Þjóðviljinn - 28.10.1965, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 28.10.1965, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 28. október 1965 — ÞJÖÐVILJINN — SlÐA J Skúli Guðjónsson á Ljótunnarstöðum skrifar um útvarpsdagskrána: OG DAGURINN FER SÍNA LEID YFIR LONDIN... Meðal sumarþátta útvarpsins er einn, em ber heitið ,,Skiptar skoðanir" og er stjórnað af Indriða G. Þorsteinssyni, rit- höfundi. Hið sérkennilegasta við þátt þennan er það, að hann hefur kafnað undir nafni, eða ef menn vildu heldur orða það svo, að nafnið væri öfug- mæli. Þetta gæti svo sem verið gott og blessað, ef vel hefði til lekizt að öðru leyti. Stjóm- andinn hefur reynzt alveg sér- staklega fundvís á umrseðu- efni sem annaðhvort voru svo lítilsverð og smá í sniðum, að enginn hefur talið það ómaks- ins vert að mynda sér um þau rökstudda skoðun eða þá að þau hafa verið þannig vaxin, að ekki var hægt að hafa nema eina skoðun. Eða hver skyldi svo sem vera því andvígur, að vegimir væru svolitið betri? Enginn vildi þjóðnýta laxám- ar. enginn vildi viðurkenna. að skáldsagan væri dauð, þó að menn hefðu svolítið mis- munandi skoðanir á hlutverki hennar. Enginn var heldur á móti því, að hér yrðu fluttar óperur. Op jafnvel Þóroddur skreiðarkaupandi var ekki neitt sérstaklega uppveðraður af vörymerkjunum Eddu og Sögu. Raunar má þó segja að ofnotkun ýmissa góðra. gam- alla heita sé eitt af þeim fyr- irbærum. sem varla verða tal- in tii fyrirmyndar. Edda-skreið er að vísu ákaflega hjákátlegt orð. en bó rámar mig í að ég hafi einhvemtíma heyrt orð enn hjákátlegra. en það er Eddafilm Mig minnir jafnvel að és hafj heyrt nafn Indriða nefnt eitthvað í sambandi við þetta fyrirtæki. Sé þetta rétt hiá mér. er ekki nema mann- legt, að hann sé afbrýðisamur út í skreiðina. Þess er þó skylt að geta. að þátturinn fór vel af stað. Það var ekki fyrr en Indriði hóf upp raust sína, 1 öðmm þætti, að hann hratt þessu fóstur- bami sinu út í hina málefna- legu eyðimerkurgöngu. í fyrsta þætti skýrðu for- yetumenn verkalýðs og vinnu- veitenda sjónarmið sín í þeim vinnudeilum er þá voru uppi. Við héldum i einfeldni okkar, að hér værj i uppsiglingu góður þáttur oe þarfur. að útvarpð okkar væri i raun og veru að innleiða meira skoðanafrelsi en áður hefur þekkzt en svo rann þetta allt út i sand- inn Blöðrufréti-ir Dagana áður en þetta er rit- að hefur gallblaðran í John- son Bandaríkjaforseta verið aðalfréttaefnj útvarpsins. Jafn- vel stríðið í Kasmír uppreisn- in t Indónesíu. að maður nú e'kki tali um ófriðinn í Viet- nam hafa algerlega horfið i skusea bessarar merkllegu blöðru Meira að segja páf- inn sjálfur hvarf skyndilega úr fréttum útvarpsins. eftir að þe ■sj merkilega blaðra komst á dagskrá þess. Hefði þó mátt ætla. að fréttamönnum út- varpsins' væri hugleiknara að fræða hlustendur um, hvað páfanum os eiganda áður- nefndrar blöðru hefði farið á milli. er þeir hittust en um hjtt. hvort áðumefndur forseti fengi ekki lenspir haldið þess- um líkamshluta Fréttin um blöðruna var les- in í öllum fréttatímum. Fyrst, meðan blaðran var enn á sín- um