Þjóðviljinn - 16.09.1964, Síða 3

Þjóðviljinn - 16.09.1964, Síða 3
Miðvikudagur 16. september 1964 ÞI6ÐVILTINN SlÐA 3 Landamæradeilur KHARTOUM 15/9 — I dag tók til starfa í Khartoum nefnd, sem Samband afrískr- ar einingar hefur skipað, til þess að reyna að finna lausn á landamaeradeilum Alsír og Marokko. önnuæ nefnd sem Sam- bandið hefur skipað hélt fundi í Casablanca í maí til þess að komast að niðurstöðu um það, hvort ríkið bæri ábyrgð á hernaðarárekstrun- um, sem urðu á landamærum þeirra í október í fyrra. Sabry í Moskvu MOSKVU 15/9 — Forsætis- ráðherra Sameinaða Araba- lýðveldisins, Aly Sabry, kom í átta daga opinbera heimsókn til Sovétríkjanna í dag. Þegar Krústjoff forsætis- ráðherra var í Egyptalandi í maí síðastliðnum bauð hann honum í þessa heimsókn. Sabry mun eiga viðræður við forystumenn í miðstjórn Kommúnistaflokksins og m.a. semja um það, hvernig 250 miljón rúblna láni, sem Sov- étríkin hafa veitt Egyptum verði bezt vajið. Indversk aðstoð NÝJA DELHI 15/9 — Ind- verski utanríkisráðherrann Swaran Singh skýrði frá því á þingi í dag, að Indland hefði heitið að veita Suður- Víetnam þá efnahagslega. félags- og líknaraðstoð, sem það gæti. Hann skýrði frá þv{ að Khanh hershöfðingi hefði farið fram á þessa aðstoð í órðsendingu til forsætisráð- herra Indlands Lal Shastri. Ekki kæmi nein hernaðar- aðstoð til greina því fulltrúi Indlands er formaður í al- þjóðlegu eftirlitsnefndinni um Víetnam. Berlín BERLIN 15/9 — Herstjór- inn í Austur-Berlín Helmuth Poppe hershöfðingi hefur sent herstjóranum í Vestur-Berlín orðsendingu, þar sem hann mótmælir skothríð banda- riskra hermanna og vestur- þýzkra lögregluþjóna austur yfir Berlínarmúrinn síðastlið- ' inn sunnudag. Vesturveldin viðurkenna el^ki að Poppe sé herstjóri í Austur-Berlín. en telja Sov- étríkin bera ábyrgð á borg- inn. og í samræmi við þessa skoðun hafa þau sent þeim mótmælaorðsendingu vegna skothríðarinnar yfir múrinn, sem hófst þegar austurþýzk- ir landamæraverðir skutu að flóttamanni. Hamfarir SEOUL 14/9 — Samtals 382 létu lífið eða óttazt er að hafi farizt er ofsalegar rigningar gengu yfir suður- hluta Suður-Kóreu um helg- ina. 170 manns fórust í skriðu- föllum og öðrum hamförum. 1 höfuðborginni Seoul og héruðunum þar um kring stórsködduðust eða gereyði- lögðust 17000 hús og 28 þús- und manns hafa nú ekkí þak yfir höfuðið. Kosningar í Bret- landi 15. október LONDON 15/9 — Kosningabar- áttan liófst opinberlega í Bret- landi í dag er forsætisráðherr- ann Alec Douglas-Home til- kynnti eftir fund með drottn- ingu að kosningar færu fram fimmtudaginn 15. október. Fimm ára kjörtímabil núver- andi stjórnar rennur út í haust, og hefur þá ríkisstjórn íhalds- flokksins farið með völd í Bret- landi samfleytt í 13 ár. Á kjörskrá eru hátt á 36. milj- ón og kosið verður um 630 þing- sæti. Það þykir mjög tvísýnt hver verði úrslit kosninganna, en tal- ið er víst, að hvor höfuðand- stöðuflokkanna, íhaldsflokkurinn eða Verkamannaflokurinn sem sigri, muni ekki hljóta nema nauman meirihluta. Við síðustu kosningar haustið 1959 hlaut íhaldsflokkurinn 365 þingsæti og Verkamannaflokkur- inn 