Þjóðviljinn - 01.06.1965, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 01.06.1965, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 1. júní 1965 ÞJðBVHLJlM SlÐA 3 Mikilli sókn sk æruliða nú hrundið í S-Víetnam ÁnœaSir meðj hls'Wevsið HELSINKX 31/5 — Utanríkis- , stefna Austurríkismanna og j Finna hefur notið almennrar | viðurkenningar og trausts> segir | í yfirlýsingu, sem gefin var út , í Helsinki í dag að lokinni heim- sókn dr. Bruno Kreiskys, utan- rikisráðherra Austurríkíg. Segir ennfremur i yfirlýsingunni, að hlutleysisstefna þessara þjóða sé ekkj aðeins i þágu viðkomandi þjóða heldur stuðli hún einnig að því að tryggja stjórnmálaá- standig í Evrópu. * BADEDAS er mest selda baðéfni Evrópu í dag. # UMBOÐSMAÐUR H. A. TULINIUS, heildverzlun Austurstræti 14. SAIGON 31/5 — Svo virðist nú sem hrundið hafi verið mikilli sókn Víetkonghers í Suður-Vietnam. Bardagar hafa staðið látlaust síðustu tvo sólar- hringa; hefur stjórnarherinn víðast hvar verið mjög aðþrengdur en í fréttum frá Saigon segir, að herflugvélar Bandaríkjamanna hafi riðið bagga- muninn og séu sveitir Víetkong nú víðast hvar á undanhaldi norður á bóginn. Mikið mannfall hefur orðið í þessum átökum. Kveðst stjórn- arherinn hafa misst frá 400 upp í 700 menn, en ekki er vitað með neinni vissu um mannfall Víetkong. Það er til marks um hörkuna í bardögunum, að af 150 manna sveit úr stjórnarhern- Rýmir imbert þmghöllina nú fyrir hersveitum OAS? SANTO DOMINGO 31/5 — Það var haft eftir góðum heimildum í Santo Domingo í dag, að þeir Caamano, foringi uppreisnar- manna, og Imbert Barreras, hershöfðingi, muni innan skamms undirrita samkomulag þess efnis, að hersveitir Imberts hverfi á braut úr þinghöllinni. Verði það lið frá Samtökum Ameríkuríkja, OAS, sem taki við gæzlu hússins. Það var einræðisherrann Raf- ael Trujillo, sem lét reisa þing- höllina og er hún vandlega víg- girt. Hersveitir herforingjaklík- unnar hafa höllina á valdi sínu, en hinsvegar liggur hún á miðju yfirráðasvæði uppreisnarmanna. Svo er frá skýrt, að viðræður um þessi mannaskipti fari fram með Caamano og Imbert hers- höfðingja fyrir milligöngu Sam- einuðu þjóðanna og OAS. um, sem send var til aðstoð framvarðasveit einni, komu; aðeins 26 lífs af. MIG-vélar Bandaríkjamenn gerðu vanda loftárásir í dag á Nor ur-Vietnam. Um 70 km suðr af Hanoi mættu bandarísk flugvélarnar MIG-vélum Nori" ur-Vietnammanna, en >>ær vél" hörfuðu áður en til átaka kæm' Segja Bandaríkjamenn, að flu' vélarnar hafi verið fjórar talr ins. Fer hvergl Þá hefur það verið tilkynnt í Saigon, að Maxwell Taylor, siendiherra Bandaríkjanna, hafi nú frestað um óákveðinn tíma för sinni til Washington. Eins og kunnugt er af fréttum er það hið ótrygga stjórnmálaástand í Saigon, sem þessu veldur, en Taylor hefur hvað eftir annað neyðzt til þess að hætta við för- ina. Forseti landsins hefur neit- að að fallast á fyrirhuguð mannaskipti í stjórn forsætis- ráðherrans, og er sú deila með öllu óleyst enn. Varnarmá/aráðherrar Natá deila á fundi í Purís SAS kaupir 4 þotur STOKKHÓLMI 31/5 — Forstjóri ‘SAS, Karl Nilsson, undirritaði í dag í Stokkhólmi samning við Douglas-flugvélaverksmiðjuna í Kaliforníu um kaup á fjórum farþegaþotum af gerðinni DC-8, árgerð 1962. Kaupverðið er 35 miljónir dala. Það var í fyrra sem þessi kaup voru ákveðin. Ludwig Erhard er nú kominn vestur NEW YORK 31/5 — Ludwig Er- hard, kanzlari Vestur-Þýzkalands, kom í dag með flugvél til New York í opinbera heimsókn til Bandaríkjanna. Erhard dvelst í New York til fimmtudags og heldur þá til Washington, en þar mun hann eiga stjómmálavið- ræður við Lyndon B. Johnson, forseta. Með honum í för eru m.a, Gerhard Schröder, utanrík- isráðherra og blaðafulltrúi vest- ur-þýzku stjórnarinnar, Karl ■ Guenther von Hase. Svo er talið, að viðræður þeirra Erhards og Johnsons muni einkum snúast um varnar- ,mál Vestur-Þýzkalands og Vest- ur-Evrópu. Erhard mun i vestur- förinni verða gerður heiðurs- doktor við