Þjóðviljinn - 03.09.1964, Qupperneq 3
Ftmantudagur 3. september 1964
ÞIÖDVILÍINN
SÍÐA
Herútboð í Saigon sökum
oriréms um árás Daí-Víet
SAIGON 2/9 — Stjórnarhersveitunum í Saigon
var í dag fyrirskipað að vera við því búnar, að
þaer yrðu kvaddar til orustu þá og þegar. Yar or-
sökin sú, að borizt höfðu óstaðfestar fregnir þess
efnis, að hersveitir undir stjóm liðsforingja, sem
stæðu Daí-Víet-flokknum nær, væru á leið til höf-
uðborgarinnar og hyggðust gera enn eina stjóm-
arbyítinguna. Opinberlega var tilkynnt í Saigon,
að Nguyen Khanh hershöfðingi dveljist enn í
Dalat, 320 km. frá Saigon.
A þriðjudag dró leiðtogi Daí-
Víetflokksins, dr. Nguyen Ton
Hoan, varaíorsætisráðherra
landsins, síg úr stjóminni og
kvaðst ekki geta unnið með
Nguyen Khanh. Það er haft
fyrir satt í Saigon, að stjórnin
hafí gert ráðstafanir til þess
að minnka hernaðarmátt þeirra
liðsveita, sem eru tmdir stjórn
Kðsforingja, sem hlynntir eru
Daí-Víet. Er einkum talað um
7. herdeildina í þessu sambandi,
svo og nokkrar skriðdrekasveit-
ir.
Khanh heldur heim
Þá berast þær fregnir frá
Saigon, og eru hafðar eftir góð-
um heimildum að Nguyen Khanh
hershöfðingi muni snúa aftur til
höfuðborgarinnar í næstu viku
frá Dalat, en þar hefur hann
Flúði frá
Pathe! Lao
WASHINGTON 2/9 — Banda-
rískum herflugmanni, Charles
Kluzmann að nafni, hefur tekizt
að flýja úr fangelsi Pathet Lao
á Krukkusléttu. Komst hann
yfrr til Thailands, en þaðan
fhittu landar hans hann til Fil-
ippseýja. Ekki hefur verið skýrt
frá nánari atvikum að flótta
Kluzmanns, sem handtekinn var
í júní sl.
AFTÖKUR
ALGEIRSBORG 2/9 — Fimm
menn, sem dæmdir voru tíl
dauða fyrir hermdarverkastarf-
semi gegn stjóminni í Alsír,
voru teknir af lífi á miðviku-
dag. Mennimir voru skotnir. Frá
þessu var skýrt í opinberri til-
kynningu Alsírstjómar.
dvalizt undanfarið sér til hvíld-
ar og hressingar eftir stjórn-
málaátökin, sem urðu þess vald-
andi, að hann varð að segja af
sér forsetaembætti. Það er enn-
fremur hald manna í Saigon. að
Khanh hafi sett það skilyrði
fyrir því að snúa aftur til Saigon,
að hann fái vald til þess að
fjarlægja fylgismenn Daí-Víet
úr öllum mikilvægum stöðum,
Föngum sleppt úr
haldi
Á fimmtudag lét stjórnin
undan kröfum foringja Búdda-
trúarmanna og sleppti úr haldi
meir en fimm hundruð manns,
sem handteknir höfðu verið í
óeirðunum í síðustu viku. Ekki
eru þó allir stjómarliðar því
hlynntir að sýna slíka „rnildi".
Þannig hefur hópur af valda-
miklum, ungum liðsforingjum
séð sig tilknúinn að benda
Khanh hershöfðingja á það, að
hann verði að hefja öflugar að-
gerðir gegn trúarlegum og stjóm-
málalegum áróðursmönnum.
Telja liðsforingjarnir, að komið
geti til mikilla mótmælaðgerða.
verkfalla og jafnvel trúarbragða-
styrjaldar, verði ekki að gert.
