Þjóðviljinn - 22.10.1964, Page 10

Þjóðviljinn - 22.10.1964, Page 10
10 SlÐA ÞJÓÐVILIINN Fimmtudagur 22. október 19P4 ANDRÉ BJERI <E: EIN- HYRNINGURINI N laeknisms. Þá hafði hann getað umflúið örlög sín. Kvenfólk gengur aldrei nógu hreint til verks; hún hafði víst ekkert að- hafzt síðan. Jaeja, það þurfti víst karlmann til. Hann yrði að sjá til þess að bamið fengi lyfið sem við átti. Hann var aleinn í hús- inu, stundin var komin. Nú varð að nota tækifærið! Eftir andartak stóð hann inni i bamaherberginu. Þama lá hann i brúðuvagninum — allur reifaður eftir atburðinn í morg- un. Er hægt að hata dauðan hlut? Hann fann til einhvers sem minnti á hatur. Já, svo að þú setur bragð fyrir mig karl- inn — og gerir mig næstum ör- kumla? Og þú fyllir telpuna mina af alls konar grillum? 1 þetta sinn skaltu ekki sleppa! Hann kippti brúðunni uppúr vagninum. Hvaða fiðringur fór um bakið á honum? Honum fannst einhvem veginn sem hann héldi á einhverju lifandi. Það var bezt að Ijúka þessu af. Og hann flýtti sér aftur inn í stofuna, að svo miklu leyti sem meiddi fóturinn leyfði. Beint að aminum. Þar hikaði hann andartak. Er það rétt sem þú ert að gera núna? Já, það er rétt. Það sem pabbi gerir, er alltaf rétt. Hann er hirðstjóri guðs á jörðu. Og hann lagði Púkk á eldinn. Hann lagði hann á háann fcubb yzt í logunum, þannig að hann gæti ef til vill þrifið hann burt á síðustu stundu, ef hann sæi sig um hönd. Hann steig fjagr. Nei, hann sæi sig ekki um hönd. Og þama læstist eldurinn í gasbindið. Far vel. skrýmslið þitt litla .... — Ertu að brenna ungfrú Her- mansen, pabbi? Hann snarsneri sér við. Hið fyrsta sem hann kom auga á var Púkk. Hann sat á lágu borði frammi við dyr og starði á hann með glerperluaugnaráðinu. Og við hliðina á honum stóð Myrth í dyrunum. Hún horfði líka á hann, alvarlega og rannsakandi. — Ung- ung-frú hvað? spurði hann alveg ringlaður. Svo sneri hann sér aftur að aminum. Umbúðimar herptust saman í eldinum og urðu að ösku og nú tóku logamir til við það sem gasbindið hafði hulið. — Það var litla svefnbrúðan. Myrth tók Púkk af smáborð- inu og þrýsti honum að séreins og til að vemda hann. Hún gekk hægt í áttina til föður síns. — Það var Púkk, sem þú ætl- aðir að brenna, var það ekki? Björt bamsröddin var miskunn- arlaus í spum sinni. — Já, ég verð að viðurkenna að ég------Hann var undarlega HÁRGREIÐSLAN Hárgreiðslu og snyrtistofu STEINU og DÓDÓ Laugavegi 18 III hæð (lyfta) SÍMI 2 4616. P E R M A Garðsenda 21 — SlMI; 33 9 68. Hárgreiðslu og snyrtistofa. D Ö M U R ! Hárgreiðsla við allra hæfi — TJARNARSTOFAN — Tjamar- götu 10 — Vonarstrætismegin — SÍMI: 14 6 62. HÁRGREIÐSLUSTOFA AUST- URBÆJAR — Maria Guðmunds- dóttir Laugavegi 13. — SlMI: 14 6 56 — NUDDSTOFAN ER A SAMA STAÐ. vandræðalegur yfir að hafa lát- ið standa sig að verki. Og hann tautaði og reyndi að gera sig myndugan í rómnum; Læknir- inn segir að þú hafir ekki gott af að leika þér með þessa brúðu, skilurðu.... Galopin augun voru skær og full af djúpri ró. Þetta augnaráð lét ekki smámuni koma sér úr jafnvægi. Allt í einu hristi hún höfuðið svo að tíkarspenamir dingluðu: Læknar em kjánar, pabbi. Hún strauk saurgula topp- húfu Púkks. Og svo vita þeir ekki einu sinni að álfar eru ó- dauðlegir. Þetta var sagt rólega og alvar- lega eins og við á þegar gefnar eru yfimáttúrlegar upplýsingar. En pabbi var enn dálítið ringl- aður; hann leit af Púkk á arin- inn og frá aminum á Púkk. Vina mín, það var Púkk sem var með umbúðimar, var það ekki? Myrth kinkaði kolli: Jú, en áifar eru aldrei lengi veikir 20 í einu, skilurðu. Bara nokkrar mínútur. Aftur þessar rólegu upplýsing- ar. Þannig hljóta englar að vera: rólegir. Það var gott að vita þaö, ef ske