Þjóðviljinn - 16.11.1965, Side 6

Þjóðviljinn - 16.11.1965, Side 6
0 SlÐA — ÞJÓÐVILJINN — Þridjudagur 16. nóvember 1965. Það er upphaf þessa máls að 29. f.m. lagði ellefu manna sendinefnd af stað til London flugleiðis héðan, undir forustu Davíðs Ólafssonar fiskimála- stjdra. Fiskifélag Islands kost- aði þessa ferð og annaðist und- irbúning sem var allur með ágætum. Frá Fiskifélaginu sjálfu tóku þátt í ferðinni auk fararstjór- ans Hafsteinn Bergþórsson; Ingvar Vilhjálmsson, Pétur Ottesen og Þórarinn Ámason. Fiskifélagið bauð stærstu sam- tökum verkalýðs, sjómanna og útgerðarmarma að tilnefna menn í þessa sendiför og urðu þessir fyrir va'linu: Frá Alþýðu- sambandi Islands Jóhann J.'E. Kúld, frá Farmanna- og fiski- mannasambandinu Bjami Ingi- marsson og Alfreð Júlíusson, frá Félagi íslenzkra botnvörpu- skipaeigenda Vilhelm Þorsteins- son, frá Landssambandi ísl. útvegsmanna Ágúst Flygenring og frá Sjómannasambandi Is- lands Kristján Jóhannsson. Ferð þessari var heitið til fiskveiða- og fiskiðnaðarborg- arinnar Grimsby til að kynn- ast þar skuttogurum, þvi fyr- irtækið Ross stendur nú fram- arlega í Bretlandi með útgerð slíkra togara. Eftir hálfs ann- ars dags viðdvöl í London fórum við með jámbrautarlest norður á bógirm. og komum til Grimsby eftir 4 klst. og 15 mín- útna akstur síðdegis á sunnu- dag. Á jámbrautarstöðinni tóku þar á móti okkur for- stjóri Rossfélagsins J.M.T. Ross og nokkrir aðstoðarmenn hans og óku þeir okkur til Royal Hotels, en þar bjuggum við á meðan dvalið var í Grimsby. Kóngur vill sigla en byr hlýtur að ráða, þetta, gamla máltæki sannaðist étakanlega á okkur næsta morgun, sem var mánudagur. En þá höfð- um við ákveðið að leggja upp í veiðiferð út á Norðursjó með nýjum skuttogara frá Rossfé- laginu. Þrátt fyrir veðurgný mikinn sóttu menn frá Ross- félaginú okkur á tilsettum tíma og óku ' okkur til fiskihafnar- innar, þar sem skuttogarinn Ross Fortune lá og beið þess að leggja upp í sína fyrstu veiðiferð. Fljótlega komumst við svo að raun um, að ófært var út úr höfninni og 12 vind- stiga rok á Norðursjó. Skuttogarinn Ross Fortune er 120 feta langur, það er að segja það er mesta lengd skipsins. Breidd skipsins er 30 fet og dýpt 12 fet að neðra þilfari frá botni. en frá botni. og upp að efra þilfari eru 19% fet. Skipið hefur 8500 rúmfeta fiskilest, sem er skint í 20 stíur, 10 á borð. Innrétting lestarinnar er úr tré, en stoðir og hillulist- ar úr galvaniséruðu stáli. Níu tommur eru á milli hillna og töldu Englendingamir að væri fiskurinn þannig hillulagður gæti lestin rúmað 1500 „kítt“ af fiski, en íslendingar mundu koma í hana 2000 „kíttum“ með þeirri tilhögun sem not- uð er á okkar togurum. Togarinn er með talsvert stóra yfirbyggingu og mjög stóran stjómklefa, búinn öU- um fullkomnustu fiskileitar- og siglingatækjum. 