Þjóðviljinn - 24.04.1965, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 24.04.1965, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 22. apríl 1965 ÞIÓÐVILJINN SIÐA ^ Kristleifur Guðbjörnss. KR kemur í mark ad loknu Víðavangshlaupinu. Agnar Levi er ekki langt að baki sigurvegaranum. (Ljósm. B.B.) Myndarbragur á 50. Víðavangs- hiaupi ÍR á sumardaginn fyrsta Kristleifur Guðbjörnsson varð sigurvegari—KR vann keppni 3ja manna sveita, Héraðssambandið Skarphéðinn keppni 5 og 10 manna sveita Þá var að vanda keppt um verðlaunagripi 3ja og 5 manna sveita, en einnig kepptu 10 manna sveitir um bikar sem vannst nú til eignar. KR-ingar unnu keppni þriggja manna sveita með miklum yfirburðum, en sveitir Héraðssambandsins Skarphéð- ins urðu hinsvegar hlutskarp- astar í keppni 5 og 10 manna sveita. I síðarnefndu keppninni voru aðeins Keflvíkingar á- samt Skarphéðinsmönnum með fullskipaða sveit. Hlaut HSS 101,5 stig í keppninni cn Kefl- víkingar 108,5, svo að mjótt var á mununum. Þrír aðilar voru með fullskipaðar 5 manna sveitir og bar Skarphéðinn þar sigur úr býtum eins og áður var sagt, í öðru sæti var Ung- mennafélagið Breiðablik í Kópavogi og þriðja sveit Iþróttabandalags Keflavíkur. Þess má geta að yngsti mað- ur í hinni sigursælu 10 manna sveit Skarphéðins var 14 ára gamall, en sá elzti á fimmtugs- aldri, Njáll Þórioddsson, én hann var áður fyrri kunhur langhlaupari sem lét að sér kveða á hlaupabrautinni. Framhald á 9. síðu. □ Meiri reisn var yfir Víðavangshlaupi ÍR nú á sumardaginn fyrsta en verið hefur um langt árabil; auðséð var að forráðamenn félagsins höfðu reynt að vanda til þessa afmælishlaups, hins fimmtugasta í röðinni, þátttakan hefur sjaldan eða aldrei verið meiri og áhorfendur til mikilla muna fleiri en mörg undanfarin ár. tírslitin komu nijög á óvart. KR-ingarnir þrír, sem þátt tóku í hiaupinu, röðuðu sér í fremstu sætin, en þeirra hlut- skarpastur var Kristleifur Guð- björnsson, hinn góðkunni hlaupari. Ungur maður úr Kópavogi, Þórður Guðmundsson, varð ó- vænt fjórði maður að marki. 33 þátttakendur Vegalengdin, sem hlaupin var, mun hafa verið um hálf- ur þriðji kílómetri. Hlaupið hófst í Hljómskálagarðinum vestanverðum og lá leiðin það- an út í Norðurmýrina sunnan háskólahverfisins, en endamark var í Lækjargötunni, á móts við Menntaskólann. Þar sem hlaupið hófst um líkt leyti og útihátíð Sumargjafar lauk í Lækjargötunni var mikill mannfjöldi þar fyrir og fylgd- ist af áhuga með lokaspretti hlauparanna. Þeir tóku forystuna s,trax í Körfuknattleikur: SEX ÁRA SKURGANCA jr • • ■ Síðasta leikkvöld íslandsmótsins í körfuknattleik fór fram að Hálogalandi að kvöldi sumardagsins fyrsta. Þá voru leiknir 2 leikir í 1. déild, annars vegar leikur KFR og ÍS um fallsætið, og hinsvegar leikur ÍR og KR um efsta sætið í mótinu. Fyrsti leikur kvöldsins var i I. flokki, þar áttust við fS og KR. KR-ingar höfðu unnið alla sína leiki í mótinu til þessa og var almennt spáð sigri, en það fór á annan veg, stúdent- ar gengu með sigur af hólmi 39:37. Eftir þessi úrslit eru 3 lið iöfn og efst í I. flokki og verður að leika aukaleiki um titilinn. Þessi félög eru KR. Ármann og ÍS. KFR hafði algjöra yfirburði ( leiknum um fallsætið gegn ÍS en úrslii leiksins urðu 72:33: Fellur bví TS niður í II. deild, en fKF leikur í 1. deild næsta ár. Leiks KR og fR í I. deild var beðið með mikilli eftirvænt- ingu af hinum fiölmörgu á- horfendum, sem sóttu Háloga- land þetta kvöld. Hér var samt ekki um hreinan úrslitaleik að ræ'a. bví að sigraði KR þvrfti aukaleikur að fara fram um IsJandsmeistaratitilinn. Leikurinn var miög iafn og spennandi begar frá upphafi og skildi síaidnast meira en 1—2 stig liðln að út fyrri hálf- ieikinn. Áhorfendur fylgdust spenntir með leiknum, og voru fagnaðarlætin gífurleg í hvert sinn, sem karfa var skoruð, einkum virtust KR-ingar eiga marga áhangendur í salnum. f síðari hálfleik hafði KR for- ustu, 27:26. Síðari hálfleikur var ekki síður spennandi, en sá fyrri, bótt aldrei tækist ÍR-ingum að jafna metin. En