Þjóðviljinn - 16.11.1965, Page 4

Þjóðviljinn - 16.11.1965, Page 4
4 SlÐA — ÞJÓÐVILJINN — Þriðjudagur 16. nóvember 1065. Otgeíandi: Sameíningarílolcfcur alþýðu — Sósiallstafloick- urinn. — Ritstjórar: Ivar H. Jónsson (áb). Magnús Kjartansson, Siguröur Guðmundsson. Ritstjóri Simnudags: Jón Bjarnason. Fréttaritstjóri: Sigurður V. Friðþjófsson. Auglýsingastjóri: Þorvaldur Jóhannesson. Ritstjóm, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja, Skólavörðust 18. Síml 17-500 (5 llnur). Askriftarverð kr. 90.00 á mánuði. Hvað gerist? gmbættisveitingin í Hafnarfirði hefur vakið víð- tækari mótmæli en annað hliðstætt ranglæti um langt skeið, ekki aðeins í orði heldur og í verki. Allt starfsfólkið á skrifstofu bæjarfógeta- embættisins hefur sagt upp störfum, að einum undanskildum. Allir hreppstjórar í Gullbringu- sýslu hafa mótmælt veitingúnni og meirihluti þeirra sagt af sér. Fólki ber saman um það án tillits til stjómmálaágreinings að hér hafi verið framið blygðunarlaust ranglæti. Hina vesælu málsvörn stjómarvaldanna má marka af því, að í fyrradag sá Morgunblaðið ekki önnur úrræði en að tvíprenta læknisfræðilegar fúkyrðaklausur eft- ir Pál V. G. Kolka. gn hvað svo meira? Á baráttan fyrir réttlæti í embættaveitingum að bitna á þeim einum sem heyja hana; á árangurinn að verða sá einn að starfsfólkið við sýslumannsembættið verði að leita sér annarra starfa og að suðumesjamenn missi góða hreppstjóra? Ekki er að undra þót't menn beri upp vonleysisspurningar af slíku tagi. Fyrir skömmu fréttist um annað hneykslismál sem- einn_ ig var tengt sýslumannsembættinu í Hafnarfirði. í Ijós kom að ríkisstjórnin hafði keypt íbúðarhús Guðmundar í. Guðmundssonar fyrrverandi utan- ríkisráðherra í frássi við ákvæði laga, með vilhöllu mati og á tvöföldu verði. Þessum óheiðarlegu við- skiptum var hvarvetna mótmælt og málsvömin varð engin; meira að segja fjármálaráðherrann lýsti yfir í útvarpinu óánægju með sínar eigin gerðir. En þrátt fyrir hina augljósu málavex'ti og hin víðtækustu mótmæli stendur ranglætið engu að síður óhaggað. J£n það hafa einnig gerzt aðrir atburðir á ís- landi. í sumar ætlaði ríkisstjórnin að skipa högum síldveiðisjómanna og útvegsmanna með bráðabirgðalögum. Viðbrögðin urðu skjót og ein- dregin, flotinn hélt allur til hafna og sjómenn kváðust ekki hreyfa sig fyrr en rangsleitninní hefði verið hnekkt. Og þá gerðust þau tíðindi á svipstundu að ríkisstjórnin gafst upp skilyrðis- laust og skipaði málum að vilja sjómanna. Á hliðstæðan hátt er unnt að tryggja leiðréttingu á Hafnarfjarðarhneykslinu, ef menn finna leiðir til þess að sanna stjórnarvöldunum í verki að þeim sé full alvara, ef valdhafarnir komast að þeirri niðurstöðu að rangsleitnin verði of kostnaðarsöm. Réttsýnir menn þurfa að leggjast á eitt til þess að finna þær leiðir, ekki aðeins vegna þess- máls sem nú er í brennidepli heldur og vegna framtíð- arinnar. Komi stjórnarvöldin sínu fram mun spill- ingin í embættaveitingum enn halda áfram að magnast eins og hún hefur gert að undanförnu og sýkja þjóðlífið út frá sér. En takist að hnekkja ósómanum munu stjórnarherrarnir hugsa sig um áður en þeir ganga í berhögg við réttlætiskennd almennings í næsta skipti. — m. Myndir frá Reykjavík 1789 eru til sýnis í Minjasafni Reykjavíkur Árbæjar kirkja. Minjasafn Rcykjavíkur vcrð- ur með ári hverju vinsælli og umfangsmelri stofnun í lífi borgarfnnar, eins og glöggt kemur fram á efiirfarandi fréttum af starfsemi safnsins. Um miðjan, september sl. var Árbæjarsafni lokað og verður svo sem venjulega yfir vetrar- mánuðina. Sumargestir urðu um 19.200 talsins. Á starfsliði safnsins hefur orðið sú breyt- ing, að Skúli Helgason hefur látið af umsjónarmannsstarfi en við tekið Ingvar Axelsson. Tilkynningar um hópferðir í safnið eða um notkun kirkj- unnar vegna brúðkaupa eða annarra kirkjulegra athafna má tilkynna beint til umsjón- armanns í síma 60094. Á árinu tók sérstök stjómamefnd við yfirstjórn safnsins, en hana skipa: Hafliði Jónsson garð- yrkjustjóri, formaður, Sigurjón Sveinsson byggingarfulltrúi og Hörður Ágústsson listmálari. Framkvæmdastjóri safnsins er sem áður Lárus Sigurbjörns- son skjala- og minjavörður borgarinnar. .