Þjóðviljinn - 22.08.1964, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 22.08.1964, Blaðsíða 3
Laugardagur 22, ágúst 1964 1 • - ■ ■' ........ ■' i. ' ——; ■• • . ------- ÞJÓÐVILJINN SlÐA 3 MANNFALL í MIKILLI ORUSTUÍS-VÍETNAM SAIGON 21/8 — Samtals voru 116 hermenn ríkisstjornarinnar í Suður-Víetnam og fjórir banda- rískir hernaðarráðunautar drepn- ir í orustu í gær. Heil herdeild stjómarhersins barðist við skæruliða, sem höfðu legið í launsátri í óshólmum Mekongfljótsins um 70 km suð- vestur af Saigon. 60 stjómar- hermenn særðust og niu er saknað. Samkvæmt upplýsingum frá Saigon var einnig mikið mannfall í liði Víetkong og gert er ráð fyrir að um 200 hermenn þeirra hafi látið lífið. Á föstudagsmorgun var enn einn Bandaríkjamaður drepinn í Suður-Víetnam. Hann var skot- inn á varðgöngu í grennd við herstöð í Danang í Mið-Víetnam. f Saigon fóru 400 stúdentar í kröfugöngu í dag til skrifstofu Nguyen Khanh forseta og mót- mæltu hernaðareinræði í iand- inu, sem þeir kváðu ennþá verra en stjórn Diem. Ráðherra sá sem tók á móti þeim iofaði að koma mótmælum þeirra til for- setans. Seinna fóru mörg hundruð stúdentar í kröfugöngu um göt- ur borgarinnar og skrifuðu slag- orð gegn ríkisstjórninni á veggi, bíia og tré. Lögreglan lét ekki til sín taka. Varað við reykingum WASHINGTON 21/8 — 1. júli nassta ár gengur ný samþykkt í gildi, sem skyldar bandaríska sígarettuframleiðendur til þess að birta aðvörun utan á sígar- ettupökkum um það, að heilsu- tjón hljótist af reykingum. Upphaflega átti þessi sam- þykkt að ganga í gildi frá og með 1. janúar næstkomandi. Þingmaður Demokrata Oren Harris frá Arkansas fór fram á 6 mánaða frest. Samþykktin er gerð i sam- bandi við skýrslu, sem var birt opinberlega fyrr í ár en hún fjallar um sambandið milli sígarettureykinga og ýmissa hjartabilana svo og hættunnar af krabbameini. Fréttir frá Hanoi Fréttastofa Norður-Víetnam skýrði frá því í dag, að banda- ríski flugmaðurinn Everett Aver- ez, sem var handtekinn í árás Bandaríkjanna á Norður-Víet- nam á dögunum sé vel haldinn og hafi hann fengið leyfi til að skrifa heim. Utanríkisráðherra Norður-Ví- etnam hefur skrifað formanni Öryggisráðs Sameinuðu þjóð- anna og sakar hann Bandaríkin um að árásirnar á Norður-Ví- etnam 5. ágúst síðastliðinn hafi NIGOSIA 21/8 — í gærkvöld staðfesti talsmaður SÞ. að tvær óþekkar flugvélar hefðu flogið yfir Mansoura og Kokkinahéruð á Kýpur, þau svæði sem Tyrk- neskar flugvélar gerðu loftárás- ir á fyrir 10 dögum. Á Kýpur var þvi haldið fram í gær að þetta hefðu verið tyrkneskar flugvélar og fyrr um daginn hafði Grikkjastjóm ísent Tyrkj- um mótmælaorðsendingu svo ag SÞ og Nató, vega flugs tyrkn- eskra véla yfir grísku eyjunum Samos og Rhodos. Tyrkir lýstu því yfir að öllu könnunarflugi þeirra hefði verið hætt 12. ágúst. f gær var skipzt á skotum á Kýpur, sérstaklega á suðvest- urströndinni, en ekki hefur frétzt um mannskaða. Grfs'ki utanríkisráðherrann Stavros Kostopoulus lýsti því yfir í gærkvöld að bæði Grikk- land og Kýpur hefðu faUizt á útnefningu Galo Plaza sem sátta- semjara SÞ í Kýpurdeilunni. Griski landvamaráðherrann Petros Garoufalias átti langar viðræður við Makarios forseta í Nncosíu í