Þjóðviljinn - 22.08.1964, Side 10

Þjóðviljinn - 22.08.1964, Side 10
10 SlÐA , — —- -i .... - ... _ j-.. ■ ■ —------------ HÓÐVILIINN ég tfl lögreglunnar. Hann starði ögrandi á Jack og beið eftir svari. — Þér þurfið ekki að fara til lögreglunnar, sagði Jack. Ég er búinn að frétta af henni. — Hvenær? — Hvar er hún? Bresach horfði rannsakandi og tortryggn- islega á hann. — 1 Zurich. — Ég trúi yður ekki, sagði Bresach. Jack tók upp símskeytið og rétti Bresach. Hann las það og munnurinn á honum ■ varð hörkulegur, varimar eins og strik. Svo vöðlaði hann það saman og stakk þvi i vasann. Eslkan, sagði hann — Hafið þér nokkra hugmynd hvar í Zurjch hún getur verið? spurði Jack Bresach hristi höfuðið hrygg- ur á svip. Ég hef enga hugmynd um hvort nokkur getur verið nokkurs staðar. Hann tók sam- anvöðlaða símskeytið uppúr vas- anum og sléttaði það á hnénu með natni og horfði á það með athygli. Jæja, hún er þó að minnsta kosti lifandi. sagði hann. Eruð þér ánægður? — Já auðvitað, sagði Jack. Eruð þér það ekki lfka? — Það er ég ekki viss um, sagði Bresach og einblíndi á pappírinn. Ég varð ástfanginn einu sinni á ævinni og þá þurfti það endilega að verða f svona kvenmanni. Hann sló hendinni á skeytið. Ég átti með henni þrjá hamingjumánuði. Hvað finnst yður — er það hámark? Er það skammturinn? Og síðan takmarkalaus örvflnun? Segið mér, hvemig líður yður? Ef þér heyrið nú aldrei frá henni framar? Ef þetta ' símskeyti er það síðasta sem þér heyrið frá henni á ævinni — Ziirich, flúin til Ziirich — hvað þá? Hvað ger- ið þér — farið þér bara heim tfl Parísar og haldið áfram að lifa yðar snurðulausa. borgaralega lífi með konu og bömum og gleymið henni? — Ég gleymi henni ekki, sagði Jack. — Andrus, sagði Bresach. Vit- ið þér nokkum skapaðan hlut um ást? — Ég veit dálítið, sagði Jack. HÁRGREIÐSLAN Hárgreiðsiu og snyrtistofu STETNU og DÓDÓ Laugavegi 18. III. h. (lyfta) — SlMI 23 616. P E R M A Garðsenda 21. — SÍMI: 33 9 68 Hárgreiðslu og snyrtistofa. ) D ö M U R ! Hárgreiðsla við allra hæfi — TJARNARSTOFAN. — Tlamar- götu 10 — Vonarstrætismegin — SÍMI: 14 6 62. HARGREIÐSLUSTOFA AUSTURBÆJAR — (Maria Guðmundsdóttir) Laugavegi 13 — StMI' 14 6 56. — Nuddstofa á sama stað. Ég veit að mmnsta kosti að símskeyti bindur ekki endi á hana. — Hvað bindur þá endi á. hana? Ég vildi að ég vissi það. Þekkið þér söguna um spart- verska drenginn og refinn? — Já. — Það felst meira í henni en maður heldur í fljótu bragði, sagði Bresach. Hún er dæmi- saga, uppfull af líkingum, hún er alls ekki það sem hún lítur út fyrir að vera. Refurinn er ástin og henni verður maður að leyna, vegna þess að það er ekki hægt að sýna hana — hún er innilokuð f sjálfum manni — og fyrst sleikir hún aðeins ögn til gamans, svo tekur hún smá- bita til reynslu, svo líkar henni bragðið — og loks fer hún að éta fyrir alvöru. — Verið ekki sVona uppfullur af s.iálfsmeðaumkvun, sagði Jack. Það er einn versti gallinn á kynslóð yðar. — Fjandinn hirði mína kyn- slóð, sagði Bresach. Ég tilheyri henni ekki og hún ekki mér. Ég og refurinn. við erum eitt. Hann braut símskeytið vandlega sam- an, svo fleygði hann þvi útum gluggann. Það opnaðist og fauk eins og laufblað eftir sólbökuðu strætinu. — Hafðu engar áhyggjur, sagði Róbert. Elskan. Það er hinn mikli boðskapur ársins. Hafið þér nokkum tíma verið í Ziirich? — Já. — Til hvers? spurði Bresach. — Ég var á leið á stað tfl að vera á skíðum, sagðí Jack. — Skíðum, sagði Bresach og yggldi sig. Þér eruð alltof hraustur fyrir minn smekk. Það eru ytri merki rotnunar. Ég þoli ekki þess konar fólk. — Æ, þegið þér. — Hefur nokkur sagt yður að þér væruð eins og rómverskur keisari? spurði Bresach. Ég á við kvenfólk sem var að skjalla yður eða fullir listamenn í veizl- um? / — Nei, sagði Jack. — Jæja, en þannig eruð þér nú