Þjóðviljinn - 20.12.1964, Blaðsíða 14
14
ÞnsrvnnBN
Sunnudagur 20. desember 1964
Jonathan E m |pP Jra Goodman %| WMMBm ■ rt
Hl NEI IGÐIR
— lijúkrtu við grautinn þinn,
Harold. Harold . . .
— Já, mamma? Harold Sibley
lyfti augunum frá krossgátunni
á baksíðunni á Daily Telegraph.
— Ljúktu við grautinn þinn.
— Ég held mig langi ekki í
meira, mamma. '
Frú Sibley sneri sér að manni
sínum: Segðu Harold að hann
verði að Ijúka við grautinn sinn.
Honum veitir ekki af þrekinu.
— Ljúktu við grautinn þinn,
Harold, sagði herra Sibley.
— Og það er dónalegt að lesa
við borðið, sagði frú Sibley.
— En, mamma. Ég er bara að
Eta á —
— Ekki andmæla, Harold. Frú
Sibley sneri sér enn að manni
sínum til að fá aðstoð: Segðu
Harold að það sé dónalegt að
lesa við borðið.
— Gerðu eins og móðir þín
segir, sagði herra Sibley. Hann
tók dagblaðið af syni sínum,
bretti það yfir á forsíðuna og
leit á fyrirsagnimar.
— Mér finnst ég nú vera sá
erni á heimilinu sem ekki má
lesa við borðið, tautaði Harold
gremjulega. Hann stakk nokkr-
um skeiðum af graut upp í sig.
Og ég er sá eini sem verð að
Ijúka við grautinn minn. Þið
pabbi —
— Talaðu ekki með munninn
fúllán, Harold, ef þú vilt gera
svo vel. Og ekki andmæla.
— Ekki andmæla, tautaði
herra Sibley viðutan.
Harold sötraði og tuggði ó-
hmdarlega. Hann var tíu óg
hálfs árs, skynsamur snáði sem
var nýbúmn að Ijúka. elíéfú ára
prófi og átti að byrja í mennta-
skólanum i Colchester næsta
' skólaár. Foreldrar hans voru
mjög ánaagðir með það. Það var
FLJUGUM
ÞRIDJ UDAGA
FIMMTUDAGA
LAUGARDAGA
FRÁ RVÍK KL. 9.30
FRÁ NORÐFIRÐI KL. 12
F L U G S Ý N
SÍMAP.: 18410 18823
HÁRGREIÐSLAN
Hárgreiðslu og snyrtistofu
STEINU og DÓDÓ Laugavegi 18
m hæð (lyfta1) SlMI 2 4616
P E R M A Garðsenda 21 —
SIMI: 33 9 68. Hárgreiðslu og
snyrtistofa. .
D O M U R 1
Hárgreiðsla við allra hæfl —
TJARNARSTOFAN — Tjamar
gotu 10 — Vonarstrætismegin
SIMI: 14 6 62.
HARGREIÐSLUSTOFA AUST-
URBÆJAR — Maria Guðmunds
dóttir Laugavegi 13. — SlMi
14 6 56 — NUDDSTOFAN ER A
SAMA STAÐ.
Hanold líka. Hann hlakkaði til
að fara með strætisvagninum til
Colchester á hverjum morgni og
koma til baka með honum síð-
degis og hann hlakkaði til að
dveljast alla daga innanum
margt, margt fólk. Þorpið sem
hann átti heima í, var sosum á-
gætt, hélt hann; fólkið var gott
— en það var ekki nóg af því.
Og þar var enginn sem hægt
var að halda uppi gáfulegum
samræðum við — og það þótti
26
honum verst af öllu. Bara ein
búð í þorpinu og hún var póst-
hús um leið; engin bíó eða skát-
ar eða neitt. Colchester var stór,
svakastór. Það yrði flott að
ganga þar í skóla. Og skólinn
yrði sjálfsagt ágætur líka.
Harold var ástríðufullur safn-
ari; hann safnaði frímerkjum,
temiðum, skrýtnum steinum,
strætisvagnar óg lesta- og bíla-
númerum, marmarakúlum, fugla-
eggjum, leikaramyndum — satt
að segja næstum öllu því sem
hægt var að geyma í bók eða
kassa eða festa upp á vegg.
Móðir hans var alltaf að kvarta
yfir öllu því drasli sem hann
sankaði inn í herbergið sitt. Fað-
ir hans kvartaði lika í hvert
sinn sem hún fór fram á það.
— Ég hafði ekki séð þetta
fyrr, sagði herra Sibley og leit
upp úr blaðínu.
— Hvað er það, góði? Ef þú
vilt fara frá borðinu, þá segðu:
Fyrirgefið, Harold.
— Manstu hvað ég las fyrir
þig upp úr blaðinu í gær? sagði
herra Sibley. Fréttina um ránið
í London. Jæja, þeir eru búnir
að finna bílinn, þennan sem
ræningjarnir komust burt í.
— Jæja, það er ágætt, er það
ekki? Þú ættir að hlustaá þetta.
Harold. Það sýnir að glæpa-
menn fá alltaf makleg mála-
gjöld.
— Ég er að hlusta mamma.
— Já, jæja mundu bara að það
stendur rétt á sama hvort af-
brotin eru stór eða smá.
— Ég er ekki búinn ennþá,
sagði herra Sibley dálítið ólund-
arlega.
— Fyrirgefðu, góði. Og, Harold
— þetta er rétt hjá honum pabba
þínum — það á ekki að grípa
fram í fyrir fólki þegar það er
að tala. Haltu áfram, góði minn.
— Jæja, þeir eru búnir að
fínna bílinn.
— Þú sagðir það.
— En veiztu hvar?
— Hvar, pabbi?
