Þjóðviljinn - 30.08.1964, Page 10
JQ SÍÐA
Dansparið stóð andartak kyrrt
með armana hvort á annars
öxlum. i>au vögguðu mjúklega,
of þreytt eða o£ löt til að slíta
sig hvort frá oðru. Svo sagði'
Barzélli eitthvað á ítölsku og
dansfélagi hennar hló stuttara-
lega og gekk að glerborðinu sem
var fullt af flöskum. Barzelli
strauk hárið frá enninu með
snöggri hreyfingu og gekk til
Jacks. Hún nam staðar þétt við
hann, brosti til hans án allrar
alúðar, með höndina á mjöðm-
inni í stellingu sem rekja mátti
til aeskuáranna i þorpinu í
Cataníu. — Drekkið þér ekki?
sagði hún.
— Ekki í svipinn, sagði Jack
— Þér eruð víst kominn til
segja mér eitthvað um veslings
Mauriie. Rödd hennar var ögr-
andi, fjandsamleg.
— Já, meira eða minna, sagði
Jack.
— Að stökkva á hesti! Hún
hnussaði fyrirlitlega. — Hann
hefur enga leikara til að ragast
í á sunnudögum; þess vegna not-
ár hahn skepnur. Hún leit á
Jack, brosti kuldalega og beið
þess að hann svaraði. — Eruð
þér ekki sammála?
— Ég hef ekki hugsað málið,
sagði Jack
— Jæja, sagði Barzelli óþol-
inmóðlega. — Hvað er það þá?
Hvaða skelfingarboðskap flytj-
ið þér?
Jack leit í kringum sig. Dökk
og ölvuð augu unga mannsins
hvíldu á þeim. áhyggjulaus en
athugul. — Getum við talað
saman ein? sagði hann.
Barzelli yppti öxlum. — Ef
þér endilega viljið, sagði hún
Hún sneri sér við og gekk að
lokuðum dyrum í hinum enda
stofunnar. Jack fór á eftir henni.
Barzelli opnaði dyrnar og gekk
inn í borðstofuna, langt, bert
herbergi með járn og glerborði
og veikbyggðum, gylltum stól-
um. Nýtt málverk af Barzelli, í
svörtum kjól og með svartan
hatt, hékk yfir borðstofuskánn-
um, og flúruð glerljósakróna
sendi hart, hvítt ljós niður á
borðið. Jack lokaði dyrunum á
eftir sér. -Barzelli settist við
borðsendann með olnbogana á
plötunni og hendumar sem
HÁRGREIÐSLAN
Hárgreiðslu og
snyrtistofu STETNU og DÖDÖ
Laugavegi 18 III h. (lyfta) —
SlMI 23 6 16.
P E R M A Garðsenda 21 —
SÍMI r 33 9 68 Hárgreiðslu og
snyrtistofa.
D 0 M U R I
Hárgreiðsla við allra hæfi —
TJARNARSTOFAN. — Tiamarv
götu 10 — Vonarstrætismegin —
SlMI: 14 6 62.
H A RGREIÐSLUSTOF A
AUSTURBÆJAR - fMaría
Guðmundsdóttir) Laugcvegi 13.
— SlMl 14 6 56. — Nuddstofa á
sama stað.
stuðning fyrir hökuna. Jack sá
að hún var ekki í neinu innan-
undir blússunni og þrýstin
brjóst 'hennar, sem átt höfðu svo
veigamikinn þátt í velgengni
hennar, voru vel sýnileg gegn-
um þunnt efnið i blússunni.
— Fáið yður sæti, sagði hún
og benti á stól til hægri.
Jack settist varlega. Stóllinn
virtist svo veigalitill að hann
var hræddur um að hanp myndi
brotna undan honum.
— Jæja, sagði Barzelli. Hvað
er það svo sem veslings maður-
inn vill? Hann ætlaði að borða
hádegisverð með mér í dag. Ég
beið og beið Ég var fokreið.
