Þjóðviljinn - 13.01.1966, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 13.01.1966, Blaðsíða 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN — Fimmtudagur 13. janúar 1966 75 ára í dag Halldórsson fyrrum skólastjóri Kæri Sveinn. Fyrst þú tókst þann kostinn að hverfa til Bolungavíkur, mun sá grænstur að senda þér nokkrar línur í tilefni dagsins. Þú mátt ekki skilja orð mín svo, að okkur hér á skrifstof- unni finnist það ekki eðlilegt og sjálfsagt. að þú leitir ein- mitt í dag á þær slóðir, þar sem þú hefur. lifað, leikið og starfað í blóma lífsins um þrjátíu ára skeið. Við kunnum ekki við okkur að heyra ekki þrumröddina þína og sjá ekki blíða brosið þitt og hýruna í augunum þín- um. Þetta er orðinn þáttur í daglegu lífi okkar og því er eins og eitthvað vanti, þegar þú ert farinn. Þú stórbrótni, litríki og margsilungni persónuleiki, sem enginn gleymir, sem kynnist þér. , Af því við erum svipaðs sinn- is í eilífðarmálunum, ætla ég að hafa þessar línur ögn fleiri. Víst er fallegt að minnast manna iátinna, en • betra að geyma það ekki svo lengi. Mér er sagt, að þú hafir skipað í hlutverk á stóra heim- ilinu þínu, þegar það var, og þið hjónin og bömin hafið lært og leikið margt leikritið. Sá heimilisbragur — svo náskyld- ur Thab'u — leiklistargyðjunni — hefur sjálfsagt verið með einsdæmurrr hérlendis á fyrri hluta þessarar aldar og raun- ar á öllum tímum. • .vHajm • Ölafur okkar Jensson segir mér margar sögur af þér. sem allar lýsa þér á einn veg, vinur. Það er engin deyfð né drungi kringum þig. Þú hefur ungur gefizt hinu iðandi, stríðandi lífi og gerir enn, aldni ungl- ingur. Nærri má geta, hvílíkur af- bragðs kennari og lóðs barna og æskufólks þú hefur verið. Oft hef ég hifct nemendur þína, sem al'lir ljúka upp ein- um munni um kosti þfna sem kennari og leiðsögumaður. En það nægði þér ekki. Þú lézt þig ekki muna um að vera jafnframt lyftistöng menntalífs og leiklistar í Bolungavík á þeim árum, þegar þrengst var í búi á þessu landi, og eng- inn leikur að iifa menningar- lífi í -margmennimj hér syðra. Hversu miklu, miklu- stórfeng- legra hefur þá ekki verið að ganga uppréttur og vera mann- eskja í afskekktu sjávarþorpi. Þegar ég kynnist þér, hef- urðu einn eða tvo um siötugt, en rómurinn og lífsfjörið eins og í tvítugum nótabassa. . .... Ekki gleymi ég beim stund- um, seip þú hefur stytt mér f ieikhúsinu hér í Kópavogi. Þau hlutverk hafa verið bezt unn- in þeirra. sem ég hef séð leik- endur f Kópavogi fara með. Kannski er mér efst í huga búálfurinn f barnaleikritinu „Húsið í skóginum" fyrir það, sem mér finn&t lýsa bér svo veL Þú leggur jafnmikla alúð við lítið aukahlutverk, sem að- alblutverkið væri. Er ekki þarna komið að kjarna þinnar veru? Samvizku- semin hefur verið bér eitt og allt frá fyrstu tíð. Smátt og stórt — skiptir ekki máli fyrir þig — allt jafnvel og dyggilega af hendi leyst. Mér er sagt, þú hafi unað þér miður vel sem bæjargjald- keri hér í Kópavogi fyrir þá skuld að geta ekki ætíð greitt hverjum sitt á þeirri stundu. sem hann æskti. Samvizkusem- in hefur sjálfsagt gert þér oft brogað lífið. Hver kemur hér til starfa fyrstur um morgna, og fer síðastur, ef