1 afturhluta stjómklefa á stjórnborða er herbergi skipstjóra en korta- kléfi gegnt því á bakborða. I togaranum er 950 hestafla Paxman Dieselyél, en þær vél- ar eru framleiddar í Suður- Englandi af einni deild Ruston díselvélaverksmiðjanna, sem annars hafa höfuðstöðvar í borginrú Lincoln. Vél þessi er að öllu leyti sjálfsmyrjandi og mikið sjálfvirk. Hún er að vísu rasst í vélarúmi, en eftir það að öllu leyti stjómað af skipstjóra frá stjórnklefa. Að- eins einn vélstjóri er á skip- inu og getur hann fyigzt með öryggisútbúnaði vélarinnar í klefa sínum. Á sama hátt, eru aðeins 2 vélstjórar og engir fleiri í vél á 1150 smálesta frystitogumm frá Rossfélaginu sem hafa líkan vélabúnað. Togarinn er með hvalbak en undir honum er geymsla. Fyr- ir aftan hvalbakinn er tog- vindan, Yfirbygging togarans er miðskipa og er rúmur gang- ur undir hana eftir miðþilfari JÓHANN J. E. KÚLD SKRIFAR ÚR BRETLANDSFERD Skuttogarar eru framtíðarskipin slökun á virum, en slíkt getur undir sumum kring- umstæðum gefið aukið ör- yggi, jaínhliða sem það eykur hagræðingu vinn- unnar. IV. Fiskaðgerð unnin i skjóii ' fyrir veðri og sjó, ætti að .. gefa skflyrði til betri af- kasta í misjöfnum veðrurn. sérstaklega að vetrinum. V. Ég tel ekkert vafaatriði, að togvírarnir valdi meira sliti á skipsskrokknum á síðutogara heldur en á skuttogara, þar sem átak vírannq liggur beint aftur af skipinu. 1 viðhaldi á skipf getur þessi breyting á Iegu víranna, þegar tog- að er og dregið, sparað á iöngum tima stórar fjár- hæðir. VI. Þá er það álit mitt, að á skuttogara sé auðveldara að koma við þeÍTri skipu- Iagningu sem auðveldar vinnu og hefur skilyrði til að gera hana hagrænni, heldur en tök eru á um borð í síðutogara. Um þessi sex mikilvægu atr- iði erum við nefndarmenn allir sammála og álít ég því, að slá megi því föstu, að þessi ferð hafi ekki verið farin til ónýt- is. aftur og fram. Þilför togar- ans eru klaadd þumlungs þykkri steypu sem blönduð er gúmmíefnum sem valda því að þilförin eru stöm þó sjór komi á þau. Þar sem varpan er dregin eftir miðþilfari þar er það með tréklæðningu. Aðgerð á fiski stjómaði henni, stöðvaðist í fiá- ar mínútur. Af þessum sökum varð smá töf við að koma vörpunni í sjó í fyrra kastinu. I síðara kastinu gekk allt betur en þó var sjálfstýring víranna ekki komin í fullkomið lag, þegar haldið var af stað aftur til lands. Bretum á skipum af svipaðri stærð. Það var einkenni á þessari skipasmíðastöð hvað rafsuða öll var slétt og falleg og vinn- an vönduð eftir því sem hægt var að sjá. Við lógskurð á stál- plötum hafði rafeindaheili fengið verkefni þarna á stöð- ::í;í5:ís|| Skuttogarinn ROSS VALIANT. — Þctta er ca. 11 50 1. skip, búið frystitækjum til að frysta bolfisk. er framkvæmd i tveimur klef- um sem liggja undir yfirbygg- ingunni á baeði borð og ná fram í gegnum hana. Á neðra þilfari miðskipa eru manna- íbúðir, borðsalur og eldhús á bakborða, en netarúm og vinnurými fyrir viðgerðir á stjórnborðshlið. Þetta skip er aðallega smíð- að til þess að stunda veiðar á Norðursjó, en þó er gert ráð fyrir að það geti stundað veið- ar hér á íslandsmiðum að sumrinu. Stærð togarans er talin vera kringum 457 brúttó smálestir. Gert er ráð fyrir 9—11 manna skipshöfn eftir því hvar veiðar eru stundaðar. Veiðiferðin Hinn mikli sormsveipur sem gekk yfir Bretlandseyjar og Norðursjó 1. og 2. þ.m. olli því að við komumst ekki í; veiðiferðina fyrr en á miðviku- dag 3. nóv., og þá var hálf- gert slampanda sjóveður. Sjó- ferðin stóð yfir í 10 klst. og var tvisvar kastað togvörp- unni en ekki é neinum fiski- slóðum. 