Þjóðviljinn - 28.10.1965, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 28.10.1965, Blaðsíða 6
g SÍÐA — ÞJÖÐVILJINN — Fimmtudagur 28. október 1965 Er tíl lýðræðisleið í Rómönsku Ameríku * Jan Stage er fréttamaður danska blaðs- ins „Land og Folk“ á Kúbu og gjörkunnug- ur málefnum Rómönsku Ameríku. Hann ræðir í þessari grein baráttu lýðræðisafl- anna á meginlandinu fyrir frelsi og sjálf- stæði og ræðir það, hverjar myndir sú bar- átta taki á sig. EFTIR JAN STACE A lltaf öðru hverju rekur maður sig á það, að vanda- mál Rómönsku Ameríku eru tekin full fræðilegum tökum, þegar vissir vesturevrópsk’r „sérfræðingar" eiga í hlut. Vandamálunum er þá raðað upp eftir formúlu, sem samin er í Evrópu og hefur verið notuð í Evrópu, og mun geym- ast í henni Evrópu án þess að hafa haft teljandi áhrif á gang heimsmálanna. Tekin eru „fræðflegum“ tökum vandamál eins og arð- rán, sultur, eymd, hemaðar- uppreisnir, stjómarskrárbrot og kúgun. Talað er um van- þróuð lönd og þessi vanþróun er kennd þeirri leiðinlegu „tilviljun" að saman fari „þjóðfélagsleg og hagfræði- leg vandamál". Þegar þeirri röksemdafærslunni lýkur, er svo talað um valdbeitingu og það á meginlandi, sem hefur undanfarin tíu ár verið leik- völlur tíu blóðugra afturhalds- uppreisna, 16 engu síður blóð- ugra alþýðuuppreisna og 35 allsherjarverkfalla. Er svo emhver lýðræðisleið til fyrir Rómönsku Ameríku, spyrja menn. Það er erfitt að svara þess- ari spurningu afdráttarlaust með já eða nei. í fyrsta lagi verða menn að komast að sam- komulagi um það, hvað átt er við með „lýðræði" Sé með því átt við stjómar- skrá, „frjálsar kosningar“ og beitingu stjómmálalegra >g þjóðfélagslegra réttinda, — þá er svarið nánast nei. Það er erfitt að hugsa sér að „bláir“ eða „rauðir“ iðnaðarjöfrar Argentínu, hershöfðingjar Bra- silíu eða oh'uspekúlantar Ven- ezúela haldi þá leiðina. Það eru ekki miklar líkur til þess. að Stroesner i Paraguay eða Barrientos í Bólivíu taki upp á því að rýma sviðið af frjáls- um vilja. Svo ekki sé nú minnst á einræðisherrana i Mið-Ameríku, svo sem í Guat- emala, E1 Salvador og Hondu- ras. I sjö af níu ríkjum Suður- Ameríku og fimm af sex ríkj- um Mið-Ameríku er ekki í augnablikinu fær vegur frá hálfgerðu eða algjöru einræði til lýðræðis. En það hefur hlaðizt upp nægilegt sprengiefni ti'l bess að þeyta hverju þessara landa sem er á leið inn í lýðræðis- lega þróun. Og þau öfl, sem fær eru um slíkt. eru hvorki leyndar- dómsfull né skuggaleg. Það eru lýðræðisöflin, það eru al- þýðufylkingamar, skæruliða- fylkingamar og verkalýðsfé- lögin. Hér er ekki talað um valdbeitingu eða ekki vald- beitingu. hér er um það rætt, hvað gera þurfi hverju sinoi og við ákveðnar aðstæður. Spumingin er ekki hand- sprengjur eða þing heldur handsprengjur og þing, Vopn- uð, en einnig þolinmóð stjóm- málabarátta sé bví að skipta. F sinn hátt, til lýðræðis. Kúba kemur að sjálfsögðu í fremstu röð. Þar hefur verið lagður grundvöllurinn að lýðræði með ýmsum aðgerðum: Landbúnað- arumbótum, þjóðfélagsumbót- um, baráttu til að útrýma ó- læsi, þjóðnýtingu og svo sjálf- stæðri og óháðri utanríkis- stefnu. En á Kúbu er að finna pól- itíska fanga, einsflokka kerfi og útlagasamtök, munu menn segja. Einmitt þessi atriði sýna það, hve víðtæk þjóðfélags- bylting hefur átt sér stað á Kúbu, Einn póhtískur fangi er einum of mikið, einsflokks kerfi er ekki skilyrðislaust til bóta, útlagar eru ekki allir vanaglæpamenn eða heroín- smyglarar. Um það eru állir sé af þeirri ástæðu upp til handa og fóta og sagt eitt- hvað á þá leið: „Já, en í hin- um frjálsa heimi. . .