því er að skipta og hittist hér á helgi- dögum, ef samvizkan býður? Þegar lífsönn annarra manna er öll um 65 ára aldur, brýtur þú ný lönd. Úr kennaratali fæ ég lesið, að þú hefur unnið að kennslu og uppeldismálum í 43 ár sam- fleytt, þar af sem skólastjóri í þrjá áratugi. öllum meðalmönnum væri það ærin starfsævi, en ekki þér, vinur sæll. Fyrir tíu árum, þegar aðrir embættismenn hafa hreiðrað notalega um sig að loknum' starfsaldri og búizt til að njóta ellilaunanna. brýzt bú, ein's og nýkvongaður unglingur í . að reisa þér hús við Skólatröð og upi hefur annað lífsstarf, ger- ist starfsmaður á bæjarskrif- stofunum hér og ert því nú jafngamall kaupstaðarréttind- um í þjónustu staðarins. Hvergi er á þér enn bilbug að finna eða því serri næst. Það er oft sagt, að bömin og æsk- an séu tákn þessa bæjar — þú fyllir þann flokk, Sveinn minn. Sönnun: Hvort manstustund- ina í Berserkjahrauni á júlí- nóttu í sumar sem leið? Þótt leikíistargyðjan hafi verið þín fylgikona þá má kanns.ki minna þig á, hve ofi ég hef rennt öfundaraugum td bókaskápanna binna og ekki síður fyrir það, að þú hefur ,,Dag- blað kaupmanna“ Það er furðulegt þegar Morgunblaðið talar í fyrra- da« um sig sem óháð blað og þykist vera eitthvað líkt menningarblöðum í nágranna- löndunum. Morgunblaðið var að vísu þanpig hugsað í upp- hafi þegar Það var stofnað af Vilhjálmi Finsen og Ólafi Bjömssyni 1913. En sú dýrð stóð ekki lengi. Vilhjálmur Finsen hefur í endurminn- ingum sínum ..Alltaf á heim- leið“ greint þannig frá at- burðum þeim sem gerðust 1919. ,.Áður en hann (Ólafur Björnsson) fór að heiman kvaðst hann hafa selt fsa- fofd félagi kaupmanna og annarra í Reykjavík. Hafði hann umboð til þess að semja við mig um kaup á Morgunblaðinu. Sjálfur væri hann fastákveðinn í að seija sinn hluta í Morgunblaðinu. ... Ölafur tjáði mér að í fé- laginu væru flestir ' kaup- menn. sem kvæði að í Reykja- vík. og þannig mestu aug- lýsendumir. Þeir byðu svo og svo mikið í blaðið. Þeir væru búnir að kaupa viku- blaðið ísafold og ætluðu að stofna dagblað með Morg- unblaðssniði. ef ég vildi ekki selja. og gefa þannig út bæði dagblað og vikublað Bæði blöðin áttu að vera póli- tísk . . . Mér : fór ekkj að lít- ast á blikuna. Ef margir kaupmenn í Reykjavík væru í þessu nýja félagi. yrði erf- itt fyrij- mig að fá auglýs- ingar fyrir mitt blað. Ég átti ekki neitt og komst að þeirri niðurstöðu, að þetta gaeti orð- ið mér að falli. Ekk; hvarfl- aði þó að mér að dagblað kaupmanna gastj orðið betra en það blað sem ég gæfi út. en auglýsingar kaup- manna væru mér þó nauð- synlegar. Auðvitað myndu kaupmenn heldur auglýsa i sínu eigin blaði. Ég ráðfærði mig gaumgæfilega við konu mína 0;g okkur kom saman um að líklega væri hyggileg- ast að selja blaðið. Og þann- ig koþist hjartans barn mitt í hendumar á kaupmönnun- um í Reykjavík Ég var eins oj halaklipptur hundur þeg- ar búið var að ganga form- lega frá þessu .. . Nokkrum dögum seinna kom greiðslan fyrir blaðið Hún kom í sterl- ingspundum og var það fisk- kaupmaðurinn Oeorge Cope- land sem greiddi beint frá London “ Síðan hefur Morgunblaðið verið eign og tæki fjárplógs- manna i Reykjavík og hafa