Þjóðviljinn - 20.12.1964, Page 10

Þjóðviljinn - 20.12.1964, Page 10
10 SÍÐA ÞIÖÐVILnNN Sunnuaagur 20. desember 19tH speXiR l': OQ ■ SPARÍFÖTÍM , mimiR , , Vönduð og fögur bók, Ljóðaúrval Þorskabíts í fögru bandi er góð jólagjöf. EINBOI Skrifstofa happdrættisins Týsgötu 3 - Sími 17514 Sagnaþættir og endurminningar Verð kr. 24000 (án sölusk.) Bókaforlag Odds Bjömssonar Verð kr. 120.00 (án sölusk.) Bókaforlag Odds Bjömssonar Gjafír ti/ Reykholtskirkju 1 tilefni af að á sídastliðnu ári voru liðin 70 ár síðan séra Einar Pálsson, síðast prestur í Reykholti, hlaut prestsvígslu, hafa börn hans afhent Reyk- holtskirkju að gjöf forkunnar- fagra kirkjugripi. Eru það altarisklaeði úr rauðu flaueli gullbaldírað af frú Ingibjörgu Einarsdóttur Eyfells, altarisdúk- ur úr hör, gerður af Gyðu Sigurðardóttur, tveir ljósastjak- ar úr kopar, mjög vandaðir. Auk þessa tólf altariskerti úr þezta fáanlega þýflugnavaxi og skinnmappa með mynd af kirkjunni þrykkta í skinnið og inniheldur ávarp og gjafa- bréf með skrá yfir munina. Er mappan gerð af frú Ragn- hildi Briem Ölafsdóttur. Vill sóknarnefnd í nafni Reykholts- safnaðar færa gefendum inni- legasta þakklæti fyrir þessar höfðinglegu gjafir og ræktar- semi við sína gömlu sóknar- kirkju. Þá hefur verið stofnaður sjóður til kaupa á nýju org- eli í kirkjuna. Er sjóðurinn stofnaður til heiðurs Bjarna Bjarnasyni í Skáney á átt- ræðisafmæli hans þ. 30. sept- ember sl. Hefur Bjarni verið organisti við Reykholtskirkju frá byrjun þessarar aldar. Stofnendur sjóðsins eru Kirkju- Frá Itéykholtskirkju. Nýju kirkjugripirnirsjást á myndinni. kór Reykholtskirkju, sóknar- nefnd Reykholtssafnaðar, Kven- félag Reykdæla, íbúar sveitar- innar og aðrir vinir Bjarna er vildu votta honum þakklæti fyrir vel unnin störf í þágu söngmála sveitarinnar. Tillög- um í sjóðinn veitir móttöku séra Einar Guðnason, Reykholti, og sóknarnefnd Reykholtsstað- ar. Lánasjóður og úthlutunarnefnd Fyrir nokkru skipaði mennta- . málaráðuneytið menn í stjórn Lánasjóðs íslenzkra náms- manna og í úthlutunamefnd Lánadeildar stúdenta við Há- Skóla íslands. I stjóm lánasjóðsins voru þessir skipaðir: Þórir Bergsson, tryggingafræðingur, samkvæmt tilnefningu Sambands ísl. stúd- enta erlendis og Hörður Ein- arsson stud. jur. skv. tilnefn- ingu Stúdentaráðs Háskóla ís- lands. Varamenn: Páll Theó- dórsson eðlisfræðingur og Þor- steinn Svörfuður Stefánsson stud. med. 1 úthlutunarnefndina voru skipaðir: Valgarð Egilsson stud. med., og Bjöm Teitsson stud. mag. báðir skv. tilnefn- ingu Stúdentaráðs. Varamenn þeirra eru: Ólafur Höskuldsson stud. odont., og Eggert Hauks- son stud oecon. Áraskip Jóhanns Bárðarsonar komin át í annarri útgáfu Ægisútgáfan hefur sent frá sér bókina Áraskip eftir Jó- hann heitinn Bárðarson. Er þetta önnur útgáfa bókarinnar en fyrri útgáfan kom út árið 1940 og seldist fljótlega upp. Þrem árum síðar kom út önn- ur bók eftir Jóhann er nefnd- ist Brimgnýr og var hluti af efni hennar viðauki við bókina Áraskip. Hefur þessi viöauki nú verið f elldur inn í end- urútgáfu bókarinnar. Hefur Bárðtrr Jakobsson annazt það og séð um útgáfuna og ritar hann eftirmála þar sem hann gerir grein fyrir henni. Bók Jóhanns Bár^grsonar, Áraskip, fjallar um fiskveiðar og sjósókn á áraskipum frá Bolungavík á árunum 1895 til 1904 og er þama mikinn fróð- leik að finna fyrir þá sem hafa áhuga á atvinnuháttum og þjóðlífi á fyrri tímum. Var höfundur sjálfur formaður á áraskipi um skeið og gerþekkir það efni sem hann ræðir um í bók sinni. Segir prófessor Öl- afur Lárusson í formála fyrir 1. útgáfu bókarinnar Áraskip að ástæða sé til að ætla að hún verði mikilsverður skerfur til þekkingar síðari tíraa á þess- um merkilega atvinnuvegi, ára- skipaútgerðinni. Gunnar Thor. kjörinn heiðurs- félagi í SÍBS Stjórn Sambands ísl. berkla- sjúklinga samþykkti á fundi í nóv. sl. að kjósa Gunnar Thor- oddsen fjármálaráðherra heiðurs- félaga samtakanna. Gunnar Thoróddsen hefur, bæði sem borgarstjóri Reykjavíkur og fjár- málaráðherra/-' greitt götu sam- bandsins og stutt framkvæmdir þess með ráðum og dáð. Gunnar Thoroddser, er 12. heið- ursfélagi S. 1. B. S. ö FRÁ SUNDHÖLL REYKJAYÍKUR lýárs. Dagana fram að jólum og milli jóla og nýárs, verð- ur Sundhöll Reykjavíkur opin virka daga- til kl- 19.3 0 fyrir borgarbúa almennt, sunnudagb til kl. 14.15. — Á aðfangadag og gamlársdag verður op- ið til hádegis, en lokað báða Ijóladagana. STJNDHÖLLIN. SaumavélaviðererðiT Lfósm vn da véla- viðeerðir FLJÖT AFGREIÐSLA SYLGJA Laufásvegi 19 (bakhús) siml 12656. Starfsstúlkur óskast. Tvær starfsstúlkur vantar nú þegar að Vistiheimili ríkisins í Breiðuvík, V-Barðastrandasýslu. Upplýs- ingar gefur forstöðumaður heimilisins, sími um Patreksfjörð, og skrifstofa ríkisspítalanna —■ sími 11765. Skrifstofa ríkisspítalanna. Bóklegi skóli Flugsýnar Atvmnuflugrfemar: Ráðgert er að skóli fyrir atvinnuflugmenn taki til starfa 15. janúar 1965, og verði dagskóli. Þátttaka tilkymjist fyrir 5. janúar. Nánari upplýsingár í skólanum Reykjavíkurflug- velli eða síma 18410 og 18823- Skólastjóri. MADE IN U.SA. „Camel stund er ánægju stund!M Kveikið í einni Camel og njótið ánægjunnar af gæðatóbaki, mildu og hreinræktuðu tóbaksbragði. BEZTA TQBAKIÐ GEFUR BEZTA REYKINN. Eigið | camel stund |strax í dag! *

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.