Þjóðviljinn - 19.02.1965, Qupperneq 10

Þjóðviljinn - 19.02.1965, Qupperneq 10
J0 SlÐA ÞTÓÐVILJINN UNDIR MÁNASEGÐ Skáldsaga eftir M. M. KAYE drottning ykkar getur ekki sent neinn liðstyrk. Berjizt ekki gegn okkur — heldur með okkur! Það væri þá ekki í fyrsta sinn, sem menn frá Vesturlöndum hafa stutt okkur með ráðum og dáð — Avitable, George Thomas, Venture, Potter, Gardiner .... Alex hló; og Kishan Prasad roðnaði þegar hann heyrði þenn- an hlátur. Hann lét útrétta hönd sína síga. Fyrirgefðu, sagði hann alvarlega. Þetta var heimskuleg athugasemd. Kishan Prasad brosti. Það er leitt að blóð okkar skuli gera okkur að fjandmönnum. Ef til vi'll fæðizt þér sem Hindúi í næsta lífi. — Ef til vill, þegar ég er bú- inr. að koma yður í gálgann í þessu lífi, svaraði Alex. — Það er einnig hugsanlegt, sagði Indverjinn. En stundin er ekki runnin upp ennþá. Hann kvaddi með djúpri hneigingu og gekk niður þrepin og niður í sólbjartan garðinn. Þjónar hans hlupu meðfram opn- um vagninum þegar hann ók burt. En spá hans reyndist rétt. Herra Barton hlustaði með sýni- legri vantrú á sögu Alexar. Auð- vitað hafði Alex missýnzt. Þessir niggarar voru allir hver öðrum Smurt brauð Snittur brauö bœr við Óðinstorg. Sími 20-4-90. FLJUGUM: ÞRIÐJUDAGA FIMMTUDAGA LÁUGARDAGA FRÁ RVIK KL. 9.30 FRÁ NORDFIRDI KL. 12 F L U G S Ý N SlMAR: 18410 18823 HÁRGREIÐSLAN Hárgreiðslu- og snyrtistofa STEINU og DÓDÓ Laugavegi 18 III hæð Oyfta) SIM1 2 46 16 li'kir. Hann vísaði með vanþókn- un frá sér öllum tilgátum um það, að honum hefði sjálfum skjátlazt. Það væri svívirðileg móðgun að láta sér detta annað eins i hug! Kishan Prasad hafði meira að segja gefið honum dá- lítið leikfang sem hann hafði með sér frá París — spiladós með nektardansmey sem hreyfði vaxlimi sína í takt við tónana. Hún stóð þama á borðinu og gat sannað hans mál! Hann hafði meira að segja gefið honum aukalykil að henni — mjög hugulsamt af honum. Slíkir smáhlutir týnast svo oft. 37 Alex vék talinu aftur að mál- inu. Herra Barton fékkst ekki til að trúa honum. Alex hafði á- reiðanlega verið viðstaddur ein- hverja trúarathöfn. Það var bezt að koma ekki nálægt slíku. Þá misstu þeir svörtu alla stjóm á sér. Það var ekkert sem máli skipti. Með tilliti til þeirrar full- yrðingar Alexar um að enskt bam hafði verið drepið, gat hann ekki sagt annað en það, að hann hlaut að hafa orðið fyrir sterkri sefjun af umhverfinu. Auðvitað hafði þetta verið geitarkið! Hann ráðlagði honum framvegis að hætta að búa sig dulargerfi og hnýsast í svona lagað; bað var fyrir neðan virðingu hans sem starfsmanns félagsins og það gat valdið alls konar erfiðleikum. Hann ætti að láta særða hand- legginn sér að kenningu verða! Og ► nú . v-ildi • ‘ herra -. Barton éiarnan. heyra. hvafla fréttir Alex færði honum af condesunni. Hann vonaði að hún væri hress og heilbrigð. Hún var víst ekki -érlega falleg. En útlitið skipti ekki öllu máli. Honum hafði fundizt réttara, að hún héldi á- fram til Delhi með frú Abuthnot, bar sem hann átti bráðlega er- indi þangað hvort sem var. Þá sparaði hann sér leiðinlega og breytandi ferð til Calkútta. Tvær flugur í einu höggi! Alex hafði ekki eytt neinum ó- barfa orðum f condesuna og byrj- aði aftur að tala um Kishan Prasad og atburðina í Khanwai. Hann hafði rökrætt, útskýrt og sárbænt. en herra Barton var ó- sveigjanlegur. Hann gat ekkert eert í þessu máli. Það væri bezt að gleyma öllu þessu leiðinda- standi. Ofurstamir þrír við herdeild- ir innfæddra, sem staðsettar voru í Lunjore, voru honum sammála. Moulson ofursti hafði verið beinlínis ósvífinn og hafði beitt öllum áhrifum sfnum til þess að koma f veg fyrir að sendiherr- ann sinnti þessu. Pacher ofursti, kristilega þenkjandi maður, virt- ist