Þjóðviljinn - 01.12.1965, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 01.12.1965, Blaðsíða 2
 2 SÍÐa — í>JÓÐVTLJINN — Mfóvíkudagtir 1. desember 1965 Krisfinn Hákonarson yfirlögregluþjónn Opið bréf til hr. alþingismanns Matthíasar Á. Mathiesen Þegar ég kom til Hafnar- fjar&ar, fyrir rúmum 25 árum, varst þú lítill snáði. Þú bjóst í fögru húsi, skammt frá heim- ili mínu. Þú dafnaðir vel, varðst myndarlegur, stór og stæðilegur maður. Ég man ekki eftír þér öðruvísi en ávallt prúðum. Eftir að þú varðst fulltíða maður, fannst á mörgu að þú hugsaðir til frama, enda ungur að aldri settur til trúnaðar- starfs, og rak nú hvað annað. Fyrst alþingismaður fyrir Hafn- arfjörð, síðan fyrir Reykjanes- kjördæmi. Það þarf sterk bein til að þola svona og þvílíkt meðlæti. Nú situr þú á hinu háa Alþingi á rökstólum með vitrum mönnum og ræðir um farsældarmál þjóðarinnar. Laugardaginn 27. nóv. s. 1. las ég heillanga grein í Morg- unblaðinu, með fimm dálka yf- irskrift. Þetta var ræða flutt á Alþingi, um pólitískar árásir, sem þú telur að hafi verið gerðar á hæstvirtan dómsmála- ráðherra. Þú hefur greinina á því, að minnast á frumvarp um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, sem fyrir þinginu lágu til 1. umr. Þú lýsir því yfir, að aðrir, þér færari menn, hafi rætt um málið, sem þú virðist gera að umræðuefni og sé ekki þörf fyrir þig að ræða meir um það, en þér virðist ljóst að frumvarpið sé tilkomið vegna veitingar bæjarfógetaembætt- isins í Hafnarfirði og sýslu- mannsins í Gullbr. og Kjósar- Þú talar mikið um réttlætis- kennd í sambandi við embætt- isveitinguna f Hafnarfirði, sem mér skilst, á skrifum þínum, að ekki sé allra að búa jrfir. Þú getur þó vart neitað því, að réttlætiskennd eigi rétt á sér, þó að þér fínnist hún ekki skarta öllum, en það er þitt mál. Þú talar um ákveðna alþing- ismerrn, sem hafi gert embætt- isveitinguna í Hafnarfirði að umræðuefni á Albingi, og tel- ur þeim ekki farast, þar sem einhvern tíma fyxr hafi áttsér stað óréttlæti í embættisveit- ingum, sem þeirra flokksmenn hafi staðið að. Ég býst ekki við, að þérhafi verið kennt það í lagadeild Háskólans, þegar þú varst þar, að ef sekur maður getur bent á dæmi þess, að annar maður hafi framið svipað afbrot, bá sé beim nýseka það til máls- bótar, að foTdæmið sé tiJ. Þú telur þig vita glögg dæmi þess, að Framsóknarflokkurinn eða menn úr þeim flokki, eigi ó- fagra sögu í embættisveiting- um. Ég ætla ekki að bera blak af neinum pólitfskum flokki í þeim efnum, en ef þér finnst það málsbót fyrir hæstv. dóms- málaráðherra, að annar hafi framið svipað ranglæti eða verra en þáð sem mér og fjöl- mörgum öðrum virðist hann hafa framið með embættisveit- ingunni í Hafnarfirði. þá tel ég að þú standir höllum fæti gagnvart réttlætiskennd, enda er greinin þín. nær því öll, samtíningur og leit að misferli, sem þú telur að hafi átt sér stað í embættis- og starfsveit- ingum og bryddir hvergi á rétt- lætingu á því sem gert hefur verið þessu sinni, né rökum því til málsbóta. Eigum við að gera ráð fyrir að þú vitir hvað þú ert að segja, þar sem þú telur þessa embættisveitingu í alia staði löalega. og svo hnýtir þú því við, að hún, b.e. vefitingin, -tandist allt siðgæðispróf. Ég gæti orðið þér 'sammála um þetta siðgæðispróf, ef þú hefðir sagt pólitískt siðgæðispróf, en frá sjónarmiði óspillts og ó- truflaðs manns, lít ég svo á, að hér hafi gleymzt mikiilvægt atriði, sem er tillitssemi gagn- vart einstaklingi og þjóðinni, mannúð og réttlæti. Það dylst engum, að hér var vikið frá starfi manni, sem þriðjung mannsaldurs var bú- inn að