Þjóðviljinn - 24.04.1965, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 24.04.1965, Blaðsíða 10
10 SÍÐA ÞT6PVSLIINN Laugardagor 23. aprfl 1965 UNDIR MÁNASIGÐ Skáldsaga eftir M. M. KAY E aí sjálftrausti, sama árið og Sabrina Grantham hitti Marcos de Ballesteros, érið sem Júaníta í litlu Ijóðrauðu og gips- skreyttu höllinni í Lucknow ól önnu Mariu aðra, sem nú var kölluð Ameera og var gift Walayat Shah. — Send her victorious, happy and gloricus .... Dóttir Sabrínu dansaði á þess- um afmælisdansleik í víðum samkvæmiskjól úr Ijósgrænu terletan, skreyttu kamelíusveig- um. Hún brosti meðan hún dans- aði — á-sama hátt og hver ein- asta kona í hinum stóra blóm- um- og fánum skreytta sal brosti dansandi eða sitjandi og hlust- andi á sepoyahljómsveitina, sem lék hin þekktu ensku danslög. Þessi bros náðu ekki- til augn- anna. Þær virtu eiginmenn sína fyrir sér, þær lögðu við eyrun til að heyra, en þær vildu ekki láta á sér sjá að þær væru hræddar. Alex hafði einnig tekið þátt í veizlunni og ekkert í svip hans hafði gefið til kynpa að hann hefði eytt megninu af síðdeginu í tilgangslausar umræður og beitt Smurt brauð Smttur brauðbœr við Öðinstorg. ______Sími 20-4-90_____ HÁRGREIÐSLAN Hárgreíðslu- og snyrtistofa Steinu og Dódó Laugavegi 18. III hæð flyftal SÍMIv 24 8 16 P F R IVI A Garðsenda 21 - SÍMI 33 9 68 — Hárgreíðslu- og snvrtistofa D Ö IVI U R * Hárgreiðsla við ailra hæfi — TJARNARSTOFAN - Tjarnar- götu 10 — vonarstrætismegin - SÍMI 14 6 62 Hár frrei ðs • o stof a Maris Guðmundsdóttli Lauga vegí 13 SÍMl 14 8 56 NITDD STOFAN er á sama stafi vel grunduðum rökum við hina þrjá hughraustu og þrjózku her- foringja til þess að fá þá til að afvopna sepoya sína. — Það er hægt, sagði Alex ákafur. Við getum hæglega fram- kvæmt það og dansleikurinn gef- ur okkur gott tækifæri, því að enginn býst við að neitt komi fyrir á veizlukvöldi. Hann hafði gert áætlun, djarflega en við- ráðanlega, en hún hafði verið einróma felld. 85 — Áður en við höfum áþreif- anlegar sannanir fyrir uppreisn- arþönkum, sagði Gardener-Smith ofursti, tek ég ekki f mál að sep- oyar mfnir séu móðgaðir..... — Ég hef nú ekki heyrt það fyrr, greip Alex fram í, að betra væri að lækna meinsemd en koma f veg fyrir hana, og þetta Wilkinsonmál getur hæelega orð- ið dropinn sem útúr flóir. En þeir voru ósveigjanlegir. Þeir ákváðu þó að gera varúðar- ráðstöfun vegna kvennanna, sem voru orðnar taugaveiklaðar af hinum stöðuga ótta. Send voru boð til allra fiölskyldnanna. að allar konur og böm skyldu morg- uninn eftir dansleikinn aka til embættisbústaðarins í stað hinn- ar venjulegu morgungerðar, og hafa meðferðis nauðsynlegan fatnað til nokkurra daga dvalar. Húsið var nógu stórt til að rúma þau öll og þar skyldi setja her- lögreglu á vörð og setja upp fjórar fallbyssur — mannaðar hermönnum úr sveit Moulson — milli sendiherrahússins og her- búðanna og tvær milli hússins og borgarinnar. — Það er mjög auðvelt að verja húsið, sagði Gardener. Mýrin og frumskógurinn bakvið og múrveggurinn á tvo vegu, svo að það getur ekki betra verið. — Það er afbragð ef þarf að verja það fyrir borgarmúgnum. En ef sepoyarnir gera uppreisn, er það eins og gildra, sagði Al- ex. — Sepoyar mínir gera ekki uppreisn, sagði Gardener-Smith enn. En Alex var orðinn þreyttur á þessum eilífu endurtekningum. Á eftir hafði hann farið til emb- ættisbústaðarins og talað við Vetru. Ég barf að fá Yusaf léð- an aftur. Ég hef mikla þörf fyr- ir hann. Hvað hafið þér gert við byssuna sem ég lét yður