258. Atkvæðamunur var þó ekki svo mikill sem þessar töl- ur benda til, þar sem íhalds- flokkurinn hlaut 49,3% atkvæða en Verkamannaflokkurinn 43,6%. En þingsætin skiptast svona ójafnt því landinu er öllu skipt í einmenningskjördæmi. MALASÍU-SAMBANDIÐ Ríkisstjórn Indónesíu telur að stofnun Malasíu-sambandsins í september í fyrra sé þáttur í ný- lendustefnu Breta, en þá steyptu þeir saman í eina ríkisheild fyrrverandi nýlendum sínum í Sarawak og Sabah (Norður-Borneo), Singapore og Malaíaríkinu, sem þeir höfðu veitt sjálfstæði 1957. — Malasíu-sambandið er óraunhæf ríkisheild, hvort sem vera skal frá Iandfræðilegu, hernaðar- eða efnahagslegu sjónarmiði, og það er frekar talið heppni en stjórnvizka sem hefur haldið þessu skrítilega samsetta ríki saman. f því eru sameinuð háþróaðar borgir eins og Singapore og óþekkt samfélög í Kapuasfjöllum, kín- verskir kaupsýslumenn og nokkur frumstæ8ustu mannfélög sem eru þekkt á jör^inni. Af 10 miljón íbúum sambandsríkisins eru 42% af malaísk-indónesísku bergi brotnir, 38% eru kínverskir, Indi- ánar eru 10% og afgangurinn eru mjög mismunandi frumstæðir þjóðflokkar. Stóra-Bretland hefur þó sýnt það i verki, að það ætlar að reyna að halda ríkinu saman og mun það ekki hvað sízt vera vegna gríðarlegrar brezkrar fjárfestingar í fefnahagslífi þessara fyrrverandi nýlendna, sem eiga sér mikil náttúruauðævi í gúmi, timbri og tini. Hernaðarmáttur Malasiu er kominn undir hernaðarbandalagi, sem það hefur gert við Breta, sem hafa sjó-, land- og flugher í herstöðvum um allt sambandsríkið. Bandarikin styðja Breta við að halda uppi röð og reglu í gervirikinu Malasíu, þyí nánasta bandalagsríki þeirra í Suðaustur-Asíu er Thailand, sem á landa- mæri með Malasíu. Afvopnun GENF 15/9 — Fulltrúar hinna átta óháðu ríkja á afvopnunar- ráðstefnunni í Genf skoruðu i dag á kjarnorkuveldin að auka við samninginn um bann við kjamorkusprengjutilraunum, þannig að tilraunir neðanjarðar yrðu einnig bannaðar. f sameiginlegri yf irlýsin ?u I landanna átta segir, að það hljóti að vera hægt að leysa vandann j um eftirlit með því að slíkt bann j yrði virt. Fulltrúar þeirra lýsa yfir j ánægju sinni með þær undir- j tektir sem Moskvu-sáttmáTino frá því í fyrra hlaut, en ri'im- lega hundrað ríki hafa skrifað undir hann. Óháðu ríkin átta á afvopn- j nnarráðstefnunni i Genf eru ! Burma, Egyptaland, Brasilía. Tndland, Mexico, Nigería og Eþ- íópía. annsékn og hreins- anir 6 stjórnarher SAIGON 15/9 — Valdhafarnir í Suður-Víetnam hafa ákveðið að hreinsa rækilega til í herstjórn- inni. Duong Van Duc, sem stjóm- aði hersveitunum sem héldu inn í Saigon á aðfaranótt sunnudags og hófu þar með uppreisnartil- raunina, hefur verið settur af. Jafnframt skýrir AFP frá að Khanh hershöfðingi hafi skipað lögreglu, leyniþjónustu og her að hefja víðtækar rannsóknir i sambandi við uppreisnartilraun- ina. Stjórnmálamenn í Saigon eru I einnig þeirrar skoðunar að hers- Friðarhorfur á Kýpur NIKOSIA 15/9 — í dag aflétti Makarios forseti um- sátri því, sem Kýpurgrikkir höfðu um landssvæði Kýpurtyrkja til að beita þá efnahagslegum þving- unum. Kýpurgrikkir telja, að horfurnar á