Þjóðviljinn - 24.09.1964, Qupperneq 4
4 SIÐA
MðÐVILJINN
Fimmtudagur 24. september 1964
Otgelandi: Sameiningarflokkur aiþýöu — SósíaUstaflokk-
urinn —
Kitstjórar: Ivar H. Jónsson (áb), Magnús Kjartansson,
Siguróur Guðmundsson.
Ritstjóri Sunnudags: Jón Bjamason.
Fréttaritstjóri: Sigurður V Friðþjófsson.
Ritstjóm, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja, Skólavörðust 19,
Simi 17-500 (5 línur) Áskriftarverð kl 90.00 á mánuði.
Islenzk fönvæðing
eða erlend auðdrottnun
j meira en öld höfum vér íslendingar háð baráttu
fyrir efnahagslegu sjálfstæði voru, brotið af
oss nýlendufjötrana, unnið hvern sigurinn á fæt-
ur öðrum, — gert erlendar konungsjarðir að ís-
lénzkum þjóðjörðum og bændaeign, — rofið er-
lenda verzlunareinokun og gert verzlunina ís-
lenzka, — skapað íslenzka útgerð, — komið upp
íslenzkum fiskiðnaði, — náð fossunum, sem komn-
ir voru í hendur erlendra auðfélaga, undir íslenzk
yfirráð, — náð fiskveiðilandhelginni úr erlendum
tröllahöndum. Vér íslendingar eigum sjálfir at-
vinnutæki vor, njótum sjálfir og einir auðlinda
vorra.
Jþetta er stefnan, sem vér höfum fylgt, stefnan
sem þorri þjóðarinnar hefur sameinazt um. Og
þetta er stefnan, sem vér eigum að fylgja áfram.
í krafti þessarar stefnu efnahagslegs sjálfstæðis
höfuni vér gerbreytt lífskjörum þjóðarinnar á
einni öld. |
SósSTalistaflokkurinn berst eindregnast jjllra
flokka fyrir þessari stefnu efnahagslegs sjálfstæð-
is. Höfuðbarátta hans nú er að tryggja íslenzka iðn-,
væðingu, fullvinnslu íslenzkra afurða, sem sé í
höndum íslendinga sjálfra. Og þessi stefna er um
leið lausn á vandamálum Norðlendinga og ann-
arra sem við atvinnuskort búa, eins og baráttan
fyrir stórum niðurlagningarverksmiðjum á Siglu-
firði, Skagaströnd og víðar og öruggum mörkuð-
um fyrir afurðum þeirra bezt sýnir.
gn það er táknrænt fyrir spillingu þá, sem upp
hefur komið hjá auðvaldinu á íslandi, að Morg-
unblaðsliðið skuli nú brjóta í bág við aldagamla
sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar og beita sér fyrir
því að hleypa erlendu auðvaldi inn í landið. Er-
lendur aluminiumhringur og amerísk olíueinokun
er nú orðið „hugsjónir“ þessarar fimmtu herdeildar
erlends auðvalds. Aluminiumhringurinn talar um
1100 miljón króna fjárfestingu „til að byrja með“.
Þreföldun þess, upp í 90000 smálesta framleiðslu
á aluminiummálmi, sem er nú meðalstærð alum-
iniumverksmiðja, myndi jafngilda 3300 miljón
króna erlendri fjárfestingu. En það er meira en
allt íslenzkt fjármagn í öllum sjávarútvegi og
fiskiðnaði.
]V|eð baráttunni fyrir aluminiumhringnum er því
1 stefnt að því að ofurselja ísland erlendri auð-
drottnun. Efnahagsleg sjálfstæðisbarátta íslands
stendur því um bað í dag að halda áfram íslenzkri
iðnvæðingu, halda tryggð við okkar gömlu sjálf-
stæðishugsjón, — og gegn því að ofurselja ísland
erlendum auðbringum til arðráns og kúgunar.,
Kjörorð Morgunblaðsliðsins virðist í dag vera:
,.1^’and fyri7: ameríska auðhringa“.
