Þjóðviljinn - 01.06.1965, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 01.06.1965, Blaðsíða 1
Samþykktir Dagsbrúnar Á fundi Verkamannafélags- ins Dagsbrúnar sl. sunnudag voru eftirfarandi tvasr tilllög- irr samþykktar einróma: Heimild til vinnustöðvunar „Fundur í Verkamannafé- laginu Dagsbrún, haldinn 30. maí 1965, samþykkir heimild til handa trúnaðarmannaráði til að boða atvinnurekendum vinnustöðvun þegar það teldi verkfallsboðun nauðsynlega í kjaradeilu þeirri er nú stend- ur yfir.“ Ranglát stefna í skattamálunum „Fundur í Verkamannafé- laginu Dagsbrún, haldinn 30. maí 1965, telur að með veru- legri lækkun skatta á launa- fólki hefði nú verið hægt að greiða götuna fyrir nýjum samningum við verkalýðsfé- lögin, en í stað þess að fara þá leið hefur Alþingi afgreitt ný skatta- og útsvarslög, að tillögum ríkisstjórnarinnar, þar sem meginþungi skatt- byrðanna er enn lagður á herðar launþega. Þessi af- greiðsla á skattamálum nú er því ranglátari þar sem lög- gjafarvaldið hefur á undan- fömum árum lækkað veru- lega opinber gjöld af rekstri fyrirtækja og gróðafélaga og er því sífellt stærri og stærri hluti heildarskattteknanna sóttur í vasa launafólksins. Þessa stefnu í skattamálum telur fundurinn rangláta og mótmælir henni harðlega." Yatnabát á kerru stolið Sl. sunnudag var stolið kerru með vatnabát á er skilin hafði verið eftir við veginn hjá Lága- felli í Mosfellssveit. Þjófnaður þessi átti sér stað á tímanum frá kl. 12 á hádegi til um kl. 6 síðdegis. Maður héðan úr Reykjavík var á leið austur í Þingival'lasveit og hafði kerruna með bátnum aftan í bíl sínurn. Bilaði bíliinn hjá Lágafelli og varð hann þá að skilja kerruna eftir en kom aft- ur til að sækja hana um kl. 6 en þá var hvort tveggja horfið, kerran og báturinn. Hins vegar sáust för eftir vörubíl á staðn- um þar sem kerran hafði verið. Báturinn var hivítur á lit, ó- merktur en grænt segl breitt yfir hann og var hann spenntur niður á kerruna. Em það til- mæli rannsóknarlögreglunnar að þeir sem kynnu að hafa orðið varir við ferðir þess er bátnum stal geri henni aðvart. Hvítasunnuferð ÆF á Snæfellsnes ÆFR og ÆFH efna til hvita- sunnuferðar um Snæfellsnes. Til- kynnið þátttöku til Guðmundax Magnússonar, sími 17885 eftir kl. 19. sama tima og allskonar fyr- irtækjum og gróðafélögum er ívilnað með skatta. Hlutafc- lögum er heimilt að draga allan hugsanlegan kostnað frá, áður en Iagt er á. Þetta hefur orðið til þess að meg- inhluti skattanna keraur nú frá hinum almennu launþeg- um, hlutur þeirra í skatt- greiðslunum hefur stöðugt orðið hærri og hærri. Þá vék Eðvarð að samninga- viðræðunum, kröfum verka- Framhald á 9. síðu. □ „Verkamenn eru nú staðráðnir í að jafna hlut sinn“, sagði Eð- varð Sigurðsson formaður Dagsbrúnar á fjölmennum fundi félagsins í Iðnó s.l. sunnudag. Fundurinn samþykkti einróma, með atkvæðum nær allra eða allra fundarmanna heimild til vinnustöðvunar. Eðvarð Sigurðsson formaður Dagsbrúnar hafði framsögu um kjaramálin og gat þess í upp- hafi ræðu sinnar að atvinnu- rekendur hefðu haft 7 mánaða frest til að búa sig undir að mæta kröfum verkamanna, en ekkert hefði komið frá þeim er gerði það að verkum að verkamenn verði miidari í kröf- um sínum. Þá vék hann að skattamál- unum á þessa leið: MEGIN- ÞUNGI skattabyrðarinnar er nú lagður á launafólk, á DMNN Þiriðjudagur 1. júní 1965 — 30. árgangur — 121. tölublað. VERKAMENN STADRÁÐNIR FJÖLMENNUR DAGS- BRÚNARFUNDUR í IÐNÓ S.L. SUNNUDAG ÞVÍ AD JAFNA HLUT SINN Hátíðahöldin á sjómannadaginn fóru fram samkvæmt dagskrá hér í Reykjavík. Á útisamkomu á Austurvelli minntist séra Bjarni Jónsson drukknaðra sjómanna og fulltrúar ríkisstjórnarinnar, út- gerðarmanna og sjómanna fluttu ávörp. Þá afhenti formaður sjómann.adagsráðs fjórum öldruðum Sjómönnum heiðursmerki, þeim Jóhanni Björnssyni vélstjóra, Guðna Pálssyni skipstjóra, Jóni Bjarna- syni vélstjóra og Sigurjónd Júlíussynj háscta. Að lokum . fór fram kappróður og sést hér á myndinni sigursveitin í kvennakeppninni, stúlkur