stað með slíkum alvöru- þunga, að okkur varð bein- línis hverft við; það orkaði næstum á okkur líkt og þeg- ar Kennedy var drepinn. Og okkur fannst svo eftirá að það hefði átt vel við, að leika largo eftir Handel áður en fréttin var lesin. Svo komu samúðarskeytin og fór að lyftast brúnin á frétta- mönnunUm. Forsetinn var laus við sína blöðru. Hann raknaði úr rotinu, svo fór hann að labba og nú þegar þetta er ritað, er hann farinn að stjóma ríki sínu frá sænginni. Við skulum svo vona og biðja að forseti þeirra Vestanmanna reynist miklu betri stjómar- herra gallblöðrulaus, og að hann muni sýna meiri mann- úð og miskunnsemi gagnvart meðbræðrum sínum { Vietnam hér eftir en hingað til. Og við skulum vona, að þeir i útvarpinu forheimski sig ekki á þvi oftar, að gera jafn- mikið veður út af einni ve- sælli gallblöðru. Lyndon B. Johnson En sama daginn og blaðr- an var tekin úr Johnson sagði Björgvin Guðmundsson frá þvi í þættinum „Efst á baugi“, að þeir í Rússíá hefðu ekki vilj- að taka gallsteina úr Krústj- off, og fréttamaðurinn lét í það skína að það hefði verið af hreinni mannvonzku . og beinhörðum ótuktarskap að karlinn var ekki losaður við þessa steina. Þama geta menn séð það svart á hvítu, að mikill er munur manngæðanna austán tjalds eða vestan. En útvarpinu okkar er nokk- ur vo.rkunn, þótt það hafi gert sér titt um títtnefnda blöðru. Af innlendum fréttum þess verður ekki annað ráðið ' en að Bandaríkjamenn séu hinir einu sönnu velgerðarmenn þessarar þjóðar. Ekkj nóg með að þeir verndi hana fyrir á- gangj kommúnista. Öll verald- leg og andleg verðmæti er nokkru máli skipta koma að vestan Nálega á degi hverjum segir útvarpið okkur frá mönn- um, sem annað hvort eru að fara vestur, eða koma að vest- an, og yrði of langt upp að telja. Svo koma stóru branda- jólin, t.d. þegar aldarfjórðung- ur var liðinn frá því að sam- skiptj þjóðanna hófust fyrir alvöru og þegar forsætisráð- herrann og bandaríski sendi- herrann stilltu sér upp við beif'styttuna og héldu ræður. Það er næstum því að við getum vorkennt Norðmönnum, að þeir skyldu verða fyrir þeirri slysni að missa Leif út úr höndunum á sér, þegar þeir voru rétt í þann veginn að hremma hann. Hefðu Banda- rikjamenn endilega viljað gera Leif að Norðmanni, myndum við áreiðanlega hafa sætt okk- ur við það enda þýðingarlaust að malda í móinn og bera fyr- ir sig fomar bækur. En Bandaríkjamenn hafa séð að Leifur myndi skila þeim meiri arði hér á fslandi en í Noregi, og það hefur ráðið úr- slitum. Landbúnaðurinn Við heyrðum það stundum í sumar, þegar við hlýddum á útdráttinn úr forystugreinum dagblaðanna. að frá Alþýðu- blaðinu komu stundum yndis- legar hugleiðingar um nauð- syn þess að rækta landið og auka gróður þess. Okkur skild- ist jafnvel, að það væri hug- mynd blaðsing að græða, land- ið og rækta allar götur upp að jökulrótum. Hið gróna land var sú bezta og varanlegasta eign þjóðarinnar. Það var ekki minnzt einu orði á sóun al- mannafiár né gjaldeyrise.vðslu í sambandi við hinar fögru draumsjónir um algróið land. En svo kom Gylfj og hélt eina af sínum ágætu