En kiörorð fcle«dinga verður hið forna: „fsland
fyrir íslendinga eina“. — e.
□ Frumkvæði verkalýðsfélaganna á Siglufirði og hin
myndarlega ráðstefna um atvinnumál staðarins og nær-
liggjandi byggðarlaga sem haldin var um sl. helgi hefur
vakið mikla athygli um allt land.
□ Þjóðviljinn hefur birt fréttir af ráðstefnunni og
birti í gær orðrétta eina af ályktunum hennar, varðandi
Niðurlagningarverksmiðju Síldarverksmiðja ríkisins og
markaðsöflun fyrir fullunnar síldarvörur. Hér eru birtar
allar aðrar samþykktir þessarar merku ráðstefnu, en all-
ar ályktanir hennar voru samþykktar einróma.
Um Tunnuverksmiðju
ríkisins
Atvin-numálaráðstefna verka-
lýðsfélaganna á Sigluf. treystir
því, að allt verði gert, sem
unnt er til að hraða byggingu
hins nýja verksmiðjuhúss
Tunnuverksmiðju ríkisins á
Siglufirði, svo að starfræksla
hennar geti hafizt eigi síðar en
upp úr næstu áramótum.
Einnig treystir ráðstefnan
því, að þær einar af eldri vél-
um verksmiðjunnar, sem á all-
an hátt standast samanburð við
nýjar vélar af beztu gerð í er-
lendum tunnuverksmiðjum,
verði settar upp í hinni end-
urbyggðu verksmiðju, svo að
hún af þeim sökum hafi alla
möguleika til að standast sam-
keppni um verð og gæði fram-
leiðslunnar.
Með tilliti til atvinnuþarfa
siglfirzkra verkamanna og þéss
að verksmiðjan af eðlilegum á-
stæðum tekur svo seint til
starfa á þessu ári, skorar ráð-
stefnan á stjórn Tunnuverk-
smiðja ríkisins að láta vinna
á tveimur vöktum.
Um útgerð og hrað-
frystihús
Ráðstefna um atvinnumál
Siglufjarðar; haldin að tilhlut-
an verkalýðsfélaganna Brynju
og Þróttar 19. og 20. sept. 1964,
lítur svo á, að útgerð smærri
báta og vinnsla afla i hrað-
írystihúsum, sé sú atvinnu-
grein, sem Siglfirðingar verði a.
m.k. i næstu framtíð að treysta
á að mjög verulegu leyti, og
skorar á stjórn SR, að Hrað-
frystihús S.R. tryggi sér afia
af, a.m.k. 4 bátum á þessum
vetri til vinnslu í hraðfrystihúsi
S.R. Þá beinir ' ráðstefnan
þeim ákveðnu tilmælum til
ríkisstjómarinnar, að hún veiti
þeim aðilum á Siglufirði, sem
hefja vilja útgerð og vinnslu
sjófangs nauðsynlega fyrir-
greiðslu til slíkrar starfrækslu.
f því sambandi télur ráðstefn-
an nauðsynlegt og skilyrði fyr-
ir slíkri starfsemi, að mögu-
leikar séu á vinnslu í hrað-
frystihúsi allan ársins hring. f
framhaldi af framansögðu tel-
ur ráðstefnan æskilegt að Hafn-
arsjóður Siglufjarðar láti
byggja 3 til 4 verbúðir sem
fyrst.
Þá samþykkir ráðstefnan enn
fremur, að skora á stjóm Út-
gerðarfélags Siglufjarðar að
kaupa tvo fiskibáta, sem gerð-
ir verði út frá Siglufirði allt
árið, og legðu allan afla sinn,
eða meginhluta hans, á land i
Siglufirði.
Um lýsisherzlu-
verksmiðju
Ráðstefna verkalýðsfélaganna
á Siglufirði um atvinnmál
Siglufjarðar, skorar eindregið
á ríkisstjórn að undirbúa fram-
kvæmd laga um byggingu lýs-
isherzluverksmiðju og láta
reisa hana á Siglufirðl.
