Þjóðviljinn - 20.12.1964, Side 8
3 SIÐA
ÞlðÐVILJINN
Sunnudagur 20. desember 19ét4
Einn frægasti arkitekt heims um byggingarlist í Bandaríkjunum:
VERDA FLESTAR BORGIR
LJÓTLEIKANUM AÐ BRÁÐ
Edward Durell Stone cr líklcga cinhvcr þckktasti núlifandi banda-
rískur arkitckt. Hann er 62 ára gamall og erlendis hefur hann
getið sér gott orð fyrir byggingar eins og t.d. bandaríska sendi-
ráðið i Nýju Delhi og bandarísku sýningarhöllina á heimssýning-
unni í BrusseL
Hvað höfðuð þér í huga
herra Stone, er þér sögðuð ný-
lega að við hefðum gert ásýnd
landsins „rosalega ringulreið“?
Þér þurfið ekki annað en líta
í kring um yður til þess að sjá
hvað ég á við: Frumskógar ne-
onljósa. Peningasirkusííflalæti.
Hávaði. Brauk og braml. Það
er byggt án þess að tekið sé
tfflit til nágranna, án tillits
til hófsemi, dómgreindar eða
smekkvísi. Þegar allt kemur til
alls, fannst mér ég hafa tekið
skýrt til orða, þegar ég sagði,
ef að sá, sem lætur sig þessi
mál einhverg varða liti í kring-
um sig langaði hann helzt til
að fremja sjálfsmorð,-
Fyrst og fremst staður, sem
er ánægjulegt að dvelja í og
kemur jafnvel ímyndunarafl-
inu á stað. Uppeldisfræðingar
segja, að maðurinn sé mótaður
eðli, uppeldi og umhverfi. Ég
tel umhverfið vera heimilið
sem hann býr á, kirkjuna sem
hann sækir, staði sem hann
fer á til að skemmta sér og
endumæra. Það er sannfær-'
ing mín að allt geti þetta
stækkað manninn, aukið á-
nægju hans og atgervi og sann-
arlega mótað örlög hans.
En við getum ekki einu
sinni séð fyrir einföldustu
hlutum. í New York t.d. milli
42. götu og Central Park eru
□ I bandaríska tímaritinu U. S. Ne:ws and World Report birtist nýlega viðtal við Edward
Durell Stone sem er líklega þekktastur núlifandi arkitekta í Bandaríkjunum. — Hér
fylgir nokkur endursögn á viðtalinu, sem tímaritið hefur með þessum inngangi:
□ Bandaríkjamenn eru allt í einu farnir að furða sig á því, hvað varð um „hin fögru
Bandaríki“.
□ Bandarískum borgum er lýst svo að þær séu „ógnarlegar og útborgimar séu allt eins
dapurlegar“.
□ Hvað getur þjóðin gert við ljótleikanum ? Er hægt að gera borgir okkar þannig að
þær geti staðið evrópskum borgum á sporði? Elr nútíma arkítektúr um að kenna?
□ Edward Durrel Stone var spurður álits.
PARÍS: Borgir eru fyrir fólk.
f*
mjr'Ú
fi' \j f ■
Er ástandið svona slæmt i
raun og veru almennt í Banda-
ríkjunum?
Að mínu viti, já. Við erum
rikasta land í sögunni, samt
hrúgum við um okkur rudda-
legu drasli, ömurlegum táknum
þeirra nýríku.
f samanburði við okkur eru
ítalir bláfátækir. Þeir halda
saman sál og líkama með of-
urlitlu spaghetti og þægindi
spilla þeim ekki. En á hverju
götuhomi má heyra óperusöng
og fólkið gengur um meðal æv-
intýralegra, fallegra hluta. —
Verdi, Titian, Michelangelo —
um þá tala þjónar og leigu-
bílstjórar með virðingu. And-
lega veilíðan meta beir meira
en efnahagslega. Einu sinni
flaug ég frá Feneyjum til Akr-
on í Ohio og þegar ég kom út
og litaðist um sá ég að „fá-
tæka fólkið“ á ftalíu er miklu
betur stætt en við.
Hvers vegna? Hvað er at-
hugavert við Akron?
Ég mundi segja að Akron sé
dæmigerð bandarísk borg —
aðalgatan er tilbreytingalaus
neonóskapnaður, byggingarnar
hvorki fallegar né sérstæðar.
umferðaröngþveiti á götunum.
ekkert samræmi, engin fegurð.
fá tré, smáir garðar Ekkert
nema asfaltfrumskógur. þar'
sem æðsta mark er að s°Pp
eitthvað, setia benzín á b-M--
og þjóta á'-prn Til pilm- b- —
ingju eru beir famir p"
þetta og vinna nú að áætlun.
um um úrbætur.