Bjargráðaráð
I Saigon störfuðu stjómarmeð-
limir á miðvikudag að því að
gera áætlun um ráð, sem bjarga
skal landinu, eins og það er
orðað í fréttastofufregnum. Ráð
þetta á að samanstanda af
fremstu mönnum hers og ó-
breyttra borgara og hafa stjóm-
armeðlimir ráðgazt við fulltrúa
Búddatrúarmanna, stúdenta og
kaþólskra manna. Hvaðanæva
að úr landinu berast fréttir af
aukinni ásókn kommúnista og
Búddatrúarmanna.
Pravda ræðir
landakröfur
Kínverja
MOSKVD 2/9 — Pravda, mál-
gagn Kommúnistaflokks Sovét-
ríkjanna, sakaði í dag Kínverska
aiþýðulýðveldið og þá sérstak-
iega Mao tse-tung fyrir að á-
girnast hvorki meira né minna
en hálfa aðra miljón ferkílómetra
af sovézku landi. Er það aðal-
lega Mongólía, sem við er átt.
Kennedy í kjöri
NEW York 2/9 — Robert Kenn-
edy var í gærkvöld með yfir-
gnæfandi meirihluta atkvæða
kjörinn frambjóðandi Demó-
krataflokksins til Öldungadeild-
arkosninganna í New York.
Furiuleg vankunn■
átta þingmanna
STOKKIIÖLMI 2/9 — Það
framgengur af athugun, sem
róttækt stúdentablað hefur látið
gera, að 33 þingmenn af 383
á sænska þinginu sögðu ekki
orð á þingi allt árið 1963. Hitt
er þó verra, að rannsóknin
leiddi í Ijós hjá þessum 33 al-
veg furðulega vanþekkingu á
störfum þingsins og stjórnmál-
um yfirleitt.
Enginn hinna 33 gat sagt til
um það, hve há væru fjárlög
yfirstandandi árs, og kom fyrir
ekki þó að þeir væru beðnir að
Vopnahlé Tyrkja og Grikkja
á Kýpur var rofið í gær
NICOSIA 2/9 — Talsmenn Sameinuðu þjóðanna í Nicosia
skýrðu svo frá í dag, að rofið hefði verið vopnahlé það,
er gert var milli Tyrkja og Grikkja á eynni 11. ágúst sl.
Skotið var um 200 skotum og er þessum vopnaviðskiptum
lýst sem hinum alvarlegustu frá því að vopnahléð var
gert.
Það var í Lefka-héraðinu á
norðurhluta eyjarinnar, sem
þessi átök urðu. Sænskir her-
menn úr liði SÞ á Kýpur voru
sendir til héraðsins til þess að
rannsaka orsakir þessa atburð-
ar. Ber deiluaðilum að vanda
ekki saman, og kveður hvor um
sig hinn hafa byrjað.
Bandaríkin mótmæla
Þá var það tilkynnt í Nicos-
ia á miðvikudagskv. að Banda-
ríkjastjórn hafi skrifað Makar-
Lendingarleyfi
SAS til umræðu
LONDON 2/9 — Enska flug-
málaráðuneytið vildi seint í
gærkvöld hvorki játa né neita
fréttum þess efnis, að enska
stjómin yfirvegi nú að taka tii
endurskoðunar þá ákvörðnn sína
ÞÝZKU RÍKIN HEFJA SAM-
EIGINLEGAR FRAMKV.
BERLÍN 1/9 — Leiðtogi Aust-
ur-þýzkra kommúnista, Walter
Ulbricht, segir, að f jölmargir op-
inberir samningar hafi vcrið
gerðir milli fulltrúa Austur- og
Vestur-Þýzkalands.
Ulbricht sagði frá þvi í aust-
ur-þýzka þjóðþinginu, að ekki
væri aðeins um að ræða undir-
búningsviðræður, en venjulega
samninga sem oftast væm til
lykta leiddir.