ræðum. Útdráttur ræðunnar kom í fréttum útvarpsins. Svo laeði Alþýðublaðið út af ræðunni í leiðara. Svo kom aftur út- dráttur úr útdrætti ræðunnar í fréttum og enn vitnaði Al- þýðublaðið í ræðuna. Svo korrt útdráttur úr útdrættinum enn í fréttum og vafalaust mun þetta ganga svo koll af kolli enn um hríð. En þessi merkilega ræða, sem flutt var yfir Verzlunar- ráði, fjallaði þó að mestu leyti um það vandamál vandamál- anna, er ráðherranum lá byngst á hjarta landbúnaðinn. Þar var flest öðruvísi en það áttj að vera, en þó það helzt að framleiðslan væri of mik- il, í hana fór of mikill gjald- eyrir og það þurfti að greiða með henni útflutningsuppbæt- ur. Þessar hugleiðingar róð- herrans gætu að vísu orðið tilefni nokkurra hugleiðinga, en skal þó að mestu sleppt að sinni enda vildi ráðherrann ekki hrapa að neinu. Bændun- um átti að gefast nokkurt tóm til þess að axla sín skinn. En eitt mætti þó benda á, sem ráðherranum virðist hafa sézt yfir: Sé eitthvað öðruvísi en vera á um rekstur búskapar, liggur í augum uppi, að rætur þess standa víðar og dýpra en hjá þeim sem búin reka. Mér hefur t.d. verið sagt, en skal þó ekki taka ábyrgð á að rétt sé. að það sé álíka margt fólk, sem lifir á ýmiskonar þjón- ustu eins og það er kallað. fyrir landbúnað og hitt, sem hefur framfæri sitt af búskap. Hitt getur svo hver maður sagt . sér sjálfur, að slíku fólki fjölgar miklu örar en bænd- unum fækkar. Það er víst þetta sem á máli Gylfa heit- ir vinnuhagræðing og fram- leiðni. Það skal fúslega játað að það er í sjálfu sér lítil bú- mennska, að framleiða meira en fólkið í landinu. getur ét- ið og þurfa svo að flytja af- aancTinn út og greiða uppbætur á. Hitt væri þó snöggtum minni búmennska að leggja fjármagn og erlendan gjaldeyri í það að rækta upp landið, að- eins til augnayndis þeim, sem um það aka í sumarleyfum sínum, eins og blaðamenn Al- þýðublaðsins dreymdi um síð- astliðið sumar. Að endingu má svo minna á það að offramleiðsla er víð- ar en á búvörum í okkar ágæta landi. Við framleiðum t.d. allt of mikið af ráðherrum. Þegar við höfum ekk; not fyrir þá hér heima, breytum við þeim í sendiherra og flytjum þá út og greiðum með þeim himin- háar upphæðir i útflutnings- uppbætur. Það or út af fyrir sig ekki undarlegt. þótt ráðherra þessi hafi áhuga fyrir bættum bún- aðarháttum. Hitt er undarlegra. að hann skyldi tjá þennan áhuga sinn kaupsýslumönnum. Mun mörg- um finnast sem að honum hefði við slíkt tækifæri verið skyldara að varpa fram þeirri spurningu hvort nauðsynlegt yæri að binda svo mikið vinnu- afl og' fjármagn í þessari at- vinnugrein, en raun virðist á vera. Munu og einhverjir ætla að enn sé órannsakað mál, hvor þessara stétta reynist þjóðfélaginu dýrari í rekstri. Hefði því siðbótarprédikun Gylfa um vinnuhagræðingu, endurskipulagningu. betrj hag- nýtingu vinnuaflsins og skyn- samlega notkun gjaldeyris og hvað bau heita nú öll þessi hagfræðilegu spakmæli, sem hann hefur á hraðbergi, eins vel mátt heimfærast upp á verzlunarstéttina sem hverja aðra. Raddir skálda Þar felldum við niður síð- asta þátt. er við vorum að