Þjóðviljinn - 10.09.1965, Side 7
Föstudagur 10. september 1965 — ÞJÖÐVILJINN — SÍÐA J
ÆSKAII ★
OG SOSi ALISMINN
„14. september'
Allar aðalgreinar
um íslenzk efni
OTG.: ÆSKULYÐSFYLKINGIN — RITSTJORAR: HRAFN MAGNOSSON,
ARNMUNDUR BACHMANN OG SVAVAR GESTSSON
Eyvmdur Eiriksson:
úigáfustarfsemi æskunnar
í Sovétríkjunum
E" g ætla að byrja á þvi að
segja lítið eitt frá útgáfufyr-
irtækinu ,,Molodaja Gvardía“,
eða ,,Unga varðliðið". Þetta
nafn er sögulegt, og á rætur
sínar að rekja til byltingarár-
anna. Keyndar er ekki auðvelt
að segja frá hinu veigamikla
starfi þessa forlags, en ég
reyni að stikla á stóru, þó
hætt sé við, að það verði fyrst
og fremst upptalning.
Einn góðan veðurdag gengum
v.ið fjórir Skandinavar á fund
stjómarmanna ,,Molodaja Gvar-
dia“, og spjölluðum fram eftir
degi við þrjú þeirra. Sá, sem
mest hafði orð fyrir þeim,
heitir Valentin Osipov, ung-
ur maður, sérlega hress í
bragði.
„Molodaja Gvardia" var
stofnað árið 1922 og er því 43
ára. Þá geisaði borgarastyrjöld
í Rússlandi. Nýstofnaður al-
þýðuher, Rauði herinn, barðist
af eldmóði við innrásarheri frá
14 löndum og hvítliðaheri, sem
margir fæ^istu herforingjar
keisarans sáluga stjómuðu. 1922
voru úrslit þeirrar baráttu fyr-
irsjáanleg,
Við byltinguna vaknar þjóð-
in af dvala og vill í einu vet-
23. þing
INSÍ
A laugardaginn verður 23.
þing Iðnnemasambands Islands
sett í húsi Slysavarnafélagsins
á Grandagarði. Þingið stendur
laugardag og sunnudag.
Blaðinu hefur borizt dag-
skrá þingsins og auk venju-
legra dagskrárliða allra funda,
má nefna að umræður verða
um skipulagsmál, iðnfræðslúna,
blaðið Iðnnemann o.fl.
Þingið sitja 50—60 fulltrúar
víðsvegar að af landinu auk
þess, sem Alþýðusamband Is-
lands mun senda fulltrúa á
það.
fangi rífa sig upp ur eymdinni.
Það er auðvitað fyrst og fremst
unga fólkið, sem leggur til at-
lögu við skortinn og fáfræð-
inna. Það var ekki neitt smátt
verkefni, sem fyrir lá, mikill
meirihluti þjóðarinnar ólæs og
óskrifandi í ömurlegustu ör-
birgð. Rússnesk alþýða var á
tímum keisarans nær því eins
langt niðri siðferðilega og efna-
lega og mannlegar verur geta
komizt.
Og þetta fólk átti á skömm-
um tíma að gera sjálft sig að
háþróaðri tækniþjóð. Við vit-
um nú hvemig það tókst. Til
þess þurfti þjóðin að læra, og
það varð æðsta takmark æsku-
fólks að fræðast og mennta sig.
Við þekkjum þetta frá náms-
löngun úr okkar eigin sögu,
þegar íslenzka þjóðin vaknaði
af sínum Þyrnirósarsvefni og
fékk aukin tækifæri í byrjun
þessarar aldar; þá vildu allir
komast í skóla. En hversu
langtum framar stóð ekki fs-
lenzka þjóðin, þrátt fyrir mikla
fátækt og skort, við vorum
þó nær allir læsir og skrifandi.
Islenzkur almenningur um
aldamótin átti ekki margt sam-
eiginlegt með þeim snauða
tötralýð, sem rússneskur al-
menningur var þá.
Við þessar aðstæður var sett
á stofn forlagið >,Unga
varðliðið'* Síðan hefur forlag-
ið gefið út tugþúsundir titla,
með mjög fjölbreytt-u efni. I
ár gefa þeir út 400 bækur f
35 miljónum eintaka. Þeir gætu
selt enn meira af flestum
bóka sinna, en pappfrsiðnaðui-
inn hefur ekki haft undan vax-
andi notkun pappírs til þarfa
og óþarfa, hann annar ekki
eftirspum að fullu.
Einnig prenta þeir fjölda
blaða Qg tímarita, þar er efst
á blaði ,,Pionerskaja Pravda“,
blað Ungherjahreyfingarinnar,
upplag 6 miljónir. Tæknirit
fyrir ungt fólk í stómm upp-
lögum, tímarit eins og ,,Vokrug
Sveta“, eða „Umhverfis iörð-
ina“, sem er 102 ára, með sög-
um og fjölbreyttum fróðleik um
hin ýmsu lönd veraldar, blöð
og tímarit fyrir yngstu lesend-
Sambandsstjórnarfundur
Sambandsstjórnarfundur Æskulýð'sfylkingarinn-
ar — Sambands ungra sósíalista — verður að
þessu sinni haldinn 28. og 29. október nœstkom-
andi. Verður hann haldinn í Skí&askála ÆFR í
Sauðadölum.
