Þjóðviljinn - 19.02.1965, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 19.02.1965, Blaðsíða 6
HÖÐVnjINN Föstudagur 19. febrúar 1965 3 SÍÐA // BRÆÐRALAGIÐ amir” að framkvaema öll Óhemju löngum fundl var loks að ljúka með stjórninni í Suður-Afríku. Swart forseti stýrði fundi og ráðherramir voru teknir að líta á arm- bandsúr sín með óþreyju. En ekki hafði forsetinn fyrr gefið forsætisráðherranum orðið en allir glaðvöknuðu. Allra augu beindust ,að Verwoerd sem ró- lega mælti: „Það verða nokkrar breyt- ingar á stjórninni. Sauer ráð- herra hættir.” Og svoaftureft- ir nokkra þögn: „Þetta er á- kvörðun Bræðralagsins”. Þetta er ekkert tilbúið atriði úr bók, heldur átti þetta sér stað í raun og veru. Og hvaðn félagsskapur er svo þetta Bræðralag eða Broederbond. sem er svo voldugt, að það getur jafnvel sagt stjóm Suð- ur-Afríku fyrir verkum? // i/' Engu gleymt né fyrirgefið' Það er engin opinber saga Bræðralagsins til, enda kæra leiðtogar þess sig sízt af öllu um það, að eftir þeim sé tek- ið. Við vitum hinsvegar, að Bræðralagið var stofnað sum- arið 1918 og voru stofnendur 14 aldraðir og virðulegir Búar. Endanlegur tilgangur félags- skaparins var sá að koma á fót „Kristilegu og Þjóðlegu Lýðveldi Afríkana” en afkom- endur Búanna kalla sig nú formlega Afríkana. Mikilvæg- asti liður á stefnuskrá sam- takanna var sá, að allir þel- dökkir kynþættir í landinu skyldu þróast aðskildir undir leiðsögn hvítra manna. Af þessu spratt svo Apartheid- kenningin, sem nú er undir- staðan að opinberri stefnu S- Afríku í kynþáttamálum, sem kunnugt er? Bræðralagið er mjög þröngur félagsskapur, og þeir Afrfkan- ar, sem fá inngöngu verða að vera valdamiklir og auðugir menn. Eftir að hið „innra ráð” samtakanna hefur gefið sam- þykki sitt til þess, að einhver fái inngöngu, er viðkomandi hafður undir leynilegu eftirliti um tveggja eða þriggja ára skeið. Fyrir heimsstyrjöldina síðari var meðlimatala Bræðra- lagsins ekki meira en hálft þriðja þúsund, núna er hún að því er ýmsar heimildir telja, eitthvað um sjö þúsund. En þessir sjö þúsund menn eru þá líka máttarstólpar hinnar hvítu yfirstjórnar í landinu. Upptaka nýrra félaga í Bræðralagið er dularfull at- höfn með ýmsum atriðum fengnum að láni frá Ku Klux Klan, Jesúítum og Frimúrur- um. Á börum í svartþiljuðu herbergi hvílir leirlíkneski af manni og í brjóst líkneskinu er rýtingur rekinn upp að Vopnasölur Englendinga til fasistastjómarinnar í Suður-Afríku cr lcngi búið að vera pólitískt hneyksli. — Hér sjáum við mótmælafund á Trafalgar Square í London þar sem þess er krafizt, aö öllum slíkum vopnasölum sé hætt og pólisískir fangar látnir lausir. Leynifélagið sem stendur á bak við Apartheid- stefnu stjórnarinnar í Suður-Afríku hjöltum. Og síðan glymur eiö- ur Bræðralagsins í eyrum: ,Bá, sem svíkur Bræðralagið mun af Bræðralaginu deyddur verða. Bræðralagið fyrirgcfur Verwoerd. ekkert og gleymir engu”. Suð- ur-Afríkubúar vita það, að þessar hótanir eru meira en orðin tóm. Valdabaráttan Það var ætlun Bræðralags- ins frá því fyrsta að ná völd- um, og tækið sem til þess var beitt, var Þjóðernissinnaflokk- urinn. Þessi stjómmálaflokkur, sem stofnaður var 1914, fjór- um árum áður en Bræðralagið —------------------------ Vinsæ/t rit, en óvæntir út- gáfueríiðieikar