Þjóðviljinn - 19.02.1965, Side 7

Þjóðviljinn - 19.02.1965, Side 7
Föstudagur 19. febrúar 1965 WÚÐVIUINN SÍÐA 7 Herranott Menntaskólans 1965: Grímudans eftir LUDVIG HOLBERG Leikstjóri: Benedikt Árnason Enn er Herranótt — enn skemmta piltar og stúlkur úr Menntaskólanum sér og öðrum með leik, dansi og spili, en á- nægja og kæti ríkir í salnum, allir eru í sólskinsskapi, kenn- arar, nemendur, foreldrar og annað skyldfólk leikenda, að gagnrýnendunum, þeim mis- jafnlega þokkuðu geátum ekki undanskildum. Og enn er geng- ið á gleðifund föður Holbergs, hins norsk-danska meistara, og fyrir það þarf leiknefndin engr- ar afsökunar að biðja — það er meðal annars hlutverk menntaskólanema að varðveita skemmtilega og virðulega hefð, skólaleikurinn hefur lifað á þriðju öld og kemur mikið og farsællega við bemskusögu ís- lenzkra leikmennta. Og það mun sannast sagna að klassísk- ir gleðileikir séu þezt við hæfi hinna komungu áhugaleikenda, þótt vera megi að unnt sé að finna nýtízk verk og ekki sízt stílfærð eða fjarstæðukennd sem einnig gætu orðið þeim notadrjúg og vænleg til heilla. Reyndar er hér um nýung að ræða, hinn frægi grínleikur Holbergs „Mascarade” hefur víst aldrei verið sýndur áður á landi hér. En um „Grímu- dans” er það skemmst að segja að hann er eitt af hugtækustu og glaðværustu verkum meist- arans, mjög ástsælt í báðum löndum skáldsins og oftlega fluttur við hátíðleg tækifæri, enda vel til þess fallinn; Þjóð- leikhúsið í Osló sýndi hann meðal annars árið 1945 á fjöru- tíu ára ríkisstjórnarafmæli Há- konar konungs, og fór mikið orð af þeirri glæsilegu sýningu. Og fáir leikir ættu að vera ungu fólki skiljanlegri og betur að skapi — í þessu gáslsafulla verki lætur skáldið léttúð og lífsgleði æskunnar og umvönd- unarsemi, þröngsýni og skyn- helgi fullorðinsára og elli leiða Leiken.durnir eru taldir frá vinstri: Guðmundur Björnsson, Þórhallur Sigurðsson, Þórður Vigfús- fússon og Pétur Lúðvíksson. Halia Hauksdóttir og Þórhallur Sigurðsson í hlutverkum sínum. -<3> Loks selur Picasso ,Þrjár dansmeyjar' Eftir langar og erfiðar fortöl- , ur hefur meistari Picasso loksins samþykkt að láta frá sér fara eitt af frægustu listaverkum sínum, en safnarar og söfn hafa árum saman reynt að hafa það af honum með öllum hugsanleg- um ráðum. Listaverkið hefur gengið und- ir nafninu „Öansmeyjarnar þrjár“ og Picasso málaði það árið 1925. Þetta er fyrsta mál- verkið sem sýnir mannslíkami afskræmda á ástríðufullan og kvalafullan hátt, en sá tján- ingarmáti varð síðan eitt af helztu sérkennum Picasso og hafði áhrif á marga málara aðra. Það er hið fræga Tate Gallery i London serh krækir sér í þessa effirsóttu mynd. Stofnunin sjálf hefur ekkert viljað láta uppi um verðið, en sérfræðingar telja, að lágmarksverðið geti aldrei verið minna en 60—65 miljón- ir króna (íslenzkra). Ýmsar nýlegar efnahagsráð- stafanir, sem gerðar hafa ver- ið í Tate Gallery svo lítið bar á, benda einnig til þess að verð- ið sé í þessum hæðum. Skyndi- lega hefur verið höggvið stórt skarð í árlegan ríkisstyrk ’ til safnsins, en hann nemur einmitt um 60 miljónum króna. Og auk þess hafa verið tekin til ráðstöf- unar framlög frá velviljuðum einstaklingum. Þrjár dansmeyjar var ein þeirra