Þjóðviljinn - 01.12.1965, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 01.12.1965, Blaðsíða 8
SfÖA — ÞJÖÐVXLJINN — Miðvíkndagwr í'.’ desemfoer 1963 • Leiðbeiningar um meðferð íslenzka fánans • íslenzki fáninn er á þessu ári 50 ára> en 1. desember 1918 varð hann ríkisfáni. Skátafé- lagsskapurinn hefur tekið að sér að gangast fyrir kynningu á eftirfarandi reglum um með- ferð íslenzka fánans. Mun það starf hafið víða um land, í skólum og annars staðar. næstu daga. 1. Hlutföll fána og stangar. Þegar fártastöng er fest í jörðu. á lengd hennar að vera fimm sinnum breidd fánans, en 2V2 sinnum standi stöngin skáhallt út frá húsi. 2. Flaggtíml. Á txmabilinu frá 1. marz til 31. október má ekki draga fána að hún fyrr en klukkan átta árdegis og frá 1. nóv. til febrú- arloka ekki fyrr en kiukkan níu árdegis. Fáninn má ekki vera uppi lengur en til sólar- lags og aldrei lengur en til klukkan átta, nema flaggað sé á stað við útisamkomur, þá má láta fánann vera uppi meðan samkoman varir og bjart er, þó ekki lengur en til miðnættis. 3. Fáni í hálfa stöng. Ef draga á fána í hálfa stöng, er hann fyrst dreginn að húni, en síðan felldur svo, að Ví stangarinnar sé fyrir ofan efri jaðar fánans. Við jarðar- farir á að draga fánann að húni, þegar greftrun er lokið og skal hann blakta þar til kvölds, til virðingar við hinn látna. 4. Lögskipaðir fánadagar. 1. Fæðingardagur forseta Isl. 2. Nýársdagur. 3. Föstudagurinn langi. 4. Páskadagur. 5. Sumardagurinn fyrsti. 6. 1. maí. 7. Hvítasunnudagur. 8. 17. júní. 9. 1. desember. 10. Jóladagur. Alla ofangreinda daga skal draga fána að hún, nema föstudaginn langa. Þá í hálfa stöng. Mælzt er til, að almenn- ingur dragi fána á stöng ofan- greinda daga. 5. Mcðferð fánans. a) Gæta skal þess jafnan þegar fáni er dreginn að hún, eða felldur, að hann snerti ekki jörð. Einnig skal filagglína vera vel strekkt, svo að fána- jaðar liggi ávallt við stöng. b) Aldrei má draga tvo fána á sömu stöng. c) Sé íslenzki fáninn á stöng meðal annarra fána, skal hann ætíð vera í miðju, eða lengst ti! hægri. d) Ef fáni er hengdur á vegg skal hann liggja þar slétturog minni reitimir vera ofantil, eða lengst til vinstri þegar horft er á hann. HLUSTAÐ Á HEMINGWAY hann kæruleysislega. — Aðeins mjöK sterkurmað- ur getur hugsað skýrt þegar hann er að deyja, sagði hann. Frú Hemingway lauk við matinn og tæmdi vínglasið í flýti. Hemingway fór sér að engu óðslega. Ég leit á úrið — klukkan var nsestum þrjú., Þjónninn tók af borðinu, og við stóðum upp. Hemingway stóð og horfði dapur í bragði á það sem eftir var af kampavíninu. Frú Hemingway fór í kápu sína, ég gerði slíkt hið sama. — Hálf kampavínsflaska er óvinur mannkynsins, sagði Hemingway. Við settumst aft- ur. — Þegar ég á peninga, finnst mér ég geti ekki eytt þeim á skemmtilegri hátt en að kaupa fyrir þá kampavín, sagði Hemingway og fyllti glas sitt. Þegar kampavínið var búið fórum við út. Niðri minnti frú Hemingway okkur á að gera við gleraugun. Hemingway stóð um stund í ráðaleysi við útgöngudyrnar. Það var kalt og lágskýjað. Ég spurði hann, hvort hann vildi ekki fyrst fara í g'er- augnaverzlun. Hann neitaði. Þá minnti ég hann á regnfrakk- ann. Hann yppti öxlum. Kona hans hafði ráðlagt okkur að leita að frakka hjá Abercrom- bie og Fitch og því nefndi ég þá verzlun. Hann yppti aftur öxlum, og gekk hægt að leigu- bíl. Við ókum eftir Fimmta stræti. Á hortiinu við Fimmtug- ustu og fjórðu götu nam bif- reiðin staðar fyrir