Til allrar hamingju litu svo
nokkrir kunningjar mípir inn . . .
Með axlahnykk bent.i hún á stof-
una sem þau komu úr. — Svo
að maturinn eyðilagðist ekki.
Þeir hafa verið að drekka éíð-
an klukkan eitt í dag, hugsaði
Jack. Það er því ekki að undra
þótt augun í þeim séu svona.
— Hann þama Fogel hringdi
loksins til mín klukkan fírnm,
sagði Barzelli reiðilega. — Eng-
um hafði dottið það í hug fyrr
að það væri viðeigandi að segja
aðalstjörnunni að leikstjórinn
væfi að deyja Það em aðeins
smámunir.
— Mér þykir þetta leitt, sagði
Jack. — Mér hefði átt að detta
bað í hug.
— Það skiptir ekki máli, Bar-
zelli yppti öxlum. — Herra Fogel
sagði að það væri ekki víst að
hann dæi af þessu. Hún teygði
úr sér með hægri hreyfingu og
tók þurrkaða fíkju úr glerskál
með ávöxtum sem stóð á miðju
horði. Hún beit hana í sundur
i miðju með sterklegum, reglu-
legum tönnunum og tuggði hátt.
— Hvað gerist nú? spurði hún
kæruleysislega. — Verður upp-
taka á morgun?
— Komið á venjulegum tíma,
sagði Jack. — Hafið þér ekki
fengið boð um það?
— Veslings litli maðurinn,
sagði Barzelli. — Þér botnið
ekki vitund í ítalskri kvik-
myndagerð. Ringulreið Kannski
koma þeir bessu í kring á þrem-
ur vikum. Jæja. svo að ég á að
mæta á morgun?
— Já.
— Komuð þér til þess að
segja mér það? spurði hún og
tuggði hátt — Alla þessa löngu
leið svona seint um kvöld?
— Nei. sagði Jack. — Ég .
— Hver á að Ijúka við kvik-
myndina? sagði Barzelli. — Tuc-
ino? Þér hljótið að vita að ef
hann kemur nálægt kvikmynda-
vélinni hverf ég og læt ekki sjá
mig framar ...
— Það verður ekki Tucino.
sagði Jack, undrandi og feginn
þessum óvænta bandamanni.
— Heldur hver? spurði Bar-
zelli tortryggnislega.
— Ég velt það ekki með vissu.
sagði Jack Honum var ljóst að
betta var ekki réttur vettvang-
ur fyrir reikningsskil við Bar-
zelli, aleinn með henni á heim-
ili hennar. Hann hafði hugboð
um að honum veitti ekki af að-
stoð. begar hún kæmist að þvi
að það vaT hann sem átti að
ljúka við kvikmyndina. — Það
- MÓÐVELJINN
verður gengið frá því einhvem
tíma í nótt.
— Það er eins gott að ganga
frá því þannig að mér líki,
sagði Barzelli. — Segið þeim
það.
— Það get ég gert.
— Og hvað svo? sagði Bar-
zelli. — Hvað eruð þér að gera
hingað?