er 4 mín. voru til leiksloka var staðan 49:43 KR í hag, og þá var Þorsteini, bezta manni ÍR. vikið af leikvelli eftir að hafa fengið á sig 5. villuna. Eftir bað var lið ÍR sem höfuðlaus her og ekki til glóra í leik beirra. og veittist KR-ingum aoðfelt að tryggja yfirburða- s;sur 61:48. Lið KR hefur aldrei leikið betur en þetta kvöld. Körfum- ar. sem liðið skoraði voru oft mjög skemmtilega undirbúnar. með leikandi og hugkvæmu spili. Liðið lék maður gegn manni með mjög góðum ár- angri, eins og úrslitin sýna. en 48 stig er eitthvað það minnsta, sem fR-liðið hefur skorað um iangan tíma. Beztu menn liðsins voru Einar Boila- son og Kolbeinn Pálsson, en Iiðið í heild átti mjög góðan leik eins og fyrr segir. Lið ÍR þarf ekki að skamm- ast sín fyrir að tapa þessum leik, því það var mál manna, að betra liðið hafi sigrað í þessum leik og úrslitin sann- gjörn. Áberandi var að lið IR þolir illa að vera undir, og | einkenndist leikur þeirra mjög | oft af taugaóstyrk, einkum mátti sjá þetta eftir að Þor- steinn, fyrirliði þeirra og skipu- ! leggjari liðsins varð að víkja j af velli. Gerðu leikmenn liðsins : þá hverja vitieysuna af ann- arri, sem KR-ingar notfærðu sér óspart. Beztu menn ÍR í leiknum voru Þorsteinn og Hólmsteinn Sigurðsson, en Birgir Jakobsson átti einnig sæmilegan leik. Dómarar voru Guðjón Magnússon og Ölafur Thorlacius. Eftir þennan leik urðu KR og fR efst og jöfn í mótin” rpeð 14 stig hvort af 16 mögu legum og verða því að leik' aukaleik um titilinn. Leikda" ur hefur ekki verið endanle" ákveðinn, en verður að ö11”’ iíkindum í næstu viku. á mann hreppti 3. sætið á m' inu, hlaut 8 stig, KFR var 4. s.æti með 4 stig og ÍS r- iestina með ekkert stig, en f5”- seðil í II. deild. — G.Ó. byrjun hlaupsins KR-ingarnir Kristleifur Guðbjörnsson og Agnar Leví, og héldu henni til loka, en Halldór, bróðir Krist- leifs, fylgdi þeim fast eftir.^ Baráttan um fjórða sætið varð allhörð og ekki sýnt hvernig hún færi fyrr en á lokasprett- inum í Lækjargötunni. 37 voru skráðir til þátttöku í víðavangshlaupinu og mættu 33 til leiks. Luku þeir allir hlaupinu, en sex fyrstu menn að marki voru þessir: 1. Kristieifur Guðbjörnsson KR 8.38,7 mín. 2. Agnar Leví KR 8.41,7 mín. 3. Halldór Guðbjörnson KR 9.01,2 mín. 4. Þórður Guðmundsson, Breiðabliki, 9.13,2. 5. Þórarinn Arnórsson, Í.R. 9.14.2 mín. 6. Hafsteinn Sveinsson Skarp- héðni 9.14,4 mín. Vandað tii verðlauna Sem fyrr var sagt var Víða- vangshlaup ÍR nú háð í 50. skipti. Af því tilefni var vand- að sérstaklega til verðlauna. Allir þátttakendurnir hlutu minnispeninga og sigurvegar- inn verðlaunabikar til eignar. KR-ingarnir þrír sem komu fyrstir að marki í Víðavangshlaupi IR: Halldór Guðbjörnsson, Agnar Leví og Kristleifur Guðbjörns- son. Við þá ræðir Þórarinn Magnússon, mikill áhugamaður um frjálsar íþróttir og ötuil starfsmaður á mótum. — (Ljósm. Bj. Bj.) Víðavangshlaup Hafnarfjarðar: 25 stúlkur í hópi um 70 þátttukendu □ Um 70 tóku þátt í Víðavangshlaupi Háfrí- arfjarðar á sumardaginn fyrsta, þar af 25 stúlkur. Hlaupið hófst kl. 4 síðdegis við barnaskólann, en á undan léku lúðrasveitir nokkur lög. Leikstjóri vár Eiríkur Pálsson. Keppt var í fjórum flokkum, þar á meðal kvennaflokki. Vegalengdin sem fullorðnir hlupu, var 3 km„ en yngri flokkarnir og stúlkurnar hlupu 2 km. Helztu úrslit urðu þessi: f flokki 17 ára og eldri sigraði Trausti Sveinbjömsson í annað skipti. f flokki pilta 14—16 ára bar Kristinn H. Benediktsson sigur úr býtum í þriðja skipti. I flokki pilta 13 ára og yngri sigraði Viðar Halldórs- son. Hlutskörpust í hópi stúlkn- anna varð Oddný Steinunn Sigurðardóttir. NÝ BÓK HVERNIG VERÐA MENN GÓÐIR K0MMÚNISTAR? eftir Líú Sjaó-Sí, forseta Kínverska alþýðu- ýðveldisins. — Ræða flutt í Jénan 1939. 1 /ðingin er gerð af Brynjólfi Bjamasyni éft- enskri útgáfu, er út kom í Peking 1964. >kin sýnir þann anda sem leiddi til sigurs nversku byltingarinnar, og er því fróðlegt rrir menn að kynna sér hana. Heimskringla

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.