Þjóðviljinn - 13.01.1966, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 13.01.1966, Blaðsíða 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVXLJINN — Fimmtudagur 13. janúar 1966 Otgefandi: Sameiningarflokfcur. alþýöu — Sóslalistaflokk- urinn. — Ritstjórar: Ivar H. Jónsson (áb), Magnús Kjartansson, Sigurður Guðmundsson Ritstjóri Sunnudags: Jón Bjamason. Fréttaritstjóri: Sigurður V. Friðþjófsson. Ritstjóm, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja, Skólavörðust. 19. Sími 17-500 (5 línur). Áskriftarverð kr. 95,00 á mánuði. Auglýsingastjóri: Þorvaldur Jóhannesson. Körfuknattleikur: Hvers vegna ? Jgins og greint var frá hér í blaðinu í gær eru her- námsframkvæmdirnar í Hvalfirði sem hefjast innan skamms stærstu verkefni sem tslenzkir að- alverktakar hafa samið um allt frá því þau her- mangarasamtök voru stofnuð. Nemur samningur- inn að verðmæti 300-400 miljónum króna, og á- formað er að 100-300 manns vinni að framkvæmd hans um langt skeið með hinum stórvirkustu vinnuvélum. Nú er semsé að því stefnt að stór- auka hemám íslands. JJvers vegna? í löndunum umhverfis okkur he'f- ur þróunin orðið sú á undanförnum árum að dregið hefur úr herstöðvum og ýmsar þeirra hafa verið lagðar niður. Þessu valda breytingar í hern- aðartækni og breytt vígbúnaðaráform í þessum hluta heims. Jafnframt hefur Atlanzhafsbanda- lagið verið að sundrast og verður greinilega ekki endumýjað 1 sömu mynd 1969. Allar hinar fornu röksemdir um innrásarhættu, varnarkeðju og ein- staka hlekki hennar eru nú gufaðar upp. Samt er ætlunin að auka hernámið á íslandi um allan helming. « J|vað kemur til? Á þessu atferli er engin skýr- ing önnur en sú að Bandaríkin eru að fram- kvæma þau áform sín, sem birt voru 1945, að halda íslandi til frambúðar. Þau kröfðust þess þá — eins og Ólafur Thors komst að orði — að fá land af okkar landi og gera það að hluta af sínu landi. Þeir íslenzkir valdamenn sem aðstoða Bandaríkin við framkvæmd þessarar stefnu eiga ekki lengur tiltæk nein blekkingarök til að fela tilgang sinn; þeir eru uppvísir erindrekar erlends stórveldis gegn þjóð sinni. * Þröngt fyrir dyrum JJérlendis er yfirleitt næg atvinna — og raunar mjög óhóflegur vinnutími og eftirspurn eftir vinnuafli víðasthvar. Engu að síður er það nú eitt helzta viðfangsefni stjómarvaldanna að ráðstafa mörgum hundruðum manna til starfa í þágu er- lendra aðila. Auk herríámsframkvæmdanna í Hvalfirði er ætlunin að tryggja svissneska alúm- ínhringnum hundruð manna til starfa í Straumi — á sama tíma og íslendingar sjálfir þurfa á miklum mannafla að halda til framkvæmda við Búrfellsvirkjun. Hér eiga semsé á sama tíma að rísa upp þrír nýir bæir umhverfis stórverkefni. gtjórnarvöldin munu nú sjá fram á að þessar á- ætlanir eru óframkvæmanlegar-. Því er að því stefnt að flytja inn verkafólk frá Suður- evrópu til starfa í Straumi og jafnvel í Hvalfirði. En þá fer óneitanlega að verða þröngt fyrir dyr-' um ef hér skulu rísa erlendir bæir til stórfram- kvæmda í þágu erlendra aðila. Haldi lengi svo á- fram kemur að því að íslendingar verða horn- rekur í-sínu eigin landi. — m. Pólsku landsliðsmennirnir með alls 1202 landsleiki að baki! Landsleikir á sunnudag og þriðjudagskvöld □ í dag, fimmtudag, verður íslenzka lands- liðið í körfuknattleik valið úr hópi þeirra 15 leikmanna, sem stundað hafa æfingar að undan- förnu undir handleiðslu Helga Jóhannssonar. Eins og áður heíur verið skýrt frá, er pólska landsliðið í körfuknattileik væntanlegt hingað til lands frá Bandaríkj- unum á laugardaginn, og á sunnudag og þriðjudag fara landsleikimir fram í nýju í- þróttahöllinni í Laugardal. Fyrri leikurinn hefst kl. 4 síð- degis en sá síðari kl. 8.15. For- sala aðgöngumiða fer fram í Bókaverzlun Lárusar Blöndals, Skólavörðustíg og Vesturveri. Mjög gott, lið Pólska liðið er mjög sterkt og margrejmt í keppni. Þannig munu pólsku leikmennimir eiga samtals 1202 landsleiki að baki! Tveir Pólverjanna hafa leikið alis 182 landsleiki hvor og hefur annar þeirra, Janusz Wichowski. skorað samanlagt 2274 stig í þessum leikjum. Fjórir landsliðsmanna eru úr félaginu T.S. Wisla, sem lék á sl. sumri' gegn úrvalsiiði Evr- ópu og sigraði með 78 stigum gegn 70. Sama lið vann einnig Evrópubikarmeistarana, Real Madrid frá Spáni, með 85 stig- um gegn 70. Landslið P.