefur leikið í skozka
landsliðinu og skozka ungl-
ingalandsliðinu.
Gerald Byme. hægri bak-
vörður, hefur verið atvinnu-
maður í knattspyrnu í 9 ár og
fastur leikmaður i aðalliðinu
síðustu 4 ár. Hefur leik-
ið í enska iandsliðinu og ungl-
ingalandsliðinu.
Ronald Moran, vinstri bak-
vörður, hefur verið atvinnu-
maður í 12 ár og leikið um
350 leiki með aðalliðinu. Hef-
ur leikið í úrvalsliði deildar-
keppninnar. Skorar oft mörk
úr aukaspyrnum.
Gordon Milne, hægri fram-
vörður, kom til Liverpool fyr-
ir 4 árum og hefur leikið yfir
200 leiki með liðinu. Er fast-
ur maður í enska landsliðinu.
Ronald Yeats. miðframvörður
fyrirliði. Kom til Liverpool
fyrir þrem árum frá Dundee.
Talinn einn af beztu miðfram-
vörðum í Bretlandi.
William Stevenson, vinstri
framvörður. Kom til Liverpool
1962 frá Glasgow Rangers.
Ian Callagham, hægri útherji.
Var fyrst áhugamaður með fá-
Framhald á 9 síðu.
Einn mesti íþrótta-
viðburður áAkureyri
í hófi sem bæjarstjórn Ak-
ureyrar hélt í Skíðahótelinu
til heiðurs Bermuda-liðinu,
flutti Hermann Sigtryggsson
ávarpsorð til gestanna fyrir
hönd bæjarstjórans sem ekki
gat verið viðstaddi\r, þar sem
flugvélinni hafði seinkað vegna
veðurs, og móttökur því far-
ið nokkuð úr skorðum.
Bauð Hermann þá velkomna
og gat þess að þetta væri einn
mesti íþróttaviðburður á Ak-
ureyri ef ekki sá mesti, því
til Akureyrar hefur aldrei kom-
ið A-landslið til keppni fyrr.
Gat hann þess að mikil eft-
irvænting væri meðal bæjar-
búa og nærliggjandi sveita.
útlitið hefði að vísu ekki ver-
ið. gott í morgun, og allt út-
lit fyrir að leið ykkar til okk-
ar hér norðurfrá yrði lokuð,
en öllum til mikils léttis, létti
öllum skýjum og sólin baðar
bæ okkar geislum sínum svo
þið fáið séð hann eins og
hann er, þannig býður hann
og við ykkur öll velkomin, og
vonum að þið farið frá Akur-
eyri og Islandi með góðar end-
minningar, sagði Hermann að
lokum.
Þegar hópurinn steig útúr
flugvélinni tók sérstök mót-
tökunefnd á móti liðinu, og
var farið um bæinn og sýnt
það helzta, og þar á rneðal far-
ið á Iþróttavöllinn sem þeim
leizt mjög vel á, og töldu hann
harðari en í Reykjavík og því
líkari þeim völlum sem þeir
leika á á Bermuda.
Framhald á 9. siðu.
Beztu lið flestra landa í
Evrópu keppa um bikarinn
Leikur Liverpool og KR á
morgun er liður í keppninni
um Evrópubikarinn, en i þeirri
keppni taka þátt meistaralið
hvers Evrópulands, og er KR
eina liðið í keppninni, sem
skipað er áhugamönnum. Evr-
ópubikarkeppnin var fyrst
haldin árið 1955 og fór úr-
slitaleikurinn fram næsta vor.
I þeirri keppni tóku þátt 16 lið
og gáfu, þau. sarpeiginlega bik.-.
ar þann sem síðan hefur ver-
ið keppt um.
Keppnin er útsJáttarkeppni
og eru dregin saman tvö og
tvö lið sem leika tvo leiki
innbyrðis, sinn hvorn leikinn
á heimavelli. liðanna. Ef stig
verða jöfn eftir þessa tvo leiki,
verður þriðji leikurinn í hlut,-
lausu landi.
Þetta er í fyrsta sinn sem
Islendingar senda lið í keppni
um Evrópubikarinn og einnig
í fyrsta sinn sem Liverpool
. tekur þátt í keppninni. Leik-
ur KR og Liverpool á morgun
er fyrsti leikurinn í Evróþu-
bikarkeppninni í ár.
★
Hér fer á eftir skrá um úr-
slitaleiki Evrópubikarkeppn-
innar frá upphafi:
1956 Real Madrid —
Reims 4:3.
1957 Real Madrid —
Florentina 2:0.
1958 Real Madrid —
A. C. Milan 3:2.
1959 Real Madrid —
Reims 2:0.
1960 Real Madrid —
Eintracht Frankfurt 7:3.
1961 Benefica —
Barcelona 3:2.
1962 Benefica —
Real Madrid 5:3.
1963 A. C. Milan —
Benefica 2:1.
1964 Inter Milan —
Real Madrid 3:1.
!n m
mm
■ fmnR
.
K S I
E VRÓPUBIK ARKEPPNIN
?Srf
KR - LIVERPOOL
íslandsmeistarar 1963 Englandsmeistarar 1964
fer fram á Laugardalsvellinum mánudaginn 17. ágúst kl. 20.00.
Dómari: Johan Riseth (Noregi).
Línuverðir: Björn Borgesen og Káre Furulund (Neregi).
Forsala aðgöngumiða við Útvegsbankann kl. 9 — 19.
Kaupið miða tímanlega.
Forðizt óþörf þrengsli við völlinn.
KNATTSPYRNUFÉLAG REYKJAVÍKUR
KRR
VERÐ
AÐGÖN GUMIÐA
Sæti kr. 125,00
Stæði kr. 75,00
Böm kr. 15,00
Ath. Börn fá ekki
aðgang í stúku
miðalaust.
William Sliankly, fr.tm_
kvæmdastjóri Liverpool.
Margreynd-
ur stjórnandi
' Framkvæmdastjóri Liv-
erpool og sá máður sem á
hvað mestan þátt í vel-
gengni félagsins er Willie
Shankly. Þess má geta að
eldri bróðir hans, Bob, er
framkvæmdastjóri Dundee,
sem kom til íslands fyrir
nokkrum árum. Willie
Shankly er ættaður frá
Skotlandi og á að baki sér
langan feril í brezkri knatt-
spyrnu. Hann byrjaði fer-
il sinn hjá Carlisle Uni-
ted, en, eftir eitt keppnis-
tímabil fór hann til Prest-
on North End, sem hann
\lék með fyrir 16 árum.
Stjórnaði síðan Carlisle,
Grimsby, Workington og
Huddersíield áður en hann
varð framkvæmdastjóri
Liverpool.
i
í
1
í