þeir raunar alla tíð haft ná- in tengsl við kollega sína er- lendis Þeir hafa jafnan reynt að framkvæma þá kenningu sína að fjármagn oP auglýs- ingar jafngiltu yfirráðum yf- ir prentfrelsi og skoðana- myndun. oa nú gera þeir sér vonir um að geta náð þeirri einokun sem að var stefnt fyrir tæplega hálfri öld. Ekki einhlítt En raunar er samhengið milli auglýsinga og skoðana- myndunar ekkj alve» svona einfalt. f markaðsþjóðfélagi eru auglýsingar ekki aðeins tekjustofn fyrir blöð heldur og mjög eftirsóknarvert lestr- arefní; menn kaupa blþð til að sjá auglýsingamar. En það er ekki þar með sagt að sv°- kallaðar skoðanamyndunar- greinar sem prentaðar eru sem eyðufylling milli auglýs- inganna náf tilgangi sínum; það fer alveg eftir því hvern- i? þær eru samdar. Það er tii að mynda ógnarlee sjálfs- blekking þegar Eyjólfur Kon- ráð Jónsson ímyndar sér í fyrradag að einhverjir kaupi Morgunblaðið vegna þess að þeir hafi „gagn og ánægju af að lesa“ greinar hans. Auðvelt er að telja á fingr- um sér þá menn sem lesa þær ritsmíðar af yfirlögðu ráði þótt alltaf getj komið slys fyrir þá sem ekki gá að sér Á gjörvöllu landinu fyrirfinnst aðeins einn mað- ur sem les þessar greinar af ánægju og áhuga og myndi jafnve] kaupa blaðið þeirra vegna ef hann fengi það ekki ókeypis. höfundur sjálfur. Hinir lesendurnir em maður- inn sem býr til útdrættina handa ríkisútvarpinu og stjómmálaritstjórar andstæð- ingablaðanna Allir vinna þeir þetta verk á fullum launum. en raunar er ekki hægt að hugsa sér neitt stnrf sem betur sanni nauðsyn þess að stórhækka kaup- greiðslur á íslandi — Austri. ■■vaHBaBHaaaiaaaBaaaaBaaaaBBBMBaaHaaaBaaiHaaaBaBBBaaHHHBHBáBaaaaaaHBaaaMaflHHaaaBaa Sveinn Halldórsson bundið þar flest sjálfur af fáséðu listfengi. Hver vildi ekki eiga leikrita- safnið þitt. þótt vafasamt se. að öl'lum yrði það slík lífs- lind sem þér og þínu fólki. Má ég í leiðinn þakka þér leiðsögnina fyrir Matthíasar- kvöldið okkar í haust. Ég sótti þar til þín styrk og tilsögn, sem reið baggamuninn. Ósjálfrátt kemur mér í hug ógleymanlega greinin hans Kiljans um Ncnna, sem endaði "•svona: „Ég veit ofurvel, að þessi stutta frásögn af kynnum okk- ar er að sínu leyti eins og lýs- ingin, sem blindi maðurinn gerði á fílnum eftir að hafa þreifað á annarri tönn hans“. Við héma. í Kónavogi send- um þér vestur hugheilar ám- aðaróskir á sjötíu og fimm ára afmælinu, þökkum þér störfin í þágu staðarins og hlökkum til að sjá þig aftur og heyra/ sem allra’ fyrst. — Blessaður nú og alténd. Hjálmar Ólafsson. Flestum mun svo finnast, sem til þekkja að fullvegið værj framlagið hans Sveins okkar Halidórssonar .fil leik- listar með því sem hann hafði snarað á vogimar hjá þeim Bolvikingum og síðan nábýl- ingum okkar í Garðinum. Áð stóra verkið og ævistarfið væri þegar unnið er hann sett- ist að hér i Kópavogi. Sagðar hafa mér verið sögur af því þvílíkur risi Sveinn hafi ver- ið til verka og sköpunar fyrr á árum, að hefði ég ekki seinna reynt sannleika bessa í kynnum við leikarann Svein Halldórsson hefði mér verið næst að halda að þverbrestur væri í sögunni. Á öndverðu ár- inu 1954 er Leikfélag Kópa- vogs stofnað. Frá þeim ddgi og til