Þjóðviljinn - 24.04.1965, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 24.04.1965, Blaðsíða 4
HöÐViunm Laugardagur 24. april 196S Otgefandi: Sameinlngarfloklcur alþýðu — Sósialistaflokk- urinn. — Ritstjórar: Ivar H. Jónsson (áb), Magnús Kjartansson, Sigurður Guðmundsson. Ritstjóri Sunnudags: Jón Bjamason. Fréttaritstjóri: Sigurður V. Friðþjófsson. Auglýsingastjóri: Þorvaldur Jóhannesson. Ritstjóm, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja, Skólavörðust 19. 'Simi 17-500 (5 línur). Askriftarverð kr. 90.00 á mánuði. Oþurftarverk J síðasta tölublaði Frjálsrar þjóðar eru birtar til- hæfulausar lygar um Sósíalistaflokkinn og Al- þýðubandalagið, og voru þær endursagðar í sein- asta Morgunblaði, enda hefur Frjáls þjóð um langt skeið litið á það sem verkefni sitt að sjá andstæð- ingum Alþýðubandalagsins fyrir óhróðursefni. Ségir í frásögn blaðsins að á síðasta fundi í Sós- íalistafélagi Reykjavíkur hafi verið samþykkt neit- un við því að skipuleggja Alþýðubandalagið í Reykjavík sem samfylkingarsamtök, en síðan hafi miðstjórn Sósíalistaflokksins tekið fram fyrir hendur Sósíalistafélagsins og fallizt á að Alþýðu- bandalag yrði stofnað, ^llt eru þetta vísvitandi og blygðunarlaus ósann- indi. Tillagan um stofnun Alþýðubandalags í Reykjavík og fyrirkomulag þess er komin frá Sós- íalistaflokknum fyrir meira en ári. Innan Sósíal- istaflokksins er ekki neinn ágreiningur um þá hugmynd, og á seinasta fundi Sósíalistafélags Reykjavíkur var einmitt samþykkt að félagið gerðist fyrir sitt leyti aðili að stofnun Alþýðu- bandalags í Reykjavík. Eins og eðlilegt er í lýð- ftBSHátshmtökum hafa verið uppi mismunánái til- lögur um ýms framkvæmdaatriði, m.a. á síðasta fundi Sósíalistafélags Reykjavíkur, en einnig um þau atriði er nú fengin sameiginleg niðurstaða. Miðstjórn Sósíalistaflokksins hefur ekki sent Mál- fundafélagi jafnaðarmanna neitt bréf, heldur hafa hugmyndir Sósíalistaflokksins verið ítrekaðar af samninganefnd sem starfað hefur á vegum flokks- ins nú um skeið. Það bréf er í fullu samræmi við ályktun þá sem samþykkt var á seinasta fundi Sósíalistafélags Reykjavíkur, enda er formaður félagsins meðal nefndarmanna. prjáls þjóð snýr þannig staðreyndum gersamlega við, og er sá málflutningur í samræmi við iðju blaðsins um langt skeið að undanförnu. Tilgang- urinn með þessum nýjustu ósannindum er greini- lega sá að reyna að koma í veg fyrir að Al- þýðubandalagsmenn í Reykjavík gangi frá skipu- lagsmálum sínum í vor, eins og óhjákvæmilegt er bæði vegna þeirrar hagsmunabaráttu sem nú er framundan og vegna stjómmálaástandsins í land- inu. Þeir menn sem ráða skrifum Frjálsrar þjóð- ar hafa lengi verið sundrungarmenn í íslenzkri vinstrihreyfingu, og nú þurfa stjórnmálasamtök íslenzkrar alþýðu á öllu öðru að halda en óþurft- ariðju þvílíkra manna. Framundan er hin um- fangsmesta kjarabarátta sem þarf að tryggja verk- lýðssamtökunum mjög verulegar kauphækkanir, styttingu vinnutímans og aukin félagsleg réttindi, og þeim sigrum þarf að fylgja eftir með víðtækri pólitískri sókn Alþýðubandalagsins. Ef stjórnmála- samtök verkafólks og starfsmanna einbeita sér að verkefnum sínum og láta hvorki opinbera né dul- búna