bendingu lögregluþjóns. — Það er gaman að horfa á írskan lögregluþjón þegar hon- um er kalt, sagði Hemingway. Ég veðja átta gegn einum að hann hefur verið í herlögregl- unni á stríðsárunum. Þetta er mjög lipur lögregluþjónn. Leik- ur sér að veldissprotanum. Við héldum áfram og hann sýndi mér hvar hann hafði einu sinni farið yfir Fimmtu götu með Scott Fitzgerald. — Scott var ekki lengur í Princeton, en hann talaði enn- þá um knattspyrnu, sagði hann. Hann gat ekki hugsað sér að lifa án fótbolta. Ég sagði: „Scott, af hverju hættirðu ekki við fótboltann?" Hann sagöi: „Ertu frá þér, drengur". Það var allt og sumt. Ef þú getur ekki farið yfir götu, hvernig vonastu til að geta brotizt í gegnum vörn andstæðinganna í knattspyrnu? Jæja, ég er svo sem enginn Thomas Mann, bætti hann við, — ég hef mína skoðun. Þegar við komum aftur að verzlun Abercrombies var Hemingway aftur kominn í slæmt skap. Hann fór ófús út úr leigubílnum og gekk inn í verzlunina eins og honum væri það þvert um geð. Ég spurði hvort hann vildi fyrst skoða frakka eða eitthvað annað. • Segulbandið og Jóðlíf; síðustu sýningar Annað kvöld, fimmtudag, verður 15. sýning á einþáttungunum ,y9íðasta segulbandi Krapps" og „Jóðilífi‘‘ í Lindarbæ, og verður það næst síðasta sýnfngin á þessum einþáttungum. — Myndin er af Þorsteini ö. Stephensen og Baldvini Halldórssyni í hlut- verkum sinum í ,,Jóðlifi.‘‘ e) Sé fána stillt upp við ræðustól, á hann alltaf að vera hægra megin við ræðumann í stóli. Séu fánamir tveir þá sinn til hvorrar handar. f) Ef ræðustóll er sveipaður íslenzka fánanum, skal hann ávallt vera lóðréttur, þannig að minni reitir fánans séu að ofan, og gæta skal þess að krossmark sé fyrir miðjum ræðustól. g) Þegar Ifkkista er sveipuð íslenzka fánanum, á kross- markið alitaf að vera við höfðalagið. h) Þegar fáni er brotinn saman, skal hann brotinn í þrennt eftir endilöngu og síð- an annað hvort brotinn í þrí- hyming eða vafinn upp þann- ig að eingöngu blái liturinn snúi út, og skal hann jafnan geymast á vísum og öruggum stað. 6. Öheimilt er að draga fána á stöng, sem er upplitað- ur, óhreinn, trosnaður eða skemmdur að öðru leyti, og ber jafnan að lagfæra hann strax, að öðrum kosti skal hann ó- nýttur, með þvi að brenna hann. Lögreglan skal hafa eftirlit með því að ofangreindu sé framfylgt, og má gera slíka fána upptæka, séu þeir á al- mannafæri utan eða innan húss Leiðbeiningar þessar eru sett- ar samkvæmt lögum um þjóð- fána Islendinga, nr. 34 17. júní 1944. Dóms- og kirkjumála- ráðuneytið <1. des. 1965. Jóhiann Hafstein/ Baldur Möller. • Gunnl. Bríem fær heiðursmerki • Gunnlaugur Briem póst- og símamáiastjóri hefur nýlega verið sæmdur franska heiðurs- merkinu Qfficier des Palmes academiques. 10.30 Messa í kapellu háskól- ans. Heimir Steinsson stud. theol. prédikar. Séra Arn- grímur Jónsson þjónar fyrir altari. Stúdentar syngja und- ir stjóm Róberts A. Ottós- sonar söngmálastjóra. Org- anleikari: Guðjón Guðjóns- son stud. theol. 13.00 Tónleikar: Islenzk lög. 14.00 Fullveldissamkoma í há- tíðarsal Háskóla Islands. a) Aðalsteinn Eiríksson stud. theol. setur hátíðina. b) Ey- gló Haraldsdóttir og Kol- brún Sæmundsd. leika á pí- anó. c) Kristinn Kristmunds- son stud. mag. les kvæði. d) Sigurður Líndal hæsta- réttarritari flytur ræðu — Varðveizla þjóðernis. e) Stúdentakórinn syngur. — Söngstjóri: Jón Þórarinsson. 15.30 Miðdegisútvarp. Islenzk kór- og hljómsveitarverk. 