Þjóðviljinn - 21.01.1966, Síða 10
■
111
Svo nukill fjöldi cr n,ú í Söngsveitinni Fílharmóníu aö ómögu legt reyndist að ná öllum saman á mynd á æfingunni í Mela-
skólanum sl. miðvikudag. Hér sér á bakið á Dr. Róbert Abraham við stjóm kórsins og hluti söngfólksins. (Ljósm. A. K.).
| Fjölmennqsti kór sem hér hefur sungiú
| Keppzt irið eð æfa
j / 9. sinféniu Beethovens
i
!
1 næsta mánuði verður flutt
hér á landi í fyrsta sinn það
verk Beethovens, sem margir
telja mesta meistaraverk, sem
mannlegt hugvit hefur skap-
að, fyrr og síðar, níunda sin-
fónia tónskáldsins. Verður
flutt af Sinfóníuhljómsveit
Islands og Söngsveitinni Fil-
harmóníu undir stjóm Dr.
Róberts Abrahams Ottósson-
ar. Einsöngvarar verða þau
Svala Nielsen, Sigurveig
Hjaltested, Guðmundur Jóns-
son og Sigurður Björnsson.
Sem vænta má er æft af
kappi þessa dagana undir
hljómleikana og fékk Þjóð-
viljinn leyfi stjómandans til
að hlusta á eina æfingu hjá
kómum og taka myndir af
söngfólikinu. Óhætt mun að
fullyrða, að aldrei áður hafa
jafnmargir söngvarar tekið
þátt í flutningi verks hér-
l.endis, en þeir verða nú rúm-
lega 130 manns.
Æfingar hófust þegar í
október og voru þá raddæf-
ingar einu sinni i viku, en
æfingum fjölgar því nær sem
dregur hljómleilounum og eru
nú tvær samæfingar allra
radda vikulega. Æft er í sam-
komusal Melaskólans og und-
irleikari er Halldór Haralds-
son, sem tók við af Atla
Heimi Sveinssyni er lék und-
ir til skamms tíma, en er far-
inn til útlanda. ...
Formaður Söngsveitarinnar
Fílharmoníu er Jakob Möller
og sagði hann í viðtali við
blaðið, að kórinn væri þannig
til orðinn, að upphaflega
hefði verið stofnað félag
nokkurra áhugamanna og
framómanna í tónlistarlífi
borgarinnar með Ragnar
Jónsson í fararbroddi. Hét fé-
' íagið Fílharmoníufélagið og
Föstudagur 21. janúar 1966 —
árgangur 16. tölublað.
Hér sést hluti kórsins á æfingu, sópran og bassi.
Dr. Róbcrt A. Ottósson
hafði að markmiði að koma
á fót kór, sem tékið gæti að
sér flutning mikilla kórverka.
Uppúr þessu félagi varð svo
til Söngsveitin Fílharmonía,
sem hefur nú starfað í fimm
ár.
Fyrsta verkefni söngsveitar-
innar var Carmina Burana
eftir Karl Orff, sem hún
flutti ásamt Þjóðleikhúskóm-
um með Sinfóníuhljómsveit-
inni. Síðan hefur Söngsveitin
Fíl’harmonía haft eina hljóm-
leika á ári með Sinfóníu-
hljómsveitinni og flutt Þýzka
sálumessu eftir Brahms,
Messías eftir Hándel, Reqiem
Mozarts og á síðustu tónleik-
um Magnificat Bachs og
Sálmasinfóníu eftir Stravin-
sky. Þá hefur kórinn einnig
sungið með hljómsveitinni
Polovétsadansa úr óperunni
Framhald á 6. síðu.
Ráðstefna haídin
um umferðaróryggi
Karlakér Reykjavlkur fjörutíu ára
• Karlakór Reykjavíkur á fjörutíu ára afmæli
um þessar mundir, en hann var stofnaður 3. janú-
ar 1926, og hefur kórinn í hyggju að minnast þess-
ara tímamóta með hófi að Hótel Borg og útgáfu
myndskreyttrar minningabókar um kórinn og starf-
semi hans frá upphafi.
Sem kunnugt er var Karlakór I
leykjavíkur stofnaður að til-
ítuðlan Sigurðar Þórðarsonar
ónskálds, sem var söngstjóri
córsins frá upphafi og nær óslit-
ð í 36 ár. Sigurður var forystu- \
naður um flest sem kórinn tók;
ör fyrir ’hendur og undir hans
eiðsögn hefur kórinn ferðazt um
jrjár heimsálfur og haldið tals-
/ert á annað hundrað hljóm-
eika i sautján löndum.