vinna á einum og sama stað, viðurkennt með einstakri elju og samvizkusemi, þrátt fyrir að hann á við heilsu- leysi að stríða. Manni, sem hefur áunnið sér með störfum sínum vinsemd og virðingu allra sem með honum hafa starfað og sem hann hefur starfað fyrir. Ég mótmæli rétt- mæti þess og lít svo á, að hver maður, sem þannig hefur starf- að, eigi þjóðfélagsins vegna að fá að starfa í friði, hvað sem lagalegum heimildum líður um að hægt sé að reka hann úr starfi, án allra saka. Þú fullyrðir að Jóhann Gunn- ar Ölafsson, bæjarfógeti á ísa- firði, hafi sótt um bæjarfógeta- embættið í Hafnarfirði vegna þess að hann álíti, að settur bæjarfógeti þar hafi engan rétt áunnið sér til embættisins með setu sinni þar öll þessi ár. Mig furðar á hafi Jóh. G. Óiafsson sagt þér þetta, og tel hann langt of virðulegan mann til þess að hafa gert það. Hitt myndi ég fallast á, að Jóhann G. Ólafsson hafi sótt um emb- ættið í trausti þess, að hann yrði látinn njóta stárfsaldurs og starfsferils, sem ég hygg að enginn muni treysta sér til að kasta skugga á. Þú hefur mörg orð um upp- sagnir starfsfólksins á bæjar- fógetaskrifstofunni í Hafnar- firði og telur þær, ásamt öðru framkomnu í þessu máli póli- tíska árás á hæstvirtan dóms- málaráðherra. Ég er einn þeirra mörgu, sem hafa mótmælt því, að Björn Sveinbjörnsson er sviptur starfi því, sem hann hefur helgað krafta sína und- anfarna tvo áratugi.' Mál þetta er allþjóð kunnugt af þeim skrifum, sem um það hafa orð- ið. Ég hef ekki litið á þetta mál sem pólitíska árás, ég lít á það með almennri réttlætis- kennd. Sennilega mætti segja, að það væri valdníðsla; ef brugðið er frá lagalegri venju, eða lög brotin í því tilfelli, sem hér um ræðir, en einhver brestur mun á, að hér um séu ágreiningslaus lagaákvæði, enda hefur það komið glöggt fram í skrifum þínum og annarra, að duttlungar vajldhafanna falla misjafnlega við almenn- ingsálitið. Því miður finnst mér þú styðjast nokkuð mikið við slef- burð, í ræðu þinni, og slærð svo föstu að hér sé um póli- tíska árás að ræða. Mér finnst ekki úr vegi að ég segi hér eina sanna sögu, frá bæjar- fógetaskrifstofunni. Þegar búið var að auglýsa í blöðunum, hverjum hafði verið veitt emb- ættið, og fyrsta uppsögnin barst bæjarfógetanum setta, þá varð honum að orði við starfs- menn sína, að hann ætlaðist ekki til þess að menn segðu upp störfum sínum, né tækju á sig nokkurskonar óþægindi hans vegna, þó svona hefði farið. Settur bæjarfógeti er grand- var með það, að eyða ekki starfstíma sínum til viðræðna um pólitísk mál, og þau 20 ár, sem ég hef starfað með honum, hef ég aldrei heyrt hann ræða við nokkum mann um bæjar- eða landsmálapóli- tík, og ég held að það sé ör- uggt, að hann metur ekki menn eftir því, hvar þeir standa í pólitískum flokki, fremur eft- ir manngildi þeirra og hegðan. Finnst þér líklegt að Bjöm Sveinbjörnsson hafi staðið fyr- ir þessum pólitísku árásum, sem þú nefnir? Eru pólitískar árásir, sem beint eraðákveðnu marki ekki venjulega studdar af einni og sömu stefnu? Matthías minn, þér er vel kunnugt um að ég telst ekki tíl nókírurs stjórnmálaflokks, því ég hef sagt þér það sjálfur. Hversvegna ætti ég þá að vera með pólitíska árás á hæstv. dómsmálaráðherra og ráðherr- an veit sjálfur, ég ætlaði ekki opinberlega, að skrifa um þetta mál, en þegar ég las greinina, eða ræðuna þína, þá fannst mér ég eins geta skrif- að, þú fyrirgefur það, og fann mig knúinn til þess. Ég fullyrði, að uppsagnir úr starfi hjá skrifstofufólki bæj- arfógetaembættisins eru ekki sprottnar af pólitík, ekki held- ur mótmælaundirskriftimar. Uppsagnir þessar