láta sér næg.ia að biðja og láta guð almáttugan um málið að* öðru leyti. Beckwith Tiajór, sem gegndi störfum ofursta f or- lofi Cardener-Smiths. var dálít- íð tvfréðnr op huggpði sig við að hann gæti ekkert aðhafzt í fjar- veru Gardener-Smiths ofursta og hemum. Það var ekki annað en orðrómur. Hann þorði ekki að taka ábyrgð á öðru eins og því að taka höndum svo áhrifamik- inn mann sem Kishan Prasad, sem engin ástæða var til að gruna um græsku, allra sízt þar sem sendiherrann í Lunjore var reiðubúinn að svarja, að Ind- verjinn hefði ekki verið á þess- um .... þessum fundi í Khan- wai. Honum fannst ekki heldur viðeigandi af liðsforingja eins og Randall að gera slíkar rannsókn- ir upp á sitt eindæmi. Til þess ama höfðu þeir launaða, inn- fædda njósnara. Auðvitað myndi hann láta þessa fregn berast til réttra aðila, en þangað til .... Alex hafði fundið vonleysið og beiskjuna vaxa meðan hann hlustaði. Þannig hlaut mönnum að líða sem voru álitnir geðveik- ir og settir í klefa þar sem þeir börðu ‘ höfðinu við bólstraða veggi, sannfærðir um að þeir sjálfir voru heilbrigðir og verð- irnir brjálaðir. Kannski hafði það verið fjarstæða að ímynda sér að nokkur vildi hlusta á hann, fyrst ma.ður eins og John jakob hershöfðingi var álitinn bölsýnismaður. Þetta fór eins og Kishan Prasad hafði sagt fyrir; orðum hans var ekki trúað, vegna þess að meiri hlutinn vildi ekki trúa þeim. Það var ólíkt þægilegra að loka augunum og vona að hættan liði hjá ef henni væri ekki gefinn gaumur. Alex gat fengið leyfi til að hafa með ’sér sex riddaraliðs- menn og þrjá brezka liðsfor- ingja til að athuga, hvort hann gæti útvegað ótvíræðar sannanir fyrir því morði sem hann full- yrti, að hann hefði verið sjónar- vottur að. Herra Colvin viður- kenndi með semingi, að skýrsla hefði borizt um bamshvarf fyr- ir viku. Þriggja ára sonur ensks hermanns í Cawnpore; það var hugsanlegt, en varla líklegt .... Alex hafði riðið til Khanwai ásamt sex riddaraliðsmönnum og þremur vantrúuðum liðsforingj- um. Þeir höfðu ekkert fundið — alls ekki neitt. Tíu skref inni í frumskóginum bakvið rústimar höfðu þeir rekizt á nýlega gröf, en f þppni var, ekkert að finna nema leifar af rotnu hræi af hvítri geit. Sendiherra I Lunjore. 13 Það voru nú sex vikur síðan Abuthnotfjölskyldan hafði farið frá Calcútta í hina löngu ferð norður á bóginn til Delhi. Carly- on og Gardener-Smith fjölskyld- an höfðu óvænt ákveðið að slást í förina með þeim. Carlyon lávarður, sem hafði allt i einu fengið áhuga á hinni gömlu höfuðborg stórmógúlsins, hafði með mörgum fögrum orð- um farið fram á að fá að fylgj- ast með þeim og ógemingur hafði verið að neita svo kurteis- legri bón. Frú Abuthnot hafði ekki verið eins hrifin þegar Gardener-Smith fjölskyldan breytti um áætlun á síðustu stundu — hún hafði í hyggju að dveljast nokkrar vikur í Delhi. Frúin hafði borið það fyrir sig að rakur hitinn í Calcutta væri óþolandi, en frú Abuthnot, sem sízt af öllu vildi vera ókurteis, hafði grun um að þátttaka Car- lyons lávarðar hefði ráðið úr- slitum. Hún átti líka bágt með að trúa því að það væri félags- skapurinn í heild, sem laðaði Carlyon lávarð. Auðvitað vissi hann að bæði Lotta og Vetra voru trúlofaðar, en gat það ver- ið að hann væri hrifinn af Soff- íu? Hún var ósköp indæl stúlka, þótt hún væri ekki annað en bam. Gat það verið Soffía? Frú Abuthnot lét eftir sér nokkra móðurlega dagdrauma og það var ósköp skiljanlegt að hún yrði ekki sérlega hrifin af sam- fylgd Gardener-Smith fjölskyld- unnar. Delía, hugsaði hún og stundi. Hún var mjög heillandi: Flestu fólki þóttu ferðalög í Indlandi þreytandi og leiðinleg, en Vetra var stórhrifin og hafði áhuga á öllu sem hún sá. Hún gat ekki skilið að margt af því