“ Slíkur málflutningur er lýð- ræðinu lítil vöm. í Mexíkó í norðri og Chile í suðri eru tvær útvarðstöðvar lýðræðisins í Rómönsku Am- eríku, og er þó ýmistegt, sem betur mætti fara. í báðum ríkjunum er margflokkakerfi og kosningar, sem ætti að vera nóg í augum „hins frjálsa heims“. En í þessum löndum koma fyrir grimmilegustu hefndaraðgerðir, hætt er við landbúnaðarumbætur hálfgerð- ar, þjóðnýting gerð meö hálf- um huga og þar við bætist — sérstaklega hvað Mexíkó við- kemur — gífurleg spilling rík- Indíánadrengur úr fjöllunum í Ecuador. — Langflestir Indíánar Rómönsku Ameríku kunna hvorki að lesa né skrifa, eða eins og Inkahöfðinginn Roca sagði fyrir meir en 600 árum: ,,Það á ekki að dreifa þekkingu til hinna fátæku því þeir eiga ekki að vita meir en hinir ríku“. árum. Nú á að marka stjórn- arstefnuna. Svo á heimurinn eftir að sjá. hvort það skeður án erlendrar íhlutunar og rétt er að minnast þess, ag það voru kommúnistamir, sem börðust fyrir stjórnarskránni. en bandarískt herlið barðist segn henni til hins síðasta. Myndin er frá Chacc-héraðinu í Paraguay. Þar er jarðvegurinn svo rakur að uxakerrur með háum hjólum eru einu nothæfu farartækin. f þessu mýriendi hefur verið komið upp fangabúðum fynr pólitíska fanga. ögur ríki Rómönsku Am- eríku stefna nú, hvert á sammála. En jafn sammála verða menn að vera um það, að sérhver sönn bylting hljóti jafnan að kalla fram sitt and- stæða segulskaut. Þannig hefur það ætíð orðið. Bandaríska byltingin skapaði einnig sína trúvillinga, sínar varúðarráð- stafanir og sina pólitisku út- laga. Kannski úndrast menn, að herliði skuli sífellt vera boðið út á Kúbu, en verða þá að minnast þess, að eyjan hefur brennt allar brýr að baki og á sér því mikinn og grimmileg- an óvin í aðeins 90 mílna fjar- lægð. Barátta Bandaríkja- manna gegn sósíalismanum á því, sem þeir telja sitt eigið hagsmunasvæði, hefur skapað ástand, sem minnir einna helzt á umsátur. Þegar þjóðfélagi er ógnað — og það er hlægilegt að halda það. að það séu Bandaríkin, sem sé ógnað af Kúbu — þá gerir þetta bjóðfélag vissar varúðarráðstafanir. sem líta hreint ekki alltaf „lýðræðis- lega“ út. Kúba hlýtur að hafa rétt til slíks, án þess að rokið isstarfsmanna. Hvað Chile við- kemur ríkir þar, að því er virðist, óstöðvandi dýrtíð. Ef útkoman verður jákvæð þrátt fyrir allt, er það aðallega að þakka eindreginni afstöðu þessara ríkja gegn bandarískri heimsvaldastefnu og margend- urteknum kröfum þeirra um að mega sjálf ráða málum sín- um til lykta. Dóminíska lýðveldið er á at- hyglisverðu þróunarstigi. Hér var skrefið stigið, hér varð sprengingin Engan get- ur furðað á því — eftir Truj- illo og Balaguer Á sama hátt getur það engan undrað að bandaríska stjórnin hefur ekki breytt teljandi um stefnu frá þvi um aldamótin í Dómíníska lýðveldinu fór allt fram á hefðbundinn hátt. Með vopn í hönd og eftir langan stjórn- málaundirbúning ,.sprengdi“ eyrfkið sig fram til lýðræðis- legrar þróunar Nú fyrst á að geta hafizt lýðræðislegt stjórn- málalíf Nú á að greiða at- kvæði um stjórnarskrá sem var samþykkt fyrir nokkrum Uruguay er ekki nefnt í þessu sambandi, einfaldlega vegna þess, að þróunin í land- inu gengur ekki í lýðræðisátt. Hitt væri sönnu nær að segja, að ríkinu sjálfu sé ógnað: stjórnmálalíf í landinu er allt undirlagt þeirri staðreynd, að efnahagur landsins er í kalda kolum. Lýðræðið hefur verið stöðvað á þróunarbrautinni. Nágrannahershöfðingjarnir í Argentinu og Brasilíu óttast það lýðræði og hata. En enda bótt afturhaldsöfl og einræði megj sín nú meir en framfaraöfl meginlandsins, er rétt að minna á orð Mexi- kanans Carlos Feuentes, þau er hann mælir til Bandaríkj- anna: „Og takið vel eftir því: Jörðin mun komast á réttar hendur, óðalsherrarnir munu verða að víkja set og þegar 1955 voru 10 einræðisstjórn- ir í Rómönsku Ameríku. nú, 1965 finnum við aðein= sjö. Þá var að vísu aðeins ein her- foringjastjórn, ,,la revolucion libertadora“ i Argentínu í dag finnum við hálfa þriðju: stjórnir Brasilíu og Bólivíu og hina