mynda sem Picasso hafði upphaflega ætlað sér sjálfum. Það var í einkasafni og ár eft- ir ár stóðst hann.allar freisting- ar listaverkakaupenda úr öllum heimshlutum. Sá sem nú hefur fengið Picasso til að selja er Roland Penrose, einn af stjórn- armeðlimum Tntesafnsins, en hann hefur lengi verið náinn vinur Picasso. saman hesta sína, og tekur hik- laust og skorinort málstað æsk- unnar: „kætizt meðan kostur ■ er”, það er boðskapur Holbergs. Og hann heldur uppi vömum fyrir annáluðum grímudans- leikum þeirra daga, ekki sízt vegna þess að þar voru allir jafnir og hvorki skeytt um ætt eða stétt. Skoðanir skáldsins vitna um víðsýni og djarflegt frjálslyndi á tímum forrétt- indastétta og einveldis af guðs náð, og allur er leikurinn þrunginn ríkum mannlegum skilningi og hlýju. Sýningin verður ekki við annað miðuð en skólaleiki fyrri ára, en ég hef víst séð um tvo tugi þeirra um dagana. Óhætt mun að fullyrða að „Grímu- dans” sé i flokki hinna betri, mergjað skop skáldsins komst oftlega til áhorfenda, yljaði þeim um hjartarætur, en leik- gleðin söm við sig. Langar sam- ræður láta sízt hinum óþrosk- uðu leikendum, en hressilegar athafnir og ærsl því betur; svo var að þessu sinni og mun að líkindum æ verða. Leikstjóri er Benedikt Ámason og stýrir skólaleik í fimmta sinn, og honum eiga leikendumir ungu margt að þakka. Það er fljót- séð að hann þekkir og skilur sitt fólk, ofbýður þeim ekki né($>- ætlast til of mikils, en leiðbein- ir af varfæmi og lagni og tekst eflaust að lokka fram það bezta í hverjum manni. Honum kemur ekki til hugar að hægt sé að birta til hlítar töfra hinn- ar margfrægu kómedíu, svið- setningin er einföld og sniðin að öllum aðstæðum, sviðsmynd- ir fáar og örstutt hlé milli þátta; þeir Leander og Henrik liggja ekki inni í rekkjum sínum þegar leikurinn hefst, heldur reika fram í húsagarð- inn, geispandi og ringlaðir eftir dans og dufl langrar nætur. Eins má geta: Það hefði gjam- an mátt ljúka leiknum með f jörugum dansi undir ljúfum lögum. Einn leikenda tekur öðrum fram og ber í raun og veru sýninguna uppi þótt hvorki sé þreklegur né hár í loftinu, en það er Þórhallur Sigurðsson og leikur Henrik, hinn óborgan- lega þjón og æringja. Hann er ekki skýrmæltari en hver ann- ar og rétta framsögn hefur hann ekki lært, en fjör, fim- leiki og snerpa með fádæmum; hin háskalegustu stökk og loft- köst eru honum bamaleikur einn, og svo ósvikin og smit- andi er kímni hans að engan lætur ósnortinn. Og í höndum hans verður Henrik réttilega annað og meira en galsafeng- inn, orðhvat.ur og sriarráður ærslabelgur, Þórhalli tekst mætavel að lýsa trúmennsku hans og skörpum gáfum. Á grímudansleiknum, það er í milliþætti, dregur hann að sér langmesta athygli og nær furðugóðum árangri i hinu for- kunnlega víðfræga atriði þe'gar Henrik lýsir ímjmduðum rétt- arhöldum fyrir herra sínum, hermir eftir og fer með mörg og ólík hlutverk í einu. Þórður Vigfússon er Jerón- ímus, hinn siðavandi brodd- borgari og harðstjóri, gervið gott og leikurinn alltraustur, en nokkuð þunglamalegur; mikilhæfur og reyndur leikari hlyti að geta farið á kostum í hlutverki þessa viðskotailla skapbráða og drykkjuhneigða föður sem hneykslast svo ó- þyrmilega á kæti æskunnar. Hinn