sem henni þótti fallegt og at- hyglisvert, skyldi vera ljótt og hvimleitt í augum annarra. En það var eitt í sambandi við ferðalagið sem henni fannst hvimleitt — návist Carlyons lá- varðar. Strax við fyrstu kynni, á dansleik Sybellu í Ware, hafði henni litizt illa á hann, og jafn- vel þótt framkoma hans hefði síðar verið óaðfinnanleg á ytra borðinu, átti hann það til að horfa á hana á óviðfelldinn hátt — rétt eins og hún væri ambátt eða kynbótahestur sem hann hefði í hyggju að kaupa. Carlyon hafði aldrei áður haft áhuga á ungum, gjafvaxta stúlk- um. Að hans áliti voru þær of óreyndar, óbroskaðar og hættu- legar. En Vetra de Ballesteros hafði verið gerólík þessum venjulegu, bamalegu roðnandi stúlkukindum. Hið óvanalega út- lit hennar hafði vakið athygli hans og viðbrögð hennar við gullhömrum hans höfðu komið honum á óvart. Það hafði bæði sært hann og eggjað að svo ung og óreynd stúlka skyldi vísa til- leitni hans á bug á þann hátt. Það væri skaðlaust — og gæti verið býsna gaman — að gefa þessari girnilegu stúlkukind smá- undirvisningu í skemmtilegri at- riðum hjónabandsins, og þeim mun betur kynni hún að meta faðmlög síns heimska ektamaka éf 'snillingur hefði áður leitt haná*T'iuh'dinh. Úhg stúlka.rheð þvílíkan munn og annað eins vaxtarlag, hlyti að reynast þakk- látur nemandi og margra vikna ferðalag hlyti að geta veitt ótal hentug tækifæri til slíkra hluta. En hversu hugvitssamlega sem hann bar sig að, reyndist óger- legt að ná tali af litlu condes- unni. Hún vék ekki frá Lottu og Soffíu. Hann varð æ óþolinmóð- ari. Hafðí twn f raun og veru •'ð snilli sinni og samræðu- hæfileikum og umborið návist þessa leiðinlega fólks til einskis gagns? Hann viltli ekki trúa því. En dagarnir liðu og hann þok- aðist ekki ögn nær markinu. Vetra var jafnköld og nafnið sem hún bar og Carlyon lávarð- ur varð svo reiður, ringlaður og særður að hann gerði sig sekan um það sem hann hafði alltaf á- litið hámark allrar heimsku: Hann varð ástfanginn. Hin fjölmörgu ástaræfintýri Carlyons höfðu aldrei haft áhrif VÖRUR FCartöflumús * Knkómalt * Kaffi * Kakó. KROJN BtJÐIRNAR. P E R M A Garðsenda 21 — SIMI: 33-9-68 Hárgreiðslu- og snyrtistofa. D 0 M U R 1 Hárgreiðsla við allra hæfi — TJARNARSTOFAN — Tjarnar- götu 10 — Vonarstrætismegin — SlMI: 14 6 62 H Á RG REIÐSLU STOF A AUST- URBÆIJAR — Maria Guðmunds- dóttir Laugavegi 13 — SlMI 14 6 56 - NUDDSTOFAN ER A SAMA STAÐ. auk þes« trevstj hann sepoyum sfnum í blindni. Alex bað um viku leyfi í við- bót vegna særða handleggsins og reið til Agra til að ræða víð vísilandsstiórann fyrir norðvest- ur héruðin. herra John Colvin En árangurinn varð neikvæður Fvrir tuttugu árum hafði herra Colvin verið einkaritari hjá Auckland lávarði og þá hafði hann verið ákafur hvatamaður hinnar hörmulegu styrjaldar við Afganistan. Sfðan hafði hann 'ildrei borað að treysta sinni elg- in dómgreind. Herra Colvin álelt ekki að nein óánægja væri í CONSUL CORTÍNA bflalelga magnúsai* skipholfi 21 sfmap: 21190-21185 ^laukur ^uómundóóon HEIMASÍMI 21037 Föstudagur 19. febrúar 1965 SKOTTA Ef þér skolaði á land á eyðiey, hvaða tíu plötum vildirðu, að skolaði upp með þér? Hjarta- og æðaverndarfélag Hafnarfjarðar og nágrennis heldur AÐALFUND mánudaginn 22. febrúar n.k. í Góðtemplarahúsinu í Hafnarfirði og hefst hann kl- 20,30- DAGSKEÁ: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Á fundinum mætir yfirlæknir hr. Theódór Skúlason og svarar fyrirspurnum félags- manna. 3. Önnur mál, sem upp kunna að verða borin. Félagsstjórnin. IJIU' * Ulpur — Kuldu/akkar og gallonblússur í úrvali. VIRZLUN Ó.L. Traðarkotssundi — (á móti Þjóðleikhúsinu). Áuglýsingasími Þjóðviljans er 17-500

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.