friðsamlegri þróun mála á Kýpur séu nú vænlegri en vérið hefur um langt skeið. I símskeyti til U Þant aðalritara SÞ segir Makar- ios einnig að ríkisstjórn hans sér reiðubúin að gefa fyrirskipun um það að leggja niður öll hernaðar- mannvirki grískumælandi manna á eynni, ef leið- togar Kýpurtyrkja séu fúsir til að gera það líka- Kýpurstjórn ér einnig tilbúin til þess að veita þeim Kýpurtyrkjum efnahagslegan stuðning og aðra aðstoð, sgm óska þess að snúa til heimabyggð? sinna, þaðan sem leiðtogar þeirra hafa neytt þá til að flytjast, og gera sitt til að koma á eðlilegu ástandi aftur. höfðinginn muni breyta ríkis- stjóminni verulega. f dag hélt ríkisstjómin fund með Khanh og Oanh forseta í höfuðstöðvum hersins, og þó ekki sé vitað hvað var rætt þykir líklegt að Khanh hafi kraf- ið Oanh sagna, hvers vegna hann kallaði saman ríkisstjórn- arfund á skrifstofu forsætisráð- herrans, þegar uppreisnarmenn höfðu hana á valdi sínu á sunnu- dag. f stað Duc hefur Nguyen Van Thieu verið skipaður yfirmaður fjórða hersins og þóttu það ó- vænt tíðmdi því hann hefur áð- ur verið grunaður um andstöðu við Khanh. Þá hefur fallhlífaliðinn Nguy- en Can Thi verið skipaður yfir- maður fyrsta hersins, en hann var foringi í misheppnaðri upp- reisnartilbaun 1960. f Saigon er skýrt frá þvi að hersveitir sem tóku þátt í upp- reisninni verði sendar á vígvell- ina til að berjast við skæruliða Víetkong. „Oi-óaástandið í Saigon síðustu mánuði hefur grafið svo alvar- lega undan stöðu Bandaríkjanna i Suður-Víetnam, að endanlegt hrun er fyrirsjáanlegt. Líklega verður það i vetur — og sjái Washington ekki að sér i tæka tíð og dragi sig til baka — munu vorrigningarnar sem hefj- ast í febrúar flýta fyrir fallinu". Ofanritað skrifar danska borg- arablaðið ,,Information“ eftir síðustu atburði í Saigon og munu þessi orð spegla almennt álit flestra, sem gerst þekkja til mála. WÍD illlft (plastmálning) utanhúss og innan í mörgum litum Sterk *£» Áferðarfalleg Auðveld í notkun 2$. Ódýr Fæst víða um land og í flestum málningarvöruverzl- unum í Reykjavík. Framleiðandi: SLIPPFÉLAGH) í Reykjavík. Sími 10128. Iðja, félag verksmiðjufólks Allsherjaratkvæðagreiðsla Ákveðið hefur verið að viðhafa allsherjaratkvæðagreiðslu um kosningu fulltrúa félagsins á 29. þing Alþýðusam- bands fslands. Hér með er auglýst eftir uppástungum um 19 aðalfull- trúa og jafnmarga til vara. Framboðsfrestur er til kl. 12 á hádegi föstudaginn 18. september. Hverrj uppástungu skulu fylgja skrifleg meðmæli 100 fullgildra félagsmanna. Uppástungum skal skila í skrifstofu félagsins, Skip- holti 19. Reykjavík, 16. september 1964, Stjóm Iðju, félags verksmiðjufólks í Reykjavík. TRÉSMIÐAFÉLAG REYKJAVÍKUR Ákveðið hefur verið að ALLSHERJARATKVÆÐA- GREIÐSLA skuli viðhöfð um kjör fulltrúa Tré- smiðafélagsins til 29. þings Alþýðusambands íslands. Tillögum um 6 fulltrúa og 6 til vara, ásamt með- mælum að minnsta kosti 60 fullgildra félags- manna, skal skila til k'jörstjórnar í skrifstofu fé- lagsins að Laufásvegi 8 fyrir kl- 19 föstudaginn 18. þ.m. Stjórn Trésmiðafélags Reykjavíkur.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.