andstæðinga torvelda baráttu sína, eru betri horfur á því en verið hefur um langt skeið að ná mjög veigamiklum árangri á sviði hagsmunamála og þjóðmála. — m. Minningarorð Ingibjörg Steinsdóttir leikkona f. 26. júlí 1903 — d. 14. apríl 1965. Það er von mín að einhver sá úr stétt leikara sem átti verulegt samstarf við Ingi- björgu Steinsdóttur sem leik- konu eigi eftir að segja okkur eitthvað frá þeim þætti í ævi- starfi hennar, því ég minnist þess ekki að það hafi nokkum- tíma verið gert að gagni. En ég hef alltaf haft hugboð um að framlag hennar á þeim árum sem hún starfaði mest að leiklist í landinu hafi ver- ið þess virði að einhversstað- ar væri til um það greinagóð frásögn. Um nokkurt skeið ævinnar var hún talsvert virkur "kraft- ur sem leikari og leikstjóri, einkum úti á landi. Ég veit ekki hve starf hennar þar var mikið að vöxtum en hitt kæmi mér á óvart ef hún hefði ekki tendrað þar í umhverfi sinu glóð athafna og áhuga, slíkur eld- ur sem ávallt brann í henni sjálfri fyrir þessu málefni. Við Ingibjörg fórumst jafn- an á mis í þessu starfi. Henn- ar leið lá mest um „óbyggðir”, mín ekki heldur um alveg venju legar slóðir. Allt um það hafði ég af henni nokkur kynni, og sem kveðju og þakklæti fyr- ir þau kynni, set ég þessi fáu orð á blað. Ingibjörg var að heiman bú- in mörgum góðum gáfum, en sterkt og ólgandi tilfinninga- líf sat þar í fyrirrúmi. Þeir eiginleikar ættu að vera góður efniviður hverjum leikara, en þá er mikils vert að skilyrði séu til góðrar menntunar og tamningar þessara krafta. Á þessu var mikill misbrestur á þeim árum þegar Ingibjörg hóf göngu sína sem leikkona, og held ég að margur áfangi hafi orðið henni erfiður bæði í list hennar og í lífinu sjálfu, vegna þess, að samtíð hennar, þar sem hún var í svéíf set't",' "hafði ekki skilning og þroska til að leiðbeina henni og hjálpa henni til að koma böndum á ýmsar ótemjur sem hún átti við að glíma í brjósti sér. Því það er sannfæring mín eftir þau kynni<S> sem ég þafði af Ingibjörgu að engin ill öfl hafi búið með henni, engar tilfinningar af vondum toga, ekkert það sem ekki hefði mátt breyta í skíran málm. Mér fannst hún ailtaf drengileg og góð kona, og hún kom til dyranna eins og hún var klædd. Hún hefur nú lagt hraunið að baki með öllum þess mosa- þembum. Kannski hafa verið þar fleiri gróðurblettir með uppsprettu og grænu grasi en mig grunar. (Líklega set ég þessa líkingu á blaðið vegna þess hve ég hef alltaf haldið að Ingibjörg hefði orðið — við réttar aðstæður — góð Halla). Og nú við ferðalok kveðjum við hana, islenzkir leikarar, með þökk og hlýjum hug. Næst þegar kona fæðist á ís- landi með hæfileikum áþekk- um Ingibjargar verður hinni löngu bemsku íslenzkrar leik- listar vonandi lokið. Þ. ö. St. Margir vinir Ingibjargar Steinsdóttur komu í Fossvogs- kapellu í dag þar sem bálför hennar var gerð, en hún lézt hér í borg 14. þ.m. eftir langa sjúkdómslegu. Mig langar til að kveðja hana nokkrum orðum, þó ekki yæri nema til þess að þakka gott og ánægjulegt samstarf á fyrstu árum Kommúnista- fiokksins og síðari kynni, sem oft voru nokkyð slitrótt, þar eð hún dvaldist síðar langdvöl- um utan Reykjavíkur; um skeið sem húsmóðir norður í landi eða