Þjóðviljinn - 01.06.1965, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 01.06.1965, Blaðsíða 2
HÓÐVILJINN 2 SlÐA Lág og sendin suðurstriind landsins hefur reynzt mörgu skipinu skeinuhaett, því að hún er 6- glöggt kennileiti utan af hafinu. Fjöldi sjóslysa hefur orðið á þessum slóðum og margur sjó- maðurinn látið þar lífið. Jafnvel radartæki greina illa ströndina þarna og koma að litlu sem engu haldi, svo að hættan vofir enn yfir, þrátt fyrir nýjustu tækni, Nú er þess að vænta, að radartækin muni duga betur á þessum hættulegu slóðum í framtíðinni, því að samkvæmt þings- ályktunartillögu Geirs Gunnarssonar sem samþykkt var á Alþingi í vetur verða settir sérstakir radarspeglar á suðurströnd landsins og annars staðar þar sem þörf er á. FISKIMÁL — Eftir Jóhann J. E. Kúld SÍLDARVERTID OG SÍLDARVERD Þrátt fyrir það, að síldarver- tíð er þegar hafin á sumar- ^íldyeiðum úti fyrir Austur- landi, þá heyrist ekkert enn- þá um sfldarverð á þessu sumri, hvorki í bræðslu né salt. Þannig hefur þetta geng- ið undanfarin ár. Sfldarverð- ið hefur ekki komið fyrr en seint og síðar meir, og þá svo lágt að það hefur verið í hreinu ðsamræmi við það heimsmarkaðsverð sem í gildi hefur verið á sama tíma á þeim afurðum sem úr hráefn- inu hafa verið unnar. Tákn- rænasta dæmið um þetta hef- ur verið verð á bræðslusíld annarsvegar og svo heimsmark- aðsverð á síldarmjöli og lýsi hinsvegar. Hin opinberu afskipti af þessu máli undir viðreisnar- stjóm, hafa verið með þvflík- um endemum, að leita hefur mátt- til ríkja Suður-A*neríku, þar sem bandariskir hringar hafa arðsogið heflar starfsgrein- ar til að finna nokkra hlið- stæðu við bræðsVusildarverðið á fslandi annars vegar og heimsmarkaðsverð afurðanna hinsvegar. Bræðslusildarverð Norðmanna hefur á sama tíma verið oft helmingi hærra án allra opinberra uppbóta. Það er merkilegt rannsókn- arefni, að draga fram í dags- ljósið ástæðurnar fyrir því hvernig þetta gat gerzt, án þess að íslenzk útgerðarmanna- stétt risi upp og neitaði hrein- lega að vera notuð sem uxar til að draga viðreisnarplóginn. Og íslenzk sjómannastétt, hún hefur látið selja sig und- ir þessa sömu sök, og það án þess að mögla. Þennan ár- angur ber viðreisninni að þakka Alþýðuflokksforustunni í sjómannasamtökunum. (Sem þar hefur unnið á viðreisnar- planinu). Og ekki væri neitt ó- eðlilegt við það, þó spurt væri: Hvað kostar svona fyrir- greiðsla? Otgerðarmönnum og sjó- mönnum hefur verið att út í deilur um hrein aukatriði, samanborið við verðspursmálið á hráefninu. Þeir hafa getað deilt um það, hvoru megin hálfur hundraðshluti úr afla ætti að falla, hlut sjómanna, eða útgerðar. Á sama tima hef- ur þeim ekki dottið í hug að mynda sameiginlega fylkingu gegn .aröráninu £ sambandi við það svívirðilega hráefnis- verð sem þeim hefur verið greitt. Guðmundur Jónsson útgerð- armaður á Rafnkelsstöðum, í Garði sagði nýlega í samtali við dagblaðið Vísi, að hann vissi um útgerðarmenn sem hefðu fengið kr. 40,00,— fjöru- tíu krónur — á hvert síldarmál sem verðuppbót á sumar- bræðsTusfldarverðið í fyrra, vegna þess að þeir hefðu gert þannig samninga. Hinsvegar gat hann ekki um hvaða verð hefði verið greitt sjómönnun- um sem veiddu síldina, sem uppbótin var greidd á. En mér dettur ekki í hug að halda, að þessar fjörutíu krónur hafi verið allur mismunurinn á