Jack dró djúpt andann. Hvað
var hann að gera hingað? Ég
kem með boðskap úr undirdjúp-
um hjónabandsins hjálpaðu mér
að bjarga vini mínum sem er
að drukkna í fjórtán ára ást
og hatri, að skilja þessa kol-
krabbaflækju hjá karli og konu
sem hafa eytt miklum hluta æv-
innar í að mergsjúga hvort ann-
að, kæfa hvort annað, hefjast
og hníga niður í ógnardjúpið,
lyftast til hæða, hrapa, alltaf
skelfilega samtvinnuð meðan
þau styðja, særa og faðma hvort
annað. Hvað var hann að gera
hjá þessari glitrandi, tilfinninga-
lausu konu með skínandi, hvítu
tennurnar, geislandi húðina,
fullkomna, sigursæla kroppinn,
hreystina, sjálfshrifninguna og
hirð ungra, fallegra fyllirafta
handan við dyrnar? Hvað átti
hann að segja við hana? Reymð
að finna til samúðar, verið
mannleg fyrir miðnætti, grátið
einu litu tári vegna örvílnaðrar
sálar. Hann gæti sagt eitthvað
af þessu eða það allt saman við
allt fólk, karla og konur sem
hann hafði hitt síðan hann kom
til Rómar — við Bresach, við
Max, við Veroniku, við Holt og
konu hans, við Despiére, já
meira að segja við Tasseti í von
um að snerta einhvern við-
kvæman streng í brjóstum
þeirra. En Barzelli ,... Hann
58
starði á hana. Hún laut fram
og sýndi mjúkar boglínur
brjóstanna, meðan hún tuggði
fíkjuna sína og horfði á hann
ósnortin og beið, reiðubúin til
að hafna kröfu sem til hennar
væri gerð. Hver sem var annar
en Barzelli, hugsaði Jack. En
eitthvað varð hann að segja.
Delaney sem lá bakvið gljáandi,
hvítu dyrnar, hafði rétt til að
krefjast þess að hann segði citt-
hvað .... Hann hafði fengið
fyrirmæli......
— Clara Delaney, byrjaði
hann. — Neitar að héimsækja
Maurice á spítalann.
— Ágætt, sagði Barzelli. —
Þá getur hann dáið í friði, ef
hann á að deyja.
— Nei, sagði Jack. — Hið eina
sem hann óskar eftir og finnst
hann þarfnast — er að hún
heimsæki hann.
— Sagði hann það? spurði'
Barzelli kuldalega.
— Já.
— Að hugsa sér. Þessi þurra,
og skorpna kerling. Hún hristi
höfuðið hissa. Svo yppti hún
öxlum. — Jæja, en jafnvel
verstu guðleysingjar kalla á
prest, þegar þeir halda að þeir
séu að hrökkva upp af. — Jæja,
svo að Signora Delaney vill ekki
koma á spítalann. Tragedia.
Hvað kemur mér það við?
— Delaney bað mig að fara
fram á það við yður að þér
kæmuð ekki að heimsækja hann
á spítalann, sagði Jack kulda-
lega. — Hann segir, að ef kon-
an hans frétti að þér hafið
heimsótt hann, fáist hún aldrei
til að koma ....
Sem snöggvast kom undrunar-
og furðusvipur á andlitið á
Barzelli. Svo hnykkti hún til
höfðinu og hló hátt. Hlátur
hennar var glaðlegur og djúpur
og sakleysislegur. Þetta andar-
tak hataði Jack hana og varð
gripinn óvæntri og ákafri löng-
un til að beygja sig fram og
kyssa með áfergju sléttan,
sterklegan hálsinn, þar sem
hann hófst upp frá nöktum öxl-
unum. Hann settist aftur á stól-
inn og leit undan. Allt í einu
hætti Barzelli að hlæja. —
Mamma mia, sagði hún. —
Bandarískar konur! Þær ættu að
vera á söfnum! Að hugsa sér?
Og hvað ætlið þér að gera þeg-
ar þér farið frá mér, herra
Andrus? spurði hún og hreytti
úr sér orðunum. — Ætlið þér
að fara til allra þeirra fimmtíu
kvenna^, sem Maurice Delaney
hefur sofið hjá síðan hann gift-
ist og sárbæna þær um það
vegna frú Delaney að heim-
sækja ekki mikilmennið á spít-
alann? Hún spratt á fætur og
æddi fram og aftur eins og rán-
dýr í búri, og berir fætur henn-
ar skullu á marmaragólfið með
furðulega háum smellum. — Til
fróðleiks fyrir yður, herra And-
rus, sagði hún reiðilega, — og
sömuleiðis herra Delaney, get
ég sagt ýður að ég hef alls ekki
hugsað mér að beimsækja hann
á spítalann. Ég hata veikt fólk.