sem ráðskona og forstöðukona á ýmsum stöðum, en síðast en ekki sízt sem Ingibjörg Steinsdóttir. leikstjóri og leiðbeinandi fjöl- margra leikfélaga og leikflokka víðsvegar um landið. Og þó að ótrúlegt megi nú virðast, var það einmitt á sviði leik- listar og félagsmála sem kynni okkar Ingibjargar urðu nán- ust. Eftir nám sitt í hinum fræga leikskóla Max Reinhardt í Berlín settist Ingibjörg að í Reykjavík. Hún varð þá sjálf- kjörin til þess að stjórna leik- hópum þeim sem voru að sumu leyti uppistaðan. í skemmtunum og áróðri Komm- únistaflokksins. Allir sem til þekkja vissu að hún náði þar beinlínis ótrúlegum árangri. Þama voru allir byrjendur og viðvaningar nema hún, en henni tókst að láta hvem mann skila sínu verki með undraverð- um hætti. „Leikritin“ voru ekki eftir þá Shakespeare eða Moliére, en af sama toga, þó að handbragðið væri stund- um eitthvað hrjúfara: boðskap- ur um dægurmál, ádeilur, níð, fagrar fyrirmyndir. Að þessu voru margir höfundar og all- ir nafnlausir eins og verið hef- ur siður hér á landi frameftir öllum öldum. Þarafieiðandi voru engin höfundarlaun og ekkert STEF. Textinn var allt- af nýr. Stundum einskonar ópera búffa. Betri í dag en í gær og beztur á morgun. Ingibjörg var óvenjulega bráðþroska. Komung að aldri hóf hún leikstarf á Akureyri. Og þar giftist hún tæplega 19 ára mínum ágæta vini og stétt- arbróður, Ingólfi Jónssyni, hæstaréttarlögmanni. Eftir að Ingólfur gerðist bæjarráðs- maður og bæjarstjóri á ísa- firði á árunum 1926 til 1934, tók Ingibjörg mikinn þátt í leiklistarstarfi á ísafirði . á meðan hún dvaldist þar. Hæfi- leikar hennar þóttu svo ótví- ræðir, að Alþingi veitti henni érið 1929 styrk til leiklistar- náms- erlendis. Kaus hún að læra hjá- Max Reinhardt, eins og áður segir, árin 1929—1930. Þar átti hún þess m.a. kost að starfa í hinu heimsfræga kvikmyndaveri UFA og sjá að verki ýmsa af mestu leikurum allra tíma. Síðar heimsótti hún Ráðstjórnarríkin og kynnti sér leiklist þar. Ailt þetta varð henni góður skóli, því að árin 1951—1960 má segja að hún hafi helgað sig uppeldi leik- ara í hinum dreifðu byggðum landsins. Mér er kunnugt að margir minnast með þakklæti þeirra örfandi áhrifa er hún hafði á þessum vettvangi. Áður hefur verið á það minnzt, að Ingibjörg var mjög virkur félagsmaður í Komm- únistaflokki Islands. Einnig var hún í miðstjóm félagsins A.S.V. ásamt Halldóri Kiljan .Lajcness, Þetta .félag vann mikið og ó- eigingjarnt starf á dögum kreppu atvinnuleysis hér á landi eftir 1930. Að öllum öðr- um ólöstuðum hygg ég að fáir hafi reynzt þar drýgri en Ingi- björg og Ingólfur. En áhugi Ingibjargar var slíkur að um hana mynduðust þjóðsögur í lifanda lífi: Sumarið 1930 var ákveðið að safna fé hér á landi til að kaupa dráttarvél handa sov- ézkum samyrkjubændum. Þetta var hugsað sem táknræn at- höfn. Með þessu vildum vid sýna, að við kynnum að meta viðleitni þeirra til samvinnu á sviði ræktunar og framleiðslu. Fæstir okkar vissu nokkuð um þetta mál nema af bókum. Og ég hugsa að enginn okkar hafi nokkru sinni séð dráttarvél þá. Og eitt er alveg víst, að eng- an „heilvita“ mann dreymdi þá um að íslenzkir bændur myndu nokkurn tíma eignast slíkt tæki, a.m.k. ekki fyrr