Inn á hljómplötur hefur kór-
inn sungið um 100 lög og hljóm-
leikar innanlands eru orðnir
mörg hundruð. Árlega eru
haldnir margir konsertar fyrir
styrktarmeðlimi, sem eru um
1600, þ.e. 3200 fastir áheyrendur
og segir stjóm kórsins, að hann
eigi þessum hópi mikið að
þafeka. Verður minningabókin í
tilefni fertugsafmælis kórsins og
sjötugsafmælis Siguröar Þórðar-
sonar á sl. ári tileinkuð styrkt-
arfélögum og velunnurum kórs-
ins.
Bókin verður gefin út í þús-
und tölusettum eintökum og
.verður á annað hundrað síður
að stærð, að mestu myndir úr
sögu lcórsins, prentuð á vandað-
an myndapappír og kápuforsíðan
í fjórum litum.
Utanlandsferð
Karlakór Reykjavfkur hefur
að undanförnu unnið að undir-
búningi að utanlandsferð með
skipi, en ferðir sem hann hefur
staðið fyrir hafa orðið mjög
vinsælar. Er nú í ráði að leigja
til fararinnar útlent skip, sem
tekur á 5. hundrað farþega og
verður förin gerð í septcmber n.
k. ef næg þátttaka fæst. Er í
ráði- að sigla til Miðjarðarhafs-
ins og heimsækja löndin fyrir
botni þess, svo sem Egyptaland
og Israel, einnig Grikkland, og
jafnvel að sigla upp f Svarta-
hafið til Vama í Búlgaríu. Á
heimleið verður svo komið við
á Italíu.
Laugardaginn 29. janúar n.k.
heldur kórinn upp á fertugsaf-
mælið með hóf'i að Hótel Borg,
sem verður fjölsótt. Hafa gaml-
ir félagar kórsins sýnt afmælinu
mikinn áhuga, m.a. æft nokkur
lög undir stjórn Sigurðar fyrr-
verandi söngstjóra, sem þeír
ætla að syngja í hófinu.
Karlakórinn æfir nú að vanda
fyrir vorkonserta : tvrktf,rPél«i<’
anna og er söngstíóri Páll Pam
pichler Pálsson. Söngmenn eru
Framhald á 6. síðu.
Á Iaugardaginn hefst á Hótel
Sögu tveggja daga ráðstcfna um
umferðaröryggf) sem átta trygg-
ingafélög hafa boðað til. Á ráð-
stefnunni verður lagt fram frum-
varp til - stofnunar Iandssam-
taka gegn umferðarslysum. —
Ráðstefnan hefst kl. 2.00 e.h. og
setur hana Jón Rafn Guðmunds-
son, en eftir að fundarstjóri o.g
ritarar hafa verið kosnir mun
Jóhann Hafstein, dómsmálaráð-
herra flytja ávarp.
Um 30 aðilar voru boðaðir til
ráðstefnunnar, auk fjölmargra
áheymarfulltrúa frá ýmsum op-
inberum aðilum og hafa þegar
yfir 60 fulltrúar tilkynnt um
þátttöku.
Fyrri dag ráðstefnunnar mun
Egill Gestsson flytja framsögú-
ræðu undirbúningsnefndar og
leggja fram frumvarp til stofn-
unar landssamtaka gegn um-
ferðarslysum. Gert er ráð fyr-
ir að fundi ljúki um kl. 18.00
á laugardag, en áður verður kos-
ið í skipulagsnefnd, fjárhags-
nefnd og framkvéemdanefnd, er
starfa á sunnudagsmorgun.
Fundur hefst aftur kl. 13.20
á sunnudag með afgreiðslu
nefndarálita. — Á ráðstefnunni
verða tvö erindi flutt. Pétur
Sveinbjarnarson flytur erindi um
uppbyggingu umferðarfræðslu-
kerfisins, en Sigurjón Sigurðsson
lögreglustjóri, erindi um bráða-
birgðatillögur rannsóknamefndar
umferðarslysa. Ráðgert er að
ráðstefnunni verði slitið um kl.
18.00 á sunnudag.