gærkvöld. Hann átti að halda til Aþenu í dag en hefur frestað för sinni um sólar- hring. Óstaðfestar fregnir herma að hann hafi reynt að fá Makar- ios af því að biðja um hjálp verið liður í áætlun þeirra að færa stríðið yfir til Norður-Ví- etnam. Landvarnaráðuneyti Banda- ríkjanna tilkynnti í dag, að sendiherra Bandarikjanna í Suð- ur-Víetnam, Maxvell Taylor, hershöfðingi komi til Washing- ton 30. ágúst og muni dvelja þar í fjóra daga. Lodge á ferðinni Henry Cabot Lodge kom til Kaupmannahafnar í dag. John- son forseti héfur sent hann til Sovétríkjanna. 1 dag var einnig skýrt frá því að utanríkisráð- herra Kýpur Spyros Kyprianou hefði frestað för sinni til Moskvu. en áður var ákveðið að hann færi i dag. Ferðafrelsi Makarios forseti lýsti því yf- ir, að Tyrkir gætu notað veginn Goldwater gegn sjúkrahjáip ana sagði í dag, að hann vildi gjama sjá tryggingar auknar í Bandaríkjunum og mundi hann greiða atkvœði með frumvarpi, sem gerir ráð fyrir 5% hækkun trygginga. En hann lýsti því yfip að hann styddi ekki tillögur rik- isstjórnarinnar um sjúkrahjálp fyrir gamalmenni í ramma nú- verandi tryggingakerfis. Við getum ekki staðið undir almannatryggingum, ef við hlöð- um nýjum og ónauðsynlegum byrðum á það, sagði hann í ræðú í öldungadeildinni. Við svíkjum borgarana skammarlega ef við eyðileggj- um kerfi, sem komið var á þeim til aðstoðar. sagði hann. Fjárhagsnefnd öldungadeildar- innar samþykkti fimm prósent hækkun tryggingabóta en öld- ungadeildin fjallar ekki um frumvarpið fyrr en 1. septem- ber. Þá verður Goldwater í or- lofi og hefur hann því afhent handritið að ræðu sinni. Indónesar drepnir í Malasíu KUALA LUMPUR 21/8 — Ör- yggissveitir Malasíu drápu fjóra indónesiska skæruliða og særðu marga fleiri í bardaga, sem varð í Pantion héraði í suðvestur Malasíu snemma í dag. Landvarnaráðuneytið i Kuala Lumpur skýrði frá þessu og því, að nú hefðu 7 Indónesar verið drepnir og minnsta kosti 16 teknir höndum siðan öryggis- sveitimar hófu aðgerðir sínar í héraðinu. Aðgerðir þessar hóf- ust efiSr að 40 vopnaðir Indó- nesar gengu þar á land á mánu- dagsmorgun. Öryggissveitimar hafa misst tvo hermewn og tveir eru særðir. rikisstjóma bandalagsríkja Bandaríkjanná til þess að leita stuðnings þeirra við ríkisstjóm Suður-Víetnams jafnframt því sem hann á að skýra fyrir þeim viðhorf Bandaríkjanna til vandamálanna þar í landi. Við komuna til Danmerkur sagðist Lodge vera undrandi á þeim árangri sem ferð hans hefði þegar borið í fyrstu Evr- Úpulöndunum, sem hann hefði heimsótt, Belgíu og Hollandi. Eftir fund' hans með Jens Otto Kragh forsætisráðherra og Hækkerup utanríkisráðherra Dana var því lýst yfir, að Dan- mörk gæti hvorki veitt Suður- Víetnam tæknilega hjálp né aðra aðstoð. Á nýjum blaðamannafundi eftir fund sinrl með ráðherrunum sagði Lodge að bein aðstoð væri ekki aðalatriðið, en Bandaríkin teldu það afar mikils virði að bandamenn þeirra veiti ibúum Suður-Víetnam siðferðilegan stuðning. til Nicosia með því skilyrði, að Kýpurtyrkir veiti ferðafrelsi á öllum vegum, sem þeir ráða yfir á eyjunni. Talið er að Makarios hafi einkum haft í huga hinn mikil- væga þjóðveg, sem liggur milli Nicosiu og Kyrenía. en mestur huti hans hefur verið á