samt. Það eru til ótal styttur úr steini og þronsi um alla Rómaþorg sem gætu verið f ætt við yður. Þetta stóra sterklega nef, sveri. ruddalegi hnakkinn. holdugir kjálkamir, nautnaleg- ur, sjálfumglaður munnurinn. tómt augnaráð harðstjórans. Allir voru þeir vel þjálfaðir í trúarlegum aga, sérfræðingar í herkænskulist. miskunnarlausir og auðugir. Bresach varð rang- eygður af áreynslunni við að rifja rétt upp. Þetta er úr Flau- bert. sagði hann. Hann var að lýsa stjómendum Karþagðborg- ar. en það á við um keisarana í Rómaborg og sömuleiðis um yð- ur. Með andlit eins og þér, sagði hann, vildi ég sízt af öllu vera foringi í herdeild eða forstjóri í stálbræðslu. — En það er ég ekki, sagði Jack. Ég er undirritari í undir- skrifstofu. I — Kannski eruð þér að bíða yðar vitjunartíma, sagði Bresach ögrandi. Næsta- ár takið þér kanftski viðbragð og takið við stióm fiörutíu búsund manna. Það ylli mér vonbrigðum ef svo yrðl ekki Jack. Sérfræðingur í herkænskulist, miskunnarlaus, ríkur . . . endurtók hann. Hald- ið þér að bandaríska andlitið sé að þróast í þessa átt, Jack? — Þér eruð alveg eins banda- rískur og ég, sagði Jack. Haldið þér að bandaríska andlitið þró- ist í yðar átt? — Nei. sagði Bresaeh. Ég er misheppnaður. Ég er utangarðs- maður. Ef lögin heimiluðu það, væri búið að svipta mig borg- ararétti. Ég er þjakaður. skamm- sýnn og vantrúaður. Ég er sá efniviður sem flóttamenn eru gerðir úr. — Gott er þetta! Bresach glotti aftur. Það er nokkuð til í því sem þér segið. Jack, sagði hann. Bíllinn beygði snögglega til að forða sér frá vespu sem kom þjótandi úr hlið- argötu með ungan mann og unga stúlku sem beygðu sig bæði langt til hliðar til að ná beygiunni. Bresach hrópaði eitt- hvað reiðilega til þeirra á ítölsku. — Hvað sögðuð þér við þau? spurði Jaek. — Ég sagði: Af hverju eruð bið ekki í kirkju? sagði Bresach. Hann var reiður ennþá. Hann tók upp krypplaðan sígarettu- pakka og kveikti í einni. í fyrsta skrpti tók Jack eftir því að lang- ir fingumir á Bresach voru gul- ir af nikótíni. — Hafið þér nokkuð hugsað 51 um hvað þér ætlið að segja við Delaney? Spurði Jack. Honum fannst hann bera ábyrgð á sam- talinu og vildi gjarnan að það gengi vel eða að minnsta kosti sómasamlega og hugarástand Bresach lofaði ekki sérlega góðu. Daginn áður hafði hann tekið Bresach með sér til að sjá það sem búið var að taka af kvik- myndinni. Hann hafði setið og fylgzt með Bresach meðan verið var að sýna myndina, en aldrei slíku vant hafði Bresach setið rólegur og svipbrigðalaus í næst- um hálfa aðra klukkustund og hafði farið burtu án þess að láta í ljós neitt álit á því sem hann hafði séð. — Eruð þér hræddur við það sem ég kann að segja við stór- mennið? sagði Bresach. — Nei. sagði Jack. Ég kysi bara heldur að þar yrði við- höfð almenn kurteisi. — Hafið engar áhyggjur, ég skal vera stilltur, sagði Bresach. Jafnvel þótt hann dræpi mig. Þrátt fyrir allt hef ég nefnilega áhuga á að fá jobb. — Hvað hafið þér hugsað yð- ur að segja við hann um kvik- myndina? spurði Jack forvitnis- lega. — Það veit ég ekki ,sagði Bresach. Það hef ég ekki ákveð- ið enn. Hann fleygði frá sér sígarettunni. Hvað er Ziirich stór borg? spurði hann. — Þrjú til fjögur hundruð þúsund, sagði Jack. Svona hér- umbfl. — Allir segja að svissneska lögreglan sé sérstaklega leikin í að hafa upp á fólki. sagði Bresach. Hún veit í hvaða rúmi hver einasti maður í Sviss sef- ur á hverri nóttu. Er það satt? — Næstum því. — Ég er að hugsa um að fljúga til Ziirich í kvöld, sagði Bresach. Og koma að henni þar sem hún stendur við vatnið og jóðlar. Viljið þér lána mér pen- inga fyrir flugfarinu? — Nei, sagði Jack. — Þér talið alveg eins og pabbi minn, sagði Bresach. Og að lokinni þessari móðgun seig hann aftur niður í homið sitt og sneri andltinu undan og