Sambandsstjórnarmenn utan af landi eru beðnir
um að hafa samband við skrifstofu Æskulýðsfylk-
ingarinnar í Tjarnargötu 20 hið allra fyrsta. Hún
er opin frá kl. 3 til 7. — Síminn er 17513.
— ÆSKULÝÐSFYLKINGIN.
uma, t.d. um módelsmíði, o. s.
frv. o. s. frv.
Það, sem þó er aðalverkefni
..Molodaja Gvardia“, er bóka-
útgáfa, eins og áður segir. Þeir
gefa út bækur um allt milli
himins og jarðar. Ég ætla hér
á eftir að reyna að gefa ykk-
ur, lesendur góðir, smá hug-
mynd um þá fjölbreytni, sem
þar ríkir.
„Molodaja Gvardia“ er eitt
af fjölmörgum fyrirtækjum
Komsomol, og því gefa þeir
auðvitað út mikið af bókum
um Komsomol og fyrir félaga
þeirra samtaka, einnig bækur
fyrir Ungherjahreyfinguna. Þar
er um að ræða bæði fræði- og
leiðbeiningarit fyrir starfsmenn
samtakanna, og fræðslurit fyr-
ir hinn almenna félaga. Áður
bar mest á fagbókum fyrir
þröngan hóp innan Komsomol,
en á seinni árum eru þær
flestar skrifaðar þannig, að
allir félagar geti lesið þær, og
raunar allt æskufólk, sem á-
huga hefur. Félagar í Komso-
mol eru nú 24 miljónir og 4
miljónir nýrra meðlima bæt-
ast við á hverju ári, en auðvit-
að fara margir út ár hvert
vegna aldurs eins og í öðrum
æskulýðssamtökum.
Þessar bækur fjalla um þjóð-
félagsfræði, pólitísk. og einnig
þær hliðar á þjóðlífinu, sem
við myndum ekkj kalla póli-
tískar, þó skilin þar á milli
séu raunar ógreinanleg. Rit um
sögu og starf Komsomol Á
næsta ári kemur t.d. út bók
til afnota fyrir trúleysingja,
sem berjast gegn þeirri tegund
hfátrúar, sem kallast kristin
trú.
Þá gefa þeir út bækur um
uppeldisfræðileg efni eftir
þekkta menn j þeirrj grein.
Bækur ýmissa fremstu rithöf-
unda. sovézka og rússneska,
fjölda Ijóðabóka. fyrstu bækur
flestra ungra skálda hafa kom-
ið út hjá „Molodaja Gvardia"
Bækuh um allar tegundir lista
og um listasögu. Bækur um
byltinguna og verkalýðsbar-
áttu, og bækur um Lenin. sem
Sovétmenn geta endalaust les-
ið um.
FjÖlda vísindarita fyrir al-
menning, og reynt að hafa þau
létt og aðgengileg en þó ná-
kvæm og vísindaleg. Fagmenn
hér segja mér að hér á vest-
urlöndum skilji þau engir
nema fræðimenn. Mikið er af
bókum um tómstundaiðju. og
rit fyrir áhugahópa í ýmsum
greinum.
Þeir gefa út mikið tíl að
vekja áhúga sovézkrar æsku
á lífj og starfi æskunnar í
öðrum löndum vítt um heim.
Segja má. að einn megintil-
gangur þeirra sé að ala les-
endur sína upp j alþjóðaanda
og alþjóðlegum hugsunarhætti.
Það, sem prentað er í þessum
tilgangi, er að nokkru leyti
pólitískt. Eins og Valentin Osi-
pov orðaði það: „Borgararnir
í vestri reyna af öllum mætti
að hafa áhrif á okkur og út-
breiða óhróður um okkur í
blöðum og útvarpi, En við tök-
um duglega á móti. Við gefum
út bókaflokk, sem við köllum
„Jafnaldri minn gengur á jörð-
inni“. Hann fjallar um það,
hvemig ungt fólk hefur það í
raun og veru í hinum kapital-
íska heimi, ef skoðað er undir
glassúrinn. Um afstöðu æsku-
fólks til náms og starfa, um
kostnað við skólanám og erf-
iðleika á að fá vinnu, sem í
sumum löndum eru miklir.
Slíkt þekkist ekk; hjá okkur.
Um skattamál og húsnæðismál
í ýmsum löndum, o.s.frv, Út
koma bækur um Imperíalism-
ann, við kennum fólki að hata
Imperíalismann, en ekkj al-
menning i löndum eins og t.d:
Bandaríkjunum“.
