Þjóðviljinn - 19.08.1964, Page 6

Þjóðviljinn - 19.08.1964, Page 6
SlÐA ÞJðÐVILJINN Miðvikudagur 19. ágúst 1964 Paradís er á milli Rómar og Napolí Sagt er að undirbúningi sé nú langt komið að töku nýrr- ar risamyndar sem Dono di Laurentiis ætlar að láta gera eftir Biblíunni, en þang- að hafa fjölmargir kvik- myndaframleiðendur oft sótt efni og mikinn gróða. Marg- ar sögur hafa verið á kreiki um það, hvaða leikstjóri myndi taka þetta óhemjulega verkefni að sér. Nú hefur tekizt að fá John Huston til verksins, en ekki er ljóst. hvort þann á einn að bera ábyrgð á því, eða hvort hann verður yfir flokki leikstjóra. Handritið er skrifað af leik- .fmgR wrrt/t/inm'' wwsr'"' ^ Tsjerkassof sem hinn dauðadæmdi visindumaður í „Alll fyr- ir mennina". / JULES offJIM með andstæðum forteiknum Bæjarbíó gaf mönnum kost á að kynnast Francois Truff- aut fyrir skömmu og sýndi hans merkilega ástarleik, Jul- es og Jirti. Síðasta mynd þessa meistara heitir La Pe- au Douce. eða ,,Hin mjúka húð”. Eins og í fyrri myndinni kemur hér sá gamli og góði þríhymingur við sögu, en lít- ur hér nokkuð öðru vísi út: einn karlmaður og tvær kon- ur. Hann er fertugur ritstjóri — önnur er eiginkona hans, hin flugfreyja. Truffaut læt- ur öriögin greiða þessum per- sónum öllum nokkurnveginn jafnþung högg — tíu mínút- um fyrir leikslok hefur Pierre yfirgefið konu sína, Franca, og hin unga ástkona hans. Nicole, hefur farið frá hon- um. .,Sagan fer illa”, eins og sagt er. , Sagt er að Truffaut hafi fundið efni í myndina í franska glæpamálatímaritinu Detective. Rétt er, ^ að La Peau Douce rúmar brot úr ýmsum ástarsögum þar sem aðilar lenda í ógöngum, og einmitt samskonar og flnnai má i Detective i hverri viku. Truffaut er tryggur lesandi • skáldinu Christopher Fry, sem á sínum tíma var talinn efni- legur höfundur (íslendmgar eiia að þekkja manninn af ,.Ætlar konan að deyja?”). Hitt þykir mönnum svo verra að Fry átti aðild að hir)ni aumu mynd Wylers um Ben Húr. „ , Þes.sa daga er víst verið að girða af svæði einhverstaðar milli Rómar og Napolí þar sem Paradís skal standa. Rætt hefur verið við marga ítalska og ameríska leikara um þátttöku í myndinni. Og vitað er að Peter O'Toole hef- ur þegar verið tryggður, en hann varð frægur fyrir leik sinn í risamyndinni um Ara- bíu Lárus. Huston þekkja menn m.a. af hinni skrautlegu mynd um ævi málarans Toulouse-Lautr- ec, ,,Molin rouge”. Annars hafa sumir Iátið í Ijós undr- un sína yfir því að einmitt hann skyldi veljast til verks- ins, því að á fjórða tug ald- arinnar kvað hann hafa látið frá sér fara nokkrar róttækar myndir og deiluvekjandi. 1 nýlegu viðtali um ráðn- ingu sína segir Huston m.a.: .,Menn hafa spurt mig hvort myndin verði fremur kaþólsk Gamanmynd eftir INGMAR BERGMAN Fyrir skömmu var frumsýnd í Stokkhólmi ný kvikmynd eftir Ingmar Bergman og er þetta gamanmynd, sem heitir „Svo ekki sé minnzt á allar þessar konur“. Það fylgir þessum táðind- nm, að Bergman hafi í hyggju að hætta störfum i tíina til að hafa næði til að yfirvega ýms þýðingarmikil vandmál tilverunnar. Myndin er af þeim Bibi Anderson og Jarl Kulle í hlut- verkum sínum í myndinni. í anda en protestantísk. Hún verður hvorugt. Hún verður aðeins full af guðsótta og hræsni. Ég veit enn ekki hver á að leika Evu. Og ég veit. ekki hvort hún verður ljós- hærð eða dökkhærð. Það virðist ekki hafa skipt miklu máli þá”. Gengið hefur orðrómur um að söngkonan fræga, Maria Callas, eigi að leika Söru, konu Abrahams. Huston hef- ur eþþii neitað þessu, og þeg- ar menn spurðu hann, hvort primadonnan ættj ekki að syngja í myndinni, svaraði / hann því einu til. að sér væri svo sem sama þótt hún fengi leyfi til að raula dálítið. Huston var auðvitað spurð- ur að því, hvort hann að- hylltist sjálfur nokkur trúar- brögð. Hann svaraði: ,,Eigum við ekki að segja, að ég trúi á a'lþjóðleg kirkju- þing?” Tsjerkassof hlaut Lenínverðlaunin þessa blaðs, og finnur á síð- um þess ..sannanir um mann- legan veikleika”, og það er þessi veikleiki sem hann hef- ur áhuga fyrir. „Ég hef aldrei haft samúð með saklausum manni sem verður fyrir ó- gæfu. Ég krefst ákveðirinar lágmarkssektar af honum sjálfum” segir hann í Les, Lett Lett resFrancaises. ,,La Peau Douce” heldur hann áfram, er mjög raunsæ kvikmynd um ótryggð í hjónabandi. Hún