17.00 Tónleikar: Philharmoníu- sveitin í London leikur Le- onóruforleikinn nr. 2 eftir Beethoven; Klemperer stj. Sinfóníuhljómsv. í Boston leikur Hafið eftir Debussy; Munch stj. Rússneska ríkis- hljómsv. leikur Sinfóníu eftir Es'hpay; K. Ivanoff stjómar. 18.00 Útvarpssaga barnanna: Úlfhundurinn. 18.30 Tón lei kar. 20.00 Islenzki fáninn í hálfa öld. Dagskrárliður í umsjá Vilhjálms Þ. Gíslasonar. — Flytjendur auk hans: Jóhann Hafstein, Andrés Bjömsson. Kristjana Thorsteinsson, Guðmundur Jónsson o.fl. 20.50 Dagskrá Stúdentafélags Reykjavíkur. Formaður fél. Aðalsteinn Guðjónsson flytur ávarp Sigurður Bjamason flytur ræðu: Islenzk utanrík- isstefna og sjálfstæðisbar- átta. Geir Hallgrímsson flyt- ur ræðu. Stúdentakórinn syngur undir stjóm Jóna Þórarinssonar. Karl Einars- son flytur gamanþátt. Stef- ani Aanna Christopherson syngur. 22.10 Lög unga fólksins. Berg- ur Guðnason kynnir. 23.00 Danslög. 24.00 Dagskrárlok. • Brúðkaup • Nýlega voru gefin saman í hjónaband að Núpi i Dýrafirði, ungfrú Ásta Valdimarsdóttir kennari og Hannes Nordal Magnússon tæknifr., Austur- brún 2. (Nýja myndastofan, Laugavegi 43B). — Frakka, sagði hann yfir- bugaður. I lyftunni virtist Heming- way stæiri en hann var í raun og veru og það var eins og nú ætti að leiða hann að kvala- bekk. Miðaldra kona stóð við hlið hans og horfði á ógreitt skegg hans með vanþóknun. Dymar opnuðust á réttri hæð og við stefndum á frakkadeild. Til móts við okkur kom há- vaxinn, ofsnyrtur búðarþjónn og Hemingway brunaði að hon- um með hendur í vösum. — Ég vona ég hafi enn láns- traust í þessari kompu? sagði hann við sölumanninn. — Já herra, svaraði búðar- þjónninn og hóstaði. — Ég vil regnfrakka, sagði Hemingway ógnandi röddu. — Vissulega, herra, sagði búðarþjónninn. Hvers konar frakka vilduð þér helzt líta á, herra? — Þennan þarna. Hann rak fingurinn í brún- an gabardínfrakka, beltislaus- an, sem líktist helzt poka. Búðarþjónninn fékk honum frakkann og leiddi hann með varúð að stórum spegli. — Hann er eins og líkklæði, sagði Hemingway og reif af sér frakkann. Passar mér ekki. Hafið þið ekki aðra frakka? spurði hann í von um að fá neikvætt svar. Og ætlaði að laumast í lyftuna. — Lítið á þennan héma, herra minn, hann er með smelltu fóðri. sagði búðarþjónn- inn. Þessi frakki var með belti. Hemingway mátaði hann, leit á sig í speglinum og lyfti hönd- um eins og hann miðaði byssu. — Ætlið þér á veiðar í hon- um, herra? spurði sölumaður- inn. Hemingway glotti og sagðist ætla að fá þennan frakka. Hann sagði búðarþjóninum nafn sitt og búðarþjónninn smellti fingrum. — Auðvitað, sagði hann — Hvernig á annað að vera. . . Hemingway virtist fara hjá sér. Hann bað um að frakk- inn yrði sendur á hótelið og spurði eftir beltum. Við geng- um að borði þar sem belti voru seld og búðarþjónninn sagði við kollega sinn að hann ætti að sýna mister Hemingway belti. Sá dró mádtoand upp úr vasa sínum og fannst líklegt að Hemingway þyrfti númer 46 eða 44. — Viljið þér veðja, sagði Hemingway. Hann tók um hönd búðarþjónsins og sló henni á maga sér. — Mikil ósköp. Eins og stál, sagði búðarþjónninn og fór að mæla Hemingway um mittið. —- Þrjátíu og átta, tilkynnti hann. Það er grannt mitti fyr- ir yðar vöxt. Þér hljótið að stunda mikið íþróttir? Hemingway fór aftur hjá sér, en hló og virtist í fyrsta sinn ánægður eftir að við fór- um að heiman. Nú barði hann sér sjálfur á magann. — Eruð þér aftur á leið til Spánar? spurði búðai-þjónninn. — Til ítalíu, sagði Heming- way og barði sér