milli hráefniverðs og söluverðs afurðanna að frádregnum vinnslu- og sölukostnaði, því að ég hygg að hann hafi ver- ið nokkru meiri. En þó við miðuðum bara við þessar fjörutíu krónur sem Guðmundur segir vissa útgerð- armenn hafa fengið sem upp- bót á sína bræðslusfld, iá er þetta mál nógu alvarlegt fyr- ir því. Við skulum miða við tíuþúsund mála afla í bræðslu. Það þótti enginn geysiafli í fyrrasumar, þó það sé sæmi- legur afli. Á slíkan afla nem- ur uppbótin ein , samkvæmt framansögðu kr. 400.000,00. Og hafi skipshöfn á slíkum báti verið með 35% af afla, þá hefur hún verið snuðuð um kr. 140.000,00 á flestum skip- um í flotanum, því að grunur minn er sá, að það s'é lítill<j, minnihluti útgerðarmanna sem slíkar uppbætur hefur fengið. Það er einn af umsvifamestu útgerðarmönnum á Suðurnesj- um sem dregur upp þessa á- takanlegu mynd af ástandinu, í samtalinu sem vitnað er í hér að framan. Hvemig á heilbrigður rekst- ur að geta þrifizt á útgerð á meðan viðreisnin tröllríður henni svo harkalega, að slíkt þykir varla í frásögur færandi, og er engan veginn haldið á lofti, þó sfldarbræðslur geti greitt kr. 40,00 sem uppbót á hráefnisverð fyrir hvert mál af síld. Og ekki hefur það heyrzt að málsvari útgerðar- innar L.l.Ú. hafi opinberlega mótmælt slíkri lögverndaðri féflettingu á stéttinni, sem Guðmundur á Rafnkelsstöðum, Lausn- in fundin Svo var að sjá í Alþýðu- blaðinu í fyrradag sem Bene- dikt Gröndal, formaður út- varpsráðs, teldi sig vera laus- an úr þeirri andstyggilegu sjálfheldú sem hann héfur að eigin sögn dvalizt í síðan hann beitti sér fyrir því að dátasjónvarpið á Keflavíkur- flugvelli yröi aukið og marg- faldað. 1 sunnudagsgrein sinni lýsir hann yfir þvi að nú séu æ fleiri að fallast á þá „lausn“ að takmarka beri hermannasjónvarpið við völl- inn einan jafnskjótt og is- lenzka sjónvarpið „er komið vel af stað“, hvernig svo sem skilja ber það loðna orða- lag. Og Benedikt heldur á- fram: „Allur þorri sextíu- menninganna fagnar þessari lausn sem sigri og finnst kjarninn í gagnrýni þeirra hafa hlotið viðurkenningu Sjónvarpsnotendafélagið fagn- ar einnig sigri, þar sem ekki verður lokað strax fyrir am- erisku stöðina, og sjónvarps- tækjaeigendur sitja ekki uppi myndlausir með tæki sín, 6em þeir hafa samanlagt var- ið um 150 miljónum króna til að kaupa“. Þannig sé lok- ið harðvitugri styrjöld með þeim athyglisverða árangri að allir standi með pálmann í höndum og geti sameigin- lega slegið upp sælli og blíðri sigurhátíð. En hvar hefur verið tekin ákvörðun um þá „lausn“ sem Benedikt Gröndal telur jafn mikið fagnaðarefni fyrir alla? Ekkert hefur gerzt annað en það að Gylfi Þ. Gíslason hef- ur iýst þeirri „persónulegu skoðun" sinni að loka beri dátasjónvarpinu þegar það íslenzka er tekið til starfa, og Benedikt hefur einnig (- klæðzt þessum persónuleika Gylfa. Málið hefur ekki einu- sinni verið reett innan rík- isstjórnarinnar, hvað þá að þar hafi verið tekin nokkur ákvörðun. Og þaðan af síður hefúr heyrzt um ákvarðanir þeirra sem fara með hús- bóndavald á Keflavíkurflug- velli og líta á íslenzkt þjóð- félag sem hjáleigu þess stað- ar. Raunar kemur það greini- lega I ljós, þegar er fagn- aðarandvörpum Benedikts linnir, að hann hugsar sér alls ekki að dátasjónvarpinu verði lokað með íslenzkum fyrirmælum. Hann rekur ná- kvæmlega að efni