Hvernig finnst yður að borg-
ir ættu að vera?
ekki nema örfáir bekkir, sem
John heitinn D. Rockefeller jr.
setti þar upp fyrir stórfé.
Ég gæti lýst New York eða
Akron eða hvaða borg sem
vera skal i Bandaríkjunum
sem „dagstofu án húsgagna.“
Ekkert er gert til ánægjuauka
fyrir íbúana. Borgir eru fyrir
fólk. Lítið á Paris eða Madríd
eða Róm. Það er yndislegt að
búa á þessum stöðum. Fólk
getur setið og rabbað saman og
notið fristunda sinna í görð-
um eða útiveitingastöðum.
Þetta eigum við ekki til í
borgum okkar. Þess í stað lít-
ur svo út sem við höfum val-
ið milli fólks og bíla og bíl-
amir hafa greinilega vinning-
inn.
Viltu segja að borgir geti
Iosað sig við bílana?
Á ferðum mínum til Evrópu
fer ég alltaf til Feneyja af því
að þar eru engir bílar. Þar í
350.000 íbúa borg eru allir
fótgangandi — en sigla ekki
um í gondólum eins og við
ímyndum okkur i rómantískum
draumsýnum. Auðvitað liggur
Grand Canal um borgina og
vaporettos (vélbátar) eru hrað-
ferðir þeirra En allir bílar
eru skildir eftir utan við borg-
ina. Það er hættulaust að
ganga um, engin umferðardyn-
ur né reykur, ryk og öngþveiti
Nú er mikið kvartað yfir
ncða njarðarbrautinni i New
York ..
Þegar ég tala um hraðsam-
göngur á ég við nokkuð í lík-
ingu við neðanjarðarbrautimar
í London og Moskvu — það
eru fínir staðir.
Þarf ekki styrka stjórn tii
þess að gera fagra borg eða
þjóð?
Vissulega. Það hefur verið
sagt að „allar borgir í likingu
við París séu ávöxtur harð-
stjómar“. Venjulega er einhver
Louis eða Napoleon sem gat
gefið skipun: „svona eiga bygg-
ingar að vera, hér skulum við
hafa breiðstræti og torg héma“.
Þannig byggði Pétur mikli
St. Pétursborg — Leningrad.
Rússar viðurkenndu sjálfir að
þeir stæðu ekki framarlega í
listum. En Pétur sótti réttilega
franska og ítalska listamenn til
þess að skipuleggja. og byggja
borgina sína. Hann var afburða
gáfaður og vel menntaður og
hann reisti fallega borg -
Hver er skoðnn þín á þeirri
víðtæku notkun á gleri, sem
tíðkast í nútímabyggingum?
Eru ekki byggingar þessar víð-
ast borgarprýði?
Ég hugsa um arkitektúr sem
hina stöðugu listgrein — ef
nokkuð er stöðugt. Arkitektúr
er óhagganlegur vitnisburður
hvers menningarskeiðs. Pýra-
mídamir í Egyptalandi og hof-
in í Grikklandi bera þessum
horfnu veldum vitni.
Aluminíum, gler og svipuð
efni minna mig á það, hvað
bifreiðagerðir ganga fljótt úr
sér. Og flestar byggingar úr
þessum efnum eru mér til lít-
illar ánægju.
Hvenær hófst „glerarkitekt-
úr? • - ðiv
Það eru um 30 ár siðan.
Skilyrði þessa voru tækninýj-
ungar eins og í loftræstingu,
lýsingu o.s.frv.
Og fyrstu byggingamar voru
kristalfagrar. Lever-byggingin
við Park Avenue í New York
er enn eitthvað hið ágætasta
dæmi um þennan stíl — allt
að því klassísk bygging,
En mið tilbneigingum okk-
ar fyrir fjöldaframleiðslu var
þessi hugmynd fljótlega færð
út og niður og nú er hægt að
kaupa hana eftir myndskreytt-
um verðlistum.
NEW YOR.K: Rockefelier Center . . . einstakt dæmi. Það er eitt-
hvað óhagganlcgt við bygginguna.
Hvernig mundir þú skil-
greina góðan arkitektúr?
Ég mundi segja að það væri
hlutverk arkitektúrs að skapa
mönnum þægindi og hag-
kvæmni. En auk þess — og það
finnst mér skorta gjörsamlega
í tizkustefnur nútímans — mik-
il bygging á að upphefja til-
finningar þínar. HaTá 'stefk-l'á-
hrif á vitund þína.