ræða um ,,Raddir skálda“. og var þó enn nokkuð ósagt. Þetta er góður þáttur og sérstaklega fyrir þá sök, hve hann er mis- góður. Enginn er svo litill spá- maður að ekki sé ómaksins vert að hlýða rödd hans. Stundum verðum við að vísu fyrir vonbrigðum. Við skiljum ekki, hvað maðurinn er að fara. En oft heyrum við einn- ig sitt hvað sem okkur finnst snoturlega sagt og jafnvel iskynaamlegt. ^ Það er að vísu ærið hæpið að mynda sér skoðun um höf- und, sem manni er ókunnur að öðru en því, sem við heyrum frá honum á þessu skáldaþingi útvarpsins. Þó finnst mér einhvernveg- inn að hinum yngri skáldum sé það flestum sameiginlegt, að því er líkast sem þau kveinki sér við því að segja skýrt og skorinort það sem þeim býr í brjósti. Því er lík- ast sem þau gruni eitthvað, er í vændum sé, en þau þori ekki eða vilji ekki kveða upp úr með og enn síður leggja til atlögu gegn. Vafalaust er það rétt til get- ið hjá Einari Braga að þetta eitthvað er skuggi atóm- sprengjunnar, er hin ungu skáld standa undir, en hann orðaði það eitthvað i þá átt, er hann var að kynna eitt slíkt, í sumar leið. Þessu var annan veg háttað fyrir svo sem þrjátiu árum. þegar skáld þeirrar tíðar stóðu undir skugga fasismans. Það var svo sem ekki björgulegt Indriði G. Þorsteinsson um að litast í Þá daga, enda því trúað á beztu bæjum, að fasisminn væri einskonar nátt- úrulögmál, sem enginn mann- legur máttur fengi rönd við reist, enda af mörgum talið fínt að ljá honum brautar- gengi. En skáldin þau er ein- hver döngun var í. risu önd- verð gegn þessu náttúrulög- máli. Og dagurinn fer sína leið yfir löndin, hve langt, sem hún teygir sig, brúna höndin. kvað Jóhannes úr Kötlum. En þó hin ungu skáld skynji þá vá er okkur «r búin af at- ómsprengjunni og öllu þvi and- lega geislavirka ryki sem hennj fylgir, er því líkast, sem "|!au"brésti kjark til að leggja til atlögu við óskapnaðinn með andagiftina eina að vopni. Á þessum síðustu tímum, þegar hraði lífsins er slíkur, að enginn má eiginlega vera að þvi að draga andann, þó menn neyðist til þess af óumflýjan- legri nauðsyn þýðir ekki að tala við fólk í hálfkveðnum vísum, eða á dulmáli, eða leggja fyrir það krossgátur og bjóða því upp á að ráða. Mér skilst, að obbinn af því sem hin ungu skáld senda frá sér. minni talsvert á hálfkveðna vísu, dulmál, eða krossgátu. Því er sú hætta alltaf yfirvof- andi, að lesandinn eða hlust- andinn gefi sér ekki tíma til að leita að meiningunni. Teikn og stórmerki Þó að útvarpið okkar sé að jafnaði ósköp hversdagslegt og sjálfu sér líkt frá degi til dags geta stundum gerzt þar teikn og stórmerki, jafnvel krafta- verk. Til slíkra stórtíðinda verður að teljast Sóleyjar- kvæði Jóhannesar úr Kötlum, er heyrðist í „Röddum skálda“ hinn 15. okt. En einhvernveg- inn grunar okkur, að ekki hafi það gengið snurðulaust, að koma þessum þætti gegnum útvarpið. Þegar að flutningi loknum tilkynnti þulurinn, að upptaka á tónlist hefði ekki farið fram hjá upptökumönn- um útvarpsins og engin frek- ari skýring gefin, né þess get- ið, hvar upptakan hafði far- ið fram. Ef til vill væri minnstux