Þjóðviljinn - 26.11.1965, Side 12

Þjóðviljinn - 26.11.1965, Side 12
* Endaspretfur frumsýndur í kvöld í kvöld verður frumsýning á gamanleiknum ENDASPRETTUR eftir Peter Ustinov í Þjóðlcikhúsinu. Myndin sýnir atriði úr leiknum — frá vinstri: Þ orsteinn Ö. Stephensen, Ævar R Kvaran og Ró- bert Arnfinnsson sem leika allir sömu persónuna, Sam rithöfund á ýmsum aldri. Fært sunnan og vestanhnds, illfært bæði eystra og nyrðra Föstudagur 26. nóvember 1965 — 30. árgangur — 269. tölublað. Tékkneskir ferðamálamenn lýsa landi sínu og ftjóð Líðan Jóhanns góð eftir atvikum ÞjóSviljinn hafði samband við handlaeknisdeild Landspítalans í gærdag og spurði um líðan Jó- hanns Löve, lögregluþjóns. Kvað hjúkrunarkonan líðan hans góða eftir atvikum. Hann hefði sofið sæmilega nóttina áður og í gærdag var haldið að honum varma og vökvum, sagði hjúkr- unarkonan. Enginn ákvörðun hafði verið tekin í gærdag um skurðaðgerð vegna kals á fótum og er beðið átekta. Nýtt ve«!C!» skattskvli 'Upp úr næstu helgi verður flutt suður að Straumi nýtt og veglegt vegaskattskýli, — hefur það verið smíðað í heilu lagi í áhaldahúsum vegagerðarinnar hér í Reykjavík og er nú verið að leggja síðustu hönd á verkið í áhaldahúsinu við Grafarvog. Smíðinni hefur nú verið þannig hagað, að það er nákvæm eftir- líking gamla skýlisins, sem brann og kemur til með að kosta einhversstaðar á milli 200 og 300 þúsund krónur. Eitt af- greiðsluop verður á skýlinu, en þegar mikið álag verður frá um- ferðinni verða tveir menn settir við afgreiðslu og afgreitt báðum megin við skýlið. Ekkj hefur ernþá te’kizt að hafa upp á brennuvörgunum og miðar þeirrj rannsókn hægt á- fram. Gnðmnnrfiir Hnsrii- lín varð fyrir bíi Laust fyrir kl. 4 í gærdag varð Guðmundur G. Hagalín rithöfundur fyrir bifreið á Hringbrautinni móts við hús nr. 37. Guðmundur var fluttur á Slysavarðstofuna en ókunnugt er um meiðsl hans. Illfært hefur verið víða um Iand undanfaríð vegna fann- komu og er svo enn víðast hvar á Norður- og Austurlandi, en sæmileg færð er sunnanlands og vestan. Þjóðviljinn aflaði sér í gær frétta af ástandi veganna hjá Hjörlcifi Ólafssyni á Vega- málaskrifstofunni og gaf hann eftirfarandi upplýsingar. Suðurlandsvegurinn austur frá Reykjavík Iokaðist um og eftir helgiiia og var þá Hellisheiði alveg ófær, en Þrengslunum var haldið opnum. Nú er fært bæði um Hellisheiði og Þrengslin og hægt að komast til Þorláks- hafnar, en þangað var ófært í fyrradag. Þá er fært austur ‘um Árnessýslu alla og eftir aðal- leiðum Rangárvallasýslu, en þyngri færð á útvegunum. í Vestur-Skaftafellssýslu var skafrenningur í fleiri daga og lokaðist leiðin að Vík í tvo daga, en opnaðist aftur í fyrradag, en þessar leiðir eru að sjálfsögðu aðeins færar stórum bílum og jeppum. Reynt verður að halda uppi samgöngum austur að Kirkjubæjarklaustri. ' Lítið er hægt að komast austur að Síðu. Vesturland. Um Vesturland er það að segja, að fært er um Borgar- fjörð, Snæfellsnes og Dali og sem leið liggur vestur að Þing- mannaheiði, en hún hefur verið mjög vafasöm undanfarið, aðal- lega vegna klakabólstra og klakaskominga. Er nú aðeins hægt að brjótast yfir hana á jeppum og öðrum duglegri bíl- um. Yfirleitt er sæmilega fært um Vestfirði nema Hrafnseyrar- heiði, frá Arnarfirði yfir í Dýra- fjörð, er það þara fyrir stóra og sterka bíla að komast þá leið. Breiðadalsheiði er mjög ill- fær, en þó hefur verið brotizt yfir hana á jeppum og sterkum farartækjum en lokað er niður í Súgandafjörð. Frá Isafirði er fært til Bolungavíkur og Súða- Framhald á 5. síðu. Hér hafa dv^lizt nokkra daga tveir tékkneskir ferðamálamenn, hingað komnir frá Kaupmanna- höfn þar sem þeir