enn. Við komum líka við í skó- deild og Hemingway valdi sér mjúka inniskó. — Ég set þá í vasann, sagði hann við afgreiðslumanninn. Én látið mig hafa kvittun til að menn haldi ekki að ég hafi stolið þeim. — Þér getið ekki ímyndað yður hve miklu er stolið frá okkur, sagði lítill, aldi-aður af- greiðslumaður. f gærmorgun kom hér einhver náungi og tók með sér stórt rúlettuhjól Tók það bara upp og. . . Hemingway hlustaði ekki á hann. — Woolfie! kallaði hann til beljaka nokkurs sem stóð skammt frá og sneri baki að okkur. Maður þessi sneri sér við. Andlit hans var stórt og fer- kantað og ljómaði upp þegar hann sá Hemingway. — Pabbi! hrópaði hann. Risi þessi og Hemingway fél'liust i faðma og lömdu hvor annan um herðar góða stund. Þetta var Winston Hust. Hann sagðist vera á uppleið til að kaupa sér byssu og bað okk- ur að koma með. 1 lyftunni sögðu þeir hvor öðrum tíðindi af veiðum og hrósuðu sér af því að þeir hefðu grennzt. Um leið og við gengum út spurði Hust, hvernig það gengi með nýju bókina. Hemingway hló og bar hnef- ann upp að munni sér að sagð- ist enn ætla að verja sinn titil. — Woolfie, ég skildi það allt í einu, að ég get aftur skrifað ágætlega í stað þess að naga á mér neglumar, sagði hann hægt. Líklega þurfti nokkurn tíma til að alQt tæki nokkrum stakkaskiptum i hausnum á mér. Til þess er alls ekki nauð- synlegt að opna hauskúpuna á rithöfundinum eða láta hann fá sjö sinnum heilahristing eða brjóta í honum sex rifbein þeg- ar hann er ekki nema 47 ára, eða, segjum. skjóta á hann margsinnis. Hinsvegar er alveg nóg, Woolfie, að þagga alminni- lega niður í þessum tíkarsonum svo sem einu sinni, og þá leggja þeir niður rófuna og fela sig hver í sínum húsa- garði. Gríðarlegur Hkami Hust hristis.t af hlátri. — Guð minn góður pabbi, sagði hann. Veiðigallinn þinn er enn hjá mér úti á eynni. Hvenær förum við aftur á veiðar saman? Hemingway sló enn og dangl- í bakið á lionum. — Skratti ertu stór Woolfie, sagði hann. Hust fékk afgreiðslumann- inn til að Iofa að senda byss- una heim til hans og við fórum aftur í lyftuna. Á fyrstu hæð benti Hust á fílshöfuð sem 6 hékk þar á vegg. — Þetta er ekki fíll, heldur dvergur, pabbi, sagði hann. — Já uss, þetta er ekki nokk- ur fíll, staðfesti Hemingway. Þeir gengu út. Ég sagðist þurfa að fara en Hemingway bað mig að koma sem fyrst í fyrramálið til að fara með þeim Patrick á Metropolitansafnið. Þegar ég gekk burt heyrði ég að Húst sagði: — Guði sé lof, pabbi, ég hef ekkert að skammast mín fyrir. — Þótt skrýtið sé, get ég sagt það eama, sagði Heming- way. Ég sneri mér við. Þeir klöpp- uðu hvor öðrum á magann og hlógu svo undir tók. * Morguninn eftir opnaði Patr- ick dymar, feiminn ungur maður, stóreygur og tauga- veiklaður í andliti. Hann var í flauelsbuxum og hvítri skyrtu. Frú Hemingway sat og skrif- aði bréf. Hún leit upp þegar ég kom inn og sagði: — Þegar pabbi er búinn að klæða sig förum við að skoða myndir. Patrick sagði við mig, að hann myndi með ánægju horfa 'á myndir allan daginn, og teiknaði reyndar dálítið sjálf- ur. En faðir hans þyrfti að koma aftur um hádegig því hann hefði boðið útgefanda sínum. Screebner til miðdegis- verðar. Sjálfur ætlaði hann að vei'a til næsta dags í borginni til að fylgja honum á flug- völlinn. Síminn hringdi — það var gamall veiðifélagi Hemingways, og hann bauð honum að heim- sækja sig á Kúbu. Að símtal- inu loknu varð honum litið á «

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.