en kommúnisminn væri kominn á. Og engum datt í hug þá, að 3 eða 4 dráttarvélar stæðu 6- virkar á sama hlaði. En hvað sem því líður, kom upp sú þjóðsaga að Ingibjörg og fleiri hefðu gefið giftingarhringana sína í „Traktorsjóðinn“. Ég sé í Verkalýðsblaðinu 7. okt. 1930 að traktorssjóðurinn nam þá samtals kr. 2.159,60 fyrir ut- an ógreidd loforð, kr. 480,00. Heimildin ber því miður ekki með sér, hvað innt var af hendi í gullhringum. Hitt er víst, að vorir forfeður guldu í baugum hvaðeina er þeim þótti launa vert. Tel ég það vel viðeigandi að mega hugsa til þess, að dráttarvél sú er nokkrir Is- lendingar sendu Sovétbændum haustið 1930, hafi e.t.v. orðið til þess að kenna þeim hetj- um er unnu sigurinn við hina ódauðlegu borg, Stalíngrad, fyrstu handtökin í meðferð þeirra véla er lögðu hina þýzku fasista að velli. Það er a.m.k. óumdeild söguleg staðreynd, að dráttarvélavei:fesm,iðjgp, , I .Stalíngrad hélt áfram að. fram- leiða þá skriðdreka sem nægðu til sigurs, þrátt fyrir hina löngu umsát. Ég veit fyrir víst, að hugur margra stóð þá með verjendum Stalíngrad- borgar. Ein í þeim fjölmenna hópi var Ingibjörg Steinsdóttir. Sagt hefur verið, að hring- Framhald á 9. síðu. TOLF RETTIR Hver hreppir hin glæsilegu verðlaun í getraun Þjóðviljans: Ferð til Rúmeníu og 12 daga dvöl þar! ★ Þeir sem komnir eru til Mamaia eiga margTa kosta völ í sambandi við ferðir til sérkennilegra og víáfrægra staða í Rúmeníu og næstu nágrannalöndum. ★ Það er til daemis hægt að bregða sér til Búkarest með Iest eða flugvél, og þar er sitthvað markvert að sjá, bæði í borginni og á Ieiðinni. ★ Fornar byggingar eru margar á nálægum slóðum fyrir þá sem gaman hafa að skoða kastala og kirkjur, og frægar eru rústirnar í Hist- ríu, þar sem Grikkir reistu borg sjö öldum fyrir upphaf timatals vors, ★ Og Dóná svo blá — ekki má gleyma henni né næstu landsvæðum, þar sem sitthvað er að sjá fyrir nátt- úruskoðara. ★ Tíðar, reglubundnar ferðir eru með fyrsta flokks farþegaskipi milli Constanza, hafnarborgarinnar í nágrenni Mamaia, og Istambul í Tyrk- landi. Ævintýri hlýtur það a3 vera fyrir íslending að kom- ast þangað austur og fá svo- litla nasasjón af Austurlönd- um. ★ Einnig er auðvelt að komast í tiltölulega ódýrar ferðir til Odessa í Sovétríkj- unum. ★ Sá sem heppnina hefur með sér í hópi þeirra er senda rétta lausn á verðlaunaget- raun Þjóðviljans eiga kost á þessum ferðum. Þær eru að vísu ekki innifaldar í sjálf- um verðlaununum, en sá sem kominn er á annað borð suð- ur að Svartahafi mun varla láta tækifærið ónotað þó að nokkurn aukakostnað hafi í för með sér. ★ Vi3 minnum á að 12. og síðasta spurningln í get- rauninni birtist í blaðinu á morgun. Munið að halda get- raunaseðlunum saman og hafa þá við höndina þegar þið út- fyllið Iausnarseðilinn sem birtur verður eftir helgina. ★ Þátttakendur geta orðið allir skuldlausir áskrifendur Þjóðviljans og nýir áskrif- endur sem greiða tvcggja mánaða áskriftargjald fyrir- fram. Getraunaseðill OO Hvað heitir forsætisráðherra Rúmena? Svar: Nicolas Ceausescu 1 Gheorghe Maurer X Chiru Stoica 2 (Viðeigandi merki II x eða 2) á að skrifa fremst í dálkinn) l

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.