— Þegiðu, Harold, þégar pabbi
þinn er að tala.
— Hann fannst í gærkvöld í
gömlu herbúðunum.
— Hjá Neðra Cavendish, áttu
við? spurði frú Sibley og sperrti
upp augun.
— Já, einmitt.
— Að hugsa sér, sagði frú
Sibley. Hvað heimurinn er lit-
ill. Heyrirðu þetta, Harold? Bíll-
inn fannst í herbúðunum. Já,
þær eru ekki nema svo sem hálf-
an annan kflómetra héðan, eða
hvað?
— Tvö þúsund, átta hundruð
og sex skref frá hliðinu okkar
að innganginum, sagði Harold.
Ég taldi þau einn daginn.
— Þú hefur vænti ég ekki
farið þangað inn, Harold? Þú
veizt hvað pabbi þinn hefur
sagt þér — það er bannsvæði.
þangað má enginn fara, það
varðar við lög að vera n*
flækjast þar.
Harold svaraði ekki.
Þú hcfur þó ekki farið þangað
inrti eða hvað?
Harold krosslagði finguma
undir bordinu og hristi höfuðið.
— Dökkblár Buick .... sagði
herra Sibley og las upp úr blað-
inu .... Skráningamúmer ACH-
231. Hér stendur að hann hafi
verið tekinn af götunni í Kens-
ington. Ræningjamir stálu pen-
ingunum á fimmtudagskvöld og
komust undan í þessum bíl, svo
hljóta þeir að hafa lagt honum
f herbúðunum og farið þaðan til
Harwich eða eitthvað annað í
öðrum bíl.
— Að hugsa sér, sagði frú
Sibley. Þeir hafa sennilega farið
héma framhjá meðan við vorum
öll í fastasvefni. Að hugsa sér...
— ACH-231 ...... tautaði
Harold.
— Hvað varstu að segja, væni
minn?
— Ekki neitt, mamma.
— Þú sagðir eitthvað. Hvað
var það? Ertu viss um að þú
hafir ekki farið inn i þessar her-
búðir? Ég vil að þú segir mér
satt, Harold, og ef ég kemst
að því að þú hafir óhlý^nazt
föður þínum, þá skal ég sjá til
þess að hann refsi þér svo að
um munar. Jæja?
Harold svaraði ekki.
— Ég er að bíða, Harold.
Harold hristi höfuðið. Ég hef
aldrei á ævinni komið þangað
inn, mamma, sagði hann. Það
er alveg satt.
— Er það alveg satt?
— Hönd á hjartastað, sagði
Harold'og krosslagði fingur ann-
arrar yv*r>rtxr roeðan
hina «pp að hjartana.
.... sex-tveir-níu-sex. Skífan
snerist til baka. Meðan Alex j
hlustaðí á suðið í simanum, |
hugsaði hann: Þetta er fráleitur 1
tími til að hringja á, sennilega j
er Anna ekki einu sinni vöknuð. j
Hún er vön að sofa frameftir á
laugardagsmorgnum.
.... summ-summ....summ-
summ....
Hann var undirbúinn; hann
var fyrirfram ákveðinn í því
hvað hann ætlaði að segja. Hún
átti aðeins að fá að segja halló,
þá ætlaði hann að taka af j
henni orðið og tala hratt — en |
ekki svo hratt að hún skildi j
ekki það sem hann segði — j
nógu hratt til að koma 1 veg j
fyrir að hún gripi fram í. Bíða j
síðan eftir svari .... Ó, guð, ó j
guð, láttu hana segja það sem ;
ég vil að hún segi, láttu hana,
skflja mig, láttu hana ekki leggja
tólið á.... I
... .summ-summ... .summ ..
. .summ....
Rödd móður önnu: Chiswick
6296.
Alex var svoiupptekinn af hinni
undirbúnu ræðu sinni, að sem
snöggvast gat hann ómögulega
framleitt önnur orð.
Röddin aftur, ögn óþolinmóð:
Hafló. Þetta er Chiswick 6296.
Hver talar með leyfi?
— Það er .... Það er Alex.
— Nei, sæll, Alex. Hvemig
líður þér?
SKOTTA
Kennarastofan. — „Ég skal veðja ad hún er skreytt með höfuð-
leðrum nemenda.”
Á
Mk T m
lilju bindi fást ALSTADAR
* BILLINN
Bent an Icecar
Sími 1 8 8 3 3
\ |/í»»»«
■éS?'
VÖRUR
Kartöflumús •* Kókómalt * Kaffi * Kakó.
líROJN'BtIÐIRNAR
BRUNATRYGGINGAR
á húsum í smíðum,
vélum og áhöldum,
effni og lagerum o.ffl.
Heimistpygging hentar yður
Heimilistryggingar
Innbús
Vatnstföns
Innbrofs
Glertrygglngar
TRYGGINGAFELAGIÐ HEIMIRS
| LINDARGÁTA 9. REYKJAVIK SlMI 8156$ SfMNEFNI , SURETY
FERÐIZT
MEÐ
LANDSÝN
• Seljum farseðla með flugvélum og
skipum
Greiðsluskilmálar Loftleiða:
• FLOGIÐ STRAX - FARGJALD
GREITT SÍÐAR
• Skipuleggjum hópferðir og ein-
staídingsferðir
REYNIÐ VIÐSKIPTIN
,-*i/
FERÐASKRIFSTOFAN
LAND SVN
TÝBGCrW 3. SÍMI 22890. — P.O. BOX 465 — REYKJAVfiL
CJMBOÐ LOÍTLEIÐA.
CONSUL CORT'NA
bllalelga n
magnðsar
sklpholti 21
slmar: 21190-211^5
/í
^Caukur Gjuömufidðóon
HEIMASÍMI 21037
- '
/