föðurinn leikur Guð- mundur Bjömsson, en sá heitir Leónard, maður sanngjam og skynsamur og að nokkru leyti talsmaður skáldsins þótt ekki sé neitt stórmenni. Túlk- un Guðmundar er hvorki fjörmikil né nógu rík að til- brigðum, en orðsvörunum kem- ur hann yfirleitt klákklaust til skila. Óttar Proppé er Arf, hinn sauðheimski vinnumaður; þótt framkoman sé öll með miklum viðvaningsbrag er leikur hans góðlátlega geðfelldur á ýmsa lund. Inrí er oft á loft haldið að Holberg hafi ekki getað lýst ungum elskendum að gagni, en þau Leander og Leónóra era engu að síður sannir fulltrúar heitrar æskuástar og ástríðu. Pétúr Lúðvíksson er mjög hug- þekkur Leander í sjón og raun, en ekki nógu þróttmikill og glæsilegur, en honum tekst að verða ærlega ástfanginn óg það er mest um vert. Unnustu hans er ágætlega borgið í höndum Lára Margrétar Ragn- arsdóttur, hún er mjög fríð og búin reisn og ríkum þokka, og flytur mál sitt skýrt og sköra- lega, vandar framsögn sína öðram betur. Halla Hauksdótt- ir er þjónustustúlkan Pemilla sem vinnur hjarta Henriks. lag- lep. lítil vexti, brosmild og glettin, en ekki jáfnoki kærast- ans. Kona Jerónímusar er ekki síður sólgin í dans og glaum en sonur hennar, en kúguð af eig- inmanni sínum. ' Sigríður Sig- urðardóttir reynir vart að sýn- ast fullorðin og því síður rosk- in, en hún er fönguleg stúlka og kátbrosleg á sinn hátt. Enn koma fjórir leikendur ofurlít- ið við sögu og gera skyldu sina; Þórunn Þórarinsdóttir, Fanney Jónsdóttir, Högni Óskarsson og loks Aðalsteinn Hallgrímsson sem vakti ánsegju hinna yngstu leikgesta með kímilegum en helzti afkáralegum svipbrigð- um. Þorsteinn Helgason í 5. bekk þýddi leikinn á góða íslenzku og má kalla vel af sér vikið af svo ungum manni. Bekkjar- bróðir hans Bjöm Bjömsson gerði mjög snotrar og vandaðar sviðsmyndir, smekklegar og lit- ríkar í senn, og var þannig einn af hetjum kvöldsins, og margir aðrir hafa unnið að þessari geðþekku leiksýningu æskunnar. A. Hj. Hörð keppni á Reykjavíkur- mótinn í bridge Fimm umferðum er nú lok- ið á Reykjavíkurmótinu í bridge, og hefur sveit Jóns Stefánssonar frá Bridgedeild Breiðfirðingafélagsins tekið forystuna. Staða \ efstu sveit- anna í meistaraflokki er nú þannig: 1. Sveit Jóns Stefánssonar BDB með 22 stig. 2. Sv. Ólafs Þorsteinssonar BR 20 st. 3. Sv. Gunnars Guðmundssonar BR 20 stig. 4. Sv. Halls Símonar- sonar BR 20 st. 5. Sv. Róberts Sigmundssonar BR 15 st. Mesta athygli í síðustu um- ferð meistaraflokks vöktu úr- slit leiksins milli Ingibjargar Halldórsdóttur og Gunnars Guðmundssonar, en sveit Ingi- bjargar tókst að ná tveim vinningsstigum af sveit Gunn- ars. Úrslit einstakra leikja var þannig: Meistaraflokkur. Róbert vann Reimar 162:50 6-0 Gunnar vann Ingibj. 75:66 4-2 Hallur vann Ólaf 99:49 6-0 Jón St. vann Jón As. 91:85 4-2 I I. flokki hefur sveit Egg- rúnar Arnórsdóttur algjöra yf- irburði og hefur hún unnið alla sína leiki til þessa. Röð og stig efstu sveitannaer þessi: 1. Sv. Eggrúnar BK 30 stig. 2. Sv. Elínar Jónsd. BK 22 st. 3. Sv. Dagbjartar Grímssonar TBK 22 stig. Úrslit einstakra leikja voru þessi: Zóphonías van Jón 89:78 5-1 Eggrún vann Júlíönu 101:71 6:0 Dagbjört vann Pétur 98:88 5-1 Elin vann Sigurbj. 