Þjóðviljinn - 24.04.1965, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 24.04.1965, Blaðsíða 3
HðÐVIUlHN SlÐA 3 feaugardagur 24. apríl 1965 „Elding 1. ó loft MOSKVU 23/4 — Sovézkir vísindamenn skutu í dag á Ioft fyrsta f jarskiptahnetti sínum og hlaut hann nafnið Elding I. Jafnframt þessu var skýrt frá því, að sjón- varpsmynd hafi nú þegar verið send frá Vladivostock tll Moskvu um gervihnöttinn — 9.20d km leið — og hafi sendingin heppnast mjög vel. Hlutverk þessa fjarskipta- hnattar er einkum það að annast sendingar sjónvarps- mynda og er hann sagður munu valda byltingu í sjón- varpsmálum Sovétríkjanna. Mikil flóð Mississippi DUBUQUE, IOWA 22/4 — Mik- ill hluti íbúanna í bænum Dub- uque í Iowa neydist í dag til þess að yfirgefa heimili sín er mikið flóð varð í Mississippi- fljótinu. Fyrrj hluta fimmtudags var vatnsborðið í ánni qrðið rúmum sjö metrum hærra en venjulega og búizt var við, að flóðið myndi enn aukast. Frakkar hætta við þátttöku í flotaæfingum Seatoríkja PARÍS 23/4 — Það var haft eftir áreiðanlegum heimildum í París í dag, að Frakkar muni ekki taka þátt í fyrirhuguð- um flotaæfingum SEATO-bandalagsins í Kínahafi. Frakk- ar hafa með þessu stigið enn eitt skref í þá átt að segrja sig úr SEATO, en hávær orðrómur hefur verið uppi um það undanfarið, að til slíks muni draga innan skamms. Þessi orðrómur hófst fyrst er Frakkar tilkynntu það fyrir skömmu, að þeir myndu aðeins senda áheymarfulltrúa á fyrir- hugaðan fund bandalagsins. Ósammála Bandaríkjunum Það er nú haft fyrir satt í París, að sögn norsku fréttastof- unnar NTB, að ástæðan fyrir þv£ að Frakkar vilji ekki lengur eiga aðild að SEATO sé sú, að þeir séu í grundvallaratriðum ó- sammála stefnu Bandaríkja- manna í Suðaustur-Asíu. Sér- staklega er það stefna Banda- ríkjanna £ Vi'etnam, sem Frökk- um fellur illa í geð. Það er enn ekki með fullu vist, hvort de Gaulle, Frakklandsfor- seti, hefur endanlega ákveðið að De Gaulle vill fíýta för sinni til V-Þýzkalands PARÍS 23/4 — Það er haft eftir góðum heimildum í París í dag, að de Gaulle, Frakklandsforseti, vilji flýta um nokkrar vikur fyr- irhugaðri heimsókn sinní til Vestur-Þýzkalands. Samkvæmt vináttusáttmála Frakka og Vest- ur-Þjóðverja er svo ráð fyrir gert, að de Gaulle heimsæki Bonn í júlí og. ræði við Ludwig Erhard, kanzlara Vestur-Þýzka- lands. Joseph Dufhues, formaður Kristilegra demókrata, lét svo um mælt 1 gær, að hann byggist yið því, að.þeir de Gaulle og hard myndu hittast innan Mál höfðað gep morðingjum frú Viola Luizzo BIRMINGHAM 23/4 — Alríkls- dómstóll Alabama ákvað í gær að höfða mál á hendur þrem meðlimum Ku KluX Klan, sem grunaðir eru um að hafa myrt frú Viola Luizzo. Eins og kunn- ugt er, var frú Luizzo myrt er hún flutti þátttakendur í mann- réttindagöngunni miklu frá Selma til Montgomery fyrir um það bil mánuði. Hinir ákærðu ganga lausir gegn 10.000 dala tryggingu. Hinir ákærðu eru allir frá Birmingham. Dómendur í alrík- isdóminum, átján talsins eru all- Ir hvítir menn. Senn yfirlýsmg um sameiningu Þýzkalands LONDOON 23/4 — Willy Brandt, borgarstjóri i Vestur-Berlfn, skýrði svo frá i gaer, að hin vestrænu stórveldi muni í ná- inni framtíð trúlega gefa út sameiginlega yfirlýsingu um skoðun þeirra á sameiningu Þýzkalands. Brandt skýrði frá þessu i Lundúnum, en þaðan kom hann frá New York og Washington. Hann sagði enn- fremur, að Bandaríkjamenn væru hvatamenn þessarar sam- eiginlegu yfirlýsingar. skamms, enda væri nú rétti tím- inn til