Ulbricht sagði að stórkapítal-
istar hefðu reynst furðulega
raunsæir og samningar við þá
hefðu gengið sýnu betur en
samningar við fulltrúa flokks-
stjórnar Sósíaldemókrataflokks
Vestur-Þýzkalands.
Lumumbaháskóli
MOSKVU 2/9 — Patrice Lum-
umba-háskólinn í Moskvu tekur
í ár við 600 stúdentum frá Asíu,
Afríku og Suður- og Mið Amer-
íku. Verður þá stúdentatala há-
skólans komin yfir 3000 og
koma stúdentarnir frá 84 lönd-
um. Það er Tass-fréttastofan,
sem frá þessu skýrir.
Hann sagði, að samningar um
brúarsmíði hjá Hirshberg á þjóð-
veginum milli Berlínar og, Niirn-
berg hefðu aldrei tekizt án við-
ræðna fulltrúa þeirra stjómar-
deilda, sem hlut eiga að máli.
Hann sagði, að samningarnir
hefðu aðeins tekizt vegna þess
að vestur-þýzku fulltrúarnir
höfðu ábyrgst það, að ekki yrðu
lagðir steinar í götu þeirra vest-
ur-þýzku kaupsýslumanna. sem
vilja sýna vörur sínar á kaup-
stefnunni í Leipzig.
f Vestur-Berlín sagði vestur-
þýzki fulltrúinn Kurt Leopold,
sem skrifaði undir samninginn
um brúarsmiðina, að staðhæfing
Ulhrichts væri röng.
Leopold sagði að vestrænu
fulltrúarnir hefðu ekki gengið
að neinum skilmálum. Lögfræði-
leg afstaða i sambandi við
heimsóknir á kaupstefnuna í
Leipzig væri óbreytt og þyrftu
vestur-þýzkir kaupsýslumenn
ekki leyfi hins opinbera til þess
að fara á kaupstefnuna, og þeir
sem vildu sýna þar vömr sínar
fengju nauðsynleg leyfi, þegar
þeir sæktu am þau.
að skerða lendingarleyfi SAS í
Prestwick í Skotlandi.
Noregur, - Svíþjóð og Danmörk
hafa mótmælt þeirri ákvöröun
Englendinga að minnka vikuleg'
ar lendingar SAS úr sjö í fjór-
ar og allt niður í þrjár á næsta
ári. Stjómir landanna þriggja
tilkynntu það í apríl sl. að
þær myndu fara fram á nýjar
viðræður um þetta mál að
hausti. Þangað til myndu þær
bíða átekta og sjá hverju fram
yndi um þróun flugmála á
Atlanzhafi.
Talsmaður enska flugmála-
ráðuneytisins sagði hinsvegar,
að sem stendur hafi ráðuneytið
engu að bæta við fyrri yfir-
lýsingar sínar um lendingar-
SAS í Prestwiek.
iosi forseta bréf og krafizt
skýringa á þeim ummælum, sem
eftir honum eru höfð, að Bretar
og Bandaríkjamenn séu meðsek-
ir í loftárásum Tyrkja á Kýp-
ur í síðasta mánuði. Á Makarios
að hafa látið þau ummæli falla
við hámessu í Alexandríu nú um
helgina. Bretar hafa einnig beð-
ið skýringa.
Vísað á bug
Síðar um kvöldið vísaði svo
Kýpurstjórn á bug mótmælum
Breta og Bandaríkjamanna vegna
þessa máls, og fylgdi það orð-
sendingunni, að þessar tvær
þjóðir hefðu látið sig loftárás-
ir Tyrkja á saklausa borgara
litlu varða. Frá New York ber-
ast þær fréttir, að Ú Þant, fram-
kvæmdastjóri SÞ, hafi látið svo
um mælt er hann kom þangað
í nótt frá Genf, að hann muni
innan fárra daga skipa nýjan
sáttasemjara í Kýpurdeilunni í
stað Finnans Tuomioja.
