Þjóðviljinn - 30.08.1964, Qupperneq 4

Þjóðviljinn - 30.08.1964, Qupperneq 4
4 SIÐA ÞJÖÐVILIINN Sunnudagur 30. ágúst 1964 Otgefandi: Sameinlngarflokkur alþýðu — Sósialistaflokk- urinn. — Ritstjórar: tvar H. Jónsson, Magnús Kjartansson (áb.), Sigurður Guðmundsson. Ritstjóri Sunnuðags: Jón Bjamason. Fréttaritstjóri: Sigurður V Friðbjófsson. Ritstjóm, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja, Skólavörðust. 19, Simi 17-500 (5 Unur) Áskriftarverð kl 90.00 á mánuði. Herlegdáð /aug jjað er til marks um vondan málstað að beita til- hæfulausum ósannindum í málflutningi sínum eins og utanríkisráðherra íslands, Guðmundi I. Guðmundssyni virðist hafa orðið á í opinberri heimsókn sinni til Noregs og Finnlands, þar sem hann að sögn blaða hélt því fram að andstaða gegn þáttöku íslands í Atlanzhafsbandalaginu og gegn bandarískum herstöðvum á íslandi væri nánast' hjöðnuð niður, lét á sér skilja að nú væru allir ís- lendingar sælir og fegnir að mega vera í hernaðar- bandalagi og hafa erlendar herstöðvar og erlendan her í landi sínu. Alþýðublaðið reynir í gær að bera í bætifláka fyrir ráðherrann og er það ekki nema eðlilegt að blaðið reyni að klóra í bakkann, en ekki kemst það frá því eða framhjá því að hér laug Herlegdáð um íslandsmál, hér fór valdamað- ur með vísvitandi ósannindi. ^lþýðublaðið reynir að færa orðum ráðherrans stað með því að telja það pólitískt hrun að Al- þýðubandalagið fékk fðerri atkv. 1963 en Sósíalista- flokkurinn og Þjóðvamarflokkurinn samanlagt 1 1953. í ákafanum gleymir Alþýðublaðið því, að ein- mitt í málgagni Alþýðuflokksins getur verið dá- 1 lítið varasamt að tala um að, færrþ atkvæði_svo nokkrum prósentum nemi jafngildi pólitísku hruni. Líka er máttlaust að bera fram þá vesælu Alþýðu- blaðslygi að Sósíalistaflokkurinn hafi lagt niður andstöðu gegn herstöðvum í landinu í tíð vinstri stjórnarinnar. Ráðherrar Alþýðubandalagsins kröfðust þess hvað eftir annað að framfylgt yrði samþykkt Alþingis frá 1956. En Alþýðuflokkurinn, sem flutt hafði þingsályktunartillöguna, sveik algerlega framkvæmd ályktunar Alþingis ásamt Framsóknarflokknum, og virðist frá upphafi ein- ungis hafa litið á málið sem tilraun til að sýnast heiðarlegur í herstöðvamálinu fyrir kosningarnar 1956. Ekki er burðugri sú röksemd Alþýðublaðsins að hér sé ekki lengur andstaða gegn herstöðvum vegna þess að Keflavíkurgangan hafi mistekizt í vor. Keflavíkurgangan tókst á sama hátt og fyrri göngur, hún varð til þess á sama hátt að skerpa athygli fólks á herstöðvamálinu. Og Alþýðublaðinu mun heldur ekki reynast haldkvæm sú röksemd, að hin róttæka verkalýðshreyfing á íslandi sé í upplausn. Hún hefur sízt minni áhrif nu á'þjóð- málasviðinu en hún hefur áður haft, og láfum svo framtíðina dæma um framhaldið. ^lþýðublaðinu væri miklu nær að hlusta eftir þeim röddum sem telja framtíð Alþýðuflokks- ins stefnt í algera tvísýnu með því að honum