Þjóðviljinn - 28.10.1965, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 28.10.1965, Blaðsíða 4
4 SlÐA — ÞJÓÐVILJINN — Rmmtudagur 28. oktáber 1965 Otgefandi: Sameiningarflokk.ur alþýðu — Sósíallstaflokk- urinn. — Ritstjórar: Ivar H. Jónsson (áb). Magnús Kjartansson, Sigurður Guðmundsson. Ritstjóri Sunnudags: Jón Bjamason. Fréttaritstjóri: Sigurður V. Friðþjófsson. Auglýsingastjóri: Þorvaldur Jóhannesson. Ritstjóm, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja. Skólavörðust 19. SímJ 17-500 (5 linur). Askriftarverð kr. 90.00 á mánuði. jr Akvörðm tafarlaust Gylfl Þ- Gíslason menn’tamálaráðherra hefur lýst yfir því, bæði á fundi með sextíumenningun- um og í grein í Alþýðublaðinu, að hann sé þeirrar skoðunar að loka beri fyrir dátasjónvarpið þegar er. hið innlenda hefur hafið starfsemi sína. Kvað ráðherrann þetta persónulegt álit sitt, en hins veg- ar hefði það ekki verið rætt innan ríkisstjórnar- innar. Á mánudaginn var Bjarni Benediktsson forsætisráðherra spurður að því í útvarpsþætti hverja skoðun hann hefði á máli þessu, en þá brá svo við að hann neiíaði að svara, kvaðst ekki hafa gert upp hug sinn um þetta viðfangsefni. Hefur þessi ráðherra þó frekar verið kunnur fyrir skjóta dóma um menn og málefni en hitt að þora í hvor- uga löppina að stíga. ;. ^stæða er til að krefjast þess að þegar í stað verði skorið úr um þetta mál. Alkunnugt er að starfsemi dátasjónvarpsins var meginforsenda þess að ákveðið var að hefja íslenzkt sjónvarp með allt of skömmum fyrirvara og þrátt fyrir augljós- ustu vandkvæði. Sú ákvörðun varð til þess að rfijög dró úr baráttunni gegn dátasjórtvárþínu; menn töldu að sigur væri unninn, og senn myndu lándsmenn sjálfir taka við þessuní þætti”þjóð- lífsins, þótt af vanefnum kynni að vera, jafnframt því sem aflétt yrði þeirri niðurlægingu að erlent ríki væði uppi í menningarlandhelgi íslendinga. En eigi dátasjónvarpið að halda áfram engu að síður, er greinilegt að íslenzk’t sjónvarp á aðeins að verða skálkaskjól valdhafanna, mjög kostnaðar- söm réttlæting þess að áróðursmenn Bandaríkj- anna geti haldið áfram að vera daglegir þaulsetu- gestir á þúsundum íslenzkra heimila. Þeir íslenzk- ir stjórnmálamenn sem vilja gera íslendinga sem háðasta Bandaríkjunum andlega geta þá firrt sig allri ábyrgð í umræðum með því að benda á ís- lenzka sjónvarpið. En eigi að heyja svokallaða samkeppni milli innlendrar sjónvarpsstarfsemi, févana og tæknivana, og erlendrar stöðvar sem hefur ótakmörkuð fjárráð, fullkomna tækni og sendir út meginhluta sólarhringsins, kunna lands- menn að standa enn hallari undir erlendan óhroða en nú er. ^stæða væri til að Alþingi aðstoðaði forsætisráð- herra íslands tafarlaust við að mynda sér skoð_ un um mál, sém nú hefur verið rætt í þaula ár- um saman. Stjórnarandstöðuflokkamir hafa báð- ir lýst þeirri skoðun sinni að loka beri dátasjón- varpinu. Naumast þarf að efa að menntamála- ráðherra standi við fyrri yfirlýsingar sínar og ýmsir flokksbræður hans sem tekið hafa í sama streng. Þannig virðist vera augljós meirihluti á þingi fyrir þeirri ákvörðun að íslendingar taki alla sjónvarpsstarfsemi hérlendis í sínar hendur, og er ástæðulaust að draga lengur að ganga form- lega frá þeirri ákvörðun. Mættu hernámsflokkarnir raunar minnast þess að af þeirra hálfu er það sjálfsögð kurteisi að tilkvnna Rnndarikiunum lok- un sjónvnrpsstöðvarinnar með hæfilegum fyrir- vara. — m. KORTIÐ FRÆGA vk' l\ Fj * V wST •núv-v 3IW- ^ & •**» <> 9 SPÍMS&ll «>ÉS vs Nokkur hluti kortsins fræga. Ameríkumenn hafa á síðari tímum gjarnan viljað hafa annað um hinn svonefnda fund Amerfku um 1490, en það séu Spánverjar og Italir, sem eigi heiðurinn af fundi þessum. Hefur þetta komið í ljós f ýmsu, eins og þegar Kensing- tonsteinninn fannst 1898 inni 1 miðri Norður-Ameríku. Það var rúnasteinn og hann átti að vera frá 14. öld og vitna um norræna menn þar á þeirri tíð. Þetta þótti svo