Gífurleg flóð
í Indlandi
NEW DELHI 2/9 — Gífurleg
flóð eru nú í Indlandi, og er
þeim lýst sem verstu floðum
frá því 1920. 125.000 hektarar
lands eru undir vatni, aragrúi
fólks hefur misst heimili sín en
síðustu fréttir hermdn, áð 38
manns hefðu drukknað.
gizka á sennilega upphaeS, 'öt-
koman varð jafnt fyrir þvi fjarri
lagi. Það fylgir fréttinni, að
30 þessara þingmanna séu sósí-
aldemókratar, tveir eru hægri-
menn og einn frá Miðflokkn-
um. Það er ekki eingöngu árið
1963. sem þessir þingmenn hafa
búið um sig þögn, því dagblað
eitt í Stokhólmi bætir því við
frásögn stúdentablaðsins, það
heitir Origo. að til fjögurra
þessara manna hafi yfirleitt ekki
heyrzt stuna né hósti í nefnd
eða á þingi allt kjörtímabilið,
sem er á enda runnið í haust.
Þessi athugun hefur þegar
verið notuð í kosningabarátttmni
og var það ungur hægrimaður,
sem skýrði frá niðurstöðum
rannsóknarinnar til stuðnings
þeirri kröfu sinni, að yngra
blóði væri veitt inn í þingið.
Fátt hefur orðið um vamir af
hálfu hinna 33, en þó benda
nokkrir þeirra á það. að þeir
séu tiltölulega nýir af nálinni
á þinginu, þar sé nógu mikið
talað fyrir og betra sé að þegja
en tala ef maður hafi ekkert
nýtt fram að færa.
Fornleifafundur
í Pearyland
KAUPMANNAHÖFN 2/9 —
Danski Grænlandsfarinn Eigil
Knuth hefur á þriðju ferð sinni
til Pearylands fundið leifar af
bústað Eskimóa, sem talið er að
sé um 4000 ára gamall. Ekstra-
bladed skýrir frá því á mið-
vikudag, að Knuth, sem er ný-
kominn til Hafnar frá Græn-
lanái, hafi fundið þessar fáffi-
minjar um það bil 100 km.
frá aðalstöðvum leiðangurs-
manná í Brönlundfjord. Rústir
fundust eftir að minnsta kosti
27 hús.
í Járnhliðínu
BELGRAD 31/8. — 7. septem-
ber næstkomandi verði þeir Tito
forseti Júgóslavíu og Georghiu-
Dej forseti Rúmeniu viðstaddir
hátíðlega athöfn við svonefnt
Jámhlið á Dóná við landmæri
ríkjanna, þar sem hafizt verður
handa við smíði geisimikillar
rafstöðvar, sem löndin reisa í
sameiningu.
30. nóvember í fyrra skrifuðu
Tito og Georghiu-Dej undir
samning um þessar framkvæmd-
ir, sem áætlað er að muni kosta
sem svarar rúmlega 16 milljörð-
um ísl. króna.
Verkinu á að verða lokið á sjö
árum.
Jafnfrámt verða miklar fram-
kvæmdir til að bæta siglinga-
leiðir á Dóná.
ÚTSALA
ÚTSALA
Seljum í dag og næstu 3 daga mikið úrval af karlmanna-
fatnað og stökum jökkum.
VERÐIÐ AFAR LÁG T,
Notið þetta sérstaka tækifæri að fá ódýr föt
ANDERSEN & LAUTH hl.
Vesturgötu 17 — Laugavegi 39.
jr
Oskum eftír að ráða mann
til starfa að slysavörnum í umferð og öðrum slysavörnum á landi.
Æskilegt er að viðkomandi hafi aflað sér sérþekkingar á þessu sviði.
Umsóknir sendist til skrifstofu Slysavarnarfélags íslands í Reykja-
vík, fyrir lok september merkt „starfsmaður“, pósthólf 1094.
STJÓRN S.V.F.Í.