valdi Tyrkja síðan i fyrra. Makarios lagði þessa tillögu fram á fundi. sem hann átti með sérlegum fulltrúa U Þants, Galo Plaza og Thimayja hershöfð- ingja sem er yfirmaður herliðs SÞ á Kýpur. Þeir þrír ræddu um mögulelka til að lina efnahags- legar þvinganir stjómarinnar gegn Tyrkjytm. Nýjar Ieiðir Makarios lýsti því yfir, að stjómin mundi leyfa flutning nægra nauðsynjavara til bæjar- hluta Tyrkja, en sagði að stjóm- in mundi einnig fylgiast vand- lega með því, að hergögnum yrði ekki safnað saman hjá þeim. f dag skýrði Kýpurstjóm Al- bjóða Rauða krossinum og SÞ frá þvi, að hún hefði áætlað hvaða kaloríumagn kortur, börn og karlmenn á ýmsum aldri þyrftu og gert tillögur um mat- vælaflutninga til Tyrkja á grundvelli þessara útreikninga. 1 tillögum stjómarinnar er sagt að þessi skömmtunaráætlun gangi í gildi ef Tyrkir vísi til- lögu Makariosar um fullt ferða- frelsi á öllum bjóðvegum á bug. Talsmenn SÞ taka fram, að SÞ hafi ekki á nokkum hátt stutt tillögumar um matar- skömmtun. Frá Genf Fulltrúi Grikkja við samninga- umleitanir um Kýpur f Genf Dimitri Nicolareisis sagði í dag að hann hefði miklar áhyggjur af flugi óþekktra flugvéla yfir Kýpur. Hann sagði að ekki kæmi til mála að byggja samningavið- ræðumar f Genf á Zúrich-sátt- málanum frá 1959. og kvað hann gjörsamlega úr gildi genginn. f þessum sáttmála eru skilyrðin fyrir sjálfstæði Kýpur sett fram. Tyrkneski fulltrúinn f Genf Nihat Erirn sagði fyrr f vikunni. að tyrkneska stjómin teldi Zúr- ich-sáttmálann bindandi bæði fvrir Grikkland og Tvrkland. Fundur í París Framhald af 1. síðu. ar ráðstefnu. Það er undir okk- ur Laosbúum sjálfum komið að leggja málin þannig fyrir að öll þessj lönd styðji hugmynd- ina um nýja ráðstefnu. sagöi hann. Forsætisráðherra skýrci 1 rá því, að hann mundi að sínu leyti skírskota til föðurlands- ástarinnar til að reyna að draga úr viðsjám í Laos. FERDIZT MEÐ LANDSÝN 9 Seljuni farseðla með flugvélum og skipum Greiðsluskilmálar LofHeiða: • FLOGIÐ STRAX - FARGJALD GREITT SÍÐAR 9 Skipuleggjum hópferðir og ein- staklingsferðir REYNIÐ VIÐSKIPTIN FERÐASKRIFSTOFAN LAN □ S V N Tr TÝSGÖTU 3. SÍMI 22890. — P.O. BOX 465 — EEYKJAVÍK, UMBOÐ LOFTLEIÐA. Kýpurstjórn vill samninga við Tyrki um ferðafrelsi WASHINGTON 21/8 — öld- ungadeiidarþmgmaðurinn Barry Goldwater forsetaefni Repúblik- Palmiro Togliatti Palmiro Togliatti, for- maður ítalskra komm- únista. Iézt í gær. Hann hafði fengið heilablæð- ingu fyrir átta dögum, og síðan hafði honum hrakað. Hann hafði þó haft meðvitund um stundarsakir fyrripart- inn í gær. npogliatti féll frá þegar hin i alþióðlega verklýðshreyf- ing mátti sízt án hans vera, reynslu hans og þekkingar, dómgreindar og skarpskyggni, æðruleysi og íhugunar. Eng- um var betur treystandi en honum að leggja tii efnivið i þá brú sem leggja verður yfir sprungurnar sem á síð- ustu árum hafa verið að myndast í undirstöðu hinnar albióðlegu breyfingar. Hann var staddur í Sovétríkjunum þegar andlát hans bar að og ætlaði að dveljast bar sér til hressingar Lítill vafi er þó á því að hann átti þaneað lika annað erindi. Hann hafði látið deilur kommúnista- flokka Sovétríkianna og Kína miög til sin taka, og vissi sem var, að til bess var