Þjóðviljinn - 01.12.1965, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 01.12.1965, Blaðsíða 4
4 SlÐA — ÞJÓÐVILJINN — Miðvikudagur 1. desember 1965 Dtgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósialistaflokk- urinn. — Ritstjórar: Ivar H. Jónsson (áb), Magnús Kjartansson, Sigurður Guðmundsson. Ritstjóri Sunnudags: Jón Bjamason. ík-éttaritstjóri: Sigurður V. Friðþjófsson. Rltstjóm, afgreiðsia, auglýsingar, prentsmiðja. Skólavörðust 18. Auglýsingastjóri: Þorvaldur Jóhannesson. Simi 17-500 (5 linur). Askriftarverð kr. 80.00 á mánuði. /. desember Jjegar írá líður rísa einstakir dagar, 1. desember, 17. júní, sem sigurdagar og tákn í vitund allr- ar þjóðarinnar. Liklegt er að 1. desember 1918 hafi verið tímamótadagur, einnig í hugum þeirra sem til þess dags unnu, minnisstæður og örlaga- ríkur í baráttunni um réttarstöðu íslands og ís- lendinga í heiminum. En sigurinn sem þá vannst var sannarlega ekki unninn á einum degi heldur í óþrotlegum skærum og mörgum stórorustum um langt tímabil, í áhlaupum og sigrum; þar hafði líka komið 'til varnarbarátta, ósigrar og málamiðl- anir um smærri atriði og stundum nokkuð stór, en samt var sótt að markinu sem náðist 1. desem- ber, ísland frjálst og fullvalda ríki. * Jjegar frá líður 'finnst mönnum sem öll þjóðin hljóti að hafa barizt einhuga að svo göfugu marki, lausn undan erlendum yfirráðum, að öll þjóðin hafi barizt einhuga fyrir sjálfstæði íslands og frelsi íslendinga. En því fór fjarri. Bardaga- mennirnir sem vöktu þjóðina til sjálfstæðisbar- áttu, þurftu alla tíð að berjasf tvíþætt. Andstæð- ingar þeirra voru ekki einungis hið erlenda vald, heldur líka íslenzkir menn sem nutu góðs af er- lendum yfirráðum á íslandi og vildi ekki að íslend- ingar leystu að fullu tengslin við Danmörku. Þeim virtist auðvelt að rökstyðja að íslendingar væru of fáir, fátækir, smáir, til að standa fullvalda og sjálfstæðir í vondum heimi, það gat 1 fljótu bragði virzf ólíkt hagkvæmara og notalegra að vera hluti af stórri heild, vera áfram með einhverju móti innan danska ríkisins. # F'áir munu þeir íslendingar sem vefengja nú að sjálfstæðisbaráttan hafi verið rétta leiðin, að það hafi verið rétt að rjúfa tengslin við hina stóru heild sem kalla má að danska ríkið hafi verið, og stofna sjálfstætt og fullvalda íslenzkt ríki. En sjálfstæðisbaráttu íslendinga lauk ekki 1. desem- ber 1918, og heldur ekki 17. júní 1944. Baráttan gegn erlendri ásælni hefur haldið áfram og oft verið hörð. Lýðveldið íslenzka var í reifum þegar þrír íslenzkir stjómmálaflokkar gugnuðu fyrir erlendri ásælni, afhentu hemaðarstórveldi her- stöðvar á íslenzkri jörð og flekuðu landið inn í hernaðarbandalag. Og enn í dag eru háværar radd- ir uppi að íslandi sé um megn að standa fullvalda og sjálfstætt, íslendingum sé lífsnauðsyn að tengj- ast stórum ríkjaheildum og bandalögum; slíkt sé miklum mun hagkvæmara en sjálfstæðið. gn sterkari þessum röddum er þó trúin á fram- tíð íslenzku þjóðarinnar, trúin á íslenzkt sjálf- stæði og fullveldi. Og sú trú stendur styrkum rót- um í sögu íslands, ekki sízt hinni miklu sögu sem orðin er frá 1. desember 1918. — s. Útgerð verksmiðjuskuttog- uruns Longvu gengur vel FISKIMÁL Eftir Jóhann J.E. Kúld Um það leyti sem stóru ís- lenzku síðutogaramir, sem smíðaðir voru í Þýzkalandi, komu hingað heim, þá hljóp af stokkunum { Noregi skut- togari sem er um 12(M) smá- lestir að stærð. Eigandi þessa nýja skips er John Longva í Álasundi og skipig var smíð- að og búið algjörlega að hans ráði. Hann lét innrétta frysti- lest í skipinu, og bjó það öll- um þeim fullkomnustu vélum sem völ var á til vinnslunnar. Baader-flökunarvélar voru settar í skipið, ennfremur fiskimjölsvél og vél sem tók við allri lifur strax við slæg- ingu til að breyta henni