frá Isbirninum, eu fleiri myndir eru á 6. síðu. — Ljósm. A.K. Mannbjörg er ný Cessnavél fórst Sl. laugardagskvöld ey'ðilagð- ist ný fjögra sæta Cessna-flug- vél sem Þytur átti, í flugtaki í Flatey á Breiðafirði. Tveir far- þegar voru í vélinni auk flug- mannsins og slapp fólkið allt ómeitt. Flugvélin fór vestur til Flat- eyjar á laugardagskvöldið til I þess að sækja konu er var að I fara á fæðingarheimili . hér í Einróma samþykt sambandsstjórnar AAálm- og skipasmiðasambands fslands Kjarabóta er þörf eigi að hindra flótta úr málm- og skipai&na&i O Sambandsstjórnarfundur Málm- og skipa- smiðasambands íslands var haldinn um helgina og ákváðu félög sambandsins að hafa náið sam- starf um samningamálin. ■ í ályktun fundarins segir m.a. að kaup og kjör málm- og skipasmiða þurfi að bæta verulega frá því sem nú er, ef takast eigi að draga úr þeim flótta faglærðs vinnuafls frá málm- og skipaiðn- aðarstörfum, sem átt hefur sér stað undanfarið. Hér fer á eftir fréttatilkynn- ing frá sambandinu um fundinn og ályktun hans í heild: Síðast liðinn laugardag var haldinn í Reykjavík sambands- stjórnarfundur Málm- og skipa- smiðasambands Islands. Fund- inn sóttu fulltrúar frá öllum sambandsfélögunum. Var fund- urinn sérstaklega boðaður vegna endurskoðunar á kaup- og kjarasamningum félaganna og ætla þau öll að hafa náið sam- starf um samingamálin. Eftirfarandi ályktun var sam- þykkt með öllum atkvæðum: „Sambandsstjórnarfundur Málni og skipasmiðasambands Islands haldinn í Reykjavík laugardag- inn 29. maí 1965 til þess m.a að ræða kaup- og kjara- mál málm- og skipasmiða lýsir sig í aðalatriðum samþykkan ályktun þelrri um kjaramál, Emil og Davíð í Sovétríkjunum Í5mil Jónsson sjávarútvegs- nálaráðherra er nú á ferða- lagi um Sovétríkin í boði formanns sjávarútvegsnefnd- ar Sovétríkjanna, Isjakofs váðherra, og er Davíð Ólafs- son fiskimálastjóri í för með ’onum. Á myndinni sjástþeir "mil og Davíð í samræðum ið Isjakof. sem samþykkt var á kjaramála- ráðstefnu Alþýðusambands ls- lands þann 27. marz sl. Það er álit fundarins að kaup- og kjör málm- og skipasmiða þurfi að bæta verulega frá því sem nú er, ef takast á að draga úr þeim flótta faglærðs vinnu- afls frá málm- og skipaiðnað- arstörfum sem átt hefur sér stað undanfarið. Undanfarin ár hefur málm- og skipaiðnaðurinn misst af stórum hópi vel þjálfaðra fag- manna, sem leitað hafa til ann- arra starfa, þar sem laun eru hærri, vinnutími styttrl, slysa- hætta minni og störfin þrifa- Iegri en við málm- og skipa- smíði. Þetta hefur átt sér stað á sama tíma og vélvæðing at- vinnulífsins hefur stóraukizt. Þessi þróun verður að teljast mjög alvarleg fyrir islenzkt at- vinnulíf, sem hlýtur í sífellt ríkara mæli að byggjast á vél- væðingu og tækni. Er nú svo komið að viðhald og viðgerðir skipa og annarra stórvirkra framlciðslutækja dregst úr hófi Framhald á 9. síðu. Reykjavík. Gekk lendingin vel en í flugtakinu náðí flugmaður- inn vélinni aldrei á loft og lenti hún út af brautarendanum og út í sjó. Komst fólkið út á væng vélarinnar og var þjargað ó- meiddu í land. Flakið af vélinni var einnig dregið í land en hún mun eyðilögð eða a.m.k. stór- skemmd. Vélin var nýkomin til landsins og hafði aðeins verið í notkun í viku. Konan sem flugvélin var að sækja, Bryndís Guðmundsdóttir úr Skáleyjum, var flutt til Stykkishólms með báti og það- an með bifreið til Reykjavíkur. Með henni í vélinni var kærasti hennar Steinn Baldvinsson. Enn er ekki vitað um orsakir slyss þessa en menn frá loft- ferðaeftirlitinu munu fara út í Flatey til þess að rannsaka flak flugvélarinnar. Samningum er haldið ófram Samningafundir í kjaradeilun- um héldu áfram í gær. Voru þá á fundum fulltrúar Málm- og skipasmiðasambandsins með sín. um atvinnurekendum, fulltrúar Dagsbrúnar og Hlifar og nú einnig verkakvennafélaganna Framsóknar í Reykjavík og Framtíðarinnar í Hafnarfirði og ioks í gærkvöld norðan- og aust- anmenn. 1 Sjá frétt á 12. síðu

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.