Keflavík- ursjónvarpsins sé nálega ein- göngu kvikmyndir af sjón- varpsþáttum sem bandarísk auðfyrirtæki hafa látið gera f auglýsingaskyni fyrir varn- ing sinn, en hér sé þetta efni sýnt án auglýsinganna vegna þess að auðfélögin séu reiðubúin til að fórna sér fyrir ættjörðina og banda- rfska herinn. En þegar aug- lýsendurnir frétti að þessi ættjarðarást þeirra sé þannig misnotuð að áhorfendur séu að 80—90 hundraðshlutum íslendingar muni þeir neita að láta kvikmyndirnar í té endurgjaldslaust eða endur- gjaldslítið, nema auglýsing- arnar verði „látnar fylgja með“. þvf á íslandi sé „tölu- verður markaður" fyrir bandarískar vörur. Þannig vonar Benedikt að ágimd bandarískra auðfélaga bjargi sóma lslands, án þess að við þurfum nokkuð fyrir því að hafa. Að því leyti sem þessar vonir standast ekki kann Benedikt annað ráð. Hann segir að fslendingar geti keypt bandaríska sjónvarps- þætti; þannig kosti 50 mfn- útna leikrit aðeins 56 doll- ara og þegar við tækjum slíkan þátt á leigu yrði dáta- sjónvarpinu „bannað að sýna hann. . . Af þessum sökum þarf íslenzkt sjónvarp ekki að óttast samkeppni við Keflavíkursjónvarpið, en get- ur keypt frá því beztu dag- skrárliðina ef það vill“. Með þessu er vandinn að sjálfsögðu endanlega leystur. Við kaupum hreinlega alla dagskrána af dátasjónvarp- inu, þannig að það standi uppi verkefnalaust og til- gangslaust. Þá hefur félaa sjónvarpsnotenda ekkert misst, sextfumenningarnir geta hrósað einstæðum sigri fslenzkrar menningar og ís- lenzka sjónvarpinu er sóð fyrir efni til eilífðamóns. En dollarakostnaðinn mun- um við fá greiddan með ó- endurkræfum framlögum frá rfkisstjóm Bandaríkjanna. — Austrf. ■■■■■■■■■■■■■■■■!!■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ Þriðjudagur 1. júni 1965 Fyrstu síld sumarsins landað í Neskaupstað. einn meðlimur þessara sam- taka, hefur vitnað um í op- inberu blaðaviðtali. Og þó heí- ur oft verið gerð fundarsam- þykkt og látin á þrykk út ganga af minna tilefni. Það ætti heldur ekki að teljast nein goðgá þó sjómenn og útgerðarmenn krefðust fjörutíu króna hækkunar á hverju síldarmáli miðað við verðið í fyrra, þegar það ligg- ur ljóst fyrir samkvæmt upp- lýsingum þeim sem ég vitna i hér að framan, að um þá upphæð gat í það minnsta bræðslusíldarverðið verið hærra í fyrrasumar. Bótagreiðslur Almannatrygginganna í Gullbringu- og Kjósar- sýslu fara fram sem hér segir: ** / :• . . í Kjalarneshreppi þriðjudaginn 1. júní kl. 2—4. í Mosfellshreppi miðvikudaginn 2. júní kl. 2—4. í Seltjarnameshreppi fimmtudaginn 3. júní kl. 1—5. I Grindavíkurhreppi föstudaginn 4. júní kl. 10—12. í Njarðvíkurhreppi föstudaginn 4. júní kl. 2—5 og Njarðvíkurhreppi þriðjudaginn 8. júní kl. 2—4. í Gerðahreppi föstudaginn 4. júní kl. 2—4. í Miðneshreppi þriðjudaginn 8. júní kl. 2—4. Á öðrum stöðum fara greiðslur fram eins og venju- lega. — Ógreidd þinggjöld óskast þá greidd. Sýslumaðurinn í Gullbringn- og Kjósarsýslu. Iðjufélagar Farið verður i skógræktarferð miðvikudaginn 2. júní 1965. Lagt af stað frá skrifstofu félagsins, Skipholti 19, kl. 8 e.h. — Fjölmennið. Stjórnin. FERDABÍLAR 4—17 farþega Mercedes-Benv tiópferðabílar af nýjustu gerð tll leigu i lengrí og skemmri ferðir Símavakt allan sólarhringinr - ERÐABÍLAR sími 20969 Haraldur Eggertsson t

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.