Ég forðast það. Ég hef viðbjóð
á því. Segið Delaneyhjónunum
það frá mér. Segið turtildúfun-
um það!
Jack reis á fætur til að fara.
í hvert skipti sem hann breytti
skyndilega um stellingu fann
hann til svima og þoka lagðist
fyrir augu hans. Nú gat hann
ekki afborið þokukennda mynd-
ina af Barzelli sem æddi fram
og aftur berfætt með neonlýst
málverkin af sjálfri sér í bak-
sýn. Hann langaði til að vcra
aftur kominn inn í bílinn til
Guidos og aka gegnum dimmt
kvöldið áleiðis heim á hótelið.
— Þér getið sagt henni eitt
í viðbót, sagði Barzelli og kipr-
aði varirnar hæðnislega. —
Maðurinn hennar hefur aldrei
sofið hjá mér. Aldrei nokkurn
tíma. Hann hefur sofið í sama
rúmi og ég, en hann hefur ekki
sofið hjá mér. Er þetta nógu
skýrt? Á ég að skrifa það á
ítölsku? Þér getið fengið hótel-
stjórann yðar til að þýða það.
Hann hefur aldrei sofið hjá mér.
Hún hefur kannski áhuga á því.
Ég hef engan áhuga á því.
Bandarískir karlmenn ættu
kannski líka að vera á söfnum.
Allt í einu fékk hún aftur
stjórn á sjálfri sér. Hún stóð
grafkyrr og studdi sig við stól-
bak o" starði kuldalega á Jack.
— Þetta er tilgangslaust, sagði
hún. — Því ekki að vera róleg?
Segið Maurice að ég voni að
honum batni. Því ekki það? Hún
yppti öxlum. — Það skaðar
ekki. Og nú er orðið býsna
framorðið, og þetta verður erf-
iður dagur hjá okkur öllum
saman; við verðum að fá ein-
hvern svefn. Hún benti á dymar,
sem lágu fram í ganginn. —
Þér þurfið ekki að ganga í gegn
hjá ungu mönnunum. Ég veit
að yður þykir það verra.
21
Forðastu svefnherbergi vina
þinna, hugsaði Jack, sem hann
sat við hliðina á Guido á leið-
inni til Róm, framhjá gröfun-
um. Já, forðastu jafnvél dag-
stofur vina þinna — þar leynist
ævinlega eittbvað óþægilegt.
Hann lokaði augunuin og dott-
aði op vaknaði ekki fj - - en bíll-
inn *þaut upp brekkuna að Quir-
inalnum. Verðir stóðu með vél-
byssur fyrir framan höll forset-
ans.
— Það er ekki meira í kvöld,
Guido, sa<*ði Jack, ''""ar þeir
óku upp að hóteli hans fáeinum
mínútum seinna. — En því mið-
ur þarf ég á yður að halda í
fyrramálið klukkan rúmlega
átta. Mér þykir þetta leitt með
daginn í dag —
— Hafið ekki áhyr'"íur af því
monsieur, sagði Guido, — Þegar
ólánið skellur á, er viðbúið að
maður þurfi að fara á mis. við
einhvern svefn.
Jack horfði á alivarlegt og frítt
andlitið og hugsaði um hve þol-
inmóður og duglegur og lipur
maðurinn væri, hve alúðlegur
og skilningsgóður. Við hinir get-
um margt af honum lært, hugs-
aði Jack, við allir sem hann
hefur venð *vrir allan
þennan sunnudag. Vinnusamur'
fríður, rólegur og ' autseigur
var Guido þessa stundina, fannst
Jack, tákr inna æð tu verð-
mæta, og bins eilífa, dásamlega
og óþrjótandi arfs þjóðar sinnar.
Það var ein ljótasta ásökun sem
hægt var að beina að föðurlandi
Guiaos, fannst Jack, að ekki
skyldi vera hægt að finna annað
betra handa honum að gera en
aka um Rómaborg með spilbn
’iguriregara t"tt”gustu aldarinn-
ar. Ég verð ao gera eitthvað
fyrir hann, hugsaði Jack, ég
verð að gera eitthvað fvrir hann
sem urri munar.