Leggur ráðstefnan áherzlu á
hve afarmikla býðingu það haf;
jafnt fyrir atvinnuupDbygs-
ingu bæjarins sem efnahagslíf
landsins að slík verksmiðja
yrði reist hér.
Um Niðuriagningar-
verksmiðju Egils
Stefánssonar
Ráðstefna verkalýðsfélaganna
um atvinnumál Siglufjarðar
leggur áherzlu á, að Niður-
suðu- og niðurlagningarverk-
smiðju Egils Stefánssonar sé
veitt fyrirgreiðsla af opinberri
hálfu til starfsemi sinnar og
eflingu hennar.
Síldarleit og síldar-
flutningar
Ráðstefna haldin í Siglufirði
19.—20. sept. 1964 samþykkir
eftirfarandi:
a) að beina þeim tilmælum til
sjávarútvegsmálaráðh., að
hann beiti sér fyrir því að
n.k. vor verði síldarleit fyr-
ir Vestur- og Norðurlandi
hafin mun fyrr en verið
hefur, eða eigi siðar en um
mánaðamótin apríl-maí. Ráð-
stefnan telur og nauðsyn-
legt, að veiðiskip fylgi rann-
sóknarskipum við framan-
greinda leit.
b) að beina þeim tilmælum
til Sildarútvegsnefndar, að
hún á komandi sumri láti
hefja tilraunir um flutning
• söltunarhæfrar síldar til
Siglufjarðar af fjarlægum
miðum. Jafnframt samþykk-
ir ráðstefngn að skora á Al-
þingi að heimila Síldarút-
vegsnefnd að sinna þessu
verkefni ef lagaheimild
brestur til þess að nefndin
taki þetta hlutverk að sér.
c) að beina þeim tilmælum
til stjórnar S.R. og rikis-
stjorriarinnar að athuga nú
þegar möguleika á að láta
byggja eða kaupa tankskip
til síldarflutninga á milli
verksmiðja, og til lýsisflutn-
inga að aflokinni síldarver-
tíð
Um aðstoð við útgerð
þegar
aflabrestur verður
Ráðstefna um atvinnumál
haldin 19. og 20. sept. 1964 að
tilhlutan verkalýðsfélaganna
Þróttar og Brynju fer fram á
það, að þegar slikur atvinnu
og/eða aflabrestur verður sem
hér hefur orðið, geri stjórnar-
völdin eftirfarandi ráðstafanir:
1. Láti fresta að krefjast af-
borgana óg vaxta af skuld-
um útgerðar- og atvinnu-
fyrirtækja við opinbera
lánasjóði og njóti nefndra
fríðinda þeir aðilar, serri út-
gerð eða aðra starfsemi
reka á þeim landssvæðum,
sem atvinnu- eða aflabrest-
ur hefur bitnað á.
2. Reglum aflatryggingasjóðs
verði breytt þannig að ekki
sé skylt að miða við 5 ára
aflameðaltal fiskiskipa við
greiðslu uppbóta, heldur
verði heimilað, ef nauðsyn !
ber til, að tryggja fiskibát-
um, sem stunda línuveiðar
hærri framlög úr aflatrygg-
ingasjóði, en ákveðið er með
núverandi reglugerð.
Hafnargerð, skipa-
smíðastöð, dráttarbraut
Ráðstefna haldin í Siglufirði
19.—20. sept. 1964 lítur svo á,
að varanleg atvinnuuppbygg-
ing í Siglufirði velti að veru-
legu leyti á uppbyggingu Innri-
hafnarinnar, þannig, að þar
komi verulega góð aðstaða til
þorskútgerðar. Telur ráðstefnan
eðlilegast að slik aðstaða sé
byggð upp frá grunni við Innri-
höfnina og telur að því máli
verði að hraða og hefja fram-
kvæmdir hið fyrsta.