hafa? — Ég hef hana. — Gott. Sjáið um að hún sé alltaf hlaðin og til taks. Ég er með fleiri skothylki handa yður. Og sjáið um að alltaf sé söðlað- ur hestur til taks .... Hann lauk ekki við setninguna og starði framh.iá Vetru þungbúinn á svip. Svo yppti hann öxlum og fór frá henni án þess að segja fleira. Skyldi þessi Ameera ..... hafa saat sannleikann? Var dagurinn ákveðinn og var uppreisnin í Meerut gerð fyrir tímann? Búið er að ákveða heilladaginn. . . Tveir dagar enn, hugsaði Al- ox, meðan hann horfði á kvad- ’-'llu dansaða á afmælisdansleik rlr^ttninaarinnar. En það voru ekki fleiri dagar til stefnu. Aðeins stundir. VI. UPPREISNIN — 31 — Morguninn eftir dansleikinn, hálftíma fyrir sólarupprás, til- kynnti næstráðandi, Beckwith maiór. vfirmanni sinum Garden- er-Smith ofursta. að hermennim- ir væru ekki enn komnir til herbúðanna og þeim væri ekki framar að treysta. Hann hafði grátið, þegar hann tilkynnti þetta, því að eins og ofurstinn hafði hann treyst hollustu manna sinna í blindni. — Ég fer þangað og reyni að koma. vitinu fyrir þá, sagði of- urstinn. — Það er vonlaust, herra of- ursti. Þeir láta sér ekki segjast. — Þeir munu hlusta á mig, svaraði ofurstinn þrjózkulega. Og þeir höfðu hlustað á hann og svarað honum: — Við viljum ekki gera yður neitt eða leyfa að yður verði neitt illt gert, sagði foringinn, því að þér eruð góður maður. En við viljum ekki framar taka á móti skipunum frá feringhium sem hafa gert samsæri um að eyðileggja stétt okkar, til þess að við verðum þrælar þeirra. Flýið, meðan enn er tími til, því að við vitum það sem við vitum, og mennimir í 105. herdeild eru ekki eins og við — og þeir munu drepa yður ef þeir geta. Þeir höfðu rekið hann burt og yfirgnæft orð hans og gripið vopn sín og sagzt ætla að halda til Delhi og bjóða mógúlnum þjónustu sína. Þeir höfðu byrj- að að skjóta og sært tvo liðsfor- ingja mjög alvarlega. Það hafði ekki verið annað að gera en fara. Húsið hans var autt, þvf að kona hans og dóttir voru þegar komnar í sendiherrabústaðinn. Húsið var dimmt og eyðilegt og kyrrt. Ég er gamall auli, hugs- aði hann. Ég hef lifað á lygi alla mína ævi. Þeir munu leysa upp herdeild mína og strika hana út úr skrám hersins. — Hann fór að hugsa um sepoya og subadara, sem höfðu fylgt honum og barizt með honum. Hann gleymdi konu sinni og dóttur, mundi aðeins eftir mönnunum sem hann hafði lif- að og barizt með .... Herdeildin í upplausn! . . . Hann fór út úr húsinu og gekk yfir i tóman borðsalinn þar sem hann tók niður fánana, hellti á þá lampaolíu og brenndi þá í aminum. Hann horfði á þá breytast í þefilla ösku. Síðan skaut hann sig. — Bölvaður asninn, hrópaði Alex ofsareiður, þegar hann frétti það hálftíma síðar, við heimkgmu sína úr nærliggjandi þorpi, þar sem hann hafði átt viðræður við kotwal. Núna, þeg- ar okkur veitir ekki af hverjum einasta vopnbærum manni! Þeg- ar hver einasti karlmaður er meira virði en ......... Fjandinn hirði þessar tilfinningasjúku grátkonur! Ertu tilbúinn, Yusaf? Það getur verið að þú þurfir að bíða tvo daga. Já, kannski þrjá. En ég held þó varla, því að Faz- al Hussain sagði að reiðmaður hafði riðið þessa leið rétt fyrir sólarupprás. Jæja, það er að minnsta kosti nægilegt vatn og matur Janga bið. Ef þeir koma, þá bíddu þar til þeir eru komnir framhjá klettinum hjá pálma- trjánum tveimur. Farðu svo og flýttu þér. Búism illah . . . Moulson ofursti hafði ásamt mörgum öðrum liðsforingjum snætt morgunmat í húsi sendi- herrans og þeir höfðu fullvissað kvenfólkið