Þjóðviljinn - 01.12.1965, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 01.12.1965, Blaðsíða 10
jjg SfÐÁ — ÞðÖBVIIiJmisr — matátouaamc t 'áesexciber 1965 úr sfcagga um að hún væri sdð- samlega til íara, earólína kraup hjá henni. Hvar futinið þér til. írú Dew- hurst? — Emma, tautaði hún lágt. — Emma, hvar eruð þér meiddar? sagði Caróiína. Harry hreytti útúr sér: Hún er alls ekkert meidd. Hún tap- aði sér bara og féll í yfirlið, í stað þess að gera eitthvað af viti til að stöðva eldinn. — Hún hefur lítið gert, ef hún hefur ekki vaknað í tæka tíð, sagði herra Sherwin og gekk af stað í áttina til brunaliðs- mannanna, sem voru eins og skuggaverur inni í reykmekkin- um. Hann var dálítið móður eft- ir áreynsluna, en samt var hann snyrtilegur og rólegur eins og ævinlega. — Hvar fannstu hana, Harry? spurði Jan PuUen. — Fyrir ofan stigann, eins og hvert annað hrúgald, sagði Harry. Og þegar ég ávarpaði 21 hurst til hans. Hún stundi aft- ur. Hann sneri baki við henni og starði á húsið. 1 stað ánægjunn- ar sem ljómað hafði á andliti hans meðan hann hafði enn ver- ið inni í brennandi húsinu, var nú komin beiskleg reiði. Það var eins og hann væri að ákveða með sjálfum sér, hver skyldi fá að þjást fyrir það sem gerzt hafði. En annars var eins og hann hefði aldrei þessu vant jppurið alia orku sína. Hann var siginaxla og átti þungt um andardrátt Þegar Fenella teygði fram armana í átt til hans, var eins og hann tæki ekki eftir því. Þegar hún faðmaði hann að sér. hreyfði hann sig ekki. held- ur hélt áfram að stara á hús- — Ertu ómeiddur, Harry? spurði hún. Harry, Harry — ertu meiddur? Á teppinu bylti frú Dewhurst sér ögn og tautaði: Maðurinn... önnur hönd hennar fór að þokast upp arminn og athuga hneppinguna á sloppnum, ganga Hárgreiðslan Hárgreiðslu- og snyrtistofa Steinu og Dódó Laugavegi 18 III hæð (lyfta) SÍMI 24-6-16 P E R M A Hárgreiðslu- og snyrtistofa Garðsenda 21 SÍMI 33-9-68 D Ö M U R Hárgreiðsla við allra hæfi TJARNARSTOFAN Tíarnargötu 10 Vonarstrætis- megin — SÍMl 14-6-62 fá f o-rei^sl ustof a Auvfii'rHfpiar aria Guðmundsdóttir !avegj 13 sími 14-6-58 lírtofar er á =ama stað hana, sagði hún: ,,Kallið mig I Emmu! Drottinn minn dýri! | Um leið kallaði einn bruna- liðsmannanna í Harry, bað hann hann að koma og líta á eitthvað sem þeir höfðu fundið. Hann hreyfði sig ekki, svo að Fenella fór í hans stað, og þegar Jan komst að raun um að Harry vildi ekkert við hann tala, fór hann á eftir henni. Emma Dewhurst bærði aftur varimar; þær vipruðust í miðju, ! fölu andlitinu. I — Það var maður .... ég j heyrði til hans .... ég fór að gá .... vældi hún. Ó, höfuðið mér! Harry sneri sér samstundis við, eins og hann hefði einmitt verið að biða eftir þessu, og kraup hjá henni. — Maður, Emma? Hvaða maður? Carólína yggldi sig framaní hana. Við ættum að ná í lækni, hvíslaði hún. Hann sinnti henni ekki Hvemig leit hann út, Emma? Segðu mér það; það skipt- ir miklu máli. Hún stundi aftur. Ég sá hann ekki vel. Hann barði mig. Ó, höfuðið á mér! — Svona, svona! Harry hafði hrist af sér slenið. Dálítið út- stæð, skær augun glóðu af á- kafa. Var hann stór eða lítill, gamall, ungur, dökkhærður, ljós- hærður? Hún sneri höfðinu frá honum á ábreiðunni og svaraði ekki. — Við verðum að sækja handa henni lækni, sagði Carólína. Þennan sem kom til mín í gær — hvað heitir hann? Ég ætla út í bílskúrinn og hringja í hann. Með ótrúlegum flýti rétti frú Dewhurst aðra. holduga hönd- ina og þreif í handlegginn á henni — Ekki fara! hrópaði hún, Góða, skiljið mig ekki eftir! Harry hló hranalega. Ég sagði þér að hún væri ekkert meidd. Þetta er bara ögn í viðbót af þessari bölvaðri móðursýki. — Nújæja, sagði Carólína. Hún er að minnsta kosti dauð- hrædd. — Og hví