'Og auðvitað er rétt skipu-
iíag ákaflega mikils v.úrði .. i
byggingarlist. Með öðrum orð-
um þá ættum við að leitast
við að koma á reglu og sam-
ræmi, heldur en krefjast þess
að sérhvað hafi sitt einstaka
og sérstæða svipmót. Auk þess
verður eigandinrf að hafa fyr-
irfram draumsjón og vilja til
að byggingin geti orðið mikil-
fengleg.
Hvað finnst þér bczta dæm-
ið um það í borgum okkar?
Rockefeller Center, sem mér
finnst einstakt dæmi um einka-
framtak á sviði arkitektúrs.
Ég man eftir því að eitt af
blöðunum í New York gerði
óspart grín að Rockefeller fyrir
hugmyndina og sallaði hann
niður með grínmyndum.
En Rockefeller notaði mestu
hæfileikamenn þeirra tíma og
byggði vel. Rockefeller Center
er einstæður árangur. Vissu-
lega er byggingin mótuð af
smekk síns tíma, en það er
eitthvað óhagganlegt við hana,
sem mér finnst vanta í flestar
nýrri byggingar.
Stone var að þvi spurður
hvað hann teldi hægrt að gera
til þess að berjast við ljótleik-
ann og endurskipuleggja borg-
ir, og sagði hann m.a.:
Tilraunir til endurskipulagn-
ingar hafa verið allt of smáar
í vöfum.
Eitt vandamála okkar er að
það eru ekki nema 22.000 arki-
tektar í landinu og það vant-
ar einfaldlega skipuleggjendur
og arkitekta. Að sjálfsögðu
miðar hver tilraun til skipu-
lagningar — og við höfum ekki
haft mikið af þvi að segja —
í rétta átt. — Við horf-
um upp á það í Banda-
ríkjunum að hér er land sem
er byggt skipulagslaust Eng-
hm mundi byggja einföldustu
byggingu án þess að hafa
Skipulagt hana fyrirfram. En
Við byggjum á ríkasta landi
í heimi — skipulagslaust. Og
nú lítur út fyrir að það sé
rétt sem einhver sagði; „Við
höfum efni á öllu nema feg-
urð“.
Hvað telur þú nægilega um-
svifamikla skipulagningu?
Ég veit að það er mikil trú-
villa að segja nokkuð jákvætt
um eitthvað sem gerist íyTÍr
austan jámtjaldið. En ég hef
komið til Moskvu og hitt skipu-
leggjendur og arkitekta þar.
Það er alkunna að Moskva
var að mestu byggð úr timhri
og var einn allsherjar óskapn-
aður.
,v. En nú er þar yfirarkitekt og
þeir hafa skipt borginni í 13
hverfi og hvert hefur sinn
arkitekt. f hverri af þessum
skrifstofum vinna um 3 til 400
manns, skipuleggjendur, arkí-
tektar, garðarkítektar, verk-
fræðingar o.s.frv. Þetta kalla.
ég skipulagningu. Það væri
gott fyrir okkur að læra af
þeim um skipulagningu borga.
Hvað um önnur lönd? Vek-
ur vaxandi íbúafjöldi og um-
ferð sömu vandamálin ’i borg-
um erlendis?
Já, þvi er nú verr og miður.
Tokio t.d. er að verða eins og
fáránleg framlenging á 42.
götu og Broadway.
Hvað um Vestur-Berlín?
Hún á víst að vera sýningar-
gluggi okkar að kommúnista-
heiminum. Mér finnst hún
sýna, að við séum barbarar —
hún er eins og það versta í
Los Angeles.
Er hún nokkuð verri en Stal-
inallé í Austur-Berlín? J
Ég geri mér grein fyrir' því
að Stalinallé er raunverule^a
bara forhlið. Hún er ósköp ljót,
en hefur samt skipulag og
reglu sem einkennir mikla
borg, hún er samriemd héiia1.'’
>------------------------------1
Gunnar B. Guð-
mundsson ráðinn
nýr hafnarsfjóri
Borgarstjórn Reykjavíkur sam-
þykkti á fundi sínuip sl. fimmtu-
dag að skipa Gunnar B. Guð-
mundsson verkfrajðing hafnax-
stjóra, en Gunnar hefur um
skeið verið starfsmaður borgar-
verkfræðings.
Tíu borgarfulltrúar greiddu
Gunnari atkvæðiji en Skúli
Guðmundsson 'verkfræðingur
hlaut 3 atkvæði. Auk þeirra
Skúla sóttu um stárfið þeir Jón-
as Elíasson og Röghvaldur Þop.
kelsson. ni
t