veita for- stöðu útibúum fyrirtækja sinna, annar Jaroslav Benda er full- trúi tékknesku ferðaskrifstof- unnar Cedok, hinn, Jaroslav Tesinsky fulltrúi tékkneska flug- félagsins CSA. Þeir ræddu í fyrradag í tékk- neska sendiráðinu við íslenzka blaðamenn, forstöðumenn frá ferðaskrifstofum og flugfélögum. Tékkar leggja nú mikla áherzlu á að fá erlenda ferðamenn heim til sín, enda geta þeir boðið upp á margt. Náttúrufegurð er ein- stök í Tékkóslóvakíu. Tékkar hafa ’ jafnan verið rómaðir fyrir snyrtimennsku og menningu í allri umgengni og kunnáttu f gerð matar og drykkja; þeir eiga að baki langa og mikla sögu og dýrmætar menjar hennar má finna hvarvetna í landinu, fagr- ar borgir og foma kastala. (I Tékkóslóvakíu eru taldar vera 35.000 merkar menjar frá fyrri tíð, sagði Jaroslav Benda, og er varið sem nemur 600 miljónum íslenzkra króna árlega þeim til viðhalds). öldum saman hafa menn leit- að heilsubótar úr ölkeldum og öðrum uppsprettulindum í Bæ- heimi; þá staði nefna Tékkar ,.spa“ og munu flestir hafa heyrt nefnda staði sem Karlovy. Vary og Marianske Lazne (Karlsbad og Marienbad á þýzkri tungu). Við þessar lindir hafa á síðari árum risið íjjiklar heilsubótar- stöðvar þar sem læknaðir eru alls kyns kvillar, og er þar beitt jöfnum höndum gamalreyndum aðferðum og tækni nútímavís- inda. Fátt er nú talið af öll-u þvi sem Tékkar hafa gestum sínum upp á að bjóla, en ekki má gleyma því sem flesta mun varða mestu, að óvíða mun mönnum nýtast betur fé en þar. Mun hægt að komast af með 750 kr. íslenzkar á viku. Fimmta spila- kvöldið Fimmta spilakvöld Sós- íalistafélags Reykjavíkur verður næst komandi sunnudag kl. 8,30 í Tjarn- argötu 20. Á síðasta spilakvöldi er var prýðilega sótt sýndi Þorgeir Þorgeirsson ágætar íslenzfcar kvikmyndir til gamans og fróðleiks. Að þessu sinni lætur Þorsteirm skáld frá Hamri Ijós sitt skína. Spilaverðlaun — veiting- ar. — Skemmtinefndin. Fylkingin Eins og undanfarið verður síðdegiskaffi ÆFR í félagsheim- ilinu að Tjarnargötu 20 n. k. sunnudag kl. 4. Margs konar veitingar verða á boðstólum. Á það skál bent að nú er kominn nýr og vandaður plötuspilari ’ salinn og er öllum heimilt a *■ nota hann. — Stjómin. X Rætt um hækkun þungaskatts og innfíutningsgjalds af benzíni: Ingólfur svíkur loforðin um uukin ríkisfrumlög til vegu — fellst nú á að afnema rikisframlagið en legg- ur í stað þess á 70,7 milj. kr. hækkaða skatta Lúðvík Jósepsson gagnrýndi harðlega í ræðu er hann flutti á alþingi í gær þá ákvörðun ríkisstjómarinnar að taka hið fasta framlag ríkissjóðs af vega- kerfinu í landinu, en leggja í stað þess aukinn skatt á lands- menn, hækka innflutningsgjald af benzíni um 58,5 milj. kr. og þungaskatt um 30—35 af hundr- aði eða samtals um 12,2 milj. kr. Samtals nema því hinir nýju skattar samkvæmt áætlun ríkis- stjómarinnar sjálfrar 70.7 milj. króna. Lúðvík benti á að þessi á- kvörðun fíkisstjómarinnar um að svipta vegina ríkissjóðsfram- laginu. sem í ár nemur 47.1 milj. kr., væri fullkomin svik á samkomulagi allra flokka á alþingi, sem gert var er vega- lögin voru samþykkt á sínum tíma. Þá flutti Lúðvík Jósepsson tillögu um að ríkissjóðstillagið hækkaði ár frá ári, en sam- göngumálaráðherra vildi ekki samþykkja tillöguna heldur lof- aði bví að framlag rfkissjóðs myndi ekki lækka heldur hvert á móti hækka. Þannig er sam- göngumálaráðherra uppvís að hreinum brigðmælum í þessu máli. og lætur sér nú sæma að mæla fyrir nýjum skatti á um- ferðina. — En hann var reyndar búinn að tryggja sér aðstoð fjár- málaráðherra, sem reyndi að bera í bætifláka fyrir þessa á- kvörðun I upphafi ræðu sinnar lagði Lúðvík Jósepsson áherzlu á að hér væri