Þjóðviljinn - 26.11.1965, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 26.11.1965, Blaðsíða 3
Föstudagur 26. nóvember 19S5 — ÞJÖÐVILJINN — gfBá 3 Herinn í Kongó gerðí stjórnarbyltingu í gœr: Móbútú hershöfðingi rekur Kasavúbú úr forsetastóli LEOPOLDVILLE 25/11 — Herinn í Kongó, und- ir forystu Joseph Móbútús, hefur nú gert stjórn. arbyltingu í landinu og rekið Joseph Kasavúbú, forseta, frá völdum, en sett herforingjastjórn í hans síað. Frá þessu var skýrt í Leopoldville í morgun. Þá hefur Móbútú aflýst fyrirhuguðum forsetakosningum í landinu, en kveðst sjálfur munu gegna forsetaembættinu næstu fimm árin. Fréttaritari Reuters skýrir svo frá að þessar aðgerðir Mó- bútús hafi gert að engu allar fyrirætlanir hins fyrrverandi forsætisráðherra, Moise Tsjomb- es, um að komast aftur í fcann valdastól. Að því er Móbútú sjálfur segir, er það togstreyt- an milli Tsjombes og Kasavúb- ús. sem er hin beina orsök stjórnarbyltingarinnar. ósigur Tsjombes Móbútú lét svo um mælt í dag, að stjórn Kasavúbús for- seta hefði algjörlega brugðizt. Þegar er kunnugt varð um þess- ar aðgerðir hershöfðingjans, lýsti Tsjombe yfir fullum stuðningi sínum við þaer. Yfir- lýsing Móbútús um það, að hann muni sjálfur stjórna land- inu næstu fimm árin tekur hins vegar af allan vafa um það, að hlutverki Tsjombes í stjórn- málurn landsins. er lokið urni fyrirsjáanlega framtíð. immmmmmmmmmmmm Allt er rólegt Blað eitt í Brussel hefur Það eftir Tsjombe, að Kasavúbú sé nú í haldi í herbúðum. Allt var rólegt í Leopoldville í dag, og íbúarnir gerðu ekkert til þess að grípa fram í rás þessara við- burða, enda þótt mikill hluti íbúanna sé- af Bakongó-ætt. flokknum, en Kasavúbú er for- ingi hans. Hinsvegar lýstu all- margir hópar í borginni yfir stuðning sínum vð stjórnarbylt- inguna. í fregn NTB um þessa atburði segir, að ein skýringin á því. hve allt sé rólegt í Leo- poldville, sé sú, að herinn hafi borgina algjörlega á valdj sínu. Leonard Múlamba Móbútú hershöfðingi hefur skipað Leonard Múlamba, höf- uðsmann nýjan forsætisráð- herra landsins. Höfuðsmaður þessi, sem er 34 ára að aldri, mun á föstudag hefja viðræður við yfirmann sinn um ,,stjórn- Josept Móbútú armyndun" Á fundi með frétta- mönnum i dag sagði Móbútú m. a. það að kapphlaupinu um forsetastöðuna væri nú lok- ið og innan laugardags myndi ,,þjóðlegri sameiningarstjórn" undir forystu Múlambas hafa verið komið á fót. Sú stjórn muni með lófataki fá stuðning þjóðþingsins! — Múlamba höf- uðsmaður og ýmsir aðrir hátt- settir liðsforingjar voru við- staddir þennan fréttamannafund Móbútús. Þetta er í annað sinn sem Móbútú gerír stjórnarbyltingu í Kongó.