Eldsvoði í Smá-
íbúðahverfinu
1 gærdag run fimm leytið
varð eldur laus í einlyftu timb-
urhúsi við Melgerði 23 í Smá-
íbúðahverfi hér í bæ. Eldurinn
kom upp í viðbyggingu við hús-
ið- í olíukyndiklefa og varð við-
byggingin alelda og brann að
mestu. Eldurinn komst líka í
eldhúsið í aðalhúsinu og varð
að rjúfa gat á þak hússins til
þess að ráða niðurlögum eldsins.
Miklar skemmdir urðu á hús-
inu og var meðal annars geymd
i viðbyggingunni gömul búslóð,
staflað upp í loft í einu her-
bergi þar, — brann það allt að
mestu. Þam^ býr Valdemar Sig-
urðsson ásamt sex manna fjöl-
skyldu og er fyrirvinnan á
sjúkrahúsi.
í gærdag var víða mikið
frost og mældist þannig sautján
stiga frost á Akureyri, átján stig
á Sauðárkróki og tiu stiga frost
hér í Reykjavík. Bjart veður var
um allt land. I dag er búizt við
áframhaldandi kuldakasti og
bjartviðri.
Rithöfundasambandið samþykkti
Mótmæli gegn dátasjónvarpi
og handtöku sovézkra skálda
Á funclf Rithöfundasambands
Islands á þriðjudagskvöld voru
samþykktar tvær tillgöur, önn-
ur við þá hugmynd að dátasjón-
varpið verðí takmarkað við
bandarísku hcrstöðina eklci síð-
ar en þegar íslcnzka sjónvarp-
ið tekur til starfa, og orðsend-
ing til sovczka sendiherrans á
Islandi, þar sem lýst er ánægju
yfi'r veitfngu Nóbclsverðlauna til
Sjolokhofs og mótmælt frelsis-
sviptingu tveggja sovéthöfunda.
Sigurður A. Magnússon bar
fram fyrri tillöguna og fylgdi
henni úr hlaði og var hún sam-
þykkt mótatkvæðalaust. Björn
Th. Björnsson, formaður sam-
bandsins bar fram seinni til-
löguna. Þar segir, að fundir ís-
lenzkra rithöfunda lýsi ánægju
jrfir verðskulduðum heiðri, veitt-
um Sjolokhof með Nóbelsverð-
launum. 1 síðari hluta tillög-
unnar segir ennfremur, að ísl.
rithöfundar hljóti iafnframt að
harma þær fregnir, ef réttar
reynist, að sovétrithöfundarnir
tveir, sem ritað hafa undir
skáldheitunum Arzak og Abram
Tertz, hafi sætt frelsissviptingu
vegna þjóðfélagsádeilu í bókum
sínum. Sé það álit höfundanna,
að ádeila í bókmenntum hafi
um aldir verið afl menningar-
legrar framvindu, en öll viður-
lög við því frelsi listamanna
spilli fyrir umburðarlyndi og
friði milli þjóða.
Ýmsir fundarmenn urðu til
að mótmæla — hver á sínum
forsendum — báðum hlutum
tillögunnar og var hún sam-
þykkt í'tveim atkvæðagreiðslum.
kjörin í gær
Á fundi borgarstjórnar Reykja-
víkur í gær var kosið í fram-
talsnefnd til næsta árs. Þessir
menn voru kjömir aðalmenn:
Guttormur Erlendsson, Björn
Snæbjörnsson, Bjöm Þórhalls-
son, Haraldur Pétursson og Zóp-
honías Jónsson. Varamenn: Jón
Guðmundsson, Þorvaldur J. Júl-
fusson, Helgi V. Jónsson, Eyj-
ólfur Jónsson og Sigurður Guð-!
Skemmtikvöld
Isl-þýzka menn-
ingarfélagsins
Næstkomandi þriðjudags-
kvöld 25. janúar, kl. 20.30
heldur Islenzk-þýzka menn-
ingarfélagið skemmtikvöld 1
Lindarbæ niðri.
Sýeid verður stutt kvik-
mynd frá Kaupstefnunni :
Leipzig.
Sigurður Baldursson hrl
flytur stutt yfirlit um tíðn:
afbrota í báðum þýzku ríkj-
unum frá stríðslokum.
Knútur Reynir Magnússoll
leikari skemmtir.
Tekið verður móti nýjum
félagsmönnum.
, Félagar eru hvattir til að
| fjölmenna og taka með séi
gesti.
Kaffiveitingar verða á
staðnum.
geirsson.