Þjóðviljinn - 19.02.1965, Blaðsíða 12
1
ASalfundur Sfarfsstúlknafélagsins Sóknar samþ. einróma:
Kjarabaráttan verii háð samkvæmt
stefnunni sem ASl-þingið markaði
B Starfsstúlknafélagið Sókn
hélt aðalfund í fyrrakvöld,
en Sókn er nú orðin eitt af
fjölmennustu verkalýðsfé-
lögum landsins, með 908 fé-
lagsmenn. Urðu miklar um-
ræður um kjaramálin á fund-
inum og mikill áhugi fyrir
því að bæta kjörin, ekki sízt
að stytta vinnuvikuna, en
félagsmenn Sóknar munu nú
eina starfsfólkið á sjúkra-
húsunum sem vinnur 48
stunda vinnuviku.
■ Stjórnin var öll endur-
kjörin einróma, en formaður
Sóknar er Margrét Auðuns-
dóttir.
Formaður flutti skýrslu stjórn-
arinnar og rakti ýtarlega breyt-
ingar þær sem orðið hafa á
kaupi og kjörum Sóknarfélaga
á síðastliðnu ári og tók svo til
meðferðar kjaramálin almennt
og þær kröfur sem félagið hlyti
að vinna að á næstunni. Var
meginatriði þeirra krafna bund-
ið í tillögu, sem aðalfundur-
inn samþykkti einróma, en hún
er þannig:
„Fundurinn álítur, að kaupgjald
í dagvinnu verði að hækka
verulega, svo að vinnandi
fólk telji sér lífvænt af dag-
vinnukaupi einu saman.
Fundurinn telur, að ekki megi
á neinn hátt slaka á þessari
kauphækkunarkröfu vegna
samninga um önnur aðkall-
andi hagsmunamál verka-
fólks, né láta framkvæmd
hennar verka til frekari
lækkunar á yfirvinnukaupi,
þar sem slíkt, myndi tef ja
fyrir raunverulegri styttingu
vinnudagsins, sem var önnur
aðal krafa siðasta Alþýðu-
sambandsþings.
Fundurinn telur ennfremur
nauðsynlegt, að orlof verði
lengt, og að það verði notað
til hvíldar og raunverulegr-
ar styttingar vinnuársins.
Fundurinn beinir þeim t'Imæl-
um til miðstjórnar Alþýðu-
sambands íslands, að hún
hvetji sambandsfélögin til að
búa síg sem bezt undir þá
kjarabaráttu, sem framundan
er, og að hún hafi forystu,
í nánu samráði við sambands-
félögin, um að marka stefn-
una á grundvelli sambykkta
síðasta sambandsþings".
Sjúkrasjóður
Þá voru reikningar félagsins
I.agðir fram og sambykktir ein-
róma. Kom þar fram m.a. að
Riúkras.ióður félags'ns vex nú
dr.iúgum og voru á árinu
ereiddar úr honum samtals
t!02.971.11 kr. til félagskvenna.
Stjórnarkosning
Stjóm félagsins var öll end-
'"•kiörin og er hún þannig skir-
nð: Formaður Margrét Auðuns-
'’óttir. Varaformaður Viktoría
‘"’-uðronndsdóttir. Ritari Sign'ður
c'r;ðriksdóttir. Gialdkeri Mar-
Tét Gi’ðmundsdáttir. Meðs+iórn-
andi Asa Björnsdóttir. Vara-
s+iórn: Ólafía Sumarliðadóttir,
Kris.tfn Sigurðardóttir, Guðlaug
R. .Tónsdóttir.
T tn'maðarroannaráð voru kiörn-
ar: Kristín Biörnsdóttir, Ingi
’T'horaren,=en. Lilia Jónsdóttir.
Qóiveie Sieu.rgeirsdóttir. Oe til
vara: Biörg Jóhannsdót+ir. Kris'-
fé Sigurðardóttir. Halldóra Sig-
nróardóttir.
Fndurskoðendur voru kiörnar:
Qoffía Jónsdó+tir, Þórunn Guð-
mundsdóttir. Varaendurskoðandi:
Vilborg Biörnsdóttir
A AKUREYRI urðu í gær tveir
smávægilegir bifreiðaárekstrar.
Einnig eru tíð í bænum núna
ýmis unglingabrek, svo sem það
að unglingar leggjast á glugga
og geri sitthvað að fleira í því
skyni að hræða fólk.
Stutf spjall Wð sovézka lisfdansara
Sovézku listdansararnir ásamt verzlunarfulltrúa Sovétríkjanna hér á landi og dóttur hans. —
Myndin er tekin á flugvellinum við komu listdansaranna.
(Ljósm. Þjóðviljans A.K.).
