Þjóðviljinn - 20.12.1964, Side 7
Sunnudagur 20. desember 1964
HÓÐVIUINN
StÐA 7
Þorsteinn Hann-
esson kjörinn
form. í Anglíu
Aðalfundur brezk-íslenzka
félagsins Angliu var haldinn í
Sjálfstæðishúsinu 26. nóvember
síðastliðinn. Formaður félags-
ins, Gunnar G. Schram rit-
stjóri, flutti skýrslu stjómar-
innar um; Æélagsstarfið á árinu.
Haldnir voru m.a. þrir fjöl-
sóttir félagsfundir í Sjálfstæð-
ishúsinu og tekið upp það ný-
mæli að veita íslenzkum náms-
manni styrk til sumarnáms við
brezkan háskóla. Félagar Ang-
liu eru nú hátt á fjórða hundr-
að talsins, auk styrktarfélaga.
Við stjórnarkjör baðst for-
maður félagsins Gunnar G.
Schram undan endurkjöri og
einnig þeír Hallgrímur Hall-
grímsson forstjóri og Anthony
Comfort sendiráðsritari. Þakk-
aði formaður Hallgrími Fr.
Hallgrímssyni sérstaklega mik-
il og góð störf i þágu félags-
ins.
Þorsteinn Hannesson var
kjörinn foiTnaður félagsins fyr-
ir næsta ár. Með honum í
stjórninni eru: frú Doris Bri-
em, Haraldur Á. Sigurðsson,
Hjalti Þórarinsson, Donald
Brander, Már Elísson, Ralph
Hannam og Guðni Guðmunds-
son.
Anglia mun gangast fyrir jóla-
trésfagnaði bama félagsmanna
bann 6. janúar
Bækur frá
Snæfelli
Bókaútgáfan Snæfell , í Hafn-
arfirði gefur út f jórar bamabæk-
ur fyrir þessi jól.
Ein þeirra er frumsamin ís-
lenzk bók, Svenni i Ási eftir
Jón Kr. Isfeld, en hann hefur
áður samið drengjabókina
Bakka-Knútur sem lesin var í
útvarp. Svenni í Ási, Sumaræv-
intýri, er 139 bls.
Bókin Valur fer á veiðar er
eftir erienda höfunda, Jo og
Ernest Noriing, en Vilbergur
Júlíusson hefur endursagt bók-
ina. Þetta er kölluð saga úr at-
vinnulífinu; bókin er full af
teikningum og útgefandi hefur
látið teikna fyrir islenzku út-
gáfuna skýringamyndir af veið-
'i.rfærum fslenzkra fiskiskipa.
Bókin er prentuð með stóru
letri og sjálfsagt ætluð yngri
siómönnum okkar, en nokkum
veginn víst að þeir hafa gam-
m af henni.
Styrktarfélag
lamaðra
Aðalfundúr Styrktarfélags
lamaðra og fatlaðra 1964 var
haldínn að Sjafnargötu 14 13.
þ.rp. Formaður félagsins, Svav-
ar4 * Páísson, endurskoðandi,
(flutti. skýrslu stjórnar.
] ‘Félagið rak æfingastöð að
Sjafnargötu 14, eins og undan-
farin ár. Þangað komu 376
sjúklingar og fengu rúmlega
ÍjýÓQp. æfingameðferðir. Þá
rak félagið sumardvalarheim-
ili fyrir 40 fötluð börn f
Reykjádal í Mosfellssveit, í
21/? mánuð. Á árinu fóru rúm-
ar 1.00.000,00 kr. til fjárfest-
ingar í Reykjadal. Þar var
byggð sundlaug og lokið smíði
svefnskála. .Tekjur félagsins
voru alls 2 milj. 174 þúsund
kr. og var þeim varið til að
greiða halla á rekstri æfinga-
stöðvar og sjumardvalarheimil-
is alls kr. 1 rmiljón 180 þús.,
en til eignaaukningar fóru
994 þúsund kr. Hrein eign fé-
lagsins i lok reikningsárs 30
september s. 1. er rúmar 6
miljónir króna og eru þá 3
fasteignir fétagsins taldar á
brunabótaverðl.
í stjórn vdru endurkjörnir:
Svavar Pálsson, endurskoð-
andi, Andrés Þormar, aðal-
gjaldkeri, Baldur Sveinsson.
fulltrúi, og Friðfinnur Ólafsson.
NÝJAR DODDA
BÆKUR
Fjórar nýjar Doddabækur eru komnar í
bókaverzlanir.
^ GÆTTU ÞÍN DODDI
*£ DODDI í GALDRABORG
^ DODDI OG BÍLSTJÓRINN
& DODDI FER TIL SJÓS.
Doddabækurnar eru bráðfallegar og skín-
andi skemmtilegar með litmynd á hverri
blaðsíðu. Eldri Doddabækur eru uppseldar
hjá útgáfunni og vafalaust verða þessar
nýju Doddabækur ekki síður vinsælar hjá
börnunum.
MYNDABOKAUTGÁFAN.