kynni að maður rækist á einn. — Jæja, sagði hann, feginn fræðslunni. . — Og svo fékk ungfrú Her- mansen mislinga og fékk um- búðimar lánaðar hjá Púkk .... Já, en þá lá allt í augum uppi. Allt var klappað og klárt. Eng- inn leyndardómur framar. Þau stóðu og horfðu hvort á annað í bjarmanum frá eldinum. Nei, þessi telpa er ekki veik, hugsaði hann. Hún er stálhraust. Hún er eina heilbrigða mannver- an í þessu húsi. Við hin erum fárveik. Hún horfði fast í augu honum meðan hún gekk alveg að hon- um og greip um vinstri hönd hans með hægri hendi sinni. Pabbi, þú verður að lofa mér því að reyna aldrei oftar að brenna Púkk — annars verður hann reiður við þig! — Já, ég lofa því. — Viltu krossa þig upp á það? — Ég krossa mig. Hann gerði hátíðlega krossmark fyrir sér. Þau voru búin að gera alvar- legan samning. Nú héldust þau í hendur og horfðu inn í brúðu- líkbrennsluna. Nú var hún alveg kolbrunnin. Horfið var gljáandi svarta nælonhárið, horfin voru augun úr dreymandi, bláu plasti. Horfin voru liðug augna- lokin með löngu, löngu bráhár- unum. Hún mjmdi aldrei fram- ar segja Mamm-mý! Það er eitt- hvað átakanlegt við útför, jafn- vel þótt brúða eigi í hlut. Af plasti ertu komin og að ösku skaltu verða .... Myrth þrýsti hönd pabba fast og ákaft. Og það var innileg sam- úð í rómnum þegar hún sagði: Aumingja ungfrú Hermansen! Gram stóð fyrir framan arin- innogrótaðií eldinum með skör- ungi; hann var að fjarlægja verksummerkin eftir illvirki stt. Myrth var farin út aftur. Og nú fékk hann næsta áfall, að þessu sinni í formi raddar úr dyrun- um. I þetta skipti var það Rig- mor sem stóð þar og þefaði út í loftið: — Það er svo undarleg lykt héma inni — hvað varstu að bren.ja? Var það kannski Púkk? Nei, nú þoldi hann ekki meira i dag. tað er hægt að ofbjóða marrm. Maður er skammaður fyrir portvínsdrykkju; maður stórslasar sig; maður missir trúna á starf sitt; ástmærin hæðist að manni; manni er kennt um brúðumorð .... Já, þetta var tvímælalaust dagur erkiengilsins Mikaels. Hann var með brunasár eftir eldsverðið. Rigmor gekk að aminum. Hann haíði enga ástæðu til að finna til sektar; þau voru bæði sammála um að það yrði að fjarlægja hina hættulegu brúðu og hún hafði sjálf gert fyrstu tilraunina. En hún hafði verið mjög ófús til að samþykkja það. Og nú varð hann ringlaður og fór hálfpartinn hjá sér þegar hún endurtók spuminguna: Varstu að brenna Púkk? — Nei, ekki Púkk, heldur hana frænku þína! Þetta var algert straumrof í kollinum. Gunnar Gram tapaði sér hinn 29. september. — Hvað þá? Bibbi? spurði Rigmor rólega. — Nei, ungfrú Hermansen! Sjáðu til, hún fékk mislinga. — Fékk hún mislinga? — Já. Og þá fékk hún um- búðimar lánaðar hjá Púkk, því að álfar eru aldrei lengi veikir í einu, skilurðu. Rigmor starði á hann dolfall- in. Svo fór hún að hlæja. Og hann hló líka, glaður og feginn. Næstum heila mínútu stóðu þau þama og skellihlógu hvort upp í annað. Hjartanlegur hlátur; það var sjaldgæft fyrirbrigði í þessu húsi. En svo áttaði hann sig. Hann kom til sjálfs síns eftir þessa stuttu ringlun og hann mundi að þau voru óvinir. Og það sem verra var: hann hataði hana. Hún var forynja, flagð. Það var hún sem stóð í vegi fyrir lífs- gleði hans. Og í morgun hafði hún sagt honum að skola á sér munninn áður en hann færi! Það var grafalvarlegur for- stjóri sem andartaki síðar sat í hægindastólnum bakvið síðdegis- útgáfuna af Kvöldpóstinum, nið- ursokkinn í frásagnir af nýrri Berlínardeilu. Rigmor fór. I dyrunum sneri hún sér við og leit á hinn kynd- uga lífsförunaut sinn. Það kom blik í augu hennar sem ekki hafði sézt lengi. Morguninn eftir varð það Rigmor sem reiddist þessari vandræðabrúðu. Hún kom inn í svefnherberg- ið og þar