sumstaðar „Það sem þér ber að vita um Sameinuðu þjóðirnar“ heit- ir lítil bók, um 50 blaðsíður, sem með Iéttum texta og mörgum góðum myndum hefur vakið athygli og áhuga manna um víða veröld. Sameinuðu bjóðirnar hafa á skömmum tíma prentað fimm upplög af ensku útgáfunni. Sænsku félagssamtökin um Sameinuðu þjóðirnar hafa ný- lega sent á markaðinn þriðju útgáfu bókarinnar. Hún hefur og nýlega verið send á mark- aðinn í Danmörku, og áður en langt líður er von á norskri og finnskri útgáfu. Alls hefur „Það sem þér ber að vita um Sameinuðu þjóðimar" selzt i mörg hundruð þúsund eintök- um. En á Fillippseyjum komu óvænt upp erfiðleikar. Upp- lýsingaþjónusta Sameinuðu þjóðanna í Manilla skýrir frá þvf, að forstjóri tungumála- stofnunar ríkisins hafi tekizt á hendur að þýða bókina á tagala-málið. En á sl. hausti sópaði hvirfilvindur húsi for- stjórans burt, og með því hvarf handritið af þýðingunni. Af þessum sökum seinkar þýðingu bókarinnar talsvert. Með hjálp konu sinnar, sem er sérfræð- ingur í tagala-máii og sonar beirra hjóna vonast forstjórinn til að geta skilað nýrri þýð- ingu áður en langt um líður. Útgáfan verður kostuð af kven- félagi á Filippseyjum. kom til sögunnar, hefur drukk- ið í sig allan þann þjóðemis- hroka sem bjó með stórbænd- um og stóratvinnurekendum Afrfkana. Með skipulögðu starfi hafði Bræðralagið komið svo ár sinni fyrir borð 1935 að það réð flokknum að mestu. Um svipað leyti urðu til undir yfirumsjón Bræðralags- ins önnur stjórnmálasamtök, Ossewa Brandwag eða OB eins og þau eru vanalegast skammstöfuð. Kringumstæð- umar við stofnun þessara samtaka eru gótt dæmi um þann þjóðernishroka, sem Bræðralagið færði sér í nyt. 1938 var hundrað ára afmæli orustunnar við Blóðá þegar hinir sígrandi Búar höfðu brot- ið á bak aftur Zúlúhöfðingjann Dingaan og lið hans. Þessi or- usta var hámark þjóðflutning- anna miklu, er Búarnir hófu, til þess neyddir af Englend- ingum. Hópum saman héldu þeir á vögnum sínum langt inn í landið og létu uxa draga vagnana. Hundrað ára afmæli orustunnar við Blóðá varð svo tilefni þess' að stofna samtök með jafn saklausu nafni og Ossewa Brandwag, sem þýðir „Verðir hinna uxadregnu vagna”. í raun og veru var hér um hrein fasistasamtök að ræða, sem engu líktust meir en stormsveitum Hitlers. Yf- irmaður OB var dr. Van Rendsburg, sem einnig var meðlimur í Bræðralaginu. Bræðralagið og önnur fé- lagssamtök því skyld fóru ekki í neina launkofa með ást sina og aðdáun á Þýzkalandi naz- ismans og á stríðsárunum beittu samtökin sér af alcfli gegn hinni ensksinnuðu stjórn Smuts hershcifðingja. Leynileg rannsókn sem Smuts lét fara fram á starfsemi samtakanna, leiddi svo furðulega hluti í ljós, að Smuts bannaði það að birta rannsóknarskýrsluna opinberlega. Kannski hefur hann sannfærzt um það, að hann gæti ekl:i gengið af fé- lagsskapnum dauðum og því ástæðulaust að vera með múð- ur. E.t.v. hefur hann ætlað sér að hafa skýrsluna f bakhönd- inni ef honum ætti eft.ir að lenda saman við samtökin aft- ur ... En Bræðralagið hafði sfnar eigin fyrirætlanir um framtíð landsins og þar var ekki gert ráð fyrir þeim sem ekki voru á sama máli, enda þótt þeir kynnu að tilheyra hinum hvítu og útvöldu. Með allskonar bellibrögðum tókst Þjóðernis- sinnaflokknum að vinna kosn- ingarnar 