Colombia-háskólann í New York. PARÍS 31/5 — Góðar heimildir í París gkýra svo frá. að vam- armálaráðherrar NATO hafi skipzt í tvær fylkingar á fundi sinum í París í dag er um það var rætt, hvort bandalagið skuli hefja víðtækar gagnárásir með kjarnorkuvopnum ef Sovétríkin ráðist á Vestur-Evrópu. Aðallega voru það Frakkar og Banda- ríkjamenn sem deildu á fundin- um, sem standa á í tvo daga. Fyrir fundinn var frá því skýrt, að Frakkar muni ekki taka þátt í heræfingum Atlanz- hafsbandalagsins í ár þar eð BELGRAD 31/5 — Tító Júgó- slavíuforseti kemur ésamt konu sinni í opinbera heimsókn til Sovétríkjanna í síðari hluta júní- mánaðar. Það er Tassfréttastof- an, sem frá þessu skýrir í dag. þær séu ekki samkvæmt hinum eldri hemaðaráætlunum banda- lagsing, en þær gera ráð fyrir víðtækri beitingu kjarnorku- vopna gegn hverri árás í Evr- ópu. Caamano hylltur í Santo Domingo Enn er allt í óvissu um það, hvemig fara muni í Dómíníkan-Iýðveldinu, og hver sáttatilraunin eftir aðra hefur farið út um þúfur, — Myndin hér að ofan sýnir borgarbúa í Santo Domingo hylla Francisco Caamano, foringja uppreisnarmanna og kjörinn forseta landsins. VICHY 29/5 — Á flokksþingi franskra kristilegra demokrata var í gær ákveðið að efna til pólitísks samsta'rfs með róttæk- um og sósíalistum gegn de- Gaulle. Það var borgarstjórinn í Mar- seille, sósíalistinn Deferre, sem bauð kristilegum slíka sam- vinnu. Samkvæmt tillögum hans eiga þessir þrír flokkar að bjóða saman fram við þingkosningar 1967 og reka samhæfða umbóta- pólitík án marxisma. Meðal sósíalista hefur verið sterk and- staða gegn slíkri samfylkingu. Gomulka gagnrýnir biskupa VARSJÁ 26/5 — Gomulka gagn- rýndi í gær kaþólska biskupa Póllands fyrir það, að þeir tóku ekki þátt í hátíðahöldunum í til- efni þess að tuttugu ár eru liðin frá því að Pólland var frelsað undan þýzku hernámi. Gomulka benti á það, að tékkneskir bisk- upar hefðu látið frá sér fara hirðisbréf þar sem þeir létu í Ijós þakklæti í garð sovéthers- ins og studdu afvopnun og frið. Gomulka spurði hví hin pólska kirkja væri svo þögul um þessi mál, og sagði að pólska þjóðin hefði fagnað slíku hirðisbréfi frá henni. Gomulka sagði þetta i kosn- ingaræðu er hann hélt í ■ kjör- dæmi sínu. Þar sagði hann einn- ig, að varla mætti búast við verulegum launahækkunum næstu fimm ár og lagði áherzlu á það, að mikil fjárfesting væri nauðsynleg til að tryggja þeim þrem miljónum ungmennu vinnu er koma úr skólum á þessum tima. Gomulka sagði að fram- leiðslu pólsks fjölskyldubils yrði hraðað. TÓNABÍÓ Bleiki pardusinn w Þessi mynd er um það bil helmingi of löng. Einkum er það fyrri hlutinn sem er langdreginn og á stundum beinlínis leiðinlegur. Síðari hluti myndarinnar er hins- vegar bráðskemmtilegur og Bleiki pardusinn mieð þeim fyrirvara getur imdirritaður mælt með mynd- inni sem góðri kvöldskemmt- un. — En bezt er náttúrlega að stelast inn í hléi. Hér er annars um að ræða gamanmynd og tilraunir til þess að stela heljarmiklum gimsteini, sem gengur undir nafninu Bleiki pardusinn og er í eigu ungrar og fagurrar austurlandaprinsessu. Myndin er prýðisvel leikin, Peter Sellers leikur lögreglustjóra en David Niven gimsteina- þjóf og þarf hvorugan að kynna kvikmyndahússgestum. Claudia Cardinale leikur prinsessuna, mest með lima- búrði, og franska leikkon'áh' Capucine fer ágætlega með hlutverk lögreglustjórafrúar- innar. - .•,—wL " t fRR Myndinni fylgir íslenzkur texti og virðist þokkalegur í alla staði; heldur þykir mér þó ,,billeg“ lausn að þýða þessa frægu skozku ljóðlínu ,,1’U take the high road and you‘ll take the low road“ með: Ég fer til hægri en þú ferð til vinstri. J. Th. H. hbma ochbman BADEDAS-VÍTAMÍNBAÐ Þeir sem einu sinni nota BADEDAS í baðið (eða Shampo) vilja ekkert annað. * Einn þekktasti héraðslæknirinn segir orðrétt í bréfi til umboðsmanns BADEDAS, „Eitt mitt fyrsta verk eftir erfiðan dag er að taka mér BADEDAS bað“.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.