gefur and- póetíska mynd af ástinni, er að vissu leyti Jules og Jim með andstæðum formerkjum. Ég hef mestan áhuga á hinni sviknu eiginkonu. Hún er í flestum tilfellum vanþakklátt hlutverk. En hér er hún með- höndluð eins óvenjulega og hægt er — hún er nokkurs konar andsvar við Jules i „Jules og Jim” Leikararnir í aðalhlutverk- um eru fremur litið þekktir nema þá Jean Desailly sem leikur eiginmanninn. Eigin- konuna leikur Nelly Bened- etti og ástkonuna Francoise Dorleac, og er þetta fyrsta hlutverk hennar. Myndin er tekin i ibúð Truffaut sjálfs. Fáir sovézkir leikarar eiga sér lengri og meiri sögu í kvikmyndum en Nikolaj Tsjerkassof. , Hann hlaut fyrst vinsældir í myndinni „Baltíkfulltru- inn”, sem löngu er orðið eitt af hinum klassísku kvik- myndaverkum um byítinguna. Tsjerkassof var þá þrítugur að aldri og lék háaldmðan prófessor og mönnum þótti næsta furðulegt hve vel þess- um bráðunga manni tókst að ná tökum á rödd og hreyf- ingum aldraðs manns — hitt var svo auðveldara fyrir leik- arann að miðla persónu sinni af því andlega æskufjöri setn hefur jafnan einkennt góða vísindamenn. Tsjerkassof leikur þama aldurhniginn líf- fræðing, sem án hiks og efa tekur afstöðu með bylting- unni. Vanþakklátara var hlutverk leikarans I kvikmynd sem gerð var eftir hinni miklu sögulegu skáldsögu Alexei Tolstojs um Pétur mikla. Þar lék Tsjerkassof son Péturs, leiðinlega persónu og óhrjá- lega sem flæktist í samsæri gegn föður sínum. En góðar gáfur listamannsins tryggðu það auðvitað, að. þetta litla hlutverk varð eftirminnilegt. Myndin um Pétur mikla var upphaf sterkrar þjóðern- isstefnu í sovézkri kvik- myndagerð. Hápunktinum náði hún í meistaraverki Eis- ensteins um ívan grimma, en þar lék Tsjerkassof aðalhlut- verkið. Og hefur verið sagt um frammistöðu hans í þeirri myiid. að hún hafi tryggt fullnaðarsigur hinum einfalda, hnitmiðaða sterka stíl Eisen- steins. Mynd þessi á sér flókna sögu: seinni hluti hennar var ekki sýndur á sínum tíma vegna þess að hann var talinn niðrandi fyr- ir „oprítsjniki” sem var nokk- urskonar leynilögregla Ivans grimma — og það þótti held- ur ósiðlegt þá að tala illa um svoleiðis stofnanir. Hinsvegar hafa margir gagnrýnt mynd- ina á síðari árum fyrir, að hún sé lofgjörð um einvalda og harðstjóra. Það yrði of langt að telja upp allar þær myndir sem þessi fjölhæfi leikari hefur tekið þátt í: hann virðist jafnvígur á hlutverk virðu- legra vísindamanna og hlá- legra skemmtikrafta, fyrir- byltingarbónda („Vinimir”) og hins ógleymanlega Don Quijote. Síðasta kvikmyndin sem Tsjerkassof hefur tekið þátt í heitir „Allt fyrir menn- ina” og hefur Georgí Natan- son gert hana. Þar leikur hann atómvísindamann er Dronof heitir, og á skammt eftir ólifað er myndin hefst, og okkur grunar snemma að dauði hans ^é svo skammt undan vegna þess hve Dronof hefur hvergi hlíft sér við störf sín. Myndin segir frá því, hvernig Dronof ver síð- ustu dögum ævinnar og hvernig honum tekst að Francoise Borlcac lclkur ástkonuna — flugþernuna Nicole. mæta dauðanum með þeirri bjartsýnu trú sinni. að allt sem hann hafi hugsað og gert komi öðrum mönnum að Framhald á 9. síðu. WYLER Á ENGLANDI William Wyler er byrjaður á fyrstu myndinni sem hann gerir í Englandi. Hún heitir „Safnarinn” og er gerð eftir sögu eftir John E. Fowles sem fjallar um ungan mann, sem rænir ungri stúlku og lokar hana irini í öfugsnúinni viðleitni til að sanna henni ást sína. cocol ÍPARIS Rússneski rithöfundurinn Go- gol hefur orðið fyrir því all- oft að verk hans séu kvik- mynduð bæði í heimalandi hans og annarsstaðar. Sér- staklega hafa menn verið hrifnir af Kápunni. sögu um langa og stranga baráttu alls vesæls skrifara fyrir því að koma sér upp skjólflík — sem síðan er rænt af honum kvöldið sem hann fagnar þessum grip með saspstarfs- mönnum sínum. Nú_ hefur spurzt að Roger Coggio ætli að gera mynd eftir sögu, sem kvikmynda- menn hafa hingað til látið í friði. en það er „Úr dagbók hms geðveika” — en efni hennar er nokkumveginn það sem nafnið gefur til kynna. Hér er enn sem í mörgum sögum Gogols öðrum lýst Harmleik litla mannsins í blóðfélaginu: andsvár hans verður hér upphafning á sjálfum sér í dagdraumum, sem síðar breytist í full- komna geðveiki. i I

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.