*> Minjasafn borgarinnar er að Skúlatúni 2 og opið daglega kl. 2—4 nema mánudaga. Þar hef- ur nú tekið við daglegri vörzlu Þórvaldur Ólafsson. Safninu bætast einatt nýir munir og em þrengsli f hinum litla sýn- ingarsal orðin mjög til baga. Við betri aðstæður mætti þó fá þar á skammri stund góða svipmynd af mörgum þáttum úr sögu borgarinnar af Ijós- myndum, málverkum, líkönum og munum úr eigu margra mætra Reykvíkinga fyrr og síðar. Hér skal aðeins getið fárra' einna nýlegra gjafa til safnsins svo sem silfurbúins göngustafs Einars Markússonar, ríkisbókara, gefinn af. Maríu Markan, óperusöngkonu, dótt-< ur hans í 100 ára minningu, silfurbikara og heiðursskjala Guðbjarts Ólafssonar, hafnsögu- manns, gefið af Einari syni hans, þakklætis og heiðursgjafa frá nemendum til Axels Andr- éssonar knattspyrnukennara, þ.á.m. þrennar silfurdósir, af- hent af systur Axels frú Guð- rúnu Komerup-Hansen. Þá má geta þess, að hinn nýlátni safnari Andrés Johnson í Hafn- arfirði hafði lagt grundvöll að merkja- og myntsafni, sem nú hefur verið komið fyrir, og dregur ávallt að sér athygli yngri safngesta, þar í einka- bréfmerki, jólamerki og síld- armerki, en Jón Pálsson tóm- stundakennari gaf stofninn að ísl. myntsafninu. 1 þessu sam- bandi er þess líka að geta, að lokið er uppsetningu og skrá- setningu verðlaunagripa og í- þróttapeninga Magnúsar Guð- bjömssonar hlaupara, afhent af syni hans Björgvin skólastjóra að Jaðri. I einum sýningar- skáp 145 peningar, en alils um 400 munir nú skrásettir, ánafn- aðir Minjasafni og Árbæjar- safni af hinum látna. Verðmæt- ust muna, sem safninu hafa áskotnazt í seinni tíð, verða talin tvö málverk eftir Nicolas Pocoock, hinn fræga enska sjó- myndamálara, keypt í London, og sýna Reykjavík 1789. Mynd- irnar eru málaðar eftir frum- teikningum frá Stanley-leið- angrinum það ár. Þetta eru elztu myndir af Reykjavíkur- bæ ef frá eru taldar vatns- litamyndir Sæmundar Hólms 1781 og einu heimildir sjón- arvotts um útlit Hólavallar- skóla og kirkjunnar við Aðai- stræti. Eftirmyndir af mynd- um Sæmundar, sem varðveitt- ar eru í Landsbókasafni, hef- ur Aage Nielsen-Edwin mynd- höggvari gert ^vrir safnið á- samt yfirlitsmynd yfir bæinn 1801. Eins og frá hefur verið skýrt fannst eldstó í húsinu Aust- urstræti 22 við breytirigu á verzluninni Herrabúðinni. Þor- grímur Tómasson verzlunar- stjóri Herrabúðarinnar gerði minjaverði aðvart um fundinn og í samráði við dr. Kristján Eldjárn þjóðminjávörð var af- ráðið að Mínjasafn borgarinnar tæki mannvirki þetta í um- sjón sína, þannig að það fengi að standa óhreyft í. húsinu. Viðgerð á eldstónni annaðist Hans Blomsterberg múrara- meistari, en þar hefur verið komið fyrir gömlum eldfærum, katli, þrífót og pottur hangir Framhald á ' 9. síðu.- u Ll> < £ ‘O < z z Ui FELAGSMENN í 1. þurfa engin fólagsgjöld eða innritunargjald aö greiöa. 2. fá allar AB-bækur minnst 20^0 ódýrari en utanfélagsmenn. 3. fá Félagsbréf AB ókeypis. 4. þeir, sem kaupa einhverjarsex AB-bækur eða fleiri á árinu, fá sérstaka bók í gjöf frá félaginu. Þessar gjafabækur AB eru ekki til sölu og fást aðeins á þennan hátt. 5. Félagsmenn geta valið úr öllum bókum AB gömlum jafnt sem nýjum, og mega kaupa jafn mörg eintök af hverri bók og þeir vilja. Ef þér eruð ekki í Almenna bókafélaginu, ættuð þér að gerast félagsmaður strax^ í dag, mm • mm • mm • wmm • wmm • mm • wmw • mm • mwm • ■■ * o* * ■■ • di • Ég undirritaður óska hér með að gerast félagi í Almenna bókafélaginu. klippl^ hér Nafn_____________________________________________________________ Heimiiisfang----------------------------------------------------- ALMENNA BÓKAFÉLAGIÐ Austurstræti 18 Símar 19707 - 16997

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.