Þjóðviljinn - 24.09.1964, Síða 6
g SlÐA
ÞJÓÐVILJINN
Fimmtudagnr 24. september 1964
□ Rithöfundurinn Mogens Linck skrifar í þessari grein um bar-
áttuna í Danmörku fyrir því, að mega skapa list og því, að mega
njóta hennar. Einnig um þá örðugleika sem listamenn verða að
glíma við því yfirvöldin líta enn þann dag í dag á list sem dægra-
dvöl og því verði hún að borga sig.
Menningarbaráttan
■mmm
Þýtt úr Land og Folk, stytt
Það er hægt að skoða hug-
takið menningarbarátta — eða
menningarbaráttan — frá ýms-
um hliðum og það er haegt
að taka þátt í henni með mis-
mundandi viðhorfum.
Hér verður þó aðeins spjali-
að um hina eiginlegu menn-
ingarbaráttu, sem fer fram á
tveim sviðum: Annars vegar
barátta fyrir því að mega
skapa menningarverðmæti, hins
vegar baráttan fyrir því að
fá aðstöðu til að njóta þeirra.
Athugum fyrst hið fyrr-
nefnda, þar sem vísindin berj-
ast við hlið l'starinnar til að
leggja þokkalegan grundvöll,
svo hægt verði að halda áfram
að reisa á honum það, sem
við eigum við með menningu.
Þessi grundvöllur hlýtur
auðvitað að vera þau lífskjör
sem vísinda. og listamönnum
eru búin og nú á dögum virð-
ast þau vera býsna þröng mið-
að við þá „góðu tíma,i sem
sagt er að’ v:ð njótum öll góðs
af.
Fyrir nokkrum árum fannst
prófessorum listaakademíunnar
tilefni til þess að fara í fylk-
ingu f kröfugöngu til Krist-
jánsborgar til að fá kjör lista-
manna hérlendis drjúgum
bætt. Hvemig eru þau nú?
Engar vinnustofur
Enn er dýrri Listaakademíu
haldið uppi, en þegar námi
er lokið og unga fólkið út-
skrifað, kastar samfélagið því
„út í lífið" þ.e.a.s. persónu-
leg velgengni (heppni) er látin
ein um það, hvernig það get-
lifað lífinu áfram í list sinni,
það ef bent á minningarsjóði
og önnur form á stuðningi
einkaaðila um leið og fram-
farandi þroskamöguleikar
þeirra eru látnir lönd og leið,
Listamenn skulu líða neyð og
baslast áfram, þar til þeir
verða svo heppnir að þeir
verða „uppgötvaðir" og þeir
eru fáir sem njóta þess eftir-
lætis örlaganna að ári. Allt virð-
ist undir tilviljunum komið, obb-
inn af listamönnum eiga sitt
undir auðugum velgerðar-
mönnum, listfrömuðum, fólki
sem safnar listaverkum — oft
af gróðasjónarmiðum.
Sér ríkið t.d. þessu fólki fyr-
ir vinnustofum? Nei. Farið í
gönguferð um Kaupmannahöfn
og sjáið hve margar dýrlegar
vinnustofuíbúðir eru reyndar
til — aðeins við österbrogade
eru þær um allt — en látið
ykkur ekki detta i hug, að
það séu listamenn s.em búa í
þessum íbúðum. I þeim búa
velstæðir borgarar sem hafa
efni á að greiða svimháa húsa-
leigu, en ekki ungir nýútskrif-
aðir listarúenn, sem eru að
hefja lífsverk sitt. Húseigend-
um ber engin skylda til aö
le:gja listamönnum vinnustof-
ur og ríkið gerir ekkert, né
heldur borgaryfirvöld til að
hafa hönd í bagga með húsa-
leigu þar. sem skapandi lista-
menn geta haldið áfram að
vinna að list sinni.
í sömu sporum eru þeir
listamenn, sem Ijúka námi i
Tónlistarskólanum. Þe:r svífa
í lausu lofti einmitt þann dag,
þegar þeir eiga raunverulega
að hefjast handa eftir dýrt
nám í fjölmörg ár. Geti þeir
ekki klófest eitthvert starf við
kennslu í hljó^færaleik eða
söng, eða spilað á ýeitingaliús-'
um, geta þe:r náttúrulega reynt
að berjast um sæti í einhverri
þeirri hljómsveit sem þegar er
til, en margur velgefinn tón-
listarmaður verður að standa
í langri baráttu og strangri i
happa og glappa s.pili tilviljan-^
anna, þar til hann hlýtur það
næga velgengni í blöðum og með-
al alls almennings, að hann verði
þekktur. Þeir verða t.d. að
leigja sér tónlistarsal með öUu
sem því fylgir, aðgöngumiða-
sölu, fatageymslu. prentun á
efnisskrá og boðsmiðum til
blaðanna — og árangurinn er
allt of oft 10—12 línur í blöð-
unum um efnilegan tónlistar-
mann.