— Segið mér, Guido, sagði
Jack. — Ef þér ættuö peninga,
hvað mvnduð bér þá gera?
— Peninga? spurði Guido,
ringlaður en t'yrteis. Hversu
mikla peninga?
Sunnudagur 30. ágúst 1964
Skrá jrfir umhúSsmenn
Þjóðvi/jans úti á landi
AKRANES: Aramundur Gíslason'Háholti 12 Sími 1467
AKUREYRI: Pálmi Ólafsson Glerárgötu 7 — 2714
BAKKAFJÖRÐUR: Hilmar Einarsson
BORGARNES: Olffeir Friðfinnsson
OALVÍK: Tryggvi Jónsson Karls rauða torgi 24.
EYRARBAKKI Pétur Gíslason
GRINDAVTK' Kiartan Kristófersson Tröð
HAFNARF tÖRÐUR• Sófus Bertelsen
Hringbraut 70 Sími 51369
HNÍFSDATJJR- Helm Biörnsson
HÓLMAVÍK' Árni E .Jónsson. Klukkufelli.
HÚRAVfK' Amór Kristiánsson.
HVERAGERÐT' Verzlunin Revkiafoss h/f.
HÖFN. HORNAFIRÐI' Þorsteinn Þorsteinsson.
tSAF.TÖRUUR- Bókhlaðan h/f.
KEFLAVtK Magnea Aðalgeirsdóttir Vatnsnesvegi 34.
KÓPAVOGUR: Helga Jóhannsd. Ásbraut 19 Sími 40319
NESKAUPSTAÐUR: Skúli Þórðarson
YTRT-NJARDVÍK' Jóhann Guðmundsson.
ÓLAFSF.TÖRÐUR- Sæmundur Ólafsson.
ÖLAFSVÍK: Gréta Jóhannsdóttir
RAUFARHÖFN' Guðmundur Lúðvíksson.
REYÐARFJÖRÐUR' Biöm Jónsson, Reyðarfirði.
SANDGERÐI: Sveinn Pálsson, Suðurgötu 10.
SAUÐÁRKRÓKUR- Hulda Sigurbiömsdóttir,
Skagfirðingabraut 37 Sími 189.
SELFOSS: Magnús Aðalbiamarson. Kirkjuvegi 26.
SEYÐISFJÖRÐUR: Sigurður Gíslason.
SIGLUFJÖRÐUR: Kolbeinn Friðbjamarson,
Suðurgötu 10. Sími 194.
SILFURTÚN. Garðahr:. Sigurlaug Gísladóttir, Hof-
túni við Vífilsstaðaveg.
SKAGASTRÓND: Guðm. Kr. Guðnason. Ægissíðu.
STOKKSEYRI: Frímann Sigurðsson, Jaðri.
STYKKISHÓLMUR; Erl. Viggósson.
VESTMANNAEYJAR Jnp Gtmnarsson, Helga-
fellsbraut 25. Sími 1567.
VOPNAFJÖRÐUR: Sigurður Jónsson.
ÞORLÁKSHÖFN: Baldvin Albertsson.
ÞÓRSHÖFN: Hólmgeir Halldórsson.
Nýir áskrifendur og aðrir kaupendur geta snúið sér
beint til þessara umboðsmanna blaðsins.
UTSALA
hefst á mánudag.
Margt selt ótrúlega lágu verðL
Drengjajalikaföt — Drc-ngjabuxur
Stakir jakkar — Drengja peysur
Telpukápur — Telpudragtir
Kvenpils — Sokkabuxur
Bútar — Buxnaofni
Herrafataefni kr. 150,00 m,
Sportsokkar — Barnasokkar
Mikið af allskonar vörum
r
Utsaian stendur í 4 daga
Vesturgötu 12 — Sími 13570.
/
(
>
»
»