Þjóðviljinn - 15.08.1965, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 15.08.1965, Blaðsíða 1
Sunmidagur 115. ágúst argangur 1 Ný verolagsuppbót á \ kaup 1. september \ ■ Frá og með næstu mánaðamótum kemur til framkvæmda ný kaup- | greiðsluvísitala. Er hún 171 stig eða tveimur stigum hærri en kaupgreiðslu- | Herstöðvar Bandaríkjamanna ágnun við heimsíríðinn vísitalan að undanfömu. Samkvæmt því skal frá og með 1. september greiða 4,88% verðlagsuppbót á grunnlaun, en uppbótin hefur að undan- fömu verið 3,66%. Almennt tímakaup Dagsbrúnarmanna hækkar af þess- um sökum úr kr. 39,64, eins og það er nú, í kr. 40,11 eða um 47 aura. Ekki boðaður fundur hjá far- mönnum — fund- ur á morgun hjá ASB ENGIR FUNDIR höfðu veríð boðaðir í deilu farmanna, er blaðið hafði samband við deiluaðila í gær. Hins vegar virðist nú eftir ýmsu að dæma hafa náðst samkomu lag um allmörg þeirra atriða, sem helzt var deilt um. — Búizt var við að funduT yrði boðaður í deilunni á morg- un, mánudag. Á MORGUN verður samninga- fundur í kjaradeilu ASB við bakarmeistarana. Nýja dilkakjötið Vantar 25 aura á 100-kallinn Nýja dilkakjötið kam f verzlanir fyrir helgi. Blaða- maður Þjóðviljans var staddur í kjötbúð þar sem gömul kona spurði um verð á lostætinu. Níutíu- ogníu krónur og sjötíuog- fimm aurar, svarar af- greiðslumaður. Gamla kon- an þegir um stund en seg- ir svo: Nú get ég hlegið, ég held þeir hefðu ekki átt að vera að spara þessa tuttuguogfimm a-ura af hundraðkallinum. ■ Hin nýja kaupgreiðslu- ^ vísitala er afleiðing af því að verðbólgan heldur enn á- fram að hækka vísitöluna. í júlímánuði hækkaði vísital- an fyrir hita, rafmagn o.fl. um 4 stig upp í 156 stig. Vísi- talan fyrir ýmsa vöru og þjónustu hækkaði einnig um 4 stig upp í 201 stig. Stafa hækkanir þessar einkum af hækkun rafmagnstaxta og strætisvagnafargjalda í Reykjavík. Af þessum sök- um hækkaði meðalvísitalan fyrir vörur og þjónustu um tvö stig og komst upp í 196 stig. ■ Hin opinbera vísitala framfærslukostnaðar, þar sem reiknað er með tilbún- um húsnæðislið og tekið til- lit til skatta og fjölskyldu- bóta, var hinsvegar 172 stig og hafði hækkað um eitt stig í júlímánuði. ★ Þjóðviljinn nefur áður vakið athygli lesenda sinna á boðskap þeim, sem Bertrand Russell, hinn heinaskunni brezki vísindamaður, sendi heimsfriðarþinginu í Helsinki í sumar, þar sagði Russell meðal annars: „... Vandamálið sem allir áhugamenn um frið á vorum tímum standa andspænis er núverandi pólitík Bandaríkj- anna. Valdhafar Bandaríkja Norður-Ameríku hafa ofurselt land sitt skipulegri áætlun um arðrán og yfirrág erlend- is. Meginefni vandans mætti draga saman þannig: Banda- ríkin halda uppi meir en 3600 herstöðvum í heiminum. Þetta geysivíðtæka kerfi herstjórn- ar er til vegna þess að auð- vald Bandaríkjanna ræður yfir um 60% af auðlindum heimsins, enda þótt í Banda- ríkjunum lifi einungis 6% í- búa jarðarinnar. — Þjóðir heimsins eru í uppreisn gegn þessu ástandi, se-m þýðir fyr- ir þá fátækt, sjúkdóma og ó- botnandi eymd . ..“ •k Teikningin, sem fylgir þessum linum, er tekin úr sænskum blöðum sem fengu hana frá hollenzku fréttastof- unni CPD, Hún sýnir örlít- inn hluta þeirra herstöðva sem Bandaríkjamenn hafa komið sér upp um heim all- an. Auk bækistöðva á landi og aragrúa herflugvéla sem alltaf eru á sveimi um allar trissur gera Bandaríkjamenn að jafnaði út stóra flota her- skipa á flestum höfum heims og langt frá bandarískum ströndum. Sjötti bandaríski flotinn er til dæmis á Mið- jarðarhafi og liggur flagg. skip hans að jafnaði við ból- verk í höfninni Ville-france í Frakklandi. Sjöundi banda- ríski flotinn öslar um Kyrra- hafið, og er mestur hluti hans undan ströndum Víetnam, en einnig við Formósu og Suður- Kóreu. Aðalhöfn flotans er Yokosuka í Japan. Banda- ríkjamenn hafa meira að segja flotabækistöð á Kúbu, en stöðvar fyrir bandaríska kjarnorkukafbáta eru m.a á Guam, Hawaii. Holly (á Bret- landi) og Rota (á Spáni). ★ Við vekjum aftur at- hygli á því að á kortinu eru aðeins sýndar nokkrar af helztu herbækistöðvum Bandaríkjamanna í heiminum — og er ísland j þeim hópi. fslendingar, sem búa verða við hemám bandarískra stríðssveita, ættu að kynna sér boðskap Bertrands Russ. ell og veita sérstaka athygli ummælum hans um Þá ógnun, sem heimsvaldastefna Banda- ríkjamanna er við heimsfrið- inn. Hann segir m.a.: ,,. .. Því hefur verið haldið fram til þessa, að allir aðilar kalda stríðsins ættu sök á vígbúnað- arkapphlaupinu og ógnun kjamorkustyrjaldar. Því verð- ur ekkj lengur haldið fram með neinum rökum Atburðir síðustu ára og núverandi pólitík Bandaríkjanna sýna það, svo enginn fær um villzt. að ógnunin við heimsfriðinn er heimsvaldastefna Banda- ríkjanna. Hver heiðarlegur skoðari heimsástandsins, kunnugur staðreyndum. hlýt- ur að komast að Þeirri niður- stöðu ...