1 fyrra skiptið var togað í 20 mínútur en í síð- ara skiptið í 1 klukkustund og fengust örfáar körfur i því togi. Smávegis byrjunarörðugleik- ar komu í ljós þegar fyrst var kastað sem ollu smá töf- um. Sjálfstýring víranna á vindutrommunum virkaði ekki og önnur tromman stóð á sér þar sem vifta í vélarrúmi, sem Reynslan af ferðinni Auk þess að skoða rækilega þennan lilta skuttogara Rossfé- lagsins, voru forustumenn Ross svo vinsamlegir að sýna okkur kvikmyndir af fiskveiðum á stórum og smáum skuttogurum félagsins, sem teknar hafa ver- ið á hinum ýmsu fiskimiðum. Þá fór nefndin til Selby og heimsótti skipasmíðastöðina þar og skoðaði verkstæði, vinnu- brögð, og fjölda teikninga af nýjum skuttogurum. Þar skoðuðum við líka skut- togara sem var í byggingu fyr- ir Ross félagið. Þetta var ca. 1150 smálesta skip, sem átti að fá 2000 hestafla vél. Byrjað hafði verið á samsetningu tog- arans 19. október sl„ en stál- smíðinni var að ljúka þegar við vorum þar 4. nóvember. Nú virðist vera lokið hinni gömlu tilhögun við smíði stál- skipa, að stilla fyrst upp öll- um böndum í skipsskrokknum og byrða síðan. 1 stað þess éru skipin byggð í hlutum inn í stálgrindahúsum, og þegar smíði hlutanna er lokið, þá er húsinu ýtt eftir sporbraut áfram ofan af pörtunum, en stór- virkir kranar taka síðan part- ana og stilla þeim upp til sam- setningar. Togari sá sem við sáum þarna í smíðum er ætlaður til að frysta boifisk og virðist það fyrirkomulag við hagnýt- ingu, vera einkennandi nú hjá inni. Hann teiknaði markvisst á hvítan flöt mynd af því sem skera átti, en í nokkurri fjar- lægð frá honum, voru tvö sjálf- virk logsuðutæki að verki sem skáru myndina úr plötunni án þess að mannshönd snerti við. Við vorum svo heppnir, að^ hafa með í þessari ferð sér- fræðinga á sviði togveiða þar sem voru hinir þekktu skip- stjórar Bjami Ingimarsson frá Reykjavík og Vilhelm Þor- steinsson frá Akureyri. Auk þessa voru tveir eldri togara- skipstjórar frá tíma gömlu tog- aranna okkar, þeir Ingvar Vil- hjálmsson og Hafsteinn Berg- þórsson einnig innan þessa hóps. Þá höfðum við einnig inn- an hópsins sérfræðing í dísil- vélum sem var Alfreð Júlíus- son vélstjóri hjá Bæjarútgerð Reykjavíkur. Það má því segja, að nefndin sem heild hafi ver- ið vel búin til þessarar ferðar. 1 styztu máli sagt, þá vorum við í nefndinni ekki ánægðir með skuttogarann Ross Fortuna miðað við íslenzka staðhætti og sjósókn hér að vetrinum. Þó við sæjum ýmsa kosti skips- ins, vorum við sammála um, að við hefðum viljað hafa sumt öðruvísi, hefði skipið ver- ið smíðað fyrir okkur. Hins vegar sáum við teikn- ingu af skuttogara frambyggð- um á Selby-stöðinni er allir sem sáu voru sammála um' að mundi henta betur við okkar aðstæður hér. Þetta skip var talsvert stærra eða af sviracV stærð og minni gerðín af ný-, sköpunartogurunum, 600—700 ' brúttó smálestir á að gizka. Lengd þessa skips var 165 fet þar sem hún var mest, en 140 fet um svokallaða B-línu. Breidd togarans var 34 fet og mesta dýpt 22 fet og 6 tomm- ur. Við sáum einnig líkan af þessu skipi, ásamt fjölda ann- arra, og þótti okkur það gimi- legt. Þegar við nú erum komnir aftur heim úr þessari fróðlegu ferð þar sem margt var skoð- að, sem ekki hefur unnizt timi til að segja frá bér, þá erum við, mér er óhætt að segja allir, hver einasti maður í nefndinni sammála um, að það séu skuttogarar sem verði að taka við af okkar sfðutogur- um, ætlum við okkur að búa við togaraútgerð I komandi framtíð. Og ástæðurnar eru þessar fyrst og fremst: I. Það er auðveldara að tryggja öryggi þeirra sem vinna að lagningu og drætti togvörpunnar, um borð í skuttogaranum. II. Á skuttogara er sú hætta horfin sem fylgfir fiskað- gerð á framþiífari í vond- um veðrum, þar sem auð- Velt er að koma því þann- ig fyrir að þcssi vinna sé unnin í húsi, eða undir þilfari á skuttogara. III. A skuttogara er auðveldara að staðsetja togvindu skfipsins á þeim stað sem hægt er að koma við f jar- stýringu,' bæði við drátt og En nú kemur til kasta ann- ara að ákveða framhaldið, hvert ferðinni verður heitið í þessum efnum. Örfá þakkarorð Að síðustu nokkur orð til samferðamannanna, og þeirra sem greiddu för okkar í Bret- landi. Fiskifélag íslands á þakkir skilið fyrir þá fram- takssemi sem kom þessari för af stað. Sömuleiðis þau brezku stórfyrirtæki sem greiddu götu okkar á allan hátt og sýndu stórmannalega gestrisni og vil ég þar nefna fyrirtækið Ross í Grimsby, sem hafði af okkur mestan veg og vanda, einnig Ruston díselvélaverksmiðjumar í Lincoln og Skipasmíðastöð- ina í Selby, en þau fyrirtæki bæði veitttu okkur einnig alla þá fyrirgreiðslu sem þau máttu. Þá má ekki gleyma borgar- stjóranum í Grimsby og hinni islenzku konu hans sem tóku á móti okkur í ráðhúsi borg- arinnar með miklum höfðings- brag. Að endingu þakka ég Davíð Ólafssyni fiskimálastjóra fyrir góða skipulagningu ferðarinn- ar og framúrskarandi farar- stjóm, og félögunum öllum fyrir góða samvinnu og lær- dómsrika ferð. ;*! Ath.: I næsta þætti mun ég fjalla um ýmis önnur atriði úr þessari ferð, sem ekki hefur unnizt tími til að segja frá hér. — J. E. Kúld. Nemendaskipti á vegum kirkiunnar í nokkur ár hefur þjóðkirkja íslands verið aðili að stofnun, sem hefur það að markmiði að stuðla að auknum kynnum og skilningj þjóða í milli með því að gefa ungmennum kost á því að dveljast eitt ár ; framandi landi. Stofnun þessi nefnist Intemational Christian Youth Exchange (I.C.Y.E.). Á vegum Þjóðkirkjunnar voru nemendaskipti þessi i fyrstu einskorðuð við Banda- ríkin. en á þessu ári var í fyrsta sinn sendur nemandi til Evrópulands (Þýzkalands). Á þessu ári dveljast 18 ungmenni í Bandaríkjunum á vegum Þjóðkirkjunnar og ; í Þýzka- landi. Alls eru þá þátttakendur orðnir 79 frá upphafi. Þessum skiptum er hagað ^annig,* að unglingamir dvelj- as* i eitt ár á erlendu heim- !i ganga i skóla og taka þátt í kirkjulegu starf; fyrir Ungt fólk o.s.frv Þjóðkirkjan auglýsir nú eftfir umsóknum um nemendaskipt- in, og er umsóknarfrestur tfl 15. desember. Umsækjendur þurfa að hafa góða undirstöðu- þekkin'gu í ensku. vera félags- lega sinnaðir og á allan hátt verðugir fulltrúar lands og kirkju. Einnig óskar Þjóðkirkjan eftir umsóknum frá fjölskyld- um, sem vildu taka unglinga frá Bandaríkjunum eða ein- hverju Evrópulandi til árs- dvalar. Umsækjendur þurfa að vera orðnir 16 ára 1. sept. 1966 og ekki eldri en 18 ára sama dag til þess að þeir komi til greina. Allar nánari upplýsiogar um nemendaskiptin gefur æsku- lýðsfulltrú; Þjóðkirkjunnar, Klapparstíg 27 (Biskupsstofu), símj 12236 Einnig afhendir hann amsóknareyðublöð. (Frá Biskupsstofu).

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.