gott og gilt hjá Ameríkumönnum, að vísindamenn víða um lönd spreyttu sig á steininum í rit- gjörðum og bókum, en að lok- um var steinninn dæmdur fals- gripur og margir sneyptust fyrir sinn visdóm. Nú virðast Ameríkumenn ætla að búa betur um hnútana og hafá meira gaman af vis- indamönnum og öðrum spek- ingum. Nú koma þeir með kort og segja að það sýni það að norrænir menn hafi fundið Vínland í Vesturheimi, en um það er getið í bókum Islend- inga og það virðist engu betra að taka mark á kortinu en þeim, því sé kortið ófalsað er sú vitneskja, sem það flytur, af sömu rót runnin. Nú eigum við að trúa því, 1 stað þess er Island og Fær- eyjar sett af handahófi á kort- ið og hvergi rétt með farið. Það er ekki mikið gefandi fyrir slíka kortagerð. Þá vekur það einnig furðu, þar sem Is- lendingar þekkja leið til Sval- barða, þá er það land ekki með á kortinu og má algerlega vísa því á bug, að hér komi nokkur norðurslóðarþekking við sögu. Undarlegast af öllu er þó Grænland á þessu korti. Það er mikils til rétt. Á að trúa því að til geti verið rétt þekking á Grænlandi, en eng- in þekking af öðrum norður- slóðum? Það mun engum trú- legt þykja. Þetta er tortryggi- legast við kortið, en þó kannske mest athugunarefni. Um lang- an aldur sækir fólkið til fanga í hið ríka norður og fyrir 8000 órum, að sögn Amerikumanna, í nyrztu lönd vestan Græn- lands. Þetta eru kallaðar norð- ursetur og tíðkast beggja meg- in við Grænland, og sækja Englendingar í Krosseyjar, austan Grænlands. ag síðan Eiríks rauða fólk í Grænlandi. Er Grænland svo þekkt af þessum norðursetum, að lögun þess sé orðin þekkt á þessum tíma? Væri svo væri einnig full þekking fyrir hendi um landi 985 og þetta fólk kann steinsmíði. Ari Másson á Reyk- hólum lendir til Hvítramanna- lands um 980. Það er sýnilegt þekkt land á þeim tíma og byggt Evrópumönnum sbr. nafnið, kallað írland hið mikla. Þorfinnur jarl í Orkn- eyjum, áreiðanlega hausakljúf- ur, á lífi fram um 980. veit til þess að Ari fær ekki að fara úr þessu landi heim til sín, svo vel þekkir hann til drepa þar allt og ræna þar öllu, skeyta engu um rétt fólks og forna menningu þess. Eitt væri rétt að athuga í þessu sambandi. þessu Ameríkumáli. Björn á Skarðsá getur þess í annál sínum um fund Ameríku að þar hafi fundizt heimshluti, sem ekki sé getið um í Biblí- unni. Þetta var auðvitað merki- legt, því Biblían var hreint og klárt Guðsorð, og snertj allan heiminn og allt mannlíf. Hér virtist koma gat í þessa alls- herjar vissu um heiminn og slfku var ílH að una. Nú var þetta orðið og fyrst Björn ber orð á þetta þá liggur það ljóst, fyrir, að kirkjan hafi ekki viljað hafa neitt méð riéiná Eftir Benedikt Gíslason fré Hofteigi að pappírar frá 1440 komi heilir og skýrir af hrakningi milli heimsálfa úr höndum al- múga í kaupmangi og rekum okkur jafnframt á það, að hér er með amerískum hraða bú- ið að gera eina dýrustu bók í heimi! Við segjuip nokkurn- veginn nei við svona fyrir- bærum! Við tökum ekkert mark á aldri pappíra og let- urgjörðar. slíkt er auðvelt að falsa, en langan tíma gat það tekið — og kannski kostað mikið fé — að ná í skjöl fr.í þessum tíma á söfnum í Evr- ópu. Pappír frá 1440 er tæp- ast annarsstaðar að finna. En það er bezt að biðjast fyrir- fram afsökunar á slíkum hugs- unarhætti, sem ekki á rétt á sér eins og sakir standa, en látast heldur vera vísindamað- ur, því svo fer mörgum, en sennilega fyrir lítið, áður en þessi dýri pappír fellur í verði. Kortið ber það með sér, að landa-. og siglingaþekking Is- lendinga, löngu fyrir þennan tíma, kemur ekki við sögu, og það er rangt að vísa gjörð þess í norðurátt eða til [s- lenzkrar þekkingar í þessu efni. I Landnámu höfum við leiðarmælingar milli Noregs og Islands og milli íslands og Grænlands, milli írlands og íslands og síðan milli fslandsf og Svalbarða, sem fannst 1194. Þessi leiðarlýsing kemur fram að nokkru í Sturlubók um miðja 