“ Féll í höfnina í fyrrinótt féll færeyskur xnað- ur í sjóinn er hann var að fara um borð í bát sinn um eittleyt- ið, hann er skipverji á mótor- bátnum Eldorado. Lögreglan var kvödd á vettvang, en búið var að bjarga manninum er hún kom á staðinn. Hrasaði í stiga Er hásetj á Hallveigu Fróða- dóttur var að fara um borð í skip sitt í fyrrimótt, hrasaði hann í landgöngustiga og meidd- ist illa á fæti Hann var flutt- ur í slysavarðstofuna og síðan heim til ein. Lengl von á einni Enn leitað í gær ab smyglbirgoum í Langjökli — og flöskur finnast! ;*j Seint f fyrrakvöld játaði einn af skipverjum á Langjökli að nieira áfengismagn væri fal- ið I skipinu en þær 3970 flösk- ur sem þegar höfðu fundizt. Að tilvísan hans fundust f gær- morgun 11 flöskur f clðhúsi skipsins, og síðdegis í gær var hafin Ieit í öftustu Iest skipsins. Áttu Iögreglumenn von á að finna þar 7—8 kassa í viðbót — jafnvel 100 flöskur. Heil hverfí Los Angeles eins og vígvöli- ur eftirmestu uppþot ísögu borgarinnar LOS ANGELES — Stórir hlutar í blökkumannahverfi Los Angeles-borgar voru í gær líkastir orustuvelli eftir upp- þot þau sem þar hafa orðið undanfama daga, mestu óeirð- ir sem orðið hafa í borginni til þessa. 'Að minnsta kosti 120 manns hafa hlotið meiri eða minni meiðsl, þar af 20 lögregluþ'jónar. 80 menn hafa verið handteknir í sam- bandi við uppþotið, kveikt hefur verið í nær 100 verzlun- um eða skemmdarverk framin í þeim á annan hátt og all- margir bílar eyðilagðir. — Þegar síðast fréttist var vitað um að fjórtán manns hefðu látið lífið. 1 fsrrrakvöld var ákveðið að kveðja hersveitir úr Þjóðvarðar- liði Kalifomíu-ríkis á vettvang, en þá höfðu þúsundir blökku- manna látið ófriðlega þriðja dag- inn í röð. Alvarleg átök Til uppþotanna í blökku- mannahverfi Los Angeles kom fyrst á miðvikudaginn. er negrar fóm hópum saman um göturnar. Á fimmtudaginn var þátttakan í uppþotunum enn meiri og þá voru 700 lögreglumenn sendir út á götumar til að reyna að skakka leikinn. Blökkumennimir réðust tr.arga bíla sem á götunum voru, unnu skemmdir á verzlunum og lögðu eld í margar þeirra sem fyrr var sagt. Stóðu margar byggingamar f Ijósum logum þama f hverfinu á fimmtud.iKs kvöldið og í fyrrakvöld og til Framhald á 12. Biðu, Rannsókn málsins var haldið áfram í gær, og er heill her lög- fræðinga að störfum við hlið rannsóknardómarans. Nokkrir skipverjar Langjökuls hafa þegar játað þátttöku > smyglinu, en ekki vildi rannsókn. ardómarinn láta neitt uppi um það hversu mikið þessir skip- verjar hefðu játað á sig, né heldur hve margir þeir væru. Rannsóknardómari hefur á- samt aðstoðarmönnum sínum framkvæmt vettvangsrannsókn um borð í Langjökli, og var unnið úr gögnum eftir þá rann- sókn í gærdag. Hugðist dómari taka ákvörðun um hvort skip- inu yrði haldið áfram eftir að þeirri athugun yrði lokið. Langjökull lá hins vegar ríg- bundinn við bryggju um miðj- an dag í gær. enda ný leit í fullum gangi. Þe4 • 16 menn, sem voru settir í gæzluvarðhald við upphaf rannsóknarinnar, eru enn í hegn- ingarhúsinu. Blaðið hafði samband við Ölaf Þórðarson forstjóra Jökla í gær. Ekki vildi hann neitt segja um hvað gert yrði við þann freð- fisk, sem er um borð í skipinu, ef það yrði að bíða lengur f höfn. Og ekki vildi hann láta neitt í ljós um það hvort hald- ið yrði við þá ákvörðun, að láta skipið taka fisk f Gloucester til Finnlands, er það losnaði. Gylfa boðið til Tékkóslóvakíu Gylfj Þ. Gislason viðskipta málaráðherra fer í opinber heimsókn til Tékkóslóvakíu næsta mánuði og mun dveljaí þar um tíu daga skeið. Mu hann hafa viðræður við þarlend foi-ustumenn á sviði viðskipta og menningarmála, ferðast ur landið og m.a. heimsækja kaup stefnuna miklu f Bmo. Fyrirhuguðum flugdegi Flu| málafélags Islands á Reykjavil urflugvelli og flugsýningum b - á morgun hefur nú verið fres'a um eina viku. til næsta sunni dags 22. ágúst, vegna óhagstæði ar veðurspár um helgina. I

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.