sat Púkk fyrir framan spegilinn á snyrtiborðinu. Það var eins og honum hefði verið fleygt þangað, því að ein af krukkunum með andlitskremi var oltin um koll. Hún tók hana upp og sá að hún var rykug. — Myrth! kallaði hún fram í ganginn. Dóttirin kom hlaupandi upp stigann. Hvað, mamma? — Þessi brúða þín er að flækjast um allt hús! Rigmor benti á snyrtiborðið. Hvað er hún að vilja hér? — Hann er á flækingi af því að hann hefur engan fastan samastað. Myrth hafði alltaf svör á reiðum höndum. Geturðu ekki byggt handa honum hús — þúi varst einu sinni svo dugleg að búa til hús? Rigmor stundi beisklega. Já, það er rétt hjá þér; ég var dugleg að búa til hús — einu sinni. A snyrtiborðinu var mynd af henni. Ljósmynd í ramma, tekin rétt áður en hún giftist. Myrth tók hana upp og virti hana fyr- ir sér með athygli. — Mikið varstu lagleg í l gamla daga,'mamma! Þetta kom óþægilega við * mömmu. Böm komast stundum dálítið óþægilega að orði. Orð- in magnast í munni þeirra, skjóta gneistum. Og gneistamir geta brennt. — Finnst þér ég þá ekki lag- leg lengur? — Jú, jú, þú ert reglulega falleg! En ekki eins falleg ogi fyrir löngu. — Svona, farðu nú burt með hann þama! Gremjuleg móður- hönd bandaði í áttina að Irtla álfinum. Hann hafði átt sirm I þátt í að særa hégómaskap konu. Gegnum opnar dymar heyrði hún dótturina tala við Púkk á I leiðinni ■ niður stigann: Þú átti ekki að vera að flækjast þar sem þú átt ekkert erindi! Svo varð stutt þögn meðan; Púkk sagði eitthvað. Og nú kom undrunarhreimur í rödd telp- unnar: Attirðu erindi þangað, I segirðu .... ? Nú, jæja .... Rigmor sat kyrr og horfði í spegilinn. Myrth hafði rétt fyrir sér: Það var býsna langt siðan mamma var lagleg. Að sjá þetta gráa og gremjulega fés sem horfði á hana úr speglinum! Það hafði aftur orðið senna við morgunverðarborðið í dag. Já, hún hafði látið hann finna fyrir því. Og átti hann það kannski ekki skilið? Spegilmyndin gretti sig fram- aní hana og sagði: Þú ættir að vera hæstánægð, Rigmor. Þú ert orðin meistari í að tukta hann til. Bráðum engist hann undan svipu þinni og vælir eins og lít- ill hvolpur. Þá verðurðu líklega glöð? Ég hef fullan rétt til þess. . I Já, svo sannarlega. Siðgæðið er þín megin og þú ættir að vera hreykin af þvi. Og þú fríkkar svo dæmalaust mikið af þessu öllui Það eru takmörk fyrir því sem ég læt bjóða mér!. Ég er siðsöm kona. Ég kem frá góðu heimiH. Nei, Rigmor, þú kemur frá ömuriegu heimili; það veiztu vel. Veit ég —? Já. Og þú ert búin að gera þitt eigið heimili jafnömurlegt. Það er ekki satt! Foreldrar þínir áttu í eilífum útistöðum, og þú, einkabamið, varst sjónar- og heymarvottur að öllu saman. Nú læturðu þetta koma niður á þinni eigin dótt- ur. Þú lætur syndir feðranna koma niður á börnunum — í annan lið. Það er ekki satt að ég vilji Myrth neitt illt! Þú vilt henni ekki illt, en þú gerir henni illt. Þú veizt að það sakar barn minna að rispa sig Allt frá hatti oní skó H E RPÁP E I LO CONSUL CORTINA bflaleiga niagnúsar sklpholtl 21 simar: 21190-21185 • M I" 3{aukur ^u6mundóóon HEIMASÍMI 21037 SKOTTA „Heyrðu lagsi, það er betra fyrir þig að ná þessum dreka niður með hraði. Pabbi er alls staðar að leita að íþróttasíðunni". FERÐIZT MED LANDSÝN • Seljum farseðla með flugvélum og skiþum Greiðsluskilmálar Loftleiða: • FLOGIÐ STRAX - FARGJALD GREITT SÍÐAR • Skipuleggjum hópferðir og ein- - staídingsferðir REYMIÐ VIÐSKIPTIN FERÐASKRIFSTOFAN L/\ Isl D SYN n- TÝSGÖTU 3. SÍMI 22890. — P.O. BOX 465 — REYKJAVÍK. UMBC® LOÍTLEEÐA. VÖRUR Kartöflumús * Kókómalt * Kaffi * Kakó. KR0JN ■ rÚÐIRNAR. Sendisveinar óskast Hafið samband við skrifstofuna, sími 17-500. DlDDVIllliI

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.