Beðið um verndgegn
sjóráni Kúbuútiaga
MADRID 22/9 — Eigendur
spánska flutningsskipsins Sierra
Aranzazu, sem í fyrri viku var
ráðizt á fyrir ströndum Kúbu
með þeim afleiðingum, að skipið
sökk og þrír menn létu Iífið,
kröfðust í gær tryggingar fyrir
því að slíkt ætti sér ekki stað
aftur, en systurskipið Sierra
Maria kemur til Kúbu innan
skamms.
Sierra Maria liggur um þess-
ar mundir í höfn í Alicante á
Norður-Spáni, og er enn ekki
vitað, hvenær skipið leggur upp
í Kúbuferð sína. Talsmaður út-
gerðarfélagsins lét svo um mælt
í gær. að félagið hefði beðið
spánsku stjómina um nánari
fyrirmæli, en vildi ekkert um
það segja, hvaða aðgerðir komi
helzt til greina til þess að
vemda skipið.
Allt bendir til þess, að það
hafi verið kúbanskir útlagar
sem árásina gerðu á Sierra Ar-
azazu. en Fídel Kastró hefur
lýst þeirri árás sem hreinu sjó-
ráni. Kastró heldur því enn-
fremur fram, að Bandaríkja-
stjóm hljóti að vita með hverj-
um hætti árásin varð, þar eð
Bandaríkjastjóm hafi nákvæmt
eftirlit með skipum og flugvél-
um á hafinu umhverfis Kúbu.
Johnson lofar
nn öllu fögru
ATLANTIC CITY 22/9 —
Johnson Bandaríkjaforseti lét
svo um mælt í dag, að hann
muni lækka á næsta ári útgjöld
ríkisin9 og sé það framhald
beirrar lækkunar á tekjuskatti
sem gerð var í ár. Þá kvaðst
hann enn myndu auka á félags-
legar umbætur í landinu. Það
var á fundi með fulltrúum
verkamanna í stáliðnaðinum,
sem forsetinn hét þessu.
Eins og myndlistarmönnum
er þeim vísað til minningar-
sjóða, auðmanna o.s.frv.
Húsgangur
Þannig er nú barizt fyrir því
í Danmörku að mega skapa
menningarverðmæti. Lista-
mennimir verða að fara á
húsgang og sníkja ölmusur til
að vinna að markmiði, sem
ríkið ætti að telja- sjálfsagð-
an þátt í almennri þróun.
Hugs'ð aðeins um umræð-
urnar sem endurteknar eru á
hverju ári um hallann á rekstri
Konunglega leikhússins. Rótt
eins og hér væri um verzlun
að ræða.
Því verður að skjóta hér
inn, að öllu betur er búið að
vísindunum en listinni, sem
yfirvöldin líta enn á sem
dægradvöl sem á að geta borg-
að sig. En framlag til vís-
nda er, þegar öllu er á botn-
inn hvolft vel hægt að skoða
sem góðan business, því oft
er hægt að sýna fram á tölu-
verðan áþreifanlegan árangur,
sem „skilar peningunum aftur".
þar sem aftur á móti hvaða
listgrein sem er heimtar bara
eilíf útgjöld.
Þessi þröngsýni er alvarleg-
ur hemill á alla menningar-
þróun og kæfir margar góðar
gáfur í fæðingu, því v'nnu-
skilyrðin, já, lifskjörin sjálf, eru
svo aum að margur gefst upp
og leitar annarrar atvinnu,
sem liggur þó kannski oftast
engan veginn við honum. I
þeim dæmum hefur fjármun-
um þeim, sem ríkið hefur var-
ið til að kosta listnámlð ver-
ið hent í sjóinn.
Dýrt að yrkja
Og Joks er sömu sögu að
segja af bókmenntum: tilvilj-
anir ráða öllu: „Finndu útgef-
anda og þiggðu velgengni".
Á fjárlögum er gert ráð fyr-
ir nokkrum ölmusugjöfum, en
þær eru hvorki nægjanlegar
tíl þess að lifa af né deyja.