1 kvöld verður í Háskóla-
bíói íslenzk frumsýning á
sovézku ballettkvikmyndinni
ÞYRNIRÓS, sem víða hefur
verið borin miklu lofi. Þessi
sýning verður með allmiklu
meiri tilþrifum en venja er
til þegar erlendar kvikmynd-
ir rata hingað, góðár eðá
slæmar. Þar verða staddir
þeir listdansarar tveir sem
fara með aðalhlutverkin í
myndinni, þau Alla Sízova og
Júrí Solovjóf, bæði frá Len-
ingrad.
Hingað komu þau í gær og
meðal þeirra sem tóku á móti
þeim á flugvellinum voru
þeir Túpitsín sendiherra og
samstarfsmenn hans og Frið-
finnur Ólafsson, forstjóri Há-
skólabíós.
Á Hótel Sögu gafst tæki-
færi til að leggja fyrir þau
nokkrar spurningar.
— Nei, við erum ekki að
koma frá London, sögðu þau
aðspurð, frumsýningunpi á
myndinni sem þar átti að
vera þann tólfta var frestað.
Hingað komum við beint frá
Moskvu. Og héðan förum við,
með örstuttri viðkomu í
Moskvu, til Beirút í Líbanon
til að vera við frumsýningu
myndarinnar þar.
— Jú, það var erfitt að fá
frí í leikhúsinu núna á starfs-
árinu miðju, því við döns-
um í allmörgum verkum.
En það tókst, líklega vegna
þess að því var lofað að við
skyldum ekki vera lengi. Sjálf
urðum við mjög. ánægð þegar
við fréttum af þessum
skemmtilega möguleika.
— Við lukum námi við list-
MEÐ Þ YRNIRÓS
ERÁ REYKJAVÍK
Tll LÍBANON
dansskólann í Leningrad árið
1958. Vorum reyndar í sama
bekk — og höfum mikið dans-
að saman síðan í Kírofleik-
húsinu. Og oft farið til út-
landa með flokknum.
— Hvert var síðast farið?
— Til Bandaríkjanna. Þar
dönsuðum við rúma þrjá
mánuði á síðari hluta fyrra
árs og gekk ljómandi vel.
Þangað fórum við einmitt
með ÞYRNIRÓS. Við dönsuð-
um einnig í Þyrnirós fyrir
Bandaríkjamenn árið 1961.
Það ber ekki á öðru en beir
hafi mætur á þessum ballett.
— Er kvikmyndin mjög ólík
sviðssýningu Kírofballettsins?
— Þetta er ekki kvikmynd-
uð sýning, heldur kvikmynd
gerð sem slík. Atriðin eru
ekki tekin á senu. Skreytingar
eru allt aðrar, og ýmsum at-
riðum hefur verið sleppt úr
ballettnum, en hann er lang-
ur, í fjórum þáttum. Og dísin
illa er til að mynda dönsuð
nokkuð öðruvísi en venja er
til — hér dansar hún á tán-
um en það leyfði Pepita ekki
þegar hann samdi sína dansa
við tónlist Tsjaikovskís.
— Það voru annars síðust
tíðindi í leikfiúsinu, að ösku-
buska var aftur sett á svið,
og þá með nýjum hætti. Hver
sé sérkennilegastur danshöf-
höfundur í Leníngrad? Það
myndi líklega vera Jakob-
son — hann hefur reynt að
sækja ýmislegt til Grikkja og
Rómverja, til þess sem vit-
að er um þeirra hreyfingar.
Hann setti einmitt Spartakus
eftir Katsjatúrían á svið hjá
okkur.........
Enginn vissi ennþá hvernig
þessum tveim e'Sa þrem dög-
um á Islandi myndi varið.
Við höfum lesið að landið sé
fallegt, sögðu þau og vonuð-
umst til að siá furður náttúr-
unnar. Og áður en samtalinu
lyki fengum við staðfestingu
á því, að franska akademían
í París hefur veitt þeim báð-
um mikla viðurkenningu —
sæmt Solovjof Nísjínskíverð-
launum og Sízovu verðlaun-
um þeim sem kennd eru við
önnu Pavlovu. Það er ekki
leiðum að líkjast.
I
Verkfallinu á Skagaströnd loks lokið
B Nú er verkfallinu
á Skagaströnd loks af-
létt og hafa starfsmenn
frystihússins Hólaness h.
f. fengið greidd laun sín.
■ Sem kunnugt er
lögðu verkamenn sem
unnu hjá Hólanesi, nið-
ur vinnu í byrjun des-
ember, vegna þess að
þeir höfðu ekki fengið
greidd laun sín í fimm
vikur. Starfræksla frysti.
hússins er þó ekki haf-
in enn, en mun líklega
hefjast innan skamms.
■ í ráði er að vélbát-
urinn Keilir verði gerð-
ur út frá Skagaströnd
og mun hann leggja upp
hjá Hólanesi h.f., en ekki
er ákveðið hvehær hann
hefur róðra. Skipstjór-
inn á Keili, Gunnar
Sveinsson, slasaðisf all-
mikið sl. mánudags-
kvöld, er hann velti
dráttarvél niður um 5
metra háan vegarslakka
á Skagastrand.
