Þjóðviljinn - 28.10.1965, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 28.10.1965, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 28. október 1965 — ÞJÖÐVILJINN — SlÐA g Heimsmeistarakeppnin í handknattleik kvenna: Fyrri landsleikur íslenzku stúlkn- anna í Kaupmannahöfn er í kvöld ■ Það er í kvöld, íimmtudag, sem kvennalandslið Íslands og Danmerkur mætast í fyrra skiptið í undankeppni heimsmeis'taramótsins í handknatt- leik. Leikurinn fer fram í Kaupmannahöfn og mun hefjast kl. 6 að íslenzkum tíma. Uudanfarna daga hafa Kaup- mannahafnarblöðin ekrifað nokkuð um leikinn í kvöld og síðarj leikinn sem hér verður á laugardaginn. Eru blöðin yf- irleitt þeirrar skoðunar að dönsku stúlkunum muni veit- ast auðvelt að sigra þær ís- lénzku. Sum blöðin hafa meira ag segja stungig upp á því að varamenn yrðu reyndir í danska liðinu í kvöld, þeim dönsku ættj að reynast auð- velf að sigra fslendingana allt að einu! Engu skal spáð um úrslit leikjanna í Kaupmannahöfn, aðeins endurtekin svör fyrir- liða íslenzka liðsins,. Sigríðar Sigurðardóttur í viðtali við Þ.jóðviljann á dögunum. Sigríður var þá spurð: — Ertu ekki bjartsýn á úrslitin? Og hún svaraði; — Jú. jú ég er það. Danir eru að vísu sterkari j innan- hússhandknattleik en utanhúss, en vig gerðum jafntefli við þær utanhúss í fyrra. Og ég er ekkj frá því að við séum líka betri í innanhússhand- knattleik. Einnig hefur liðið að mínum dómi tekið veruleg- um framförum frá því í fyrra. -4> Sundmennt kennaratis Sundfélag eitt í Brussel hugðist heiðra nieð viðhöfn þjálfara sinn fyrir aldarfjórð- ungs starf í þágu félagsins, mikið og gott. Þegar leið á há- tíðahöldin og heiðursfélaginn átti að synda heiðurssund eft- ir félagslauginni, fórnaði hann höndum í. örvæntinguogmælti: „Ég kann ekki að synda“! fslenzka kvcnnalandsliðið, sem keppir í Kaupmann.ahöfn. Frá v.: Fremsta röð: Sigríður Kjart- ansdóttir Ármanni, Rut Guðmundsdóttir Ármanni, Gréta Hjálmarsdóttir Fram, Jónína Jónsdóttír FH, Sylvía Hallsteinsdóttir FH, Önnur röð: Svana Jörgensdóttir Ármannj, Sigríður Sigurðardóttir Val, Ása Jörgcnsdóttir Ármanni, Edda Jónasdóttir Fram. Þriðja röð: Elín Guðmundsdóttir Víking, Sigrún Guðmundsdóttir Val, Sigrún Ingólfsdóttir Val, Vigdís Pálsdóttir Val, Jóna Þorláksdóttir Ármanni. Aftastir eru Sigurður og Pétur Bjarnasynir. Á myndina vantar Sigurlínu Björ'gvinsdóttur. Heimsmethafar í lyftingum og bogfimi Armenningar hefja æfingar í lyftingum Vetrarstarf lyftingadeildar Glimufélagsins Ármanns er nú að hefjast. Mun deildin gang- ast fyrir mánaðarnámskeiðum í lyftingum í vetur. Verður kennt á mánudögum og fimmtudögum kl. 8,30—9,30 síðdegis • Sökum þrengsla í húsnæði því, sem deildin hefur til um- ráða. verður ekki hægt að taka á móti fleirum en 10—15 nem-^ endum á hverju námskeiði. Skrifstofa Ármanns er í í- þróttahúsi Jóns Þorsteinssonar (opin mánud., fimmtud. og föstud. kl. 20—21,30) og veitir . hún nánari upplýsingar um námskeiðin. • Lyftingamenn Ármanns hafa unnið athyglisverð afrek und- anfarið. Á æfingu 14. þ.m. vann Óskar Sigurpálsson það afrek að lyfta 330 kg. í þrí- þraut, og er það bezti árang- ur, sem náðst hefur hérlend- is. Óskar er í léttþungavigt. og til samanburðar má geta þess, að danska metið í þess- um þyngdarflokkj er ,350 kg. (Frá Ármanni) Ársþing Körfuknattleikssam- bands íslands verður haldið dagana 30.—31. október í KR- húsinu og hefst kl. 2 e.h. SKODA OCTAVIA Aðeins 119.500 -! HREINT TÆKIFÆRISVERÐ FYRIR ÞESSA VINSÆLU, ÞRAUTREYNDU OG TRAUSTU 5-MANNA BIFREIÐ — BEZTU BÍLAKAUP ÁRSINS! PÓSTSENDUM MYNDIR. GREIÐSLUSKILMÁLAR. Tékkneska bifreiðaumboðið Vonarstræti 12, sími 21981. HarBar deilur á Svíaþingi um fréttafíutning dagblaða STOKKHÓLMI 26/10 — Harð- ar umræður urðu á sænska þinginu í dag um pólitískan fréttaflutning dagblaðanna. Er- lander forsætisráðherra ítrekaði það sern hann hefur áður sagt að stærsta blað Svíþjóðar. borg- arablaðið ,,Expressen“, noti lyg- ina vísvitandi sem vopn i stjórn- málabaráttunni. Leiðtogi Þjóðarflokksins. Bert- il Ohlin. hélt því fram að mál- gagn sósíaídemókrata, „Stock- holms-Tidningen“ sem sænska alþýðusambandið á. hefði vakið sérstaka athygli fyrir óáreiðan- legan pólitískan fréttaflutning. Tilefni umræðnanna var frá- sögn í „Erpressen" um að Er- lander hefði sagzt vilja binda kaup starfsmanna til að hækka mættj kaup láglaunamanna. Er- lander hefur neitag því að hafa nokkru sinni komizt þanni,2 að orði. Erlander hefur áður vikið að þessum ummælum „Expressens“ j og fréttaflutningi borgarablað- j anna yfirleitt og þá í sambandi við nauðsyn þess að komig verði í veg fyrir einokun á útgáfu dagblaða. en hann hefur ekki farið dult með þá skoðun að hann telji að ríkið eigi að j hlaupa undir bagga til að tryggja það að stjórnmálaflokk- amir geti haldið úti blöðum sínum. U Myndin til vinstri er af' kínverskum íþróttamanni — Yeh Hao-po að nafni og er hann frá Kwantung-héraði í Suður-Kína. Hann bætti heimsmetið í bantamvigt tví- vegis á íþróttamóti sem hald- ið var 12. scptember sl. í Peking. Fyrra heimsmetið átti Japaninn Shino Ichinoseki, og setti hann það fyrr á árinu. n Á hinni myndinni sjást þrjár kínverskar stúlkur sem settu nýtt heimsmet í bog- fimi á hinu sama íþróttamóvi í Peking 15. sept. Hlutu þær samtals 6.574 stig í flokkakeppninni og bættu þar með eldra hcimsmetið um 66 stig. Þessar stúlkur eru all- ar í kínverska hernum og þær heita. frá vinstri: Wang Ssi-hua, Li Shu-Ian og Shih Kuei-chen. NVTT VTTHAIUiJALI) 300 kr. fastagjald og 3 kr. á ekinri km. LEIK tf—BÍLALEIEAN EALUR ? Rauðarárstíg 37 srmí 22-0-22 *

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.