Og þar að auki eru 'pær skatt-
lagðar.
Konunglega leikhúsið kemur
aftur til sögu. Þannig er mál
með vexti, að það býður ekki
ungum rithöfundum að skrifa
leikrit (fyrir heiðarlegt kaup)
Ekkert er gert í Danmörku til
að glæða leiklist. Þess er kraf-
izt af höfundum, að þeir komi
með fullgert og alskapað le'k-
rit, s.em breytingalaust er
hægt að setja á svið og svo
verður bað sko að hljóta góð-
ar undirtektir.
Það dýrt að yrkja í landi
okkar — og margir bezt gefnu
skálda okkar eyða tíma sín-
um við önnur störf — þeir
vinna á bókasöfnum, annast
hjúkrun. aðstoðarmenn í ein-
hverju leikhúsinu, kennarar
(þakkað veri kennaraskortin-
300.000 íbúar hafa ekki bað,
um) eða þeir skrifa léttar
skemmtisögur undir dulnefnum
í vikublöðin, til þess að hafa
efni á að koma fram með
verk eftir sig á bókamarkaðinn
þriðja eða fimmta hvert ár.
Lesa við
Ijósastaur
En á hinni víglínu menn-
ingarbaráttunnar, þar sem
barizt er fyrir því að mega
njóta menningar, eru kjörin
enn þá verri — vegna hús-,
næðisvandræðanna.
Hafi maður ekki íbúð, lang-
ar mann heldur ekki til þess
að kaupa listaverk til að
hengja á veggina, það eru jú
engir vegg'r. Þá getur maður
heldur ekki keypt sér bóka-
skáp, ef hvergi er hægt að
setja hann.
Það er náttúrulega hægt,
eins og lesandi einn skrifaði
. til Bomholt (menntamálaráð-
herra) í blaði nokkru að finna
götu með góðum Ijósastaurum
og hallað sér síðan upp að
einum þeirra með góða 'bók, —
„þá hefur maður alltént Ijósið"
skrifaði hann.
Annað lesendabréf sagði frá
einstæðri móður, sem hefur
verið ráðin í tónlistarkennslu
í Kaupmannahöfn en berst nú
örvæntingarfullri barátu til
þess að fá húsnæði — og pláss
fyrir barnið á vöggustofu: „6g
fór i Ráðhúsið til að láta skrifa
mig á lista, en fékk það svar
að 20.000 aðrir aðilar væru að
leita að íbúðum og 5000 væru
bókstaflega á götunni, en ég
gæti komið nokkrum sinnum
á næsta ári að forvitnast um
hvernig gengi".
Já vissulega lifum við „góða
tíma".
Og það eru einnig önnur
form menningarlífs. Það þyk-
ir t.d. sjálfsagt að ,,kúltíverað“
fólk stundi bað hreinlæti að
fá sér hressandi bað á morgn-
ana áður en gengið er til dag-
legra anna, og vinni maður ó-
þrifalega vinnu er auðvitað
nauðsynlegt að baða sig að
vinnudegi loknum. Og það
ætti nú að vera auðvelt í nú-
tímaborginni Kaupmannahöfn
— en 300.000 íbúar hafa ekki
bað, og 170.000 hafa ekki e'nu
sinni klósett.
Samt er kyrjað ae hærra um
þá „góðu tíma“ sem við lif-
um á hér í velferðarrikinu
Danmörk og einnig sungið um
það að við skulum gera gott
betra.
En ættum við ekki að byrja
á því, að gera þá tíma sem
við lifum á verðuga þess að
vera kallaðir góðir?
Ekki vantar verkefnin.
Tveggja mínútna sjálfsdáleiðsla í stað tveggja tíma eftirmiðdagshvíldar
Samkvæmt strangasta bók-
stafsskilningi laganna, mega
ekki aðrir en læknar notfæra
sér dálciðslu í mcðfer'ð sjúkl-
inga sinna, cn nú ætti einnig
að leyfa tannlæknum og sál-
fræðingum sömu heimild. Bæði
tilraunadáleiðsla og dálciðsla
til lækninga eru svo mikils-
verð hjálpargögn, að tími er
til þess kominn að notfæra sér
hana.
Þetta cru ummæli Rudolf AI-
næs Iæknis við Lier sjúkra-
húsið í Oslo. Hann segir
einnig að svonefnd autogen
þjálfun — þjálfun í sjálfsdá-
leiðslu — geti hjálpað mörg-
um til að slappa af og verið
þeim andleg endurnæring.