dulbúnu herforingjastjóm í Argentínu. Árið 1955 voru á meginlandinu fimm vopnaðar andspymuhreyfingar, í dag eru þær tíu. Á tímabilinu 1955 til 1961 unnu lýðræðisöflin þrjá mikilvæga kosningasigra; á tímabilinu 1962 til ’64 urðu sigramir sex. Á fyrmefndu tímabili risu nju miklar verk- fallsöldur, á síðara tímabilinu var talan komin upp í 12. Móti mesta „sigri“ banda- riskrar heimsvaldastefnu, vald- ráninu í Brasiliu 1964, vegur sú staðreynd. að Bandaríkjun- um mistókust innrásarfyrirætl- anir sinar á Kúbu. Suður-Ameríkumaðurinn hefur séð, hvað hann sjálfur getur, þá. . . Yfirlit yfir þróun síðustu tíu ára staðfestir þetta mat: Hlutverk kommúnistaflokk- anna í þessarj baráttu allri er í raun og veru mjög einfalt: Kommúnistamir em hvergi eina byltingaraflið, þeir eru allstaðar hluti af því „sprengi- efni“, sem daglega knýr á til aukins lýðræðis. f Brasiliu bíður kommúnistanna hvað erf- iðast verkefni, þar eð ekki hefur enn tekizt að koma á fót raun- verulegri andspyimuhreyfingiu eegn einræðisstjóm Castellos Branco. Hvað þeim löndum viðkemur, sem.þróast ; átt til lýðræðis, þá er staða komm- únistanna án efa sterkust í Chile, en veikust í Mexikó. f Rómönsku Ameriku eins Ov hún er í dag er hins vegar ekkj svo miög spurt um flokka- pólitik. heldur um hæfileikann til þess að beita réttum að- ferðum við réttar aðstæður. Og hér hafa kommúnistarnir lært mikið af dæminu frá Kúbu. Hafa þá kommúnistarnir yf- irleitt einhverja þýðingu? Fyr- ir almenningj Rómönsku Ame- ríku er slík spúming hlægileg og jafngildir því að spyrja, hvort það hafi yfirleitt ein- hverja þýðingu að berjast gegn afturhaldinu. Vikjum svo aftur að þvj sem á var byrjað, lýðræðisleið Rómönsku Ameríku. Hún er til og teygir sig um megin- landið allt. Hún hefst hvar þar sem fjöldinn gerir upp reikn- ingana við kúgara sína, og þótt lýðræðisleið þessara landa verði e.t.v. ekki nákvæmlega eftir sömu forskriftum og það sem við getum kallað vestrænt lýðræði. skyldi enginn vaða i villu og svima um þýðingu hennar. Kína ætlar að hindra AA-fund ALGEIRSBORG 26/ 10 — Kin- verska stjðmin hefur enn hert á þeirri kröfu sinni að frestað verði ráðstefnu Asíu- og Afrílcu- ríkja sem á að hefjast í Algeirs- borg 5. nóvember og mun ekki senda utanríkisráðherra sinn á undirbúningsfund ráðstefnunnar sem halda á í Algeirsborg á fimmtudag. Margar þeirra 47 rfe> isstjórna sem boðað hafa þátt- töku eru sagðar þeirrar skoðun- ar að tilgangslaust sé að halda ráðstefnuna ef Kína kemur hvergi nærri. Tólf óra tónskóld Sinfóniuhljómsveit ein í Moskvu hefur nú tekið til flutnings verk eftir 12 ára gamlan tónsmið, Anítu Lotsevu að nafni. Verkið heitir „Söng- urinn um Tsjeboksary“ og var mjög vel tekið af hljómlistar- unnendum Or það var fyrst , flutt. Aníta Lotseva tók að leika á píanó, er hún i, var sjö ára gömul, og fór að semja tónverk fyrir tveim ár- um. Hún hefur nú þegar sanv ið um 20 minni tónverk. Enn gengur tónskáldið þó í tónlist- arskóla. en aðalkennari henn- ar þar er tónskáldið Viktor Sjodiasjef. — Það er þvi miður ekki rétt, að ég hafi sagt upp kærustunni eftir að hún fékk sér gleraugu. Það var HÚN sem sagði MÉR upp eftir að hún fékk sér gler- augun. (— Salon Gahlin). í félagslögum golfklúbbs eins í Narobi er efti'rfar- andi ákvæði: „Ekki ber skylda til þess að leika kúln sem liggur í minna en tíu metra fjarlægð frá Ijóni'*. Börn eru fólk sem fær : ekki að haga sér eins og foreldrar þeirra höguðu sér á þeirra aldri. Hann er norskúr þessi: — Hvad er vanskelígere enn á fá en gravid elefant inn i en Folkevogn? — A fá en elefant gravid inni en Folkevogn. (— ,,Farmand“). Nútíma húsmóðir á alltaf að vita, hver cr uppáhaldsréttur mannsins hennar. Og Iika á hvaða veitingahúsi hann fæst. (— „Hudibras") í i I i

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.