1948, enda þótt meiri-. hlutinn væri naumur. Og alla tíð síðan hefur Bræðralagið stjórnað stjóminni í landinu. Vitað er, að af núverandi stjórn eru þeir Vervoerd, forsætis- ráðherra og Swart, forseti, að viðbættum fjármálaráðherr- anum og varnarmálaráðherr- anum, meðlimir þess hluta samtakanna, sem gengur undir nafninu „Postularnir tólf”. Það er hald manna, að yfir- maður „postulanna” sé fjár- málamaðurinn P. J. Meyer, forstöðumaður ríkisútvarpsins í landinu. Bræðralagið er efnahagslega voldugt enda hefur það inn- an sinna vébanda fjársterkustu aðila landsins. „Postularnir" og aðrir meðlimir Bræðralagsins eru eigendur og forstjórar allra helztu banka og fyrir- tækja Suður-Afríku. Þar við bætist, að meðlimir Bræðra- lagsins fara með yfirstjóm á öllu hinu gífurlega fjármagni ríkisins. Enn má geta þess, að Volksbankinn, sem stofnaður var af Bræðralaginu skömmu fyrir stríð, er í dag orðinn að einni voldugustu bankasam- steypu í landinu. Þegar Bræðralagið hafði fest sig í sessi, tóku „Postul- stefnuskráratriði samtakanna og upp frá því hefur hver kyn- þáttalöggjöfin rekið aðra og Apartþeid má nú segja að sé komið í algleyming sinn. Valdbeltingin Það var á ámnum uppúr 1920, sem Bræðralagið tók fyrst verulega að láta að sér kveða, einmitt á sama tíma og naz- isminn var að festa rætur í Þýzkalandi. „Bræðumir” höfðu að sjálfsögðu mikinn áhuga a því sem var að gerast með Germönum, og þýzkir nazist- ar litu með mestu velþóknun á hina suður-afríkönsku útgáfu stefnunnar. Verwoerd, sem síðar átti eftir að verða helzti hugmyndafræð'ngur og arki- tekt apartheid-stefnunnar, hlaut menntun sína í Þýzka- landi og þegar heim kom varð það eitt hans fyrsta verk að þýða „Mein Kampf” Hitlers á Afríkaans, sem er mál Búanna í SUður-Afríku. Og forystu- menn Bræðralagsins gerðu tíð- reist til Þýzkalands þegar naz- istar réðu þar öllu. Þjóðverjar gerðu sér all- miklar vonir um stormsveitir dr. Van Rendsburgs. 1 skjala- safni þýzka utanríkisráðuneyt- isins frá nazistatímanum hef- ur fundizt eftirtektarvert skjal, dagsett 6. ágúst 1940 og byggt á skýrslum sem erindrekar ráðuneytisins hafa skilað. Skjal- ið skýrir svo frá; að Ossewa Brandwag sé reiðubúið til þess að leggja fram 160.000 manns í hemaðaraðgerðum gegn stjóm Smuts hershöfðingja. Leiðtogar OB báðu aðeins um meiri þýzk vopn og vildu að þýzk hernaðaryfirvöld sam- ræmdu aðgerðir þýzks herliðs væntanlegum aðgerðum OB. Haustið 1940 var þýzkur njósnari og skemmdarverka- maður, þekktur undir nafninu Walter Kempf, sendur til S- Afríku. Og hver var svo þessi Walter Kempf? Hann var fyrr- verandi hnefaleikameistari S- Afríku, fasisti af lífi og sál og sannfæringu og hafði lengi staðið í sambandi við Bræðra- lagið og OB. Honum tókst að fremja mörg skemmdarverk áður en yfirvöld hefðu hend- ur í hári hans. Skömmu síðar voru allmargir leiðtogar OB komnir undir lás og slá, þeirra á meðal Balthazar Vorster, sem nú er dómsmálaráðherra í stjóm Verwoerds. Sé rannsakað sambandið á milli Bræðralagsins og þýzku nazistanna kemur í ljós, að ýmislegt í Apartheid er beint tekið frá Hitler og félögum hans. Þetta á ekki hvað sízt við um þær fyrirætlanir Ver- woerds að „leysa algjörlega” kynþáttavandamálið. „Bant- ustans” eða blökkuhverfi Ver- woerds em litlu betri en