sé klesst fast upp að svartasta afturhaldi og auðvaldi og að flokkurinn skuli fyrir tilverknað manna eins og Guðmundar I. vera farinn að fá orð á sig sem sauðbspgasti hernáms- og hermanesflokkur lands- ins. Og raunar getur meira verið í veði en framtíð Alþýðuflokksins. framtíð verkalýðshreyfingar á ís- landi um marcra áratubi eetur oltið á því, að þeir menn og flokkar sem bezt =pftu að skilia gildi og tilgang verkal-''’,ÁqVirp-'^i^crar finni leiðir til sam- vinnu og samstöðu. — s. HENRYK CHMIELÉWSKI, Póllandi, teiknaði SKÁKÞÁTTURINN Ritstjóri: ÖLAFUR BJÖRNSSON Verður Fischer með eða ékki? Þótt enn séu tveir mánuðir þangað til olympíumótið hefst eru menn farnir að bollaléggja ýmislegt í sambandi við það og er það einkum ein gpurn- ing sem liggur skákunnendum þungt á hjarta en hún er sú, hvort Fischer muni verða með, en óneitanlega yrði það mikill sjónarsviptir, ef svo yrði ekki. í framhaldi af þessum vanga- veltum þykir mér rétt að birta eitt af listaverkum Fischers við skákborðið. Skákin er að vísu ekki ný, hún er tefld á olympíumótinu í Leipzig 1960, og á hann þar i höggi við Chilemanninn Letelier. Hvítt: Letelier. Svart: Fischer. KÓNGSIND VERSK-V ÖRN 1. d4 2. c4 3. Rc3 4. e4 Rf6 g6 Bg7 0—0 (Mun algengara er að leika -----d6 en markmið Fisch- s er að fá andstæðinginn til i seilast of langt með peðin ; sprengja síðan upp. Sumar rrjanir eru reyndar byggðar :p með það fyrir augum að andstæðinginn til að teygja ? of langt á miðborðinu og Ea það síðan upp líkt og í sssari skák. Ma í þvi sam- mdi nefna A.liéchins-vöm). 5. e5 6. f4 7. Be3 Re8 d6 c5! (Fischer hefur nú aðgerðirn- irnar enda verður hann að tefla hvasst til að verða ekki undir í barattunni). 8. dxc5 Rc l3 xd6 9. cxd6 10. Re4 (Sækir að peðinu á d6 og nú strandar 10. — — dxe5 á 11. Dxd8 — Rxd8 12. Bc5 og vinnur skiptamun). 10.-------- 11. Rg3 12. Rf3 13. Dbl Bf5 Be6 Dc7 (Hvítur á þegar við ýmis vandamál að etja). 13. ------- 14. f5 dxe5 c4! (Það væri synd að segja annað en Fischer tefli skemmti- lega til vinnings). 15. fxe6 16. gxf3 exf3 f5 17. f4 18. Be2 19. Kf2 20. Hel 21. Bf3 Rf6 Hfe8 Hxe6 IIae8 (Það er ekki auðvelt að benda á nokkuð betra en nú hrynur allt i nokkum leikj- um). 21______ 2. Hxe3 23. Kxe3 Hxe3! Hxe3 Dvf4f!! ' Bobby Fischer (Glæsileg drottningarfórn. Ef nú 24. Kxf4 þá Bh6 og eftir 24. Kf2 — Rg4+, 25. ,K£2. — Re3+, 26. Kf2 —Rd4! nfeð gjör- tapaðri stöðu á hvítt). * Hvítur gafst upp. OrðsenJing frá Þjéðviljanum Þar sem skólarnir hefjast í næsfa mánuði og fyrirsjáanlegar eru miklar breytingar á útburðarliði blaðsins eru beir sem gætu te|:ið að sér útburð á blaðinu í september vinsamle^n bpðnir að hafafUam'- band við afgreiðsluna hið fyrsta. Þjóðviijinn. Sími 17.500. ' '1 LAUS HVERFI TTM m4nA«AM^TTN: Höfðahverfi — Seltjarnarnes’ (ytra) — Skjól — Safamýri — Grunnar Þjóðvil.jinn Sími 17.500.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.