um, að dvöl þeirra f embættisbústaðnum væri aðeins varúðarráðstöfun til bráðabirgða. Húsið suðaði af kvenröddum og bamahlátrum og sköllum. Þama voru kjólar úr poplíni, musselíni og næfurþunnum, fin- um frönskum efnum. Næstum allar konumar höfðu tekið þátt í veizlunni langt fram á nótt og margar höfðu ekkert sofið áður en þær lögðu af stað, en allar voru kátar og í góðu skapi, þvi að lögregluvörðurinn og fallbyss- urnar og umfram allt návist kyn- systranna höfðu haft undraverð áhrif á skap þeirra. Þær voru öruggari þama saman ,en ein og ein í hinum dreifðu einbýlishús- um. Þarna var notalegur andi sem ekkert breyttist við fregn- ina um það að gestgjafi þeirra væri illa fyrirkallaður og léti ekki sjá sig. Tilkynningin um allar varúðarráðstafanimar sem gera þurfti, hafði orðið sendi- herranum um megn. Hættan hlaut að vera mikil, endaþótt Fred hefði fullvissað hann um .... Hvar var konjakið? Konjak, meira konjak. Það rak óttann á flótta og huggaði. Gagnstætt flestum hinum kon- unum hafði Delía kosið að íklæð- ast víðasta krínólíni sínu, sem hæfði betur kvöldveizlu en morg- unverðarborði. Fallegt hár henn- ar var ekki sett upp í hámet, heldur tekið saman með lát- lausri silkislaufu og kastaníu- brúnir lokkarnir féllu frjálslega niður bakið. Moulson ofursti var einmitt að segja henni, hversu heillandi hún væri, þegar hófa- tak truflaði hann ....... — Ég hefði svo sem átt að vita þetta! sagði hann fokreiður. Ég hef alltaf sagt að þessi Gard- ener væri alltof meinlaus við menn sína! Ég skal svei mér sýna þeim! Jæja, svo að þeir eru á leið til Delhi, eða hvað. Hvar í fjandanum er hesturinn minn? Ef við röðum þrem hersveitum þvert yfir æfingavöllinn, getum við króað þá og malað þá nið- ur! Með þjón sinn á hælunum reið hann á stökki útum hliðið. Her- deild hans tók á móti honum með þögn. Hermennimir hlust- uðu á drynjandi fyrirskipanir hans, og enginn hlýddi — eng- inn hreyfði sig. Einhver hló hátt og hæðnislega, svo miðaði annar og skaut. Tíu mínútum síðar steig þjónninn af særðum hesti sínum hjá verönd Alexar. Með blóðið fossandi úr sári á handleggnum, reikaði hann upp tröppumar og sagði stynjandi frá því sem gerzt hafði. — Þeir skutu hann niður....... og Mottisham og Halliswell og Reeves og Charlie og Jenks litla. Þeir eru allir dauðir. Menn Packers hafa líka gert uppreisn. Þeir drápu hann .... sá líkið, sundurlimað .... Og Gardener gamli er búinn .... — Ég veit það, sagði Alex og reif ræmu úr gluggatjaldinu og batt hana í skyndi um særða handlegginn. Hann sneri til höfð- inu og kallaði á Niaz sem kom ríðandi frá hesthúsinu og beygði fyrir homið. — Lunjore herdeildin líka! Ríddu niður að ánni. Fáðu sprengiefnið hjá Hirren Minar. Ég hitti þig þar. Rfddu af stað. Niaz veifaði hendinni og sneri CONSUL CORTINA brialelga magnúsai* sklpholtl 21 símar: 21190-21185 ^iaukur (^uÖmundóóon HEIMASÍMI 21037 Nælonstyrktar gallabuxur i öllum stærðum. Molskinnsbuxur í stærðunum 4 til 16 og m.fl. Mjög hagstætt verð. Verzlunin Ö. L. Traðarkotssundi (á móti Þjóðleikhúsinu) SKOTTA Auðvitað geðjast mömmu að þér, Siddi — henni falla alltaf vel í geð menn sem pabba er ekkert um! PÁLMASÁPA DE PARIS Sópurvið öli tækifæri: Palmasápa, Savon de PariSy Baðsápa7 Barnasápa og vex handsápur fnaverksmiðjan m (sjölo) fíugferðir um heim ulluu Flugferð strax — Fargjald greitt síðar. Viðskiptavinir eru beðnir að hafa sam- band í síma 22890 og 30568 (eftir kl 7). FERÐASKRIFSTOFAN LA N n S VN ð V

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.