Ráðstefnan telur, að eðlilegt
sé, að bæjarfélagið skapi þessa
bráðnauðsynlegu aðstöðu, sem
síðan verði framleigð eða nýtt
á annan hátt.
Þá lýsti ráðstefnan ánægju
sinni yfir því, að þegar eru
komnar af stað umræður um
byggingu skipasmíðastöðvar og
dráttarbrautar við Innri-höfn-
ina og er sammála um, að það
sé eitt hið þýðingarmesta nauð-
synjamál fyrir atvinnuupp-
byggingu Siglufjarðar og skor-
ar á ríkisstjórn að veita því
máli öflugan stuðning.
Um Strákaveg
Atvinnumálaráðstefna verka-
lýðsfélaganna á Siglufirði lýsir
yfir þeirri skoðun sinni, að
lagning Strákavegar hafi mjög
mikilsverða þýðingu fyrir Siglu-
fjörð. Hún geti með öðru haft
mikil áhrif á framtíðarviðhorf
manna til búsetu í kaupstaðn-
um, auk þeirrar beinu hag-
rænu þýðingar, sem öruggt ak-
vegasamband allt árið vissu-
lega hefur fyrir atvinnulíf
kaupstaðarins.
Þá hefur vegarlagningin
gagnkvæma þýðingu fyrir
Siglufjörð og landbúnaðarhér-
uð Skagafjarðarsýslu. f því
tilliti yrði Strákavegur lyfti-
stöng beggja.
Ráðstefnan hvetur til þess,
að áherzla verði lögð á að ljúka
vegargerðinni sem fyrst ogi
telur, að nota ætti vetrartím-
ann til framkvæmda við gerð
jarðgangnanna, séu ekki tækni-
leg atriði því til fyrirstöðu,
þannig, að gerð þeirra gæti
orðið til aukningar atvinnu á
þeim tíma, sem minnst er um
atvinnu hér, og hvetur viðkom-
andi aðila til að láta vinna að
undirbúningi og gerð þeirra í
vetur.
Um jarðhitaleit
Ráðstefna um atvinnumál
Siglufjarðar, haldin að tilhlut-
an verkalýðsfélaganna Brynju
og Þróttar 19. og 20. sept.
1964, beinir þeim tilmælum til
bæjarstjórnar Siglufjarðar að
hún hlutist til um það við við-
komandi aðila að jarðhitaleit
í Siglufirði verði haldið áfram
og hraðað með fullkomnustu
tækjum sem ríkið nú á til
jarðborana svo úr því fáist
skorið sem fýrst hvort jarðhiti
sé fyrir hendi í nágrenni
Siglufjarðarkaupstaðar til alls-
herjar hitaveitu fyrir kaup-
staðinn.
Jáningaást' sýnd aftur
IÍWÍÉ«í1IPI|Ií;;/s1;*;ímIÍÍ
Leikritið „Táningaást“ var sýnt 19 sinnum í Þjcjijileikhúsinu á
s.l. leikári. Um það bil 7000 gestir sáu sýninguná| Leikur þessi
hefur allstaðar vakið mikla eftirtckt, þar sem hann hefur
verið sýndur, þó að vinsældir Iciksins hafi hvergi orðið jafn
miklar og í Danmörku, en þar var hann sýndur i tvö ár við
metaðsókn. Hin vandmeðförnu aðalhlutverk eru hér Icikin
af Herdísi Þorvaldsdóttur og Rúrik Haraldssyni og hlutu þau
bæði mjög góða dóma fyrir túlkun sína í hlutvefkunum. Aðr-
ir Ieikendur eru Bryndís Schram og Benedikt Árnason, en hann
er jafnframt leikstjórinn. Auk þess hefur Erik Bidsted samið
og séð um sviðshrcyfingar í leiknum. Fyrsta sýning ieiks-
ins á þessu leikári verður n.k. sunnudag. — Myndin er af
Herdísi og Rúrik í hlutverkum sinum.
• I
á
k