Þjóðviljinn - 01.07.1965, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 01.07.1965, Blaðsíða 3
Fimmtudagur X. Júlí »65 — ÞJÓÐVILJINN — SlÐA 3 Ein harðasta orusta stríðsins í Suður-Víetnam stendur nú yfir við Cheo Reo á miðhálendinu Talið að tveim af þremur herflokkum Saigonsfiórnarinnar þar hafi verið eyft. herferð Bandaríkjamanna við Saigon mistókst Sendiherrar USA og Kína á löngum fundi í Varsjá VAKSJÁ 30/6 — Sendiherrar Bandaríkjanna og Kína komu saman á fund í Varsjá í dag. Slíkir fundir eru háldnir alltaf annað slagið, og var þetta 128. fundur þeirra. Þeir vildu að venju ekkert um fundinn segja, en það vakti nokkra athygli að hann stóð talsvert lengur en ' venjulega, eða hátt í þrjár klst. SAIGON 30/6 — Sókn sú sem búizt hefur verið við að skæruliðar Þjóðfrelsisfylkingarinnar ætluðu að hefja á miðhálendinu í Suður-Víetnam lét ekki á sér standa. Skammt frá fylkishöfuðborginni Cheo Reo í Phu Bom geisar nú ein harðasta orusta stríðsins. Skæruliðar eiga í höggi við þrjá her- flokka Saigon-stjórnarinnar, hafa umkringt einn þeirra og aðalstöðvar annars. Orustunni er líkt við stórorusturnar við Quan Gai og Dong Xoai nýlega, þegar fimm af herflokkum Saigon-stjórnarinnar var. eytt. 1 tveim af þessum þremur herflokkum eru fallhlífahermenn sem sendir voru til Cheo Reo á sunnudaginn til að aðstoða við brottflutning setuliðsins í bæn- um Thuan Non, 13 km frá Cheo Reo, en um hann sátu skæruliðar. Falhlífasveitirnar lögðu af stað til Thuan Non í gær, en í dag barst skeyti frá setuliðinu þar að það væri um- kringt og árás hafin á bæinn. Skömmu seinna rofnaði sam- bandið. Samtímis var ráðizt á fallhlífa- sveitirnar sem voru á leiðinni til Thuan Non og hófust harðir bar- dagar. Síðar barst sú frétt að önnur fallhlífasveitin væri um- kringd, en hin sagði að skæru- liðar hefðu slegið hring um að- alstöðvar sínar. Bandaríkjamenn á vettvang Síðar í dag var sagt í Saigon að umsátrið um aðalstöðvamar hefði verið rofið og fjarskipta- samband hefði aftur fengizt við þær. AFP-fréttastofan segir að tvær bandarískar faHhlífasveit- ir hafi verið sendar til vígvallar- ins og það hafi verið þær sem rufu umsátrið. Thuan Non tekin Fréttaritari AFP segir enn- fremur að skæruliðar hafi náð Thuan Non á vald sitt snemma í dag og hafi enn haft hann á sínu valdi þegar síðast fréttist þrátt fyrir harðar atlögur banda- rískra hermanna og árásir úr lofti. Flugvélar Saigonhers fóru í 37 árásarferðir yfir þessar slóðir í dag. AFP segir ennfrem- ur að bardaginn um Than Non kunni að verða einn sá harðasti í öllu Vietnamstríðinu. Thuan Non er um 75 km fyrir suðaustan Pleiku, þar sem Sai- gonstjóm og Bandaríkjamenn hafa mikilvægustu herstöð sína á miðhálendinu. Um 75 km fyir norðvestan Pleiku er bærinn Tou Morong, sem skæruliðar náðu á Ben Gurion klýfur MAPAI-flokkinn TELAVIV 30/6 — Ben Gurion, fyrrverandi forsætisráðherra Is- raels, ákvað í gærkvöld að segja skilið við MAPAI-flokkinn, sem hann stofnaði fyrir 35 árum. Hann lagði fram sína eigin fram- boðslista fyrir þingkosningarnar sem fram eiga að fara í nóv- ember. Undanfarna mánuði hafa ver- ið miklar og harðar deilur inn- an flokksins milli fylgismanna og andstæðinga Ben Gunons, sem Lev Eshkol, núverandi for- sætisráðherra, hefur forystu fyr- ir. Fyrir tveim vikum réðst Ben Gurion harkalega á forystu flokksins og kvað hann ekki eiga sér lengur tilverurétt. Á fundi í miðstjórn flokksins 3. júní kaus hún Eshkol sem for- sætisráðherraefni hans að kosn- ingum loknum. Eshkol fékk 179 atkvæði, en Ben Gurion 103. Tve!r ráðherrar sem fylgja Ben Gurion að málum sögðu af sér í síðustu viku. MKMiBBMIfflbWIMMIMHKIMiBBWB Nýtt símanúmer 2 44 20 — 4 línur um skiptiborð. — Sjá nánar nýju •ímaskrána. Kosygin: Sambúðin við USA stöðugt