- Fyrsta skiptið var árið 1960. — þá setti hann Kasa- vúbú frá völdum en hleypti hon- um í embættið aftur nokkrum mánuðum síðar. Móbútú er hálf- fertugur að aldri, Hinn nýi „for- sætisráðherra" Leonard Múl- amba, hefur ekki áður verið teljandi riðinn við stjórnmál í Kongó Hann nýtur mikils álits innan hersins. Verzlunarmannafélag Reykjávíkur heldur Almennan félagsfund í Iðnó sunnudaginn 28. nóvember kl. 2 e.h. Fundarefni: Tillögur að nýjum kjarasamningi. Stjórn V. R. Happdrættí Þjóðviljans kynnir í dag tvo af helztu kostum SKODA 1000 MB. En eins og kunnugt er verður dregið um tvær af þessum glæsi- legu bifreiðum 24. desember í ÞJÓÐVILJAHAPPDRÆTTINU. Kvikmyndir Framhald af 1. síðu. skipa að meirihluta" til illræmda sveit útlendra leigumorðingja Tsjombestjórnarinnar í Kongó. Síðari myndina, sem er örstutt. en bráðsnjöll, gerði Santiago Alvarez frá Kúbu, og segir hún frá kynþáttamisrétti í Banda- ríkjunum. AUar voru framangreindar kvikmyndir frumsýndar í Leip- zig. svo og f jölmargar aðrar at- hyglisverðar myndir, lengri og styttri. Kvikmyndirnar sem sýndar voru þessa viku í aust- ur-þýzku kaupstefnuborginni skiptu hundruðum, þar af voru 98 með í samkeppni hátíðar- innar. Um 1000 gestir hvaðan- æva úr heimi sóttu hátíðina, auk þess sem um 65 þús. Leip- zigbúar sáu • kvikmyndasýning- arnar i borginni. Ýmsir af fremstu kvikmyndagerðarmönn- om heims á sviði heimildarkvik- mynda og styttri mynda , tóku þátt í Leipzig-vikunni, sem nú orðið er talin merkasti viðburð- ur sinnar tegundar ár hvert. Frámhald a£vl.''síðu. um það, hvort kvöldþjónustan fellur alveg niður og hefur ýmsa aðra möguleika einnig borið á góma, svo sem það að taka upp svokallaða markaðsdaga einu sinni til tvisvar í viku og yrðu þá allar búðir opnar til kl. 10 eða í-d. skipst þannig, að annan markaðsdaginn yrðu matvöru- verzlanir opnar til kl. 10, en hinn aðrar verzlanir. Þetta er allt í deiglunni. Stúdentafélag Reykjavíkur stofnað 18*31. FulfoeldisfagnaBur Stúdentafélags Reykjavíkur verður haldinn í Súlnasal Hótel Sögu þriðjudaginn 30. nóv. n.k.. Húsið verður opnað kl. 19, en fagnaðurinn hefst með borðhaldi stundvíslega kl. 19.30. *£, Ræða: Geir Hallgrímsson, borgarstjóri. »*£ Söngur: Stúdentakórinn. Stjórnandi: Jón Þórarinsson. 3£ Jazzballet, saminn af Fay Werner. ^ Einsöngur: Stefani Anna Christopher- son syngur lög úr söngleikjum. %, Dans til kl. 2.00. Miðasala í Bókaverzlun Sigfúsar Eymundssonar og við innganginn, ef eitthvað verður eftir. Borðapantanir að Hótel Sögu föstudag og sunnu- dag kl. 17—19. NB. Verð aðgöngumiða sama og í fyrra. — — Samkvæmisklæðnaður. STJÓRNIN. Aðalsafnaðarfundur Nessóknar í Reykjavík verður haldinn í dag, föstu- daginn 26. nóyember klukkan 8,30 síðdegis í Fé- lagsheimili Neskirkju. Fundarefni: Ven'juleg aðalfundarstörf. Sóknarnefnd Nessóknar. Þessi mynd ætti að gefa dálitla hugmynd um byggioigu bílsins. SKODA 1000 MB hefur óvenjumikla orku, eða um 16 kg. á hest- afl miðað við þyngd, og er því viðbragðsfljótur og lipur í bæjarakstri. SKODA 1000 MB er, þrátt fyrir mikla vélarorku, einstaklega sparneytinn, og skiptir það ekki litlu máli miðað við núverandi og e.t.v. hækkandi benzínverð. Sfr Skrifstofa Happdrættisins er að Skólavörðustíg 19. Opin frá kl. 9 til 6 daglega, 2$, Treystið hag Þjóðviljans um leið og þér freistið gæfunnar. VINSAMLEGAST GERIÐ SKIL ÞAÐ ER SKILADAGUR A MORGUN \

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.