ætl- azt af honum. Fáir menn, ef þá nokkrir, voru líklegri að geta lagt það til málanna sem þurfti til að sætta hin and- stæðu siónarmið. Og kann þð að vera að það hefði einnig orðið honum ofviða. Hann hafði af rökfestu, sem hon- um var eiginleg, vísað á bug meginkenningum Kínverja, en jafnframt varað hina sov- ézku leiðtoga við því að láta skerast í odda. Hinum baulæfða dialektiker. sem átti að baki hálfrar aldar skól- un í glímu við vandamál eins viðburðaríkasta tíma mannkynssögunnar, var bað fyllilega Ijóst, að deilur kommúnistaflokkanna eiga sér hlutlægar orsakir og Iausn þeirra fæst ekki með meirihlutaSamþykkt Það er mikill skaði að ekki verður nú lengur notið hollra ráða Togliattis. Allir þeir sem unna málstað sósíalismans hafa ástæðu til að harma andlát Togliatt- is, en auðvitað er harmur Ianda hans mestur Það nrnn óhætt að segja að enginn ítalskur stiórnmálamaður hafi notið meiri lýðhylii og virðingar með þjóð sinni en Togliatti. Andstæðingar hans viðurkenndn skilyrðislaust af- burða hæfileika hans. sam- herjar hans kunnu að meta öruggci leiðsögn sem gerði þá að öflngasta kommúnista- flokki á vesturlöndum, flokki sem stóð af sér allar hryðjur kalda stríðsins og getur nú horft fram til þess tíma að hann taki við ríkiserfðum. f landi óratoranna var ræðu- mennsku hans við brugðið, ritað mál hans var henni ekki síðri, Ijóst og gagnsætt með djúpar rætur í árþúsunda hefð þess fóiks sem kunnað hefur betur en flestir aðrir að segja hlutina skýrt og skilmerkilega. Sú hefð var tvíefld af marxistísku inn- sæi hans og dæmafárri þekk- ingu á sögu og aðstæðum ítalskrar þjóðar. Togliatti var fæddur í Gen- ova á Norður-ítalíu 1893 og var því á 72. aldursári þegar hann lézt. Hann var, eins og margir aðrir braut- ryðiendur sósíalismans, úr millistétt. Faðir hans sem var bókhaldari gat komið honum í skóla og fyrir framúrskar- andi gáfur fékk hann styrk til framhaldsnáms við háskól- ann í Torino. Þar lauk hann prófi í lögum árið 1915' og þar kynntist hann Antonio Gramici. Þá hafa örlög hans sennilega verið ráðin. Sex árum síðar á hinu sögufræga þingi ítalskra sósíalista í Livomo 1921 stendur Togli- atti við hlið Gramscis, segir ásamt honum skilið við for- ystu flokksins og stofnar kommúnistaflokkinn. LítiTl vafi er á því að flokki þeirra hefði á skömmum tíma tek- izt að fá í lið með sér megn- ið af ítölskum verkalýð, en ári síðar dundi fasisminn yf- ir. Gramsci var fangelsaður. TogTiatti tókst að komast úr landi, fékk hæli í Sovétrfkj- unum, varð þar brátt eirm helzti forystumaður Komin- tern, en hafði bó ’jafnart ná- ið samband við andspyrnu- menn beima á ítaliu, var bar svo að segja með annan fót- inn Þá gekk hann undir því nafni sem ýmsir munu minn- ast, Ercoli /Herkúlesj', og mun ekki hafa kafnað undir því. Hann var manna siálf- sagðastur að leggja á ráðin begar ítalska lýðveldið reis úr rústum fasismans og bótt hann fengi ekki öllu ráðið um stjórnarskrá þess, ber hún samt þess merki hver um hana Fiallaði. Önnur saga er bv°—V1-g hana hef- ur verið staðið. Tígliatti er öllum sósialist- um harmdauði. sott er til þess að vita að a-' hans er í traustra manna hö"'tum.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.