Smávægileg lagabreyting,
jafnvel aðeins breiðari túlk-
un gildandi lagaákvæða er
allt og sumt sem til þarf og
við munum getað nálgazt tann-
læknisstólinn óttalaust.
Skammvinnt dáieiðsluástand
útskúfar bæði ótta og sárs-
auka.
Heimildir fyrir þessu eru
sóttar í stutt námskeið, sem
var haldið fyrir u.þ.b. 80 starf-
andi lækna, sálfræðinga, sál-
lækna og tannlækna í Oslo.
Þetta var í fyrsta skipti sem
fjöldi tannlækna tók þátt í
svona námsfceiði, en á því
voni haldnir víðtækir vísr
indalegir fyrirlestrar ásamt
verklegum æfingum. Þátttak-
endur framkvæmdu tilraunir á
sjálfum sér og lögðust hver
af öðrum á tilraunabekkina..
Dr. Alnæs og þýzki prófess-
orinn Dietrich Langen sállækn-
ir frá háskólanum í Túbingen
stjómuðu námskeiðinn. Þeir
hafa skrifað bók saman:
„Avspenning ved konsentra-
lækna fólk, sem óttast tann-
lækna. Venjulegar tannaðgerð-
ir verða sársaukalausar og
fólk getur óttalaust látið draga
úr sér. Áhrif dáleiðslunnar á
sjúklinginn eru einmit þau,
að óttinn hverfur og sársauk-
inn minnkar verulega.
Við fæðingár dregur hún úr
spennu og sársaukinn hverfur,
með dáleiðslu er jafnvel hægt
■ í viðtali við norvska blaðið ,,Dagbladet“ skýrði
dr. Randolf Alnæs nýlega frá merkum nýjungum
í sambandi við dáleiðslu, sem hann telur opna
miklar framfarabrautir í hvers konar lækning-
um og andlegri heilsugæzlu.
•t
sjon", sem kemur út um þetta
leyti.
Dáleiðslu segir dr, Alnæs
vera nokkurs konar millistig
svefns oi vöku. Svið meövit-
undarinnar rninnkar og næmi
fyrir utanaðkomandi áhrifurn
eykst mjög — verður tíu sinn-
um meira en í vcku.
Námskeiðið var haldið til
þess að æfa lækna, tannlækna,
Qg sálfræðinga í notkun dá-
leiðslu, en hana má nota á
mörgum sviðum. T.d. má alveg
að koma hriðum af stað, ef
konan er kominn fram yfir
tímann. Einnig er hægt að
nota hana við staðdeyfingu
við skurðaðgerðir og í sál-
Iækningum er hún þekkt hjálp-
nrmeðal með víðtækum mögu-
leikum.
Þjálfun í sjálfsdáleiðslu er
kerfi afslöppunaræfinga, sem
geta komið viðkomandi í dá-
leiðsluástand um styttri eða
lengri tíma. Tveggja mínútna
afslöppun eftir þessu kerfi
kemur fullkomlega í staðinn
fyrir tveggja tíma eftirmið-
dagssvefn. Tveggja mínútna
afslöppun tvisvar á dag væri
stórkostleg andleg endurnær-
ing. Fyrst og fremst virkar
hún róandi, við verðum siður
ergileg, vandamálin færast
fjær og virðast ekki e:ns mik-
ilvæg. Hægt er að komast hjá
taugaspennu við sérstakar að-
stæður t.d. sviðsótta, og rétti-
lega gerðar æfinggr geta einn-
ig létt svefnerfiðleika að vissu
marki.
Þá telur Alnæs mega bæta
minni, og fleira telur hann
dáleiðslu til ágsetis. Aðspurð-
ur hvers vegna möguleikar dá-
leiðslu hafi ekki fyrr verið
kynntir í Noregi, svaraði
hann:
„Fyrst og fremst vegna þess,
að möguleikar á vísindalegri
kennslu hennar hafa verið
mjög af skomum skammti hér-
lendis. Enn eigum við enga
sállækningastofnun, sérfræð-
ingar á því sviði eru mjög
fáir og kennslubækur sömu-
leiðis. Þess vegna vonum við
að þetta námskeið leggi und-
irstöðu að nýrri þróun og opni
möguleika til notkunar þessa
hjálpargagns, sem mun verða
mjög þýðingarmikið í almennri
andlegri heilsugæzlu".
4