Þjóðviljinn - 20.12.1964, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 20.12.1964, Blaðsíða 11
t Sunnudagur 20. desember 1964 NOBVniINN SIÐA TREGASLA GUR eftir JÓHANNES ÚR KÖTLUM. \ / ■ „Að þessu sinni hefur Jóhannes úr Kötlum fallið í gildru“. — Morgunblaðið (Jóhann Hjálm- arsson). ■ „Líklega er í þessari bók einhver innantómasta kveðandi Jóhannesar úr Kötlum“. — Alþýðublað- ið (Ó.J.). ■ „Og við finnum einnig í henni sterka vantrú á athöfn, á því að yrkja — það er sem illur draugur hafi oft staðið að baki skáldsins og hvíslað: Hvaða bergmál munt þú heyra af orðum þínum?“ — Þjóð- viljinn (Á.B.). ■ „En þetta er dýrleg bók. Tækni höfundar full- komin, hófstilling og geðró hins vitra, lífsþreytta manns gefur kvæðunum hraðfleyga vængi beint inn í kviku tilfinninganna“. — Verkamaðurinn (k). ■ ' „Víða kveður við nýjan tón í þessari nýju ljóðabók Jóhannesar, og er það undrunarefni margra hversu honum tekst að birta nýja hlið á skáldskap sínum með hverri bók sinni.“ — Fálkinn. ■ „Ég tel þetta fyrir mitt leyti eina af þremur merkilegustu bókum höfundarins“. — Alþýðublað- ið. (Helgi Sæmundsson). ■ „Enda mætti spyrja þess að lokum, hvar þeir séu sem gera betur en hann, þegar á allt er litið.“ — Frjáls þjóð (BB.). Þegar heildsalablaðid Vísir brigslaði íslenzkum sjómönnum | um það á sl. vori að þeir nenntu ekki að slíta humar- i , tnn var því mótmælt og færð I rök fyrir því að sjómenn vildu | ekki leggja á sig vinnu sem I ; beir fengju lítt greitt fyrir. En heildsalablaðið virðist hafa fundið á sér að hægt væri að hlunnfara sjómenn með ýms- um hætti, og það tel ég að , við höfum fengið að finna á þeim bát sem ég var á f sumar. Svo segir tilkynning frá verðlagsráði sjávarútvegsins um verð á humar og öðrum fiski sem veiðist á tímabilinu 1. júní til 31. desember að verðið er miðað við að selj- endur afhendi fiskinn á flutn- ^igatæki við veiðiskipshlið. Það gerðum við á bátnum sem ég var á, og var vigtað hjá löggiltum vigtarmönnum. En fiskkaupandinn vigtaði svo aft- ur eftir að hann hafði keyrt fiskinn um hálfan bæinn' og ekki undir okkar eftirliti, og greiðir svo útgerðarmanni okk- ar eftir sinni vigt. Með svona vigtarfyrirkomu- lagi, gefcur komið fram vigt-' armunur og kom það á dag- inn hjá okkur, því vigtarmun- ur, varð um 700 kg af slitn- um humar á veiðitímabilinu. En það mun samsvara einum veiðitúr hjá okkur eða 25—30 þúsund krónum. En þegar við fengum að vita um þetta fyrirkomulag hjá fiskkaupanda (Júpiter og Marz) mótmæltum við bví harðleea og neituðum að veiða fvrir hað fyrirtæki nema sú vigt gilti, sem löggiltur vigt- armaður framkvæmdi, og fór- um frarrf á bað við útrerðar- mann okkar að fá löndun annars s^aðar eða að fá þessu kippt í lag. Hann tjáði okk- ur svo að það væri komið í iag, en raunin var önnur því enn f dag er það ókomið og '’úlnaðanmngiör ekki heldur. fundið að bví kostar það ekki minna en unns.