ólverja er annars þannig skipað: Nr. 4 — Janusz Wichowski. 30 'ára 196 sm. 87 kg.. 182 landsleikir, hefur skorað 2275 stig í þessum leikjum. Nr. 5 — Andrzej Pstrok- Evrópukeppnin í handknattleik kvenna: Valsstúlkurnar leika næst gegn a-þýzku meisturunum □ Keppinautar Valsstúlknanna í 2. úmferð Evrópubikarkeppni meistaraliða í handknattleik kvenna verða án efa allerfiðir viðureignar; þær íslenzku mæta sem sé austur-pýzku meistur- unum. -<*> 1. deildar-keppnin: FH tapaðifyrír Haukum 17:18 □ Þau óvæntu úrslit urðu í 1. deildar-keppni íslandsmeistaramótsins í handknattleik í fyrra- kvöld, að Haukar úr Hafnarfirði sigruðu íslands- meistarana FH með 18 mörkum gegn 17. Um síðustu helgi var dregið um leiki þeirra átta liða, sem komust áfram í keppninni og lenda þessi félög saman: Valur og Dhf. Leipzig, Aust- ur-Þýzkalandi. HG, Dan- mörku, og Trud, Sovctríkj- unum. Vestur-þýzku meist- ararnir og Spa-rta, Tékkósló- vakíu. Búlgörsku mcistar- arnir og mcistarar Ungverja- lands. Austur-þýzka kvennalands- liðið hefur löngum staðið sig vel í alþjóðlegri keppni, svo og gera má fastlega ráð fyrir að næstu andstæðingar Vals- stúlknanna verði engin lömb að leika sér við. Bráðlega mun verða ákveðið hvenær leikirn- ir fara fram, annar hér heima, hinn í Leipzig. Zbigiew Dregier. onski. 29 ára 186 sm. 89 kg., 182 landsleikir. 1253 stig. Nr. 6 — Czeslaw Malec, 24 áar. 194 sm. 83 kg. 37 lands- leikir 302 stig. Nr. 7 — Cegielski. Hanryk. Nr. 8 — Stanislaw Olejnicz- ak. 27 ára. 193 sm., 82 kg., 103 leikir. 448 stig. Nr. 9 — Wieslaw Langie- wicz. 25 ára. 183 sm, 77 kg., 48 leikir, 368 stig. Nr. lft — Jerzy Piskun 27 ára, 199 sm. 79 kg. 140 leik- ir. 783 Stig. , Nr. 11 — Bohdan Likszo 25 ára 200 sm. 103 kg.. 85 íeikir 1104 stig. Nr. 12 — Mieczyslaw LopJ arka, 26 ára 197 sm 97 kg.. 94 leikir. 1011 stig samtals. Nr. 13 — Kazimierz Frelkie- wicz. 25 ára. 181 sm. 72 kg. 82 leikir 277 stig. Nr. 14 — Edward Grzywna. 21 árs. 195 sm 92 kg. 28 leik- ir. 167 stig. Nr. 15 — Zbigiew Dregier, 30 ára. 18o sm, 76 kg. 143 leikir. 778 stig. Þjálfari; Witold Zagorski. Fararstjóri: Jerzy Lysak- owski. varaform. Körfuknatt- leikssambands Póllands. Haukar mættu mjög ákveðn- ir til leiksins og höfðu allan tímann forystu í mörkum, um . tíma í síðari há'lfleik var stað- an 16 gegn 10 þeim í vil. Við- ar Símonarson var sá mark- sælasti í liði Hauka, skoraði alls 8 mörk og sýndi oft á tíðum glæsilegan leik. í liði FH vantaði tvo af beztu leikmönnunum, þá Ragnar Jónsson og Geir Hallsteinsson. 1 síðari leiknum í fyrrakvöld sigraði Valur Ármann með 27^ mörkum gegn 24 í mjög jöfn- um og tvísýnum leik. 1 leikh'léi var staðan jöfn, 15 mörk gegn 15.' Keppnin í 1. deild karla ligg- ur nú niðri um tíma vegna utanfara landsliðsins til Pól- lands og Danmerkur. Landslið- ið heldur til Kaupmannahafnar árdegis í dag, fimmtudag, dvelst þar næturlangt en heldur á morgun með lest til Póllands. Landsleikurinn viðPólverja fer fram í borginni Gdansk á Eystrasaltsströnd á sur.nudag- inn kemur. en á miðvikudag- inp f næstu viku keppir lands- liðið við Dani í Nyborg. Mjög mikill áhugi er ríkjandi í Dan- mörku fyrir landsleik Dana og Islendinga og eru allir aðgöngu- miðar að leiknum í Nyborg fyrir nokkru seldir. Eftir fjóra leiki í 1. deild Islandsmeistaramótsins er nú staðan þessi: Fram KR Haukar Valur FH Ármann 110 0 110 0 110 0 2 10 1 10 0 1 24:19 2 22:17 2 18:17 2 46:48 2 17:18 0 2 0 0 2 41:49 0 BLAÐDREIFING 0 •' Unglingar óskast til blaðburðar í eftirtal- in hverfi: Hjarðarhaga Kleppsveg — — Tjarnargötu — Skipholt Múlahverfi. ÞJÓÐVILJINN Sími 17-500. vinsæ1"**’’' «kctrfaripir jóhannes skólavörðustíg 7 *!

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.