þessa er Sveinn virkur fé- lagi í því. 1 stjórn hefur hann set'ð löngum. Öli störf hans sem stjómar- manns hafa verið til mikillar blessunar og góðs. Sveinn Halldórsson er ásamt frú Huldu Jakobsdóttur gerður að heiðursfélaga L.K. árið 1961. Var það mjög verðskuldað og stórt gleðiefni okkar allra fé- laganna að hann hlyti sæmd þá. Mörg verða spor hans líka a sviðinu eftir að hann setur bú hér, hefur unn- ið stór verk Og sigra óg hegg- ur vítt til fanga. Ég leyfi mér að nefna leik hans í Alvöru- krónunni. léttur og ótrúlegur leikur. Þá þtið en skemmti- lega unnið hlutverk í Útibúinu í Árósum. Síðan fylgir stórt og vandasamt hlutverk lög- regluforingjans i Gildru Ro- berts Thomas. Afburða glæsi- lega gert. Annan búálfinn i bamaleikritinu Húsið i skóg- inum tókst honum að Hfa svo að mér er ekki grunlaust að slíkir búi á hanabjálkalofti hugans hjá mörgu bami síð- an Það er reyndar ekki frítt við að mér finnist sjálfri ég síðan verða vör við sitthvað ekk; alveg trúlegt á mínu lofti. Þá eru bað síðustu afrekin hans hér i Kópavogi. Am- grímur holdsveiki í Fjalla- Eyvindi og siðast flutningur hans á köflum úr æviminning- um Matthíasar á Matthíasar- kvöldi'' er haldið var hér í Kópavogi fyrr í vetur til kynn ingar á skáldverkum og leik- ritaþýðingum Mátthíasa,. Joch- Framhald á 8. síðu. Kaupfélagsstjórastarfíð við Kaupfélag Norður-Þingeyinga, Kópaskeri er laust til umsóknar og veitist frá 1. maí n.k. Um- sóknir um starfið ásamt upplýsingum um mennt- un og fyrri störf sendist starfsmannastjóra S.Í.S., Gunnari Grímssyni, sambandshúsinu, fyrir 15. febrúar. Stjórn Kaupfélags Norður-Þingeyinga. Á BEZT-útsölunni Kjólar • Blússur • Draktir • Sokkabux- ur * Blúndusokkar. ATH.: .Vandaðar nylonúlpur — verð að- eins kr. 495,00 — áður kr. 795,00. Klapparstíg 44. Ljósmyndaiðja Radiovinna Rya-hnýting Filtvinna Postulínsmálun Listmálun Leðurvinna Mosaikvinna. Einnjg geta nokkyir piltgý komizt að 1, sjóvjnnviT,, námskeiðin. — Innritun er hafin í skrifstofu Æskulýðsráðs að Fríkirkjuvegi 11, kl. 2—8 virka daga; Sími 15937......... HJARTAGARN litaúrval • prjónamynstur • heklumynstur. R. Ó. búðin Skaftahlíð 28, sími 34925. Skrifstofustúlka óskast nú þegar. Skipaútgerð ríkisins. Auglýsing varðandi gin- og klaufaveiki Vegna þess að gin- og klaufaveikifaraldur geisar nú í nokkrum löndum á meginlandi Evrópu, vill landbúnaðarráðuneytið vekja athygli yfirvalda og almennings á því, að stranglega ber að fylgja regl- um laga 11/1928 um varnir gegn gin- og klaufa- veiki. Tekið skal fram, að samkvæmt téðum lögum og auglýsingu þessari er bannaður með öllu inhflutn-' ingur á heyi, hálmi, alidýraáburði, sláturafurðum hvers konar, húðum, mjólk og mjólkurafurðum sém og eggjum. Stórgripahúðir, sem nota þarf við togveiðar kér við land, má þó flytja inn, enda hafi þær sann- anlega verið sótthreinsaðar erlendis. Brot á lögum nr. 11/1928 og auglýsingum, sem settar eru samkvæmt þeim. varða sektum Landbúnaðarráðunéytið, 10 janúra 1966. Ingólfur Jónsson / Gunnl. E. Briem. Æskulýðsrúð Reykjavíkur Námskeið í eftirtöldum greinum tómstundavið- fangsefna hefjást í lok janúar:

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.