erfíðari vegna Víetnams sitt vald fyrir síðustu helgi og halda enn. Margt þykir benda til þess að skæruliðar stefni að þvi að taka Pleiku og fylkishöfuð- borgina Kontum, sem er miðja vegu milli Pleiku og Tou Mor- ong. I Saigon er sagt að þeir hafi dregið saman mikið lið á miðhá- lendinu, og enn halda Banda- ríkjamenn því fram að þar seu komnar fullþjálfaðar hersveitir frá N-Vietnam, búnar hlaupvið- um fallbyssum. Það var skyndi- áhlaup skæruliða á Pleiku í vet- ur sem Bandaríkjamenn notuðu sem fyrirslátt þegar þeir hófu loftárásir sínar á Norður-Viet- nam. Misheppnuð herferð Fyrsta meiriháttar hernaðarað- gerðin í Vietnamstríðinu sem skipulagðar bandarískar hersveit- ir hafa tekið beinan þátt í var misheppnuð frá hemaðarsjónar- miði, segir fréttaritari AFP. Það var í gær sem bandarískar fa)I- hlífasveitir voru sendar við hlið Saigonhersins gegn skæruliðum á hinu svonefnda „D-hersvæði‘‘ fyrir norðan Saigon. Seinnabætt- ist einnig áströlsk hersveit í liðið. Fréttaritari AFP segir að enginn árangur hafi orðið af leiðangrinum, þar sem skærul ð- ar hafi hörfað undan jafnóðum og ekki gefið á sér höggstað. I Saigon er hins vegar sagt að bú- izt sé við meiriháttar gagná- hlaupi skæruliða á þessum slóð- um. Fela mannfall Tilkynnt var í Saigon í dag að framvegis yrðu listar um mann- fall í liði Bandaríkjamanna í S- Vietnam ekki birtir daglega eins og hingað til, heldur aðeins vilru- lega. MOSKVU 30/6 — Alexei Kosy- I gin, forsætisráðherra Sovétríkj- anna, sagði í dag að vinsamleg 1 sambúð þeirra við Bandarikin yrði stöðugt erfiðari vegna hern- aðar Bandaríkjamanna í Viet- nam. Kosygin sagði þetta við Rich- ard Maudling, fyrrverandi fjár- málaráðherra Bretlands, sem tal- inn er einna líklegastur til að taka við forystu Ihaldsflokksins af sir Alec Douglas-Home. Maud- ling hefur dvalizt í Sovétríkjun- um sem gestur Æðstaráðsins. Hann hafði eftir Kosygin að sovétstjómin legði mikið upp úr vináttu Sovétríkjanna og Bandaríkjanna, en Kosygin harmaði að eins og nú horfði yrði stöðugt erfiðara að halda þeirri vináttu. Þeir höfðu aðal- lega rætt um ástandið í Suð- austur-Asíu og Maudling sagði að greinnilegt hefði verið að sov- étstjórnin myndi auka aðstoð sína við N-Víetnam ef haldið yrði áfram að færa út stríðið. Þcgar Ben Bella hafði verið steypt af stóli sendi Nasser, forseti Egyptalands, nánasta samstarfs- mann sinn, Abdel Harim Ainer til Algeirsborga r til viðræðna við hina nýju valdhafa. Myndin er tekin þegar Boiunedienine fylgdi Amer aít ur í flugvélina scm flutti hann heim til Kaíró. Jean Daniel: Saga samsæris Í meira en þrjá mánuði höfðu þeir tveir, Abdelaziz Bouteflika utanríkisráðherra og Ahmed Medeghri, fyrrv. innanríkis- ráðherra, reynt að telja for- ingja sinn og ,,yfirboðara“, Boumedienne, á að tími væri kominn til að víkja Ben Bella úr sassi. Boumedienne var alls ekki sannfærður um það. í hvert sinn sem þessir tveir trúnaðarmenn hans þóttust hafa í höndum sannanir fyrir tvískinnungi eða mistökum f or- seta lýðveldisins, svaraði Bou- medienne því til að ekki væri hættandi á að leiða aftur yfir serknesku þjóðina borgara- stríð á borð við það sem geis- aði í landinu í júlí 1962. Kunn- ugir vita að það stríð kostaði ekki minna en 3.000 mannslíf. Nærri því jafn margir féllu í landamæraerjunum við Mar- okkó . . . Það sem til þurfti nú, eins og 1962, var einmitt að Bou- medienne væri sjálfur í hættu. Það var sú ákvörðun bráða- birgðastjórnarinnar undir for- sæti Ben Khedda að setja Bou- medienne af sem á sinum tíma leiddi til bandalags hans við Ben Balla og til þess borgara- stríðs sem Alsírbúar súpa enn seyðið af. Það var ákvörðun Ben Bella í fyrri viku að setja af Boumedicnne sem leiddi af sér samsærið aðfaranótt 19. júní. En aðdragandinn hafði verið