í með- alalýsi. f>á lét útgerðarmaður- inn setja rafknúinn lyftara í frystilestina sem staflar þar upp fiskblokkakössunum. Þetta skip hlaut nafnið Longva í höfuðið á eigandanum. Og nú liggur fyrir reynsla af útgerð þessa skips. Blaðið Fiskaren segir að þegar út- gerð skuttogarans Longva hófst, þá hafi útgerð skips- íns gert áætlun um að skipið þyrfti að skila á land yfir ár- ið 1000 smálestum af fullunn- um fiskflökum til þess að geta staðið straum af því fjármagni sem í skipið var búið að leggja. Fram úr þessari áætl- un hefur togarinn Longva far- ið á hverju ári síðan þessi út- gerð hófst. Kringum þann 20. október s. 1. var Longva að leggja upp í veiðiferð til Vestur-Græníands sem gert var ráð fyrir að lyki um miðjan janúar á næsta ári. Þegar hér var komið sögu, þá var þessi togari búinn að leggja á land á árinu 1250 smálestir af fullunnum fisk- flökum, með öðrum orðum var með 250 smálestir fram yfir hina upphaflegu ársáætlun, og þó á þriðja mánuð eftir af þessu ári, svo að ársaflinn sem fyrir liggur nú, á áreiðanlega eftir að hækka mikið. Þetta verður að segjast vel að verið á þeim tíma þegar togaraút- gerð stendur höllum fæti víða, eða á í vök að verjast. Ég fékk það upplýst í ný- afstaðinni Englandsferð að togarinn Longva er þar viður- kenndur fyrir að skila á land sérstaklega vel unnum flökum, en það þykir stundum á skorta þegar fiskur er fullunninn um borð við misjafnar aðstæður. Á þessu skipi. sem ég hef hér lítillega sagt frá er 46 manna skipshöfn, og er verka- skipting innan skipshafnarinn- ar þannig að ákveðir menn annast veiðina og aðrir vinnsl- una. eða þannig vissi ég að tilhögun var um borð fyrstu árin og geri ráð fyrir að svo sé enn. Hinn nýi norski s j ávarútvegsmála- ráðherra Það myndi þykja tíðindum sæta á íslandi ef maður í sæti sjávarútvegsmálaráðherra væri sóttur um borð í sjálfan veiðiflotann á haíinu. En þetta þykja engin stórtíðindi í Nor- egi, heldur eins og hver annar sjálfsagður hlutur, því að þar er talið óhjákvæmilegt að mað- ur í slíkri stöðu verði að hafa sem allra víðtækasta þekk- ingu á útgerð og aflabrögðum. Samkvæmt þessari kenningu var hinn nýskipaði sjávarút- vegsmálaráðherra Noregs sótt- ur um borð í síldveiðiskipið Kato, þar sem hann var skip- stjóri. Annars er Oddmund Myklebust þekktur innan sam- taka útgerðar- og fiskimanna á Suðurmæri því að hann er búinn að vera formaður í Sunnmöre Fiskarlag um fleiri ára skeið og í stjórn síðari ár. Þessi páðherra, sem er rétt fimmtugur að aldri, hóf sjó- mennsku sína árið 1930 og hef- ur lengst af verið á sjónum síðan. Hann er búsettur { litlu fiskiþorpi á Sandöy nyrzt í Suður-Mæri og þar er heima- höfn veiðiskiptsins ,,Kato“, sem hann er skipstjóri á og eigandi að, ásamt bróður sín- um. í viðtali sem norsk blöð áttu við þennan nýskipaða ráð- herra var hann að Því spurð- ur hvort skipstjórn hans væri ekki hérmeð lo<kið, en hann taldi það af og frá, heldur myndi hann halda strax á haf- ið aftur, þegar hans þyrfti ekki lengur með í sæti sjávar- útvegsmálaráðherra. Norðmenn breyta skuttogara / síUveiðiskin með kraftbiökk i s.l. mánuði var sagt frá því í norskum blöðum að nú á þessu hausti yrði settur kraftblakkarútbúnaður um borð í skuttogarann Rpndstad og hann látinn stunda síldveiði með nót á Norðursjó. Það er þó ekki meiningin að skipið veiði síld í bræðslu, heldur á að ísa síldina í kassa um borð og sigla með hana beint af miðum á Evrópumarkað. Togarinn er sagður rúma í lest kringum 400» heilkassa af síld, en í heilkassa eru 60 kg. Á þessu er hægt að sjá að hér er um talsvert stóran skuttogara að ræða. Það er áreiðanlega ómaksins vert fyrir okkur íslendinga að fylgjast vel með því sem er að gerast á þessu sviði í næstu löndum og því aðeins munum við geta haldið fonustunni á