á ferðinni tekjuöflun- arfrumvarp fyrir ríkissjóð, en ekki fyrir vegagerðina í land- inu Ríkisstjórnin hefði nú tek- ið upp þá stefnu að hætta að greiða úr ríkissjóði ýmis gjöld ti! almannaþarfa en hefði í stað þess ákveðið að leggja á nýja skatta Hún liygðist hætta að greiða framlag til veganna, framlag til ríkisrafveitnanna o. fl. Og fjármálaráðherra bæri við tnmahlióði f rfkiskassanum. En bág afkoma ríkissjóðs væri fyrst og fremst að kenna dýrtíðar- stefnu ríkisstjórnarinnar. Til að leysa vandann væri ekki rétt að láta reka á reiðanum og hefja innheimtu ýmissa skatta, heldur ætti að breyta um efnahagsmála- stefnu. Flutningsmaður vék síðan að því að þrátt fyrir hina slæmu afkomu hefði ekkert verið gert til að draga úr óhófsútgjöldum. Benti hann á að samkvæmt fjárlaga- frumvarpinu væri 6.8 milj. kr. varið til lögreglugæzlu á Kefla- víkurflugvelli, og 5,5 milj. kr. til Nató-sendiráðsins í Parfs og 4 milj. f sérstakan fyrningar- sjóð ríkisbifreiða. Þá ætti ríkis- stjórnin heldur að hugsa um að innheimta betur þá skatta, sem hún hefði lagt á og væri full- víst að -fúlgur væru útistand- andi í eigna- og tekjuskatti. að nú ekki væri talað um söluskatt- inn. Nei, í stað þess að grípa til þeirra aðgerða, sem beinast virt- ust liggja við væri sá kosturinn valinn, sem sízt skyldi: annað árið væri ríkissjóður losaður við fjárlögin sem hann á að standa undir en hitt árið væru fram- kvæmdir skornar niður um 20%. Og skriðan heldur áfram, sagði Lúðvík síðan, ef ríkisstjórnin breytir ekki um efnahagsstefnu. Að lokum sagði Lúðvik, að hann hefði fyrir sitt leyti fallizt á að hækka skatta vegna vega- framkvæmdanna, ef ríkissjóðs- framlagið hefði fengið aö standa en hann gæti ekki sætt sig við þessa málsmeðferð. Eysteinn Jónsson skoraði á ríkisstjórnina að segja af sér, eða setja ríkisframlagið aftur inn í fjáriagafrumvarnið hvf að öðrum kosti yrði að líta á skattahækkunina sem svik við samkomulag þingflokkanna við afgreiðslu vegalaganna. | Hækkun bemín- og þungaskattsins □ Samkvæmt frumvarpi um brcytingar á vegalögunum, er ráð fyrir stórfelldri hækkun á benzínskatti. Er gert ráð fyrir að innflutningsgjald hækki úr 2,77 kr. af lítra í 3,67 kr. af lítra, eða um 90 aura. Er áætlað að þetta gefi 58,5 milj. kr. af 65 milj. lítrum á næsta ári. Þá er ætlunin að hækka þungaskatt af bílum, sem ekki brenna benzini um 30—35% eða samtals um 12,2 milj. kr. í frumvarpinu er gert ráð fyrir Þvi að það komi til fram- kvæmda hinn 1. janúar 1966. □ Hér fer á eftir samanburður á þungaskattinum míðað við gildandi lög annars vegar og frumvarp rikisstjórn- arinnar hins vegar. Þungi bif- Skv. gild- Skv. Þungi bif- Skv. gild- Skv. reiðar andi varpinu reiðar andi varpinu kg. lögum kr. kr. kg. lögum kr. kr 0—2000 8.500 11.050 4700—4800 10.800 14.580 2000—2200 8.650 11.290 4800—4900 10.900 14.715 2200—2400 8.800 11.530 4900—5000 11.000 14.850 2400—2600 8.950 11.770 5000—5100 11.100 14.985 2.600—2800 9.100 12.010 5100—5200 11.200 15.120 2800—3000 9.250 12.260 5200—5300 11.300 15.255 3000—3200 9.400 12.500 5300—5400 11.400 15.390 3200—3400 9.550 12.750 5400—5500 11.500 15.525 3400—3600 9.700 13.000 5500—5600 11.600 15.660 3600—3800 9.850 13.250 5600—5700 11.700 15.795 3800—4000 10.000 13.500 5700—5800 11.800 15.930 4000—4100 10.100 13.635 5800—5900 11.900 16.065 4100—4200 10.200 13.770 5900—6000 12.000 16.200 4200—4300 10.300 13.905 4300—4400 10.400 14.040 □ Fyrir hver 100 kg. yfir 4400—4500 10.500 14.175 6000 kg. skal skv. lögum 4500—4600 10.60(1 14.310 greiða 200 kr. en skv. frum 4600—4700 10 70(1 ]4 44S irjifnínii 970 Irr >

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.