71:52 6-0. Næsta umferð verður spiluð í Tjarnarkaffi næsta miðviku- dag og eigast þá við m.a. sv. Róberts og Jóns Stefánssonar í meistaraflokki. í SEXTUGT SJÁVARDJÚP f lítilli bók, sem ber titilinn „Vori brugðið“ (erindi og rit- gerðir frá árunum 1943—’48) eftir sr. Sigurbjörh Einarsson eru þessar málsgreinar á bls. 113: „Nú hata voldugir menn og ríkar stéttir útí löndum kom- ið auga á nýtt hlutverk handa þessum hólma. Nú er það ekki skreið og tóvara, sem mestu skiptir, nú er það hernaðar- gagnið. Þegar á er sótt um áhrif hér og ítök af þessum sökum, þá megum við hafa það hugfast. að við erum ekki aðeins að hafa vit fyrir okkur sjálfum með því að standa eindregið gegn slíku. Við erum að þjóna köllun landsins við mannkyn- ið í heild“. Svo mörg eru þau orð. Um það, að núverandj bisk- up sleppti þeim þræði úr hendi sér, sem hér er dreginn fram í dagsljósið, gæti ég skrifað eitt og annað á borð við þá gagnrýni, sem biskuninn skrif- aði og birtí í dagblaðinu „Visi“ 27 og 29 jan. 1958 í garð •Tónasar Guðmundssonar fyrr- verandi ritstjóra tímaritsins ..Dagrenning". En ekki hefur gagnrýnin sú fært land og lýð nær því markinu, að verða í sannleik og anda frjálst. Talandi staðreyndir munu bera kristinni trú ófagurt vitni um næstu aldamót, árið 2000, nema því aðeins að landsmenn nú þegar, sameinaðir í bræðra- og systrahug, undirgangist þá köllun, að finna meðalveginn milli hins djöfullega vopna- valds og þýlyndisins, sem þessi orð hafa í ríkustum mæli rækt- að: „Slái einhver þig á hægri kinn þína, þá snúðu einnig vinstri kinninn; að honum“. Þessi orð geta ekki verið rétti- lega höfð eftir Jesú Kristi, enda væri heimskulegt að ætla að það hafi ekki getað hent bá menn, sem færðu Ritning- una í letur, eins og seinni tima boðendur orðsins, að hagræða orðum á þá lund sem verald- legum valdhöfum væri skapi næst í hann og þann svipinn. athugandi ekki1 það að hin fullkomna alltsjáandi verund fer ekki i manngreinarálit eft- ir þvi, i hvaða tröppum þjóð- félagsstigans menn standa og að verundin sú lætur ekki hæðast að lögmálum sínum bðtalaust Svo fvrirgefandi mega mann- anna böm ekki vera. að bau sökkvi dðmgreind sinni niður í sextugt sjávardjúp og standi síðan sem algerir glópar verr að vígi í lífsbaráttunni en skepnumar með sína heíl- brigðu eðlisávísun. f stóru dráttunum verður hér að stefna að því, að allir menn, konur jafnt sem karlar, megi vera fullkomnir í dðmgreind, án þess að vera ofsóttir. Það ættu landsmenn allir að gera sér Ijóst, að vopnavaldið — hið ytra vopnavald, er á- kveðnasta og hatrammasta lögmálsbrotið gegn almætti vizkunnar — þeirrarvizku sem á í <=ér fólginn kærleikann. Allar mannlegar hræringar undir stjömu prýddri hvelf- ingu himinsins og hvarvetna í mannanna bústöðum eru ann- að hvort í ríkara mæli í sam- ræmi við þá vizku eða í ósam- ræmi við hana. Sameinizt því um það, all- ir skyni gæddir Iandsmenn, að skora á íslenzku. vandhafana að þvertaka fyrir framkvæmd- ir á vegum vopnavaldsinc o? aukin ítök þess, hvarvetna á landi hér og við strendur landsins Með þeirri guðsbjón- ustu munu landsmenn og sökkva sundurlyndisfiandan- um í sextugt sjávardjúp. Skrifað um áramót.in 1964 til 1965 G. M. P.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.