13. öld, og eins, og gleggra í Hauksbók á 14. öld, snemma. Þar er leiðin til Græn- lands frá Noregi einnig talin frá Staði, rétt norðan við Hjaltland og sunnan við Fær- eyjar svo sjór sé í miðjum hiíðum, en sunnan við ísland, svo Vart verði fugls og hvals af landinu. Þetta er svo rétt að það er nálega 60. breiddar- baugurinn og ekkert er beinna en baugurinn. Kortið skeytir ekkert um bessa þekkingu. þvf eftir henni var hægt að setja ísland á réttan stað í hafinu og gera öll hlutföli rétt út frá Islandi. lönd vestan við Grænland á þessum tíma, annað er óhugs- andi. því sú þekking verður ekki til staðar á íslandi og fellur þá vestar í sinn far- veg, og hlýtur að vera um Ameriku. Vínland, en þetta er allt með ólíkindum. Manna- ,nafna áritun á landabréfum er og nokkur nýlunda og þýðing- arlaus, því að ef til var Vín- land á korti, þá var það sag- an, sem á bókum stóð og tal- aði sjálf. Nú er þetta Vínland aðeins sletta á kortinu, rangt sett í aðstöðu til Grænlands og hvernig á að gjörþekkja Græn- landánþessþó að þekkja þetta land engu síður? Litlu seinna kemur líka þekking á þessum amerísku löndum að nokkru fram á kortum sem íslending- ar gera, kannske reyndar sam- tímis. Þetta má vera spuming- armerki yfir höfði Vale, en það er ekkj hægt annað en kíma í kampinn. En það getur haft sína þýðingu að skrökva sögu, og alveg eins á korti, sem hér er að vísu ekkj nema grunur ag sé. Ef til vill verð- ur nú hér eftir en hingað til betur aíhugað, það sem hér er raunverulega í efni, byggð- arsaga heims. burt séð frá vík- ingalýgj á 9. og 10. öld. Eirík- ur rauði hittir fólk í Græn- þessa lands. Og fslendingar kunna að. segja hvað leiðin er löng frá íslandi til þessa lands. Þorfinnur karlsefni kemst að raun um að það er ,,mor“ manna í Ameríku um 1005. Þettá er allt fest á bókum ís- lendinga og að fullu trúverð- ugt. Skyldi nokkurntíma hafa þurft að finna Ameríku? John Cabot enskur maður frá Brist- ol. sigldi til New Foundlands 1497, fimm árum síðar en Kolumbus frá Spáni til Mið- Ameríku. Var hann 53 daga á leiðinni. svo miklu munar frá því að fsléndingar töldu þetta 6 dægra haf, sem er rök- laust. því það er lítið styttra en frá Noregi til Grænlands, 12 daga haf. Hann bar fyrir sig gamla þekkingu brezkra manna á þessu landi enda -vita frar um þarlandsmann. sem skoðaðj Ameríku á 6. öld. en þá eru írar mesta menntaþjóð um norðan. og vestanverða Evrópu. Skyldi þurfa að finna þetta land? Jú. það þurfti að finna það til að láta nýtt vopn, byssuna drepa þar rnúg manns og til ag ræna þær auðæfum í krafti byssunnar. Þag var að finna Ameríku, enda fór nú mikil saga á eftir. Og í krafti þess að þetta væri „fundið" land var frjálst að Ameríkuspeki að gera og þeir, sem ætla að fara að segja frá nýjum löndum, megi' vára sig á refsitækjum hennar. Það má vel vera að hulan yfir Ameríku sé af þessum toga spunnin, því það segir sig alveg sjálft. að vitneskja um norðvestanverða Evrópu er til staðar frá fomu fari um landið. Þetta spyrst suður til Evrópu með vissu og Spánverjar, sem þá voru vold- ug þjóð. leggja í að rannsaka málið. Það á samt ekkj að finna Ameríku heldur leið til Indlandseyja og með það fyr- ir augum hefur pápískan ekk- erj á móti ferðinni. Hún var farin og nýtt land kom í Ijós, sýnilega á þekkingu Kolumbus- ar. Landið fær þó ekki að heita eftir Kolumbusi, og þótt hér sé sögð saga til um mann einn er hafi heitið Ameríkus, er þó hitt trúlegra að hér sé bara gamalt þekkt nafn notað á landinu. Nú virðist líka fundur Ameríku eða stað- reyndin ,um Ameríku hafa haft svo til samstundis trúfræðileg áhrif. Mótmælendur páfakirkj- unnar eru risnir á legg eftir lí.tinn tíma. Hér er augljóst samband á milli. En ofan í eldgamalt mannlíf í Ameríku og eldgamla þekkingu Evrópu- manna á landinu þurfti engum Framhald á 9. síðu. vinscelastér úsrlgripir íóhannes skólavörðustíg 7

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.