hann sagði ekki meira, fyrr en þeir komu að reiðskólanum. Delaney var að taka tveggja feta stökk á stórum, taugaó- styrkum, litföróttum hesti. Hrossið hafði ekki verið óstyrkt í upphafi. en eftir fárra mín- útna samvistir við Delaney, tog- aði það í beizlið, froðufelldi og prjónaði og hljóp útundan sér fyrir hvert stökk. Hann heíur sams konar áhrif á leikara, hugsaði Jack. Eftir kortérs umgengni við einhverja lifandi veru fyllist hún upp- reisnarhug og þrjózku. Jaek og Bresach stóðu og höll- uðu sér upp að garðinum um- hverfis skeiðvöllinn. Háðsbros lék um varir Bresach meðan hann virti fyrir sér aðfarir Delaneys á hrossinu. Gagnstætt öðru reiðfólki, sem var snyrti- lega klætt í reiðbuxur og stíg- vél og enska tvídjakka, var Delaney í gömlum, slitnum blá- um buxum, í rauðri flúnels- skyrtu og öklaháufta rúskinns- skóm. Reiðkennarinn sem var lítill, sextugur ítali í gljáburst- uðum stígvélum, nýpressuðum jakka og með vandlega bundinn klút um hálsinn, stóð í miðjum hringnum og hrópaði óþólinmóð- lega á ensku: Niður með hæl- ana, Signor Delaney, niður með hælana! og Haldið slakar um tauminn, Signor, slakara tak. Gerið svo vel að toga ekki. Taumhaldið á að vera þétt og iafnt. Berjið ekki fótastokkinn. Gerið dýrið ekki ringlað. Bresach hló lágt við hliðina á Jack. Gerið dýrið ekki ringlað, hv'riaðí hann, Delaney stðkk aftur, skrapp úr ístaði og togaði ofsalega í taum- inn og hrossið hljóp útundan sér til vinstri. Delaney var að bví kominn að detta af baki og Bresach fór aftur að hlæja. — Jæja. Signor Delaney, sagði reiðkennarinn. nú væri sjálf- sagt gott að taka smáhvíld Leyfum skepnunni að kasta mæðinni. Hestastrákur tók í beizlið og Delaney fór stirðlega af baki Næst skal bað takast, sagði hann við reiðkennarann. Haun benti á hindrun, sem var þrjú og hálft fet á hæð. Reiðkennarinn hristi höfuðið: Ég held það sé ekki . . . sagði hann. — Það skal takast. Delaney klappaði á öxlina á honum og tók af sér hanzkana og gekk í áttina til Jacks og Bresach. Hann brosti, glaður og ánægður. og hann var rjóður og hress eft- ir hreyfinguna. Hann var sveitt- ur og það stóð gufa uppaf enni hans í köldu morgunloftinu. Jack kynnti hann fyrjr Bresach, og Delaney tók í höndina á Bresach og sagði: Það gleður mig að hitta yður. Ég er ekki enn búinn að lesa handritið yð- ar, en Jack segir að þér séuð gáfaður piltur. — Maurice, sagði Jack. Af hverju í ósköpunum ertu að læra að stökkva á hesti á þess- um aldri? — Einmitt þess vegna, sagði Delaney. Vegna þess að ég er á þessum aldri. Á hverju ári reyni ég að læra eitthvað nýtt. Sem uppbót fyrir það sem ég gleymi og það sem ég get ekki lengur gert jafnvel og áður. Ég ímynda mér að ég geti haldið áfram að fullkomna mig sem reiðmann, ■þangað til ég verð sextíu og fimm ára. Galdurinn við það að halda sér ungum er að manni finnst maður gera allt betur og betur. Er þetta ekki rétt hjá mér? Hann leit á Bresach. — Ég geri allt verr og verr, sagði Bresach. Delaney hló góðlátlega. A yð- KRYDDRASPIÐ FÆST f NÆSTU BÚÐ * / Laugardagur 22. ágúst 1964 SKOTTA ,,Ef þetta er ekki MJÖG ÁRÍÐANDI slúður, þá myndi mig langa til þess að fá lánaðan símann andartak.” Kynning á háskólanámi Haldin verður kynning á háskólanámi heima og erlendis sunnudaginn 23. ágúst kl. 20.00 —• 20.30 í íþöku, félagsheimili Menntaskólans í Reykjavík. S.H.Í. og S.Í.S.E. Jarð vinnsluvélar \ Jarðýta og ámokstursvél til leigu. Vélsmiðjan Bjarg h.f. Höfðatúni 8 — Sími 17184. Starfsstálkur óskast Starfsstúlkur vantar nú þegar í eldhús Klepps- spítalans. Upplýsingar gefur matráðsko-nan í síma 38164. Skrifstofa ríkisspítalanna. NÝKOMID í fjölbreyttu úrvali. GANGADREGLAR margar breiddir TEPPAMOTTUR GÓLFMOTTUR GEYSIR hJ. Teppadeildin. Auglýsið i Þjóðvilianum 1 (

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.