Einnig almenn fræðslurit um
hin ýmsú lönd. Þá gefa þeir
út míkið af Ijóðabókum, skáld-
sögum og smásögum víðsveg-
ar að úr heiminum. m.a. frá
Norðurlöndum, þó ekkj frá fs-
landi ennþá. Hins vegar tók
Osipov vel í það, þegar ég
benti honum á, að þeir gætu
naumast 'verið þekktir fyrir
annað, en að kynna unga höf-
Framhald á 9. síðu.
1 færeyskia blaðinu „14. sept-
ember“ 21. ágúst eru margar
greinar og fréttir frá Islandi.
A forsíðunni er viðtal við for-
mann Meginfélags Fproyskra
Studenta um ferð hans til ís-
lands og samskipti íslenzkra og
færeyskra stúdenta. Á 2. síðu
er sagt frá íslandsferð ungra
þjóðveldismanna, á 3. síðu er
forystugrein og auglýsingar, cn
aðalefnið á fjórðu síðunni,
baksíðu er fréttabréf frá ís-
landi. Verða hér birtir stuttir
kaflar úr þessum pistlum.
I forsíðugreininni Samviniia
færeyskra og íslenzkra stú-
denta segir m.a.: „Islendingar
tóku upp aftur, at teir fegnir
vilja hava stóra samvinnu við
foroyskar stúdentar, men teir
kortini ikki kundu viðurkenna
MFS sum slíka, fyrrenn danir
vilja gera tað eisini. Gjþrdu
teir hetta, sþgdu íslendingarn-
ir, fór tað bert að evla stríð
í norðurlendskum' studenta-
samarbeiði, og tað lþgdu teir
ikki í, men teir vildu samar-
beiði við MFS eins og aðrar
nationaluniónir“.
Bjarki Hþjgaard, formaður
Unga þjóðveldisins skýrir frá
íslandsferðinni í æs.kulýðssíðu
„14. september". Hann segir í
upphafi greinar sinnar: „Aðal-
tátturin við ferð okkara til ís-
lands var at nema lærdóm um
félagslívið hjá ÆSKULÝÐS-
FYLKINGINI til tess, að
UNGA TJÓÐVELDID, ið er
fyrsta politiska ungmennafélag
í F0royum kann arbeiða á
hollum grundarstþði.
Onkur vildi kanska spurt
hví vit fóru til íslands og ikki
til Danmerkur. Har vildi
ég svara sum Jóan Petur uppi
í Trdð:
Hvi skal allt kjósið i Iand-
suðri Iiggja,
Arinbjörn Danielsen, ritstjóri
æskulýðssíðu „14 september“
heldur vit runt alla havs-
brúnna hyggja,
tí harav birtist ljósið f
F0royum“.
Síðan segir Bjarki frá Ts-
landsferðinni í stórum drátt-
um og verður það ekki rakið
frekar hér.
I fréttabréfi frá Islandi, und-
irritað L.G., segir svo m.a.:
■ „Víða hvar í Rvík verða
'gróðursett trþ og blómur. Fyri
nokrum dfigum síðan kom log-
reglan fram á nakrar ungling-
ar, ið hþvdu tikið blómur úr
urtagarði. Ótangarnir fingu frá
1000 upp í 1400 kr. sekt pr.
blómu. Annars má tað sigast,
að bæði blómur, tre og so
fuglalív, tað er alt sum ger
landið fagurt, fær yvir hþvur
góðan frið“.
Rétt er að geta þess að lok-
um, að nú hefur veríð stofn-
uð deild úr Unga þjóðveldinu
í Klakksvík, þannig að tvö
slík félög eru starfandi í Fær-
eyjum.
GERIZT FELAGAR!
■ Að gefnu tilefni vill stjórn ÆFR gefa þeim, er áhuga hafa á að gerast
félagar, kost á því á þann hátt að útfylla meðfylgjandi eyðublað.
■ Það er áberandi hve margir hafa látið í ljós áhuga á inngöngu í ÆFR án
þess þó að hafa komið því í verk eða hafa einfaldlega ekki vitað hvaða leiðir
skyldi fara. Því vill stjórn ÆFR gefa kost á þeirri einföldu leið, að útfylla
eyðublað sem hægt er að klippa úr blaðinu og senda til ÆFR, sem hefur aðset-
ur í Tjarnargötu 20. Þess skal þó getið. að inntökubeiðnir þessar eru háðar sam-
þykki félagsfundar eins oj? aðrar inntökubeiðnir. — Styrkjum og eflum ÆFR!
Gerizt félagar! — STJÓRNIN.
REYKJAVÍK ...........................
Ég undirrit..... óska að gerast félagi Æskulýðsfylkingarinnar — félags
ungra sósíalista í Reykjavík, og viðurkenni lög og stefnuskrá félagsins.
Nafn
Heimili
...
!
Fæðingardagur og ár ..
Atvinna
Önnur félög
Vinnustaður (eða skóli)
Heimasími
>••)>• ar «••••••■»••*••<
Sími á vinnustað
!■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■•*■■
A