langur og ótvíræður. Jafnframt þvi sem vinsældir Ben Bella náðu hámarki bæði innan lands og utan, ágerðist sú fæð sem félagar hans og stjórnmálaforingjar lögðu á hann. Þar er að finna skýring- una á kæruleysi ráðamanna gagnvart handtöku Ben Bella en fjandsamlegum viðbrögðum æskumanna og kvenna gegn valdhafaskiptunum. Það var fjarri því að Boumedienne dyldust vinsældir Ben Bella heimafyrir og hið mikla álit sem hann var í erlendis. Hann taldi þessar vinsældir þvert á móti höfuðmeinið, hörmulega blekkmgu. rykský sem hyldi atvinnuleysið, örbirgðina og spillinguna. Hann, Boumedi- enne, taldi sig útvalinn til að „standa vörð um föðurlandið". Þegar hætta steðiaði að vinum hans og síðan að honum sjálf- um, þá var bað föðurlandið sem var í hættu. Fyrrverandi samstarfsmenn Bcn Bella rekja nú misgerðir hans. Einn segir að hann hafi jafnan haft handbært fé til að kaupa sér hollustu hvers sem veitti honum minnstu fyrir- stöðu. Annar fullyrðir að i hvert sinn sem einhver vinur hans gekk á fund hans í for- setahöllinni hefði aldrei verið að vita hvort hann kæmi það- an út aftur frjáls maður eða handjárnaður . . . Hann er sagður hafa verið farinn að trúa því að allir væru falir fyrir fé. Hann vildi geðjast öllum, hvað sem það kostaði, en hann fyrirleit alla. Þetta segja flestir framámenn Serkja nú, en að vísu ekki fyrr en nú . . . 16. júní komu allir fimmtíu fulltrúar miðstjórnar Þjóð- frelsisfylkingarinnar (FLN) saman á fund. Stjórn FLN er þrískipt: Æðsta valdið er í höndum framkvæmdanefndar- innar, síðan kemur miðstjórn- in, þá flokksþing. Á síðasta fundi framkvæmdanefndarinn- ar, sem skipuð er 17 mönnum, hafði Ben Bella reitt þá flesta til reiði með því að koma þar fram á sama hátt og hann var vanur á ráðuneytisfundum. Eftir að eitthvert mál hafði verið reifað var harin vanur að spyrja: „Hver er ekki sam- ~'Ai.a?“ Ef einhver rétti upp höndina, gaf Ben Bella hon- um ekki orðið, heldur sagði: „Fjrrst svo er, er málið afgreitt með öllum atkvæðum gegn einu.“ í þetta sinn höfðu nokkrir fulltrúar í miðstjórninni á- kveðið að veita viðnám. Ben Bella hóf fundinn með heiftar- legri árás á skjólstæðing sinn og lærisvein, Ali Mahsas land- búnaðarráðherra. „Allt er á ringulreið í ráðuneyti þínu, fólkið kvartar, sjálfstjórnin fer öll í handaskolum, þetta getur ekki gengið.“ Ali Mahsas tók þetta óstinnt upp. Hann minnti á að í -íöasta mánuði hefði hann boðizt til að segja af sér, en þá með því skilyrði að rík- isstjórnin öll viðurkenndi það sem aflaga hefði farið hjá henni. „Fyrst við erum að miða okkur við Kúbu, þá skul- um við gera eins og Kúbu- menn. Fordæma okkar eigin röngu starfsaðferðir." Ben Bella varð æfur við. Til þess að sanna að það væri ekki ríkisstjórnin sjálf sem ætti sökina, heldur aðeins stjórn Mahsas á ráðuneyti sínu, gaf hann Zahouane orðið, ung- um manni, heiðarlegum og rétt- sýnum, sem ásamt Mohamed Harbi hefur átt meginþáttinn í þeim sósíalistísku viðhorfum se,.i mótað hafa ræður Ben Bella. Zahouane bar fram rök- studda gagnrýni á stjórn land- búnaðarmála, án þess þó að skella skuldinni á Ali Mahsas, sem reyndar ber mikla virð- ingu fyrir Zahouane. En Mah- sas sagði að Ben Bella styddi hvorki sjónarmið sín né Za- houane og kvaðst hafa margar sannanir fyrir því. Hann sagði við Ben Bella: „Þú hefur þeg- ar forsetaembættið, innanríkis- og upplýsingaráðuneytin og hluta af utanríkismálunum, viljirðu enn eitt ráðuneyti, þá getur þú fúslega fengið mitt.“ Boumaza, annar fornvinur Ben Bella lagðist á sveif með Mah- sas. Boumedienne og félagar hans höfðu ekkert til málanna lagt. í fyrsta sinn hafði sundr- ung komið upp í liði Ben Bella. Þeir kunnu að draga sínar á- lyktanir af því. (Niðurl). * *

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.