á- byrgðarhluti að afgreiða þetta verk Jóhannesar með þvf að nefna list, skapandi list, þjóð- lega list. eða hvað þau nú heita -öll þessi afbrigði listar- innar, sem listelskandi menn kunna utanbókar og hafa á hraðbergi, þegar þeir skil- greina listina. Ég mun því algerlega leiða minn hest frá ag meta listgildi Sóleyjarkvæðis. Að öðrum þræði er það svo opinskátt og miskunnarlaust, að enginn. sem á hlýðir, þarf að eyða tíma í vangaveltur um, hvað maðurinn sé að fara en að hinu leytinu ákall og skírskot- un til hins bezta, sem innra með okkur býr, eða ætti að búa. Þótt þetta ljóð sé ort und- ir skugga hernámsins, 1951. má einnig líta svo á, að það túlki hina eilífu baráttu milli góðs og ills, milli réttlætis og ranglætis. En við höldum á- fram að trúa á sigur hins góða og framgang réttlætisins. og ef til vill aldrei meir en þegar okkur finnst sem hið illa vaði upni og ranglætið hafi tögl og hagldir. En rödd Sóleyiar hljómar í eyrum okkar löngu eftir að hún er horfin úr viðtækinu, og enn þegar við erum að skrifa þessar línur finnst okk- ur se>u muni fylgja' óRk2 ur alla ævi. „Og snúið þið" Enn skal nefnd ein skáld- rödd frá liðnu sumri. Það er rödd séra Sigurðar Einarssonar eða nánar tiltekið flutningur hans á Sordavala. Að vísu fylgdi kvæðinu frá höfundi hógvær afsökunarbeiðni. Hann var þá ungur og bjartsýnn og vissi eiginlega ekki, hvað hann var að fara, og skyldu hlust- endur virða honum allt þetta til vorkunnar. Það ætti að vera hafið yfir allar deilur að Sordavala er innblásið kvæði. Um hitt gætu menn ef til vill deilt, hvort innblá'stuTinn hafi verið a£ hinu góða, eða komig frá hin- um vonda, og það er meira. Kynngi þess og tröllskapur ris svo hátt undir lokin að höf- undur þess skipar sér á bekk með okkar snjöllustu krafta- skáldum og er raunar hið eina kraftaskáld, sem við höfum eignazt á þessari öld. En eftir að séra Sigurður dó Framhald á 9. síðu. Handbók um ísknzk frímerki1944-1964 FéU&g frímerkjasafnara hefur sent á markaðinn handbók um islenzk frímerki 1944 — 1964. Hefur sérstök handbókarnefnd unnið að þessu verki, og eiga sæti i henni Jón Áðalsteinn Jónsson, sem er formaður nefndarinnar, Sverrir Einars- son og Þórður Guðjohnen. I handbók þessari, sem er prentuð í Hólaprenti á bezta fáanlegan myndapappír, eru myndir af öllum þeim fri- merkjategundum, sem komið hafa út frá stofnun íslenzka lýðveldisins 17. júní 1944 og til ársloka 1964. Jafnframt þvi, sem hins helzta er getið um einstakar útgáfur, þ.e. útgáfudags, og prentunaraðferðar o.s.frv^ er upplag merkjanna tilgreint o@ eins, ef þau hafa verið endur- prentuð. Þá eru öll þau afbrigði rak- in, sem handbókarnefnd hefur haft spurnir af, og birtar myndir til skýringar. Þetta er fyrsti hluti hand- bókar um islenzk frimerki, og er ætlunin sð fikra sig aftur á bak til upphafs íslenzkrar frímerkjaútgáfu 1873. Má bú- ast við handbók um frímerki íslenzka konungsríkisins í á- föngum á næstu árum. Handbókin er gefin út í 500 eintökum og verður til sölu í frímerkjaverzlunum borgar- innar. 4 i

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.