og undir- skriftir eru framkomnar vegna þess, að fólkinu fannst rétt- lætiskennd sín særð. Það er þýðingarlaust að segja mér og öðrum, að slík málsmeðferð, sem hér hefur átt sér stað, sé afsakanleg vegna þess að ann- að svipað eða jafnvel enn verra hafi átt sér stað í fortíðinni og þá framkvæmt af einhverjum öðrum en núverandi dóms- málaráðherra. Fordæmi sllíkra aðstæðna, sem hér um ræðir eru ekki til í sögunni. Ég held, að þeir sem þekkja hæstvirtan dómsmálaráðherra, bæði flokksmenn hans og margir aðrir, telji hann góðan mann, og ég fullyrði að góðir menn vilja ekki vísvitandi fremja ranglætisverk, oghyggn- ir menn geyma vítin sér til varnaðar. Nú finnast mér flest mál þingsalahæf, þegar dýrmætum tíma er sóað, frá umræðum um þýðingarmikil þjóðmál, til að þvæla um lögregluþjóns- ráðningu í Hafnarfirði. Ég verð hálf feiminn, því að ég hef ekki hugsað mér að eyða tíma í skrif um sjálfan mig, en fyrst þú nefnir, í ræðu þinni ráðningu yfirlögreglu- þjóns í nafnarfirði, með þeim athugunum, sem þar eru gerð- ar, sem ég hirði ekki um, þá yil ég til glöggvunar, án þess að sveigja að neinum, geta þess, að yfirlögregluþjónninn hefur í höndunum bréf frá bæjarstjóminni í Hafnarfirði, þar sem sagt er að bæjarstjórn- in hafi ráðið hann til starfsins. Manstu hvaða maður það var, sem stöðvaði mig á götu, af einskærri velvild og tilkynnti mér, að hann væri búinn. að leggja fyrir sína menn í bæj- arstjóminni að ráða þann sem varð ráðinn. Þér finnst kannski að ég launi þér illa óumbeðin roeðmæli, en það væri mikill roisskilningur, því að ég launa þér með því sem bezt er, að segja sannleikann. Hversvegna varstu að draga þetta auvirði- lega mál inn á Alþingi. Get- urðu sagt mér satt um það? Viltu viðurkenna að þú hafir ætlað að gera settum bæjar- fógéta einhvern miska með því, að hann hafi ráðið mig, en ekki hina? Viltu viðurkenna að ræða þín, mestöll, er leit að misferlJ um og afbrotum pólití&kra andstæðinga þinna, en ekki um það mál, sem henni er ætlað að fjalla um? Varstu að benda lesendum á sannleikann í mál- inu? Veiztu ekki, að í röðum Sjálfstæðismanna eru ekki færri en í röðum annarrapóli- tískra flokka menn og konur, sem líta á það mál, sem hér er rætt um, sömu augum on ég. Ég hef talað við hundrrf [ manna, úr bæ og í, ekki einn einasti, hvar sem hann stendur í pólitík, blandar skoðun um málið. Þó vil ég ekki skilja svo við þig, að ég gleðji þig ekki ögn. Þú átt fjölmarga dygga fylgismenn, sem vegna Framhald á 9. síðu. SKIPATRYGGINGAR Tryggingar á vörum í flutnlngí á eigum skipverja Heimistrygging hentar yður Aflafiryggingar TRYGGINGAFELAGIÐ HEIMIRS UNDARGATA 9 REYKJAVIK SlMI 2 1 2 60 SlMNEFN! ; SURETY BÚTASALA Terylene bútasala að Skipholti 35 3ju hæð, stendur yfir. Verksmiðjan Sparta hf. Almannatryggingar í Gullbringu- og Kjósarsýslu. Útborgun bóta almannatrygginganna fer fram sem hér segir: í Mosfellshreppi fimmtud. 2. des kl. 2-5 í Kjalarneshreppi föstud. 3. des kl. 2-4 í Seltjarnarneshreppi mánud. 6. des kl. 1-5 og föstud. 17. des kl. 2-4. í Grindavíkurhreppi þriðjud. 7. des kl. 9-12 í Njarðvíkurhreppi þriðjud. 7. des kl. 1.30-5 og miðvikud. 8. des kl. 2-5. í Gerðahreppi þriðjud. 7. des kl. 2-4. í Miðneshreppi miðvikud. 8. des kl. 2-5. — Á öðrum stöðum fara greiðslur fram eins og venjulega. — Ógreidd þinggjöld óskast greidd um leið. Sýslumaðurinn I Gullbringu- og Kjósarsýslu. : Bs li mi ggi m |R st n m H m if|| Kynnibyður hin hagstœbu JÓLAFARGJÖLD LOFTLEIÐA .Aflar úpplýsingar hjí félaginu og umboðsskrifstofum þess MOFTLBDIR maŒmss lHn

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.