skyldi hún ekki vera hrædd? spurði hann kald- ranalega. Þegar hún hefði hæg- lega getað kveikt í húsinu okk- ar vegna? Húsinu okkar, fallega húsinu okkar, mundu það. Hann snerist á hæli og gekk af stað á eftir Jan og Fenellu. Emma Dewhurst andvarpaði bungt. Hún settist upp, Iaut á- fram og huldi andlitið í höndum sér. — Ó, ég vona að hatm fcorrd ekki aftur, sagði hún og hrollur for um harna. Þér ætlið ekki að yfirgefa mig, góða mín? Ég er svo hræðilega hrædd. — Eruð þér hræddar við Harry? sagði Carólína undr- andi. En hann bjargaði yður út úr eldinum. — Gerði hann það?............. Hver?...... Frú Dewhurst leit sljólega á Carólínu og nú var eins og hún reyndi fyrir alvöru að sjá hana. Ó, eigið þér við Harry? Gerði hann það? Ég er svo ringluð. Ég átti við það að ég væri hrædd við mannínn sem ég heyrði til inni í húsinu. En stundum gerir Harry mig líka hrædda. Sumt sem hann segir .... — Það skiptir ekki máli sagði Carólína. Bíðið aðeins smástund — ég ætla að athuga hvort ekki er annað teppi í bílnum. Það þarf að breiða eitt- hvað ofaná yður. — Nei — í öllum bænum! Óttasvipur kom enn í augun á frú Dewhurst, svo að þau urðu starandi og heimskuleg. Sögðuð — sögðuð þér ekki að herra Lyddon hefði bjargað mér útúr eldinum? Carólína sagði henni hvað Harry hefði gert. — Jæja! sagði frú Dewhurst og andvarpaði enn um leið og hún lagðist aftur útaf á teppið. Það breytir öllu. Hann er dá- samlega hugrakkur, er það ekki? Og ég þakkaði honum ekki einu sinni fyrir. Ég sagði ekki eitt einasta otrð. Það var efcld að undra, þótt hartn yrði reiður við mig. — Hann varð affls ekki reiður við yður, sagði Carólína. Honum gramdist bara þessi óheppni. Honum þótti svo vænt um hnós- ið. Hún hugsaði með sér, að það væri ekki fyrr en í kvöld, sem hún hefði metið til fulls ást Harrys á húsinu, þessu heimili sem hann ætlaði að verða rót- gróinn á. — Hann er dásamlega hug- rakkur, endurtók frú Dewhurst. En ég verð að segja honum, að það hafi ekki verið ég sem kveikti í. Að hugsa sér — að ég hafi gert annað eins og það! Vesalings pilturinn, að láta þetta útúr sér. Ég vona að ég geti fengið hann til að trúa mér. — Auðvitað trúir hann yður. En orð Carólínu létu ekki eins sannfærandi í eyrum og hún hefði viljað. Það gat svo sem vel verið að Harry fengi þá flugu í höfuðið að eirihver hefði gert þetta viljandi honum tii ó- þurftar. Nú eruð þér éfcki leng- ur hræddar, er það? Ég má til að sækja kápu eða eitthvað til að breiða jrfir yður. Um leið kom Fenella með kápu á handleggnum. Það var blá kápa með litlum skinn- kraga. — Gerið þér svo vel, sagði hún. Þetta er yðar kápa, frú Dewhurst, er það ekki? — Jú, góða mín. Mikið er þetta hugulsamt af yður. Þakka Giafabókin HERMANN SCHLENKER Fuglar Bókin hefur að geyma úrvalsmyndir af íslenzkum fuglum. Texti eftir Brodda Jóhannesson skóla- stjóra og Steindór Steindórsson menntaskólakenn- ara. íslenzk, ensk og þýzk útgáfa fást nú hjá bóksölum um land allt. Verð aðeins kr. 241,80 með söluskatti. Bókaútgáfa Meimingarsjóðs. TARRAGON mayonnaise er betra SKOTTA ,,Fyrst segir hún manni eitthvað í trúnaði. Svo breiðir hún það sjálf út um allan sikóla áður en maður getur kjaftað því í neáxm!“ Plaslmo Plast þakrennur og niðurfallspípur fyrirliggjandi PLASTMO Ryðgar ekki þolir seltu og sót þarf aldrei að móla MARS TRADIN6 COHF KLAPPARSTÍG 20 SÍMI 17373 Kuldajakkar, úlpur og vinnubuxur, allar stærðir. Terylenebuxur á drengi. Góðar vörur á góðu verði. Verzlun Ó.L. Traðarkotssundi 3 — (móti Þ'jóðleikhúsinu)'. Sendifí óskast strax. — Eftir hádegi. Þarf að hafa hjól. ÞJÓÐVILJINN Simi 17-500. JíÚibilaleiga MAGNUSARl Skipholti 21 símar 21190-21185 eftir lokun i slma 21037 n i

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.