sviði nótaveiða með kraft- blökk, að við fylgjumst af á- huga nieð öllum nýjungum á sviði þessara veiða. Okkar miklu fiskiskipstjórar tileink- uðu sér þessa nýju veiðitækni á skömmum tíma o2 umsköp- uðu hana svo að segja í sinni mynd. En tækniþróunin nú til dags er hraðfleyg og sá sem ekki er sífellt vakandj á verð- iniUm. hann mun dragast aftur úr. í sambandi við okkar síld- veiðar með kraftblökk þá hvarflar það stöðugt að mér. að forustumenn íslenzkra sjáv- arútvegsmála hafi ekki, hvað kraftblökkinni viðkemur, stað- ið sig neitt { samræmí við getu skipstjómarmanna okkar. og því látið tækifærin til fjár- öflunar úr greipum sér ganga fyrir þjóðarbúið, sökum al- gerrar vanþekkingar á því sviði. Það er bezt að tala hér ekkert tæpitungumál, ég á hér við, að hafa ekki um það °P- inbera forustu að hluta af okkar togaraflota væri breytt í síldveiðiskip með kraftblökk. Ég er sannfærður um að þetta hefði verið hægt og væri hægt. án mjög mikils tilkostnaðar. Tilraun sú sem gerð var með togaranum Hallveigu Fróða- Verkefni sem sjávarútvegs- málaráðherrann nýi mætti hyggja að dóttur 'án breytingar, hún sannaði engan veginn að þetta væri ekki hægt og það var leiðinlegt að þeirri tilraun skyld ekki haldið áfram. En það er vara hægt að búast við, að einstakar togaraútgerðir geti á eigin spýtur staðið í síkum tilraunum, eins og að togveiðum hefur verið búið um langt árabil. Þó ætlaði Tog- araútgerðarfélag Akureyringa að ráðast í þetta á s.l. ári en var algjörlega neitað um lán til þess. Að líkindum væri hægt að stunda síldveiðar með kraft- blökk á okkar gömlu síðutog- urum nieð Því aðeins að setja á skipin aukaskrúfur sem auð-( velduðu þeim snúninginn þeg- ar nótinni er kastað. Og það hefði ekki verið neitt stór- ræði fyrir íslenzka ríkið. eða þá ríkisverksmiðjurnar, að láta breyta einu skipi á þenn- an hátt, tii að fá úr þessu skorið. En svo hefur vantrúin og vanþekkingin verið mikil á æðstu stöðum í þessu efni, að frekar hefur ríkisvaldið stuðl- að að sölu ágætra skipa úr landi fyrir brotajámsverð. heldur en að hafa um það forustu að breyta skipunum til samræmis við nýjar veiði- aðferðir. Ef hér hefði verið í landi tilraunastofnun í tæknibúnaði fyrir fiskiskipaflotann, þá hefði slíkt verkefni sem að framan getur átt að falla und- ir slíka stofnun. En athafna- og úrræðaleysið í þessu efni verður ekki afsakað með þvi> að slík stofnun sé ekki til. Við höfum þó alla vega sjávar- útvegsmálaráðuneyti og það hefði ekki farið illa á því. að sá ráðherra hefði haft um það forustu. að svo sem einum af okkar síðutogurum hefði ver- ið breytt í síldveiðiskip í stað þess að gefa skipin úr landi. Og ennþá er þetta verkefni fyrir hendi handa hinum nýip sjávarútvegsmálaráðherra, þv' að svo er fyrir að þakka, s’ ennþá eru togarar til. sen hægt væri að gera slíka breyi- ingu á. eins og að frama» segir. Það er ekki bara < einn, sem held að betta s verkefni sem nauðsynlegt s~ að leysa og að það sé hær að leysa það. — Nei, í þessu efni eru ýmsir mikilsmetnir skipstjórar mér sammála. Og þegar svo er komið mál- um að átak einstaklingsfram- taksins er heft til framan- greindra breytinga á okkar gömlu síðutogurum, vegna langsveltu íslenzkrar togaraút- gerðar og skilningsleysis lána- stofnana eins og dæmið frá Akureyri er glöggt vitn; um. þá álít ég það skyldu ríkis- valdsins að koma til hjálpar. Ráðherrafundur í Brussel BRUSSEL 29/11 — I dag og á morgun koma utanríkisráðherr- ar Efnahagsbandalagslandanna — að Frakklandi þó undan- skildu — saman til fundar í Brussel. Að sögn fréttamanns NTB í Brussel er ekki búizt við því, að neinar mikilvægar á- kvarðanir verði teknar á þeim fundú vinsœlerefír skOTÍqripir jóhannes skólavörðusfíg 7 * ' ♦ 4 4

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.