ögn sf bátnum, og er bað nokkuð hart aðgöngu. Sigurður Breiðfjörð " Þarstelnsson. HEIMSKRINGLA " f ... i ii Hvergi er bókfestur meiri fróðleik- ur um stjórn og siglingu og búnað árabáta en í bók Jóh. Bárðarsonar, Áraskip. — Enn hefur engin kappróðrarsveit á Sjómannadaginn hnekkt mefi gömlu bolvísku sjó- mannanna, sem tóku lífróðurinn eftir lækni, nýkomnir að laridi úr langri sjóferð. Þeir reru í blóðugri skorpu sex mílur á tæpum klukku- tíma. — UNGIR SJÓMENN, kyftn- ist sjómennskureynslu gömlu ára- skipakarlanna. Þó skipin séu stór, þarf enn að stjórna þeim. Þeir geta kennt ykkur margt gömlu karlarn- ir, sem sagt er frá í Áraskip. ÆGISOTGÁFAN. TILVALIIV JÓLAGJÖF Hinir vinsælu spari- •¥* baukar okkar fást * hú í þrem gerðum. DBÚNáMRBANKI ISIANDS YDNDUÐ F Wf R 6 Sfáutþórjónssoti &co k kaup Göd Odýrt FRA GLENFLEX Nýjung — — Nýjung — Tweed pilsefni með ÍOFNUM STRENG Tvær breiddir: 55 cm. og 75 cm. Örfá handtök. — Einfaldur saumur. ÚRVALS skotapils Vöruvai í jólaös, ráð til neytenda Neytendasamtökin vilja hér- með benda fólki á nokkur veigamikil atriði í sambandi við kaup fyrir jólin. Aldrei verða mönnum á jafnmikil mistök í vöruvali og einmitt þá. Ekki einungis vegna þess, að þá sé mest keypt, heldur vegna þess flýtis og asa, sem á mönnum er við valið og aldrei er eins mikið af óvönu og vöruþekkingarsnauðu af- greiðslufólki og þá. Það er fyrst og fremst var- anlegar neyzluvörur, sem hér er átt við, þar sem algengt er, að fólk kaupi ekki aðeins vörur, sem eigá að endast eitt eða tvö ár, heldur og fjölda ára, svo sem húsgögn, heim. ilistæki, gólfteppi, gluggatjöld, búsáhöld o.s.frv. Menn leggja oft slíkt ofurkapp að fá slíkt fyrir jólin, að engin skynsemi kemst að. Val á slíkum vör- um þarf vel að vanda og á ekki að vera tengt neinni há- < tíð, nema góður fyrirvari sé á hafður. Hyggnir menn hafa oft sagt, að aldrei sé betra að verzla, hvað snertir vörugæði og kjör, og í rólegheitunum eftir jólin. Aftur á móti geta^ menn dregið úr áhættunni með bví að kaupa með fyrirvara. en þá verða menn að sranga \ tryggilega frá því, þannig að bess sé getið t.d. á reikningn- um. Alltof mörg viðskinti eiga sér stað munnlega, iafnvel kvitt- unarlaust, hér á landi, hvenær ársins sem er. þótt um upp- hæð sé að ræða, sem flésta munar um. Hefur æði oft orð- ið erfitt fyrir Neytendasamtök- in að aðstoða kaupendur eft- ir á, sem ekkert hafa í hönd- unum. Stendur þá oft stað- hæfing á móti staðhæfingu um það, hvað sagt hafi verið. Hér á landi eru vörur yf- irleitt mjög illa merktar og oft ekkert. Yfir búðarborðið fá menn upplýsingar um efni og gæði. Áríðandi er, að fólk fái meginupplýsingar á kvittunina, t.d. úr hvaða efni kápan, kjóll- inn eða fötin séu. Heypdar ber neytendum að forðast með öllu að kaupa ómerkta eða illa merkta hluti. Það-er eina leið- in til að knýja framleiðendur og seljendur til að taka upp merkingar, svo sem tíðkast með þjóðum, sem lengra eru á «eg komnar í viðskiptalegum efn- um. Neytendasamtökin hafa um árabil krafizt löggjafar um vörumerkingar, og neytendur þurfa að standa með þeim í bví veigamikla hagsmunamáli þeirra. (Frá Neytendasamtökunum). Sjómenn hlunnfarnir

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.