Gyð- ingahverfi þýzku nazistanna og lögregla hans hefur tekið sér Gestapo til fyrirmyndar um meðferð fanga. Það er engin tilviljun, að þýzkir naz- istar skuli falla í stafi yfir dýrðarríki Verwoerds. Suður- Þessi mynd er af hóteldyra- verði í Durban í Suður-Afriku. Slík störf ein þykir hinnl hvítu herraþjóð sæma injifæddum mönnum í landinu þvi. Afríka hefur tekið opnum örm- um fjölmörgum SS-liðsforingj- um sem þangað flúðu 1945. Þess má geta, að enski fas- istaforinginn Oswald Mosley, sem heimsótti Suður-Afríku fyrir tveim áram, átti engin orð nógu stcrk til þess að lýsa hrifningu sinni á landi ^og stjórnarfari. Vart hefur það orðið til þess að minnka aðdá- un Mosleys, að skömmu áður hafði Jan Haak, sem er að þvi er margir trúa sá sem koma skal í stjórn Verwoerds, gefið hvorki meira né minna en hundrað þúsund sterlingspund í sjóð enskra fasista. Leiðtogar Bræðralagsins era miklir vinir fasistanna í stjóm Salazars og öfgamannanna í Rhódesíu. Verwoerd styður að því að bæla niður sjálfstæðis- hreyfingar í Angóla, Mozamb- ique og Rhódesíu og fullyrt er að her hans hafi sérstakar sveitir sem ætlunin sé að beita gegn innfæddum mönnum ekki eingöngu heima fyrir, heldur og erlendis. Það ætti að vera nægilega ljóst af framanskráðu, að „Postular” Bræðralagsins eru framgjamir menn; En þeír mættu þó minnast þess, hvern- ig fór fyrir brúnklæddum post- ulum hins þýzka nazisma. (t)r „New Times”) NTB — Peking. — Kosygin, forsætisráðherra Sovétríkj- anna, kom í nótt að ísl. tíma til Peking. (TíminnJ. Vestur-þýzkir menntamenn | mótmæh kúgunariöggpf I Samtals 1200 menntamenn í Vestur-Þýzkalandi, bæði vís- indamenn og Iistamcnn, hafa í bréfi til Erhards kanzlara farið þcss á lcit, að hann beiti áhrifum sínum til þess að hindra gildistöku fyrirhug- Eðra laga sem munu, rf af verður, veita stjórninni rétt til þess að afncma að hcita má öll lýðræðisréttindi. Að vísu er ckki gert ráð fyrir bví, að lögunum sé beitt nema sérstaklega standi á, en flest- um þykir það uggvænlegt, að slíkt Iagafrumvarp skuli yfir- leitt koma fram í landi sem kallar sig lýðræðisríki. Meðal þeirra, sem undir- rita bréfið til kanzlarans, eru ýmsir þekktustu vísindamenn og listamenn Vestur-Þýzka- lands, auk þekktra kirkjuleið- toga svo sem Martins Nie- möller og prófessors Hellmut Gollwitzer. Nefna má Nó- belsverðlaunahafann Max Bom, rithöfundana Erich Kastner, Hans Magnus Enz- ensberger og Gúnter Grass, Spiegel-lögfræðinginn Josef Augstein; leikkonuna Elisa- beth Bergner, hljómsveitar- stjórann Joseph Keilbert og píanóleikarann Wilhelm Kempff. Sósíaldemókratar styðja í meginatriðum þetta lagafram- varp, en innan verkalýðs- hreyfingarinnar er mikil and- j staða gegn því. Með þessum ■ lögum verður unnt að setja ■ allt efnahagslíf á fáum dög- j um undir eina yfirstjórn, sem ! engu er lík nema hinu „al- ■ gera stríði” Hitlers. Þá er ■ ritfrelsið í hættu, því að enda : þótt það verði ekki að nafn- | inu til afnumið er alltaf sá ■ möguleiki fyrir hendi að : þvinga óþægan aðila til þess j að halda sig á mottunni, með ■ því að skammta honum ekki • nauðsynlegan pappír. Og hætt ■ er við því, að ef lögin verða j á annað borð samþykkt, • freistist stjórnin til þess að ■ faera sér þau í nyt.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.