þess að vinna að fram- gangi evrópskrar stjómmálaein- ingar. segja skilið við SEATO, þrátt fyrir það að hann hafi nú í raun og veru slitið Frakka úr tengsl- um við bandalagið. Þessi síðasta ákvörðun frönsku stjómarinnar þykir þó benda mjög í þá átt. Umræddar flotaæfingar eiga að hefjast þann 1. mai næstkomandi og standa í 24 daga. Stjómmála- fréttaritarar í París segja, að for- setinn vilji gjaman hafa úrsögn úr SEATO sem aukatromp á hendi, svo framarlega sem Bandaríkin reyni á bandalags- fundinum i London að fá sam- þykktar ályktanir, sem feli það í sér, að önnur SEATO-lönd styðji stefnu Bandaríkjanna í Vi- etnam. Búlgarskur ráðherra sviptír sig iífí SOFIA 22/4 — Búlgörsk yfir- völd staðfestu á fimmíudag að háttsettur embættismaður hefði svipt sig lífi og nokkrir aðrir hefðu verið handteknir, sakaðir um lagabrot. Samtímis var vísað á bug sem ósönnum fregnum vegtrænna blaða þess efnis, að PARÍS 23/4 — Andrei Gromyko utanríkisráðherra Sovétríkjanna, kemur á sunnudag í fimm daga heimsókn til Parísar. Gromyko mun ræða við de Gaulle, Frakk- iandsforseta, svo og franska ráð- herra. Talsmaður de Gaulle skýrði svo frá £ dag, að öll mik- ilvæg alþjóðamál yrðu tekin til umræðu. uppreisnartilraun hefði verið gerð gegn stjóminni. Ekki var frá þvi skýrt í til- kynningu stjómarinnar, hver væru lagabrot manna þessara. Aðeins tveir þeirra eru nafn- greindir. Eru það þeir Tsvetko Anev hershöfðingi og Tsolo Kurstev, háttsetur gtarfsmaður í utanrikisráðuneytinu. Sá hét Ivan Tododov-Go;rounya, sem svipti sig lífi, og var hann raf- orkumálaráðherra í stjóminni. Segir í stjómartilkynningunni, að hvað honum viðkomi sé sann- leikurinn sá, að hann hafi svipt sig lífi er hann varð þess á- skynja, að upp var komið um giæpsamlega starfsemi hans. New York Times gagnrýnir upplýsingaþ/ónustu USA NEW YORK 23/4 — Bandaríska stórblaðið „New York Times“ sakaði í dag hina opinberu upplýsinga- þjónustu Bandaríkjanna, U.S.I.A., um að dreifa tví- ræðum upplýsingum og hálfsannleik um stríðið í Vietnam. — Hlutverk U.S.I A. er að dreifa eins nákvæm- um og óhlutdrægum fréttum og unnt'er um Banda- ríkin erlendis, segir blaðið í forystugrein. Upplýs- ingaþjónustan hefur á engan hátt umboð til þess að ákveða, hvaða upplýsingar skuli koma fram. Þó eru tvíræðar upplýsingar og hálfsannleikur, sem gefinn er út í nafni Bandaríkjastjórnar, ekki ein- göngu sök upplýsingaþjónustunnar. Vandamálið á sér rætur í vamarmálaráðuneytinu, utanríkisráðu- neytinu og Hvíta húsinu. — Sannleiksást bandarísku stjórnarinnar er dýr- mætt atriði, sem alltof oft hefur verið fómað á alt- ari þess sem haganlegt er, segir hið bandaríska stór- blað að lokum. Kínverjar hæðast að hlutlausum PEKING 22/4 — „Dagblað fólks- ins“ í Peking, málgagn kín- verska •kommúnistaflokksms, hæddist á fimmtudag að þeim löndum, er styðja tillögu John- sons Bandaríkjaforseta um samn- ingaviðræður án skilyrða um Vi- etnam, Jafnframt þessu hæddist blaðið að því sem það nefndi júgóslavnesku Títóklíkuna. f langri forustugrein vísaði blaðið á bug tilmælum þeim um samn- ingaviðræður er 17 hlutlaus ríki settu fram þann 1. apríl sL Seg- ir í forystugreininni, að þessi tillaga hafi orðið sá skjöldur, er Bandaríkin skjóti sér bak við til þegs að verjast fordæmingu heims vegna glæpa sinna í Viet- nam. A/VTT 'MPPTfMTTmH 2400 STORVINNINGAR VERÐ OBREYTT 2s- 50 B FREIÐ R VAL-FRJALSAR ÍBÚÐIR FYRIR HÁLFA MILJÓN HVER ^íJoc % *

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.