FJÆ berzt stórgjöt
frá finskum málara
B Félagi íslenzkra myndlistarmanna hefur borizt höfð-
ingleg gjöf frá finnska málaranum Lennart Segerstrále,
þeim er málaði freskómyndina í Hallgrímskirkju í Saur-
baé. Gefur hann félaginu greiðslu þá, er hann fékk fyrir
freskómyndina, að upphæð krónur 67.000,00.
Frá þessu skýrði Hörður Ág-
ústsson ritari Félags íslenzkra
myndlistarmanna á fundi, er
stjórn þess hélt með blaðamönn-
um í gær
Lennart SeTer=+.ráIe pröfessor
er einn af þekktustu listmál-
urum Finnlands, sérstaklega er
hann þekktur fyrir kirkjulist
sína. Einnig hefur hann fengizt
við ritstörf.
Segerstrále hefur verið full-
trúi Finnlands í Norræna list-
bandalaginu um árabil og þekk-
ir vel til íslenzkrar listar. Hann
var viðstaddur listahátíðina hér
heima í vor og lét þá svo um
mælt, að það væri aðdáunarvert,
að íslenzkir málarar skyldu
vinna af slíkum eldmóð við önn-
ur eins skilyrði og þeir byggju.
Eins og áður er sagt er gjöf
þessi greiðsla sú, er hann hlaut
fyrir að mála freskómálverkið
í Hallgrímskirkju í Saurbæ.
Engin skilyrði fylgdu gjöfinni
og kvaðst stjóm félagsins enn
ekki vera ákveðin í hvað gert
yrði við hana, en búast við, að
stofnaður yrði um hana sjóður.
Verður það þá annar sjóðurinn,
er félagið hefur umráð yfir er
hinn utanfararsjóður og einnig
gefinn af listamönnum.
Á fundinum í gær skýrði
Hörður Ágústsson einnig frá
byggingu hins nýja listamanna-
skála. Félaginu hefur nú vérið
úthlutað lóð á Miklatúni
(Klamratúni) og hefur Hannes
Davíðsson hafið teikningu skál-
ans.
Mun skálinn skiptast í þrennt,
Framhald á 9. síðu.
Málflutningur í
^Fríhafnarmálmu'
12. marz n.k:
Samkvæmt upplýsingum
Bjöms Ingvarssonar lög-
reglustjóra á Keflavíkur-
flugvelli mun málflutning-
ur í „Fríhafnarmálinu“
svonefnda fara fram 12.
marz n.k. og verður dóm-
ur væntanlega felldur í
málinu nokkrum dögum
síðar.
LARSEN kvaddur á vellinum
Lúðvík Jósepsson kveður Aksel Larsen á Reykjavíkurflugvelli í
gær. — (Ljósm. Þjóðv. A.K.).
FLUGVEL VESTANFLUGS
LASKAST í LENDINGU
Um kl. 2 síðdegis í gær er
flugvél Vestanflugs var nýlent
á Reykjavíkurflugvelli og var
að renna eftir brautinni vildi
það óhapp til að nefhjól flug-
vélarinnar bilaði með þeim af-
leiðingum að flugvélin féll að
framanverðu niður á brautina
en við það rákust skrúfublöð
hreyflanna niður og skemmd-
ust. Engin mciðsli urðu hins
vegar á mönnum, cn í vélinni
voru fjórir farþegar auk flug-
mannsins. Var hún að Itoma
frá Siglufirði.
Þjóðviljinn átti í gær stutt
tal við aðaleiganda flugvélar-
innar, Guðbjprn Charelssoo.
Sagðist hann ekki hafa verið
með vélina sjálfur er óhappið
vildi til og ekki vita nákvæm-
lega hvað hefði eiginlega gerzt
en taldi að nefhjólið eða læs-
ingin á því hefði bilað. Um
tjónið sagðist hann ekki geta
sagt með fullri vissu ennþá.
Skemmdir hefðu orðið á
skrijfublöðum beggja hreyfl-
anna, en vélin er tveggja
hreyfla vél af gerðinni Piper
Apache. Skemmdir urðu hins
vegar ekki á sjálfum bol vél-
arinnar.
Guðbjörn kvaðst vona að
þetta óhapp yrði ekki til þess
að hindra starfsemi Vestan-
flugs í langan tíma en félagið
á aðeins þessa einu vél. Kom
hún til landsins um mánaða-
mótin apríl—maí í fyrra og
hefur síðan haldið upp sam-
göngum milli ísafjarðar og
Reykjavíkur og á milli staða
á Vestfiörðum innbyrðis. Hef-
ur verið nóg að gera fyrir
flugvélina og hún verið í ferð-
um alla daga þegar fl-ugveður
hefur verið. Sagði